Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 17. MARS 1995 Það fór ekkert á milli mála hvar í Stakkahhðinni kennarar haía sinn samastað. Eg þurfti einungis að leita uppi þann stað þar sem follt var af bxhun og engin laus bflastæði. Þegar ég steig út úr bflnum leiddi Iúðrablástur og pí- anóspil mig að Stakkahlíð 17, þar sem samkomusalur kennara er. Salurinn var þéttsednn og víða staðið, Á stundum var eins og ég væri staddur í miðju fuglabjargi, svo mik- ið var skrafað og hamagangurinn í eldhúsinu var líka mikill, því sjá þurfti um að hlaða á borðið meðlæti eftir því sem bakkar tæmdust. Þrátt fyrir hita í mönnum og skvaldrið sátu sumir út í homi í stóískri ró og telfdu skák. Lauslega áædað voru í salnum yfir tvöhundmð kennarar sem standa í ströngu verkfalli við harðvítugt ríkisvald. Knútur Hafsteinsson er einn þeirra sem hefúr yfirumsjón með fé- lagsheimilinu. Aðspurður sagði hann að aðsóknin væri með minnsta móti þennan daginn. „Við emm fjögur sem skiptum þessu með okkur þannig að ég er héma fjórða hvem dag. Eldhúsinu er síðan skipt niður á skólana og sjá þeir um bakkelsið. Hér er ekkert verðlagt og menn leggja ffam aur eftir efnum og aðstæðum. Hingað heimsækir okkur alltaf á hverjum degi einhver ffá samninganefndinni og greinir ffá stöðu mála, síðan reynum við líka að fá pólitíkusana.Ymsir menn sem hafa verið með yfirlýsingar eða upplýs- ingar í fjölmiðlum um skólamál koma og einnig hafa komið hingað tónlistarkennarar og flutt tónlist. Aðsóknin er frekar lítil í dag en verður meiri á morgun (þriðjudag), því þá fáum við Friðrik Sophusson í heimsókn. Við reynum að telja upp úr gestabókinni og hér vora um 500 manns í síðustu viku þegar Ingibjörg Sólrún og Ogmundur komu. Það er ekki fjarri lagi að hingað komi svona 300 - 400 manns á hverjum degi.“ - Eg sé að dagskráin er skipulögð fram í aprtl. Bjuggust menn við löngu verkfalli? „Það era svo margir skólar á því svæði sem þessi miðstöð á að þjóna Knútur: Aur eftir efinum og ástæð- um. að við vildum ekki slrilja neinn út- undan við skipulagninguna. Við vor- um bjartsýn í upphafi þegar við gerðum þetta skipulag og áttum ekki von á því að fara alla leið niður list- aiui, en við erum nú svona farin að velta því fyrir okkur hvort við verð- um ekld að bæta við.“ - Er ekki komin leiði í fólktð? „Nei, kennarar sem eru færir um að hafa ofanaf fyrir bömum geta al- veg haft ofanaf fyrir sjálfúm sér. Þeir era líka óvenju virkir af félögum í stéttarfélagi að vera. Fylgjast vel með og era tilbúnir að gera hvað sem er ef þeir era beðnir um verkfallsvörslu eða kaffisölu o.fl. Svo þurfa sumir að gæta sinna bama, verkfallið bimar á þeim líka.“ Gefum ekki eftir Guðrún Kristjáns- dóttir tel- ur nauð- synlegt að mæta reglulega í athvarfið til að hitta aðra. „Hafi ég verið heima kannski tvo daga í röð þá finn ég þörf fyrir að koma aftur til að ná upp baráttuanda. Það gefiir meiri bar- áttuhug að koma hér. Hér fæ ég líka betri fréttir. Maður heyrir kannski eitthvað í fjölmiðlum og veit ekld hverju maður á að trúa. Hér fæ ég betri mynd og réttari af fréttunum. Eg er orðin þreytt, vil komast í vinnuna, en fyrst við erum komin í verkfall verðum við í verkfalli þar til um semst. Við förum ekki að gefa eftir núna. Alls ekki. Eg er tilbúin í annan mánuð ef með þarf. Þó þetta sé ómögulegt ástand eins og er fyrir bömin þá förum við ekld að gefast upp núna. Það er stuðningur við okkur eins og kom fram í könnun- inni um daginn. Mér finnst það mjög gott. Eg hefði búist við því verra. Þetta var yngra fólkið og fólk sem á böm í skólanum sem studdi okkur. Það fannst mér mjög gott. Fólk hefúr oft verið á móti okkur en ekki núna. Fólk er meira með og gerir sér grein fyrir að launin era ekld nógu góð og að ýmislegt þarf að laga. Ekki bara launin heldur á- standið í skólunum, skólakerfið. Það þarf að gera breytingar og við eram orðin þreytt á ástandinu eins og það hefur verið.