Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 2
2 i VIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1995 #\Ud L A Ð S E M Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Páll Vilhjálmsson Fréttastjóri: Friðrik Pór Guðmundsson Þúsundþjalasmiður: Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðjan hf. Jóhanna brást Fyrir kosningamar árið 1991 sagðist Jóhanna Sigurðardóttir fylgjandi myndun vinstri stjómar. I kosningumm hélt rílds- stjóm Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks velli, en féll vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Bald- vin Hannibalsson völdu samstarf við Davíð Oddsson ffam yfir áframhaldandi samstarf í vinstri stjóm. Össur Skarphéðinsson, Sigbjöm Gunnarsson og Gunnlaugur Stefánsson greiddu atkvæði gegn hægri stjóminni í þingflokld Alþýðuflokksins vorið 1991 en Jóhanna sagði já. Hún er því guðmóðir núverandi ríkisstjómar eins og Ossur hefur sagt. Jó- hanna brást vinstrimönnum vorið 1991. Jóhanna tók sem ráðherra í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar þátt í því að hækka skatthlutfall einstaklinga úr nær 40 prósentum í ruer 42 prósent; að lækka skattleysismörk úr kr. 65.100 á mánuði í kr. 58.000 á mánuði að Lekka bamabætur um 600 milljónir kr. að Lekkamæðra- ogfeðralaun að Lekka vaxtabætur um 400 milljónir kr. að leggja á skólagjöld að auka gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu um 3 milljarða króna á ljórttmabilinu að leggja virðisaukaskatt á húshitun, afnotagjöld, bækur og blöð að auka skuldir heimilanna um 12-16 prósent á ári umfram ráðstöfunartekjur. Jóhanna ráðherra brást launafólki og það var ekld fyrr en hana skorti 30 atkvæði til þess að verða formaður Alþýðuflokksins að hún hætti ríkisstjórnaraðild. Jóhanna brást aftur í haust þegar hún hafnaði öllu samstarfi við Alþýðubandalagið og óháða. Hvers vegna ættu vinstrimenn að sýna Jóhönnu Sigurðar- dóttur trúnað? Okkar peningar og þeirra peningar Almenningur fær það stundum á tilfinninguna þegar horft er upp á embættisfærslur ráðherra Islands að þeir séu að deila út eigin fjármunum. Að það fé sem látið er ganga til menntamála, heilbrigðismála og félagslegra úrræða til handa þeim sem undir hafa orðið í harðri baráttu hversdagsins, sé úr þeirra eigin vasa komið. Og að þegar umbjóðendur þeirra, kjósendumir, í bljúgri auðmýkt bera á móti gjömingum þessara handhafa valdsins, þá úthellist yfir ásjónur þeirra þjáningarvipmr hins misskilda og hins særða. Og það er nánast í sömu andrá sem þeir taka með föðurlegu yfirbragði að útlista fyrir hinum van- sælu kjósendum að svona sé þessu nú best farið. Að það séu ein- faldlega ekki til meiri peningar til þess að setja í ffamtíðina, sem er menntun þegnanna, að það sé einfaldlega ekki til krónu meira í hamingjtma, sem er heilsa og heilbrigði, við höfum ekld efiti á velferð, segja þeir, við emm blönk. Ráðamenn þjóðarinnar virðast hins vegar vera handhafar fundins fjárs þegar kemur að ráðstefiiubrölti um víða veröld, og þegar kemur að veisluhöldum, bilakaupum, biðlaunum, dagpen- ingum og risnum ákveðinna þjóðfélagshópa er sem peningaseðl- amir verði til í vasanum á Friðriki Sophussyni. En það fæst ekk- ert annað en ranghverfur vasi þegar ganga á ffá kjaramálum kennara og annara burðarása þessa samfélags. Þeir Sjálfetæðisflokksmenn tala oft tun það sem einkenni vinstrimanna að þeir séu mjög færir í að eyða peningum en þeg- ar komi að því að afla þeirra sé oft fátt um svör. Þetta lýsir þeirra hugsunarhætti best, það þarf nefitilega ekki alltaf meiri peninga. Það þarf aðeins réttláta skiptingu. Og það er rétt hjá Sjálfetæðis- mönnum; Alþýðubandalagsfólk kann að hugsa um jöfnuð og réttlæti. Satt að segja er auðvelt að benda á arðvænlegri og rétt- látari leiðir til þess að afla ríkissjóði tekna en að leggja skatta á sjúklinga eins og núverandi ríkisstjóm hefur gert. Fjár- magnstekjuskattur, stóreignaskattur, raunvemlegur hátekju- skattur og stórhert skattaeftirlit era meðal hugmynda sem Al- þýðubandalagið hefur lagt fram í þessum efhum og hægt er að ffamkvæma strax. Tómstundastjórnmál mmm Kennarar, bændur, skrifetofu- menn, sjómenn, verkamenn