Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1
Kennarar standa vaktina I Stakkahlíðinm er miðstöð kennaraverkfallsins. Þar hitt- ast kennara til að sækja stuðn- ing í fjöldann og leggja á ráð- in um næstu skref. Bls. 9 Tíu punktar Kosningastefnuskrá Alþýðu- r bandalagsins er eftirspurðasta skjalið í kosningabaráttunni. Við birtum tíu punktana í heild á einni síðu til að fólk geti Idippt þá út. BIs. 8 Helgi Hjörvar „Mín póhtíska þátttaka miðast að því að menn á vinstri kanti stjómmálanna vinni saman,“ segir Helgi Hjörvar ffambjóð- andi G-bstans á Reykjanesi í Vikublaðsviðtab á bls.7 B L A Ð S E 11. tbl. 4. árg. 17. mars 1995 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. BÍLABÓNUS TII FORSTJÓRANNA Síðasta verk ríkisstjórnarinnar fyrir þinglok var að lækka forstjórabíla í verði um 300 til 500 þúsund krónur. Þeir bílar sem alþýðan hefur þó efni á að kaupa lækka ekkert. Forstjórarnir fá um leið niðurfellingu stóreigna- skatts upp á 182 þúsund krónur að meðaltali. Breyting á lögum um vörugjald á ökutæki, sem stjómin samþykkti rétt fyrir þinglok, hefur það í för með sér að dýrir forstjórabflar lækka í verði um 300 tíl 500 þús- und krónur. Lagabreytingin nær ekki til ódýrastu bflanna og þeir lækka því ekki. Hér er komið enn eitt dæmið um hagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins í þágu hinna best settu í þjóðfélaginu. Það fólk sem getur nýtt sér þessa 300 til 500 þúsund króna lækkun er að stórum hluta sama fólkið og hefur fengið niðurfelldan stóreignaskatt („ekknaskatt") upp á að meðaltab 182 þúsund krónur. Segja má að ein- ungis þessar tvær aðgerðir færi þeirn best settu 500 til 600 þúsund krónur í vasann. Stærstu forstjórajeppar lækka um nálægt 300 þúsund krónur og t.d. dýrustu Benz bílar um hátt í 500 þús- und. Ekki má gleyma í þessu sam- bandi að rekstur eigin biffeiðar er orðinn dýrasti einstald rekstrarbður fjölskyldunnar (18% af ffamfærslu- vísitölu). Það mtmar því miklu um almenna vörugjaldslækkun, t.d. upp á 150 til 200 þúsund krónur á meðal- bíl. En ríkisstjómin sýndi enn einu sinni sitt rétta eðli og ívilnaði for- stjómm landsins, en hunsaði alþýð- una. Sjá nánar um lækkun forstjóra- bflanna og ffekari umfjöllun inn „ríku ekkjumar“ hans Dav- íðs, bls. 4-5. Árni eyddi öUu úr tölvu borgarstjóra Einkavæðingarskýrsla Ingu Jónu Þórðardóttur, sem fyrrver- andi borgarstjómarmeirihluti í- haldsins greiddi henni 2,7 mfllj- ónir króna úr borgarsjóði fyrir að taka saman, er komin í leitimar, eða að minnsta kosti hluti hennar. Skýrslan fannst ekki í skjalasafni Ráðhússins, eins og hefði mátt æda um eign borgarsjóðs, heldur var hún send borgarstjóra nafhlaust. Þá hefúr komið fram að þegar Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir settist í stól borgar- stjóra var forveri hennar, Ami Sig- fússon, búinn að eyða öllum skrám og forritum úr tölvu borgarstjóra. Ami gat ekld einu sinni hugsað sér að skilja effir nothæft ritvinnslufor- rit. Vikublaðið fjallaði ítarlega um leitina að skýrslunni fyrir borgar- stjómarkosningamar, en afurðunum af þessu sérverkefni Ingu Jónu var haldið leyndum. Skýringin er komin í Ijós og kenn- ingar þar að lútandi staðfestar: Sjálf- stæðisflokkurinn þorði ekki að sýna tillögumar fyrir kosningamar, einkavæðingaráformin þóttu of rót- tæk og hentuðu ekki til sýningar eft- ir skyndilega kúvendingu íhaldsins yfir í félagshyggju. Sjálfstæðismenn hafa í máb þessu orðið berir að ósannindum, spilbngu og ólýðræðis- legum vinnubrögðum. Arni Sigfússon og félagar hafa reynt að halda því fram að skýrsla Ingu Jónu ffá júní 1992, „Einkavæð- ing hjá Reykjavíkurborg“, sé aðeins