“ Hugur í fólki Laufey Karlsdóttir er kennari að Vannalandi í Borgarfirði en var stödd í Reykjavík til þess að sækja sér styrk í fjöldann. „Ur því sem komið er, er ekkert verið að gefast upp. Það er þreytu- Iiljóð en enginn að gefast upp samt. Eiríkur kom til okkar í síð- ustu viku og hélt fund með kennuram á Vestur- landi. Þar var mikill hugur í fólld. Við föram ekld í verkfall í mánuð án þess að fá eitthvað út úr því. Þetta er erfitt en við ætium áffam úr því sem konúð er, hættum ekki fyrr en í fúlla hnefana. Auðvitað vildi enginn fara í verkfall, þetta er hundleiðinlegt, hef- ur tekið það langan tíma. Við getum staðið lengur, vonandi þurfum við ekki annað eins, en við getum staðið áffam. Ég held þó að báðir aðilar þurfi að fara nær miðju. Báðir að gefa eftir.“ Kennarar munu leita annara starfa Haukur Ottesen er kennari við grunnskólann í Keflavík en bú- settur í Reykjavík. Hann kemur í miðstöðina að jafhaði þrisvar í viku til að leita frétta og fylgjast með. „Ég kem til að finna hvort það er ekki ennþá samhugur og hann er til staðar. Mildl sam- eining héma. Mér finnst stemningin vera það góð. Hér sér maður fólk sem er hér nánast á hverjum degi. Fyrsta spumingin sem brennur er alltaf: Er eitthvað að ger- ast? Síðan er einhver ráðherrann á leiðinni eða pólitíkus. Það er það sem fólk bíður eftir. Fólki finnst lítið að gerast. Verkfallið hefur í raun verið þaggað niður. Ráðamenn era voðalega hljóðir tun verkfallið. Verkfallið kemur við alla og einnig kennara því við eigum böm sem era í skóla þannig að þetta kem- ur jafii mikið við okkur og lúnn al- menna launamann í landinu sem er með böm eða unglinga í skóla. Það gleymist stundum að við eram líka fólk þó við séum kennarar. Ég hef trú á því að eitthvað gerist með þessu gagntilboði sem á að leggja ffam. Það er svona fyrsta skrefið í þá áttina að þetta sé ekki hljóðlegt verkfall af hálfu stjóm- valda. Þeir era nánast búnir að þagga þetta niður. Það verður að leiðrétta launin. Menn lifa ekld af þessu. Ef ekla koma almennilegar kjarabætur út úr þessari aðgerð mun fólk bara leita sér að annarrar vinnu. Ef ekki tekst núna að fá leiðréttingu, í eitt sldpti fyrir öll, þá fer fólk að leita sér að öðra starfi." Engin uppgjöf Ingibjörg Gunnarsdóttir kemur í miðstöðina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að heyra frá samninganefhdinni, einhverjar fréttir og hljóðið í samkennurum sínum. En hvað skyldi henni finn- ast? „Fólk er svartsýnt í dag. Það er ekkert að gerast. Ekki neitt, nema þetta tilboð sem kom fram í byrjun verkfalls. Síðan hefur í rauninni ekk- ert gerst. Samninganefndimar hafa komið saman en ekkert meir. Maður vill vera mættur í skólann sem fyrst, þetta er neyðará- stand. Pyngjan er mjög létt þessa dag- ana. Þetta rétt skreppur og varla það fýrir brýnustu útgjöldum heimilisins. Við stöndum þétt saman og það er engan bilbug á okkur að finna. Hljóðið í fólki er þannig að ég hef ekld heyrt einn ein- asta uppgjafartón.“ Texti og myndir: Kristján Logason Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörð- un um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalar- tími að jafnaði verið 2 mánuðir. Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg og er nú Fr. frankar 1400 á mánuði. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot iistamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1995 til 31. júlí 1996. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnar- nefndarinnar í Upplýsingum á 1. hæð í Ráðhúsi Reykja- víkur, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 29. mars 1995. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.