og iðn- aðarmenn í tuga- og hundraðatali drifu sig í stjómmál fyrr í vetur eins og jafaan gerist faeinum vikum fyrir kosningar. Margt af þessu fólki streitist nú með sveittan skallann við að skrifa grein í blað, undirbúa ræðu eða reyna að skilja ffæðilegt hugtak í opinberri rnnræðu. Þótt sumir hafi æfingu í setja saman skrifaðan texta og aðrir treysti sér til að flytja skammlaust opinbera tölu þá vandast málið þegar ffambjóðendurnir þurfa að gera upp við sig hvað þeir ætla að segja. Stjóm- málaflokkamir gera þessu fólki ekki auðveldara fyrir því að undanskildum Sjálfetæðisflokknum em þeir smáir og hafa ekki bolmagn til að hafa þann viðbúnað sem nútíma kosningabarátta krefst. Á fjögurra ára fresti þurfa stjómmálaflokk- amir fallbyssufóður til að manna framboðslista sína. Karlar og konur sem hafa lítinn vilja til að skipa sér á lista láta tdl- leiðast af þegnskap við flokk og forystumenn heima í héraði. Vitanlega em alltaf einhverjir, sem betur fer, sem fara í fram- boð af áhuga (maður talar tæplega lengur um hugsjónir í þessu samhengi) og ýmist líta á það sem gagnlega reynslu eða ljúfa kvöð sakir kunningsskapar og/eða vegna þess að skuld er að gjálda. Svo em vitan- lega þeir sem hug hafa á því að gera stjómmál að atvinnu og gera sér vonir um að kliffa hægt og bítandi upp framboðslistann á milli kosn- inga. Ymsar aðrar mannlegar kennd- ir koma við sögu, sumar miður göf- ugar, en megindrættimir hafa hér verið dregnir upp. Effir því sem áhugi almennings á stjórnmálum hefur dvínað hefar ffamboðslistum fjölgað og enn meiri hörgull verður á fólki. Þeir sem koma síðastir finna mest fyrir fólks- fæðinni eins og reynsla Þjóðvaka sýnir. Sannleikurinn er sá að mörgum er att útí kosningaslag án þess að hafa fengið sanngjöm tækifæri til að spreyta sig í stjómmálastarfi sem ekki er eins hátíðlegt og mikilvægt eins og þingkosningar óneitanlega em. Viðbára við þessu sjónarmiði gæti verið sú að fólk hefar tækifæri til að þroska sig í sveitarstjómarmál- um. Sú röksemd vegur ekki þungt vegna þess að sveitarstjómarmál em til muna afmarkaðri og einfaldari en landsmálapólitíkin. Sjötíu og fimm prósent af útgjöldum sveitarfélaga em lögbundin og afgangurinn fer í verkefiti sem nánast enginn pólitísk- ur ágreiningur er um. Af því leiðir að í sveitarstjómum fær fólk einkum tækrtilega þjálfun; taka þátt í fund- urri, koma ffarn opinberlega osfrv. Það fær sáralitla æfingu í því að vinna að og búa til pólitíska stefau. Eðlilegur vettvangur fyrir slíka vinnu er stjómmálaflokkurinn. I stjómmálaflokki á undir eðlilegum kringumstæðum að vera lifandi starf allt kjörtímabihð. Reyndin er hins- vegar sú að pólitískt starf á rrtilli kosninga takmarkast við þingflokka stjómmálaflokkanna. Hægt og bít- andi er að myndast gjá á milli þing- manna og almennings. Þetta var ekki alltaf svona. Fyrr á öldinni þegar meira var í húfi og þjóðfélagsandstæður áþreifanlegri var stjómmálaþátttaka almennari og bilið milli þings og þjóðar mun minna en það er í dag. Samfélagið var í mörgu tdlliti einfaldara og venjulegt fólk gat gert sér þokkalega grein fyrir helstu átakalínunum í þjóðfélaginu án þess að hafa alltof mikið fyrir því. Nútímasamfélag er margbrotið og flókið. Þing og framkvæmdavald hafa aukið umsvifin frá því sem áður var og fást við málefai sem iðulega verða ekki skilin án þess að maður búi að reynslu og sérþekkingu. Það gefar auga leið að til að móta stefau fyrir slíkt kerfi dugir hvergi nærri fyrir stjórnmálaflokkana að kalla flokksmenn saman fáeinum vikum fyrir kosningar til að setja saman pólitíska stefau. