Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 7
Viðtalið VIKUBLAÐIÐ Hann erfœddur í Reykjavík árið 1967 og sleit ba og íKaupmannahöfn. Hann gekk í Alþýðubanda ára að aldri, var í Æskulýðsfylkingunni hér í ein maður Verðandi. Hann heitir Helgi Hjörvar og sk á lista Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjan allrar arinnar að við fiárfestum ífóM rnsskónum þar lagið fimmtán a tið og er núfor- ipar jjórða sœtið eskjördœmi. Þegar hann var við nám í Mennta- skólanum við Hamrahlíð fór Helgi að starfa við fjölmiðlun og bókaút- gáfu. Hann var hjá Þjóðviljanum sál- uga og Stöð 2, bókaútgáfúnum Svörtu á hvítu og Máh og menningu og rak um tíma eigið fyrirtæki í bók- sölu ásamt félaga sínum. Fyrir þrem- ur árum venti hann sínu kvæði í kross og fór að lesa heimspeki í Háskóla Is- lands. Nú starfar hann sem fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins. Yms- um myndi sjálfsagt þykja þetta nokk- uð fjölbreyttur starfsferill hjá ekki eldri manni en þetta - en engu að síð- ur er það staðreynd: Strákurinn hefur komið víða við. Samvinna ávinstri vængnum Eins og áður sagði gekk Helgi ungur í Alþýðubandalagið. Þá var hann reiður ungur maður. Þar kom að honum þótti Fylldngin of þröngur vettvangur og 1993 fór hann í það á- samt fleirum að stofria Verðandi. í því félagi eru flestir ungir, sumir flokksbundnir, aðrir ekki og margir óráðnir. „Þetta fólk leiðir flokka morgundagsins og þess vegna er mildlvægt að það geti talað saman,“ segir Helgi. Hann tók þátt í forvali R-listans í Reykjavík á síðastliðnu vori og situr sem fulltrúi hans í stjóm Veitustofirana. „Það má segja að mín pólitíska þátttaka miðist að því að menn á vinstri kanti stjómmálanna virrni saman. Það tókst hjá R-listan- um og tekst vonandi í landsmálunum áður en langt inn h'ður. Alþýðu- bandalagið og sú hreyfing hefúr oft átt ffumkvæði að slíkri samvinnu,11 segir Helgi og er vongóður um fram- tíðina. Sótti það besta sem ég á í Reykjaneskjördæmi En hvers vegna ferð þú í framboð á Reykjanesi? Þú sem ert Reykvík- ingur í húð og hár og hefur ekld einu sinni haft fyrir því að flytja lögheimili þitt í kjördæmið? „Mér fiannst þetta bæði firumleg og skemmtileg hug- mynd. Það ber vott um sjálfsöryggi og vissu um það sem menn em að gera að þeir geti leyft sér að hringja í næsta kjördæmi og biðja um firam- bjóðanda sem þeir telja að geti unnið málstaðnum gagn og að þeir séu ekld svona uppteknir af einhverjum hé- gómlegum slag. Svo hef ég reyndar sótt í þetta kjördæmi það besta sem ég á - konuna mína. Ég vann líka mikið í Reykjanesinu í kosningunum '87 sem starfsmaður og þá kynntist ég þessu kjördæmi nokkuð vel. Það er að mörgu leyti mjög spennandi vegna þess að það er stórt og þama er í einu kjördæmi eins og þverskurður af íslensku þjóðfélagi og atvinnulífi, nema hvað þar er ffemur lítih land- búnaður. Ekki má heldur gleyma því að í kjördæminu em staðsett mál sem hafa Ieikið stórt hlutverk í stjóm- málaumræðunni í landinu; herinn og álverið. Alþýðubandalagið á Reykja- nesi er gríðarlega sterkt í sveitar- stjómarmálunum og þar em mjög vel sldpulögð flokksfélög," segir Helgi og ekki er laust við að hann sé stoltur af nýja kjördæminu sínu. Fulltrúi ungs fólks Ferð þú í ffamboð sem fúlltrúi einhvers ákveðins hóps? „Ég h't auð- vitað að einhverju leyti á mig sem fulltrúa ungs fólks, því veitir víst ekld af fulltrúum þess í stjómmálaiunræð- unni á íslandi. Þannig er að mikið af þeim ráðstöfúnum sem gerðar hafa verið í ríkisfjármálimum að undan- Helgi Hjörvar: Það má segja að mín pólitíska þátttaka miðist að því að menn á vinstri kanti stjórnmálanna vinni saman. Það tókst hjá R-list- anum og tekst vonandi ílands- málunum áður en langt um líður. fömu hafa beinst sérstaklega gegn ungu fólki og meira heldur en öðrum landsmönnum. Þar má nefiia hækk- un á endurgreiðslum til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, skólagjöldin og húsnæðiskerfið sem er komið út á verðbréfamarkaðina. Þetta