Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 6
6 Kosningarnar VIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1995 VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir eftirtöldum starfs- mönnum til starfa sumarið 1995: 1. Leiðbeinendum til að vinna með og stjórna vinnu- flokkum unglinga. 2. Leiðbeinendum til að starfa með hópi fatlaðra ung- menna sem þurfa mikinn stuðning í starfi. 3. Yfirleiðbeinendujn sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum eða vinnusvæðum. 4. Starfsmanni til að undirbúa og stjórna fræðslustarfi Vinnuskólans. Leiðbeinendur skulu vera 22 ára og æskileg er uppeldis-, kennslu- og verkmenntun. Starfstíminn er tíu vikur á tímabilinu frá júní til ágúst. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykja- víkur, Engjateigi 11, sími 588 2590. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 31. mars n.k. Svimandi há upphæð! Handa þér? Fjórfaldur fyrsti vinningur á laugardag. Lundsleikurinn okkar! Framsókn er ekki vmstriflokkur „Alla tíð hefur verið að finna áberandi menn innan Framsókn- arflokksins sem haft hafá vinstriá- herslur í fyrirrúmi og jafhvel viljað líta á flokkinn sem hreinræktaðan félagshyggju- eða vinstriflokk. Þessir menn eru nú hver af öðrum að hverfá úr eldlínu stjómmálanna eða tapa áhrifúm innan flokksins. Ljóst er að Steingrímur Her- mannsson reyndi að höíða til vinstrafólks, einkum í seinni tíð. Hann talaði m.a. oft um Fram- sóknarflokkinn sem félagshyggju- flokk,“ segir í grein um Fram- sóknarflokkinn í Norðurlandi í síðustu viku. Framsóknarflokkinn sveigir til hægri. í greininni er rakið hvemig Hall- dór Ásgrímsson formaður Fram- sóknarflokksins hefur hægt og síg- andi fært flokkinn til hægri. „Halldór leggur áherslu á að Framsóknar- flokkurinn sé miðjuflokkur. Þetta varð m.a. áberandi í kringum þing miðjuflokka sem haldið var sl. haust. Þykir Halldór að þessu leyti minna nokkuð á Olaf heitinn Jóhannesson sem Iagði einmitt áherslu á stöðu ffamsóknar á miðjunni. Er enda al- mennt viðurkennt að flokkurinn færðist til hægri í formannstíð Olafs en hann var lengi í samstarfi við Sjálf- stæðisflokldnn. Þetta var nokkuð á- berandi þar sem félagsleg viðhorf höfðu haft nokkurt vægi undir for- ystu Eysteinsjónssonar." „Aldrei vinstriflokkur" „Besti vitnisburðurinn um áherslur Halldórs Ásgrímssonar,“ segir í Norðurlandi, „ættu auðvitað að vera orð hans sjálfs. Hinsvegar getur reynst nokkuð snúið að ráða í þau. I eldhúsdagsumræðum á Alþingi á dögunum lagði Halldór greinilega á- herslu á að ffamsókn væri miðju- flokkur en aimað í þessum efnum var ekki eins skýrt. Hann sagði ffam- sóknarmenn hafna „stefnu til hægri, við höfnum ffjálshyggjunni, við höfnum því að peningamir ráði öllu.“ Hann sagði ffamsóknarmenn hafha „líka ýmsu í kenningum þeirra sem kenna sig eingöngu við vinstri.“ Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann sagði ffamsóknarmenn vilja „halda á lofti ýmsu sem kennt er við vinstri, eins og félagshyggjuna, en við höfum aldrei talið okkar vera vinstri- flokk.“ Þetta er svolítið ruglingslegt, eins og stundum vill henda þegar fram- sóknarmenn reyna að útskýra stefnu sína. Síðasta fuilyrðingin tekur þó af öll tvímæli og það er hún sem fyrst og ffemst vekur athygli,“ segir í Norð- urlandi. I niðurlagi greinarinnar segir að það „virðist alls ekki ædun ffamsókn- ar, undir forystu hins nýja formanns, að gera sig gildandi sem valkost fyrir félagshyggju- og vinstrafólk.“ ífl ÚTBOD Endurnýjun veitukerfa og gangstétta. Áfangi 1 1995 Árbæjarhverfi. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í endurnýjun dreifikerfis hitaveitu og jarðvinnu fyrir rafveitu og síma auk yfir- borðsfrágangs í eftirtöldum götum: Ystibær, Heiðabær, Fagribær, Glæsibær, Þykkvibær, Vorsabær, Hlaðbær og Hábær. Helstu magntölur eru: Lengd hitaveitupípna 9.500 m Skurðlengd 5.100 m Gangstéttarsteypa 2.700 m2 Malbikun 1.200 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. mars 1995, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í lögn Suður- æðar - áfanga B. Verkið felst í að leggja 0700 mm stálpípu, einangraða og í plast- kápu, frá lokahúsi Hitaveitu Reykjavíkur við Suðurfell að lokahúsi við Vífilstaðaveg, alls 5,0 km leið. Einnig skal byggja steypt lokahús, um 44 m2 að grunnfleti. Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 14. mars, gegn kr. 25.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 30. mars 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Farþega- og vöru- flutningar á vegum innan Evrópska efnahagssvæðisins í framhaldi af aðild íslands að samningnum um hið Evr- ópska efnahagssvæði geta íslensk fyrirtæki stundað far- þega- og vöruflutninga í aðildarríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins með þeim skilyrðum sem reglugerð- ir þess kveða á um. Annars vegar er um að ræða leyfi til flutninga á milli aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðis- ins og hins vegar leyfi til gestaflutninga, þ.e. innanlands- flutninga í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Fram til 1. júlí 1988 er kvóti á leyfum til gestaflutninga í vöruflutningum. Samgönguráðuneytinu er heimilt að veita þrettán gestaflutningaleyfi árið 1995. Hvert leyfi gildir í tvo mánuði fyrir eitt ökutæki í senn. Þau fyrirtæki sem hafa hug á að sækja um leyfi til vöruflutninga innan- lands í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðis- ins á árinu 1995 skulu fyrir 15. apríl nk. senda sam- gönguráðuneytinu umsókn þar um. Þau fyrirtæki sem hug hafa á að hasla sér völl á þessum vettvangi geta fengið nánari upplýsingar hjá samgöngu- ráðuneytinu. Samgönguráðuneytið, 10. mars 1995

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.