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins kvartaði undan því á morgunverðar- fundi Verslunarráðs á miðvikudag að erfitt væri að búa til heildstæða stefau á stórum fandi flokksmanna rétt fyrir kosningar. Halldór átti í vök að verjast á fundinum vegna þess að kosningastefauskrá Framsóknar- flokksins er hvorki fugl né fiskur og verslunarmenn áttu auðvelt með að finna mótsagnir og merldngarleysur í kosningaplagginu. A sama fundi af- sakaði Friðrik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins mótsagn- ir í landbúnaðarstefau sjálfetæðis- manna með þeim orðum að á lands- fandi flokksins þyrptust bændur í landbúnaðamefadina en talsmenn neytenda í aðra nefad sem ylli því að for- ystan fengi í hendur tvö andstæð nefadarálit sem ættu það eitt sameiginlegt að hafa hlotið blessun landsfundar. Og varafor- manninum virtist þetta sjálfeagt mál. I yfirstandandi kosninga- baráttu er ein heiðarleg undantekning frá þeirri reglu að unnið er að póli- tískri stefaumótun á hlaup- um og það er Alþýðu- bandalagið. Flokkurinn lagði ffarn drög að útflutn- ingsleiðinni fyrir tveim árum og síðan hefur hún fengið umfjöllun á vett- vangi flokksins þar sem rúmur tími gafst til að ræða pólitíkina sem að baki hggur. Stefaa flokksins er nógu ígrunduð til að aðrir flokkar, Þjóðvaki og Fram- sóknarflokkur, sækja rök þangað - auðvitað án þess að geta höfundar. Stjómmálakerfi þjóðar getur ekki treyst á að afbrigði eins og útflutn- ingsleiðin lítti dagsins ljós ávallt þeg- ar þörf er á. Stjómmálakerfið þarf að vera sldpulagt þannig að flokkamir geti unnið þá vinnu sem þeim ber. Og eins og málum er nú háttað em einfaldlega of margir stjómmála- flokkar starfandi. Tómstundastjómmálin sem stunduð em í dag era í hrópandi mótsögn við þau erfiðu verkefai sem bíða íslenskra stjórnvalda. Fiskveiði- stjómunin, utanríkisstefaan og byggðastefaan bíða eftir úrlausn sem óhjákvæmilega hlýtur að hefjast með stefaumótun stjómmálaflokka. A meðan smáflokkakerfið er við lýði em harla litlar lílcur til að verkið hefj- ist af alvöru. Með fullri virðingu fyr- ir öllu því ósérhlífaa og dugandi fólki sem ber uppi stjómmáíastarfið í landinu verður kosningabaráttan árið 1995 vonandi síðasta andvarp tómstundastjómmálanna. Páll Vilhjálinsson 5, tjórnmálakerfi þjóðar getur ekki treyst á að afbrigði eins og útflutningsleiðin líti dagsins Ijós ávallt þegar þörf er á. Stjórnmálakerfið þarf að vera skipulagt þannig að flokkarnir geti unnið þá vinnu sem þeim ber. Og eins og málum er nú háttað eru einfaldlega of margir stjórn- málaflokkar starfandi. Pólitízkan Sighvatur í Lands- bankann [ herbúðum krata er almælt að Sig- hvatur Björgvfnsson heilbrigðis- ráðherra ætli að segja af sér þing- mennsku fljótlega eftir kosningar. Sighvati mun hafa verið lofað bankastjórastól Landsbankans þegar hann tók að sér að fara í heil- brigðisráðuneytið öðrti sinni - eftir að Guðmundur Ámi Stefáns- son varð að segja af sér ráðherra- dómi vegna spillingar. Alþýðuflokk- urinn „á“ einn bankastjórastól í Landsbankanum og þar situr nú Björgvin Vilmundarson en hann á rétt á eftirlaunum vegna langs starfsaldurs þótt ekki sé hann nema rúmlega sextugur að aldri. Varaþingmaður Sighvats er Ægir E. Hafberg sparisjóðsstjóri á Flateyri og á Vestfjörðum er tekið eftir því að meiri sláttur er á honum en áður. Kratar eru þekktir fyrir að gera vel við sitt fólk og eins og kemur fram annarsstaðar í Viku- blaðinu fær Sighvatur meira en eina milljón króna í mánaðariaun þegar hann sest í stól bankastjóra Lands- bankans. Bíll fólksins? „Hún er vel þegin lagasetningin á þingi um díselbfla en með tilkomu hennar eru kaup á díselbílum hag- stæðari en áður. Cherokee jepp- inn sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi er nú fáanlegur með 2,5 lítra 116 hestafla díselvél sem búin er forþjöppu og millikæli. Verð á bílnum þannig búnum er nálægt 2,6 milljónum." Þetta má lesa í Þjóð- vaka - rödd fólksins sem er mál- gagn samnefnds stjómmálaflokks. Nú förum við að skilja hvers vegna Jóhönnuflokkurinn er rúinn fylgi - fólkið hennar er í raun jeppaelítan í landinu sem ekur um götur bæjar- ins og hálendið á nokkurra milljóna króna dollaragrínum. Ónýt kratastofnun Kari Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins hefar viðurkennt að nokkur hundruð milljónir hafi á síðustu árum runnið heimildalaust úr opinberum sjóði vegna handvamma. Alþýðuflokk- urinn hefur borið ábyrgð á þessari stofnun og telja sig eiga sögulegan rétt á að tilnefna hæstráðendur þar á bæ. Það er óopinbert leyndarmál að Tryggingastofnun er illa skipu- lögð og óskilvirk og síðustu fregnir staðfesta það mat.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.