Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 17500 Einkavinavæðing íhaldsins í Bolungarvík Kristinn H. Gvumarsson al- þingismaður og bæjarfulltrúi í Bolungarvxk segir að sala bæjar- stjómarmeirihlutans á hlut bæjar- ins í Ósvör hf. til Bakka hf. sé gróft dæmi um einkavinavæðingu, þar sem skattfé almennings er notað til að selja opinbera eign á gjafverði til einkafyrirtækis. „Mér finnst þessi sala sýna pólitísk afskipti af því hverjir eigi að ráða fyr- irtækinu. Tilteknir menn innan Sjálfstæðisflokksins eru að nota Vestfjarðasjóðinn til að ráðskast til um hverjir eigi að ráða fyrirtækinu. Þeir eru að nota opinbert fé til þess að koma almenningsfyrirtæki í einkaeign,“ segir Kristinn. Hann bendir á að við söluna færist eignarhaldið yfir togurum Ósvarar og forræðið yfir veiðiheimildunum Fjórðungs niðurskurður sjukrahussframkvæmda Útgjöld hins opinberra vegna framkvæmda við sjúkrahús - milljónir króna á verðlagi 1995 - 2500 -/ m Sjúkrahús ■ Félagsh. / Kirkjur 2000 1500 1000 500 0 1994 1995 1991 1992 1993 1990 Súluritið sýnir annars vegar hversu mikið hið opinbera hefúr lagt fram til ffamkvæmda vegna sjúkrahúsa á tímabilinu 1990-1994 ásamt áætlun fjár- laga 1995 og hins vegar hversu mikið hefur farið i félagsheimili og kirkjur á sama tímabili. Framkvæmdir vegna sjúkrahúsa voru 2.170 milljónir króna árið 1991 ogsamaárið fóru 316 milljónir í félagsheimili ogkirkjur. Utgjöld- in í síðamefndu byggingamar voru því einn sjöundi af því sem fór í sjúkra- húsin. I ár eiga hins vegar 1.650 milljónir að fara í sjúkrahúsin. Það er 520 milljónum króna lægra framlag en 1991 og munar 24%. A sama tíma eiga 600 milljónir að fara í félagsheimilin og kirkjumar eða rúmlega einn þriðji af því sem fer í sjúkrahúsin. úr höndum heimamanna í almenn- ingshlutafélagi til einkafyrirtækis í eigu fárra aðila. „Þama em ekki bara sjálfstæðismenn heima fyrir á ferð heldur Sjálfstæðisflokkurinn á lands- vísu. I sömu andrá hefur t.d. Einar Oddur Kristjánsson fengið einka- leyfi til kúfiskveiða ffá Þorsteini Pálssyni. I Ósvarardæminu er 80 til 90 milljóna króna Vestfjarðaraðstoð bundin því skilyrði að bærinn selji Bakka og engum öðmm. Hvers kon- ar siðferði er þetta?“ spyr Kristinn. Hann bendir enn ffemur á að kaupverðið, 57 milljónir, greiði Bakki ekki, heldur yfirtekur fyrirtæk- ið skuldir við Byggðasjóð og leggur ffam á móti veiðiheimildir upp á sömu upphæð, en sem em veðsettar fyrir 150 milljóna króna skuldum. „Það er verið að ráðskast þama með 200 milljónir króna. Kaupverðið til bæjarins er of lágt og gróðavon kaupandans er upp á liðlega 100 milljónir að minnsta kosti. Og kaup- andinn þarf ekki að taka nokkra á- menningshlutafélag til að búa til sæ- hættu. Sjálfstæðisflokkurinn svífst greifaveldi." greinilega einskis við að þurrka út al- Ágæti ferðalangur! Ef þú verður að heiman á kjördag minnum við þig á að kjósa áður en þú ferð. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík vegna alþingiskosninganna 1995 er að Engjateigi 5. Þar er opið alla daga vikunnar frá kl. 10:00 -12:00,14:00 - 18:00 og 20:00-22:00. Góða ferð! Frambjóðendur í þingkosningunum 8. apríl 1995. Reykjavíkurþing G-listi Alþýðubandalagsins og óháðra heldur Reykjavíkurþing á Hótel Sögu þann 25. mars. - Við munum fjalla um málefni Reykvíkinga og hlut- verkið sem þingmenn kjördæmisins hafa við að bæta kjör íbúanna, segir Arthúr Morthens kosningastjóri G- listans. Atvinnu- og velferðarmál verða ofarlega á baugi og leitast verður við að greina sérstöðu Reykjavíkur sem höfuðborgar. Er höfuðborgin að þróast sem borg at- vinnuppbyggingar eða sem borg atvinnuleysis og ofbeldis? er meðal þeirra spuminga sem verða til umfjöllunar. Ingibjörg Sólrún Bryndís Svavar Ögmundur Meðal ffummælenda verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Svavar Gestsson þingmaður, Ogmundur Jónas- son formaður BSRB, Guðrún Helgadóttir þingmaður og Bryndís Hlöðversdóttir lög- ffæðingur ASI. Guðrún sérstakar morgunferðir kl. 7:35 og 8:35 v'mnu na

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.