er ískyggileg þróun sem þarf að snúa við vegna þess að þetta unga fólk er ekki einasta þeir sem eiga að standa undir velferðinni á næstu áratugum, heldur hka að ala upp bömin sem eiga síðan að standa undir þessu samfélagi þegar komið er dáh'tið vel inn í naistu öld,“ segir Helgi - og þó hann tah rólega og yfirvegað þá er greinilegt að hon- um er mildð niðri fyrir. „Þjóðhags- stofnun hefur gert athyglisverða sam- antekt sem sýnir að jafnaldrar mínir, hjón á aldrinum 27-28 ára, eiga að meðaltali eignir upp á tvær milljónir en skulda fimm. Þetta er hættumerid, það getur ekld verið neinu samfélagi hollt að búa til kerfi þar sem það er eðlilegt að skulda meira en maður á. Eitt af þvi sem Alþýðubandalagið hef- ur sett á oddinn fyrir þessar kosningar er að afnema skólagjöld." Fjárfesting í fólki Affarn heldur Helgi: „Annað stór- mál er auðvitað að við erum að fára inn í 21. öldina, sem mun byggja og þrífast á þelddngu, þekkingu og aftur þekkingu. Ég var á alþjóðlegri ráð- stefnu vemdaðra vinnustaða í San Sebastian nýlega, þar sem ffarn kom að tvö af hverjum þremur störfúm á vinnumarkaði ffamtíðarinnar yrðu í svokölluðum þekkingargeira. Þama hggja stórkostlegir mögtdeikar og mörg gullin tækifæri, sérstaklega fyr- ir litlar þjóðir og h'til fyrirtæld, ef menn vel að merkja hafa fyrirhyggju til þess að vera vel undir það búnir að taka þátt í þessari þróun. En þá dugar auðvitað elcki að leggja jafnmikið til menntamála og menn gera í Tyrk- landi og Grikklandi. Það dugar held- ur ekld að líta á það sem aukaatriði að skólakerfið í landinu lamist. Ég held að það sé hagur allrar þjóðarinnar að við fjárfestum í fólld.“ Fatlaðir eru bara fólk Oll erum við skapandi þjóðfélags- þegnar, líka þeir sem em blindir, heymarlausir, lamaðir eða eiga við aðra fötlun að stríða. Eða eins og Helgi segir: „Fatlaðir em bara fólk og um þá gildir það sama og samfélagið í heild. Við þurfum að nýta þá mögu- Ieika sem hggja í þekldngariðnaðin- um vegna þess að með nútímatækni er hægt að yfirstíga ýmsar þær hindr- anir sem fötlun leggur í götu manna. En því miður er Tryggingastofnun ríkisins eitt besta dæmið um illa sldpulagt og allt of flóldð kerfi sem markvisst dregur úr áhuga og ffurn- kvæði fólks til sjálfsbjargar. Það er ó- skaplega heimskulegt af samfélaginu að hanna kerfi sem hvetur fólk ekld til að vera virfdr þjóðfélagsþegnar en letur það frekar." Þú getur gert það hvar sem er... Hver em svo helstu áhugamálin fyrir utan pólitíkina, jöfriuð og rétt- læti á jörð? „Aðaláhugamálið er heimspeld- námið sem ég hef reyndar gert hlé á í bih. Heimspekin hefúr þann megin- kost að hana er hægt að stunda hvort sem er í hóp eða einn, uppi á fjöllum eða inni á bókasafni - eða eins og Stuðmenn sungu hér í eina tíð: „Þú getur gert það hvar sem er...“ Svo hef ég gaman af að tefla en geri því mið- ur allt of h'tið af því nú orðið. Og þeg- ar maður er í svona mörgu þá reynir maður auðvitað að nota allar lausar stundir til að vera með fjölskyld- unni,“ segir ffambjóðandinn, ffarn- kvæmdastjórinn og faðirinn Helgi Hjörvar að endingu. Margrét Sveinbjömsdóttir Ul Ný staða á skrifstofu Dagvistar bama í Reykjavík Starf þjónustustjóra er laust til umsóknar. Þjónustustjóri verður yfirmaður þjónustusviðs, þar sem m.a. fer fram innritun í leikskóla, almenn afgreiðsla, um- sjón með daggæslu á einkaheimilum og gæsluleikvöll- um. Viðkomandi þarf að hafa; • góða almenna menntun eða sérmenntun, sem nýtist í starfi • þekkingu og reynslu í stjórnun og samskiptum • færni í tölvu- og upplýsingatækni • áhuga og kunnáttu til að leiða og skipuleggja þjón- ustustarf stofnunarinnar. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Dagvistar barna, Tryggvagötu 17, sími 27277. Nánari upplýsingar um starfið veita Bergur Felixson framkvæmdastjóri eða Garðar Jóhannsson skrifstofu- stjóri kl. 10-12 daglega. Umsóknarfrestur um starfið er til 24. mars.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.