hluti af hennar vinnu og engin heild- arskýrsla til. Sé það rétt em sjálf- stæðismenn enn með gögn undir höndunum sein borgarsjóður var lát- inn borga fyrir. Heildarskuldir hins opinbera 1990-1995 - sem hlutfall af landsframleiðslu - 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Erlendu skuldim- ar ógna sjálfstæði þjóðarinnar Hin mikla erlenda skuldasöfnun síðustu ár, sem ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar ber ábyrgð á, setur fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinn- ar skorður. Hlutfall erlendra skulda hins opinbera er óvíða hærra en hér á landi og í því felst að fyrr getur slegið í bakseglin hjá okkur en annars staðar ef nægilegs aðhalds er ekki gætt. Erlend skuldasöfn- tm og hallarekstur rfldsins heldur uppi háum raunvöxtum, sem bitnar ekki síst á heimilum og fyrirtækjum. Þetta má lesa út úr grein efdr Þorstein Olafs hagfræðing sem birtist í nýútkomnu fréttabréfi Samvinnubréfa Landsbankans. A Islandi hafa heildarskuldir hins opinbera þróast með þeim hætti að þær vora 35% af landsffamleiðslu árið 1990, en era komnar upp í 56%, en skuldimar hafa reyndar hrannast upp hjá allmörgum löndum OECD. Þótt staða ýmissa landa sé síst betri en Islands er það staðreynd að hér hafa skuldirnar vax- ið mjög ört allra síðustu árin, og ef svo heldur áffam mun senn koma að því að skuldimar kalli fram ýmis slæm einkenni eins og hjá þjóðum þar sem ríkisfjármálin hafa farið úr böndum. Jóhaima tíl hægrí og vinstri eílir hentugleikum - Ég fagna því ef Jóhanna Sig- urðardóttir Ioksins, loksins hefúr komist að þeirri niðurstöðu að hún vilji vinna til vinstri. En viku fyrir kosningamar 1991 sagðist hún líka vilja vinstri stjóm en strax effir kosningar greiddi hún atkvæði með hægristjóm, segir Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur Alþýðubandalagsins um það útspil Jóhönnu Sigurðardóttir um að hún mun ekki vinna með Sjálf- stæðisflokknum í ríkisstjóm. - Spumingin frá vinstra fólki í landinu til Jóhönnu Sigurðardóttur er alveg skýr. Hvers vegna eigum við að treysta þér núna, fyrst ekki var hægt að treysta þér árið 1991?, sagði Ólafur Ragnar í útvarpsviðtab við Atla Rúnar Halldórsson. I viðtabnu rifjaði Ólafur Ragnar um ítrekaðar tilraunir Alþýðubanda- lagsmanna í haust til að efna til sam- vinnu við Jóhönnu. - En Jóhanna bara hafnaði því, hún vildi það ekki og gaf út allskonar yfirlýsingar um það að hún ætlaði að bjóða fram lista með nýju fólki, það ættu að vera konur í efsm sætum í öllum kjördæmum og annað af þessu tagi, sem ekkert hefúr staðist. Alvar- an í vinstri póbtfldnni á Islandi er í því samstarfi sem við höfum búið til í kringum G-bstana. Alþýðubanda- lagið hefur sem flokkur verið nægi- lega frjálslyndur og opinn til að bjóða fjölda einstaklinga eins og Ög- mundi Jónassyni, Kristínu Guð- mundsdóttur og Ama Steinari og fjölmörgum öðram til samvinnu við okkur á grandvelli sameiginlegrar Ólafur Ragnar: Kjaminn í lífshug- sjón minni er að búa til valkost til vinstri og dálítið fyndið að Jóhanna ædi að taka mig upp í prófi um vilja Alþýðubandalagsins til að mynda vinstristjóm. stefnu og viðhorfa. Kjarninn í minni lífshugsjón er að búa til þennan val- kost og það er dálíttið fyndið að Jó- hanna Sigurðardóttir, sem á undan- fömum kjörtímabilun hefur unnið manna lengst með Sjálfstæðisflokkn- um, ætb að taka mig, sem aldrei hef- ur unnið með Sjálfstæðisflokknum, upp í einhverju prófi, sagði Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Atla Rúnar. - sjá leiðara á bls. 2 og viðtal við Bryndísi Hlöðversdóttur á bls. 3 um sama efiii.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.