Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 4
4 Forréttlndin VIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1995 „Ekkjurnar“ hans Davíðs - seinni hluti. Eignaskattur fína fólks- ins lœkkaðium 182.000 lö'ónur á hjón Umf)öllun Vikublaðsins í síðustu viku um „ekkjur" ríkisstjóm- arinnar vakti athygli. Nú bætir blaðið um betur og afhjúpar fleiri „ekkjur" um leið og blaðið sýnir fram á hvemig ríkisstjómin hef- ur haft hagsmuni forstjórastéttarinnar í fyrirrúmi við tollalækk- un á biffeiðum. Virðist fátt hafa farið framhjá ráðhenum Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks hvað snertir möguleikana til að í- vilna fýrirtækjum og forstjórum á kosmað almenns launafólks. Vikublaðið hefur unnið úr tölum í skattskránni hvað með- fylgjandi 46 einstaklinga varðar ásamt hinum 40 sem sagt var frá í síðasta blaði. I heild er um 44 heimili að ræða (43 hjón og tveir bræður saman). Þetta fólk á alls í skattskyldum eignum umffarn skuldir 2.464 milljónir króna (um 2,5 milljarða) og em þá eftdr allar eignir sem skattffjálsar em. Heimilistekjur þessa fólks vom 1993 upp á alls 391,2 milljón- ir króna. Það samsvarar árstekjum yfir 400 einstaklinga sem hafa að meðaltali 80 þúsund á mánuði. Eða árstekjum 650 einstak- linga á lágmarkslaunum (50 þúsund á mánuði). Þau 44 velstæðu pör sem hér er sagt ffá losna í ár við að greiða rúmar átta milljónir með niðurfellingu stóreignaskattsins, en það er nálægt 7 prósent af allri niðurfellingunni og er því um þokka- legt „úrtak“ að ræða. Meðaltals„ekkjan“ hans Davíðs er reyndar sprelllifandi for- stjórahjón, að líldndum búsett í Garðabæ. Meðaltalið er svofellt: Skattskylihir eignir bjónanna umfram skuldir: 56,0 milljónir króna. Arstekjur hjónemna: 8.892.000 kr. (741.000 kr. á tnánuði) „Ekknaskattur“ 1994:182.400 kr. 1995: Núll. Hér er síðan góð spuming fyrir kjósendur: Standa hjón sem eiga 56 milljónir í skuldlausum eignum (það samsvarar nálægt þremur 15 milljón króna einbýlishúsum og þremur forstjóra- jeppum til viðbótar) og þéna 740 þúsund krónur á mánuði svo höllum fæti að það þurfti að geft þeim rúmlega 180 þúsund krónur? Á þetta fólk eitthvað skylt við tekjulágar ekkjur í stórum, skuldlausum fasteignum? Á þetta fólk eitthvað skylt við þá þús- undir launamanna sem nú berjast fyrir því að forða fasteignum sínum ffá nauðungaruppboðum og sjálfum sér ffá gjaldþroti? Svari hver fyrir sig. Friðrik Þór Guðmundsson Jón Helgi Guðmunds- Garðar Halldórsson son í BYKO. húsameistari. Niðurfelldur „ekknaskatt- Niðurfelldur „ekknaskatt- ur“: 430.500 kr. ur": 56.250 kr. Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari. Niðurfelldur „ekknaskatt- ur“: 36.000 kr. Hjalti Geir Kristjáns- son forstjóri. Niðurfelldur „ekknaskatt- ur“: 208.125 kr. Hildur Petersen forstjóri. Niðurfelldur „ekknaskatt- ur“: 80.250 kr. Björn Bjarnason þingmaður. Niðurfelldur „ekknaskatt- ur“: 16.300 kr. Óttar Yngvason forstjóri. Niðurfelldur „ekkna- skattur": 264.000 kr. Steingrímur Her- mannsson Seðla- bankastjóri. Niðurfelldur „ekknaskatt- ur“: 22.125 kr. Enn um hagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar í þágu hinna best settu: Forstj órabílar stórlækka en alþ; Eitt af allra síðusm verkum ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar fyrir þing- lok var að breyta lögum rnn vörugjald á ökutæld. Breytingin hefur það í för með sér að dýrir forstjórabílar lækká í verði um 300 til 500 þúsund krónur. Lagabreytingin náði hins vegar ekki til ódýrustu bílanna og þeir lækka því ekld neitt. Með öðrum orðum er hér kom- ið enn eitt dærnið um hagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins og Álþýðuflokks- ins í þágu hinna best settu . Það fólk sem getur nýtt sér þessa 300 til 500 þúsund króna lækkun er að stórum hluta sama fólldð og hefur fengið niðurfelldan stóreignaskatt („ekknaskatt") upp á að meðaltali 182 þúsund krónur. Segja má að einungis þessar tvær aðgerðir færi þeim best settu 500 til 600 þús. krónur í vasann. Nánar tilteldð fól lagabreytingin í sér að vörugjald fólksbiffeiða með sprengirými 1.401 til 2.000 rúmsenti- metra var lækkað úr 45% í 40%. Þetta þýðir að meðaltali 3% lækkun bensín- bíla af þ&ssari stærðargráðu. Hins veg- ar voru díeselbílar lækkaðir í sömu andrá um einn flokk, sem varð til þess að stærstu forstjórajeppamir lækkuðu um nálægt 300 þúsund krónur og t.d. dýrustu Benz bílar um hátt í 500 þús- und. Þá var vörugjald lækkað á hóp- ferðabílum, á bílaleigubílum og af vélsleðum fyrir vélsleðaleigur. Það fá því allir lækkun nema alþýða manna, sem ekld hefur efni á öðm en ódýrustu bandi er rétt að núnna á að í júh' 1993 bílunum. Þeir bera enn sem fyrr 30% var vörugjald teldð upp vegna EES- vörugjald og lækka ekld. I því sam- samningsins. Við þá breytingu hækk- Forstjórabílarnir: Áður: Nú: Lækkun (%): Merc. Benz E-300 Mt 6.610.000 6.180.000 6,5% Merc. Benz E-250 4.315.000 3.850.000 10,8% Nissan Patrol Wagon 3.995.000 3.682.000 7,8% Mitsubishi Pajero SW 3.950.000 3.632.000 8,1 % Toyota 4Runner 3.469.000 3.189.000 8,1 % Jeep Cherokee 2.975.000 2.690.000 9,6% Opel Omega turbo 3.150.000 2.670.000 15,2% Mitsubishi Pajero Super Wagon. Lækkar um 318 þúsund krónur eða 8,1%. Dýrustu Benz bílar lækka um 400 til 500 þúsund. aði lægsta gjaldið úr 26% í 30%. asti einstald rekstrarliður fjölskyldunn- Ekld má gleyma í þessu sambandi að ar (18% af ffamfærsluvísitölu). Það rekstur eigin biffeiðar er orðinn dýr- munar því miklu um almenna vöm- Millistéttabílarnir Áður: Nú: Lækkun (%): Honda Civic 1500 1.395.000 1.349.000 3,3% Nissan Sunny SLX 1.410.000 1.360.000 3,5% Mazda 1600 4WD 1.497.000 1.460.000 2,5% VWGolf CL1800 1.370.000 1.327.000 3,1 % Hyundai Accent1500 1.119.000 1.084.000 3,1 % Renault 19RT 1800 1.429.000 1.395.000 2,4% Opel 1600 Sedan 1.530.000 1.480.000 3,3% ^Nissan Sunny SLX. Lækkar um 50 þúsund krónur eða 3,5%. J

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.