Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 8
8 Stefnan VIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1995 10 stefiiuáherslur G-lista Alþýðubandalagsins og óháðra 1. Útflutningsleiðin - Atvinna fyrir alla Utflutningsleiðin markar braut þar sem auk- inn útflutningur fær forgang með margvísleg- um breytingum á skattakerfi, sjóðum og banka- stofimnum. Hún birtir nýtt forrit í hagstjóm á Islandi og felur í sér hvmdruð nýrra hugmynda um brejmngar á efnahagslífi og atvinnuþróun. Sóknarlínur í öllum atvinnugreinum verði mótaðar með samvinnu atvinnulífs, launafólks og stjómvalda. Með aukinni ffamleiðslu og sölu á erlendum mörkuðum munu þjóðartekjur vaxa, halli ríldssjóðs minnka, stöðugleiki skapast og full atvinna festast í sessi. Meðal áherslugreina nýrrar atvinnustefnu verði: - kraftmikill sjávarútvegur og ffamleiðsla tækja og hugbúnaðar í fiskvinnslu og út- gerð - matvælaffamleiðsla með áherslu á hágæða- vöm og lífr ænan landbúnað - hugbúnaðariðnaður, heilsuþjónusta og menningarútflutningur - ferðaþjónusta og alþjóðlegur flugrekstur - skipaviðgerðir, byggingariðnaður og verk- takastarfsemi á alþjóðlegum mörkuðum. Útflutningur verði til langffama forgangs- verkefni í hagkerfinu öllu, í þjónustugreinum, menntakerfi og fjármálah'fi. Stuðlað verði að víðtæku samkomulagi í þjóðfélaginu sem byggi á þessum forsendum. ítarleg lýsing á þessari leið og greinargerð um hana em birt í Grænu bókinni. Við munum þannig beita okkur fyrir sam- ræmdum aðgerðum, sem útrými atvinnuleysi á kjörtímabilinu, aðgerðum sem skapa um 2000 störf á fyrstu tólf mánuðurn nýrrar ríkisstjómar. 2. Velferð og jöfnuður - Einstak- lingurinn og fjölskyldan G-hstinn vill tryggja aukinn jöihuð í þjóðfé- laginu. Unnið verði að uppbyggingu öflugrar velferðarþjónustu en í upphafi kjörtímabilsins verði það forgangsverkefni að bæta fyrir þau skemmdarverk sem núverandi ríkisstjóm hefur unnið á velferðarkerfinu. Við munum afhema þau þjónusmgjöld að skólum og heilsugæslu sem núverandi ríkis- stjóm hefur ákveðið og jaftia aðstöðu fólks tdl heilbrigðis- og menntakerfis. Við munum leggja sérstaka áherslu á málefni fjölskyldunnar. í tillögum okkar er að finna margvíslegar aðgerðir í uppeldismálum, menntamálum, húsnæðismálum, skattamálum, sem styrkja stöðu bama og foreldra í þjóðfélag- inu. Við munum tryggja að ffamlög til málefha fatlaðra taki fullt tilht til þjónustuþarfar þess hóps. Við munum efla forvamarstarf á sviði heil- brigðis- og æskulýðsmála, hlúa að íþróttastarf- semi og styrkja baráttu gegn fíkniefhum og auka skilning á mikilvægi þess að íslenskt sam- félag verði ekki ofurselt ofbeldi hkt og gerst hefur með öðrum þjóðum. Við munum styðja kröfuna um jöfhuð óháð búsetu. Jöfiiun orkuverðs, símgjalda og verð- lagningar á annarri opinberri þjónustu verða meðal brýnustu úrlausnarefna nýrrar ríkis- stjómar. 3. Ný launastefna - Kjarajöfnun - Launamál kvenna G-hstinn vill að ríldsvaldið festi í sessi nýja launastefnu, með víðtækum samningum launa- fólks, atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisvalds. Sú laimastefna stuðli að kjarajöfnun og feh í sér Ieiðréttingu á hróplegu misrétti í Iaunamálum kvenna. Við leggjum áherslu á að: - lægstu laun hækki um 10.000-15.000 kr. á mánuði - grundvöllur verði lagður að einfaldara og gegnsærra launakerfi fyrir allar stéttir - gripið verði til markvissra aðgerða til að rétta hlut kvenna, m.a. með uppstokkun launakerfis, starfemati og fleiri sértækum aðgerðum - atvinnulausu fólki, örorku- og ellilífeyris- þegum verði tryggðar að minnsta kosti sömu kjarabætur og samið er um í kjara- samningum - sérstök fríðindi hálaimahópa verði afhum- in - tryggja með nýjum lögum bætt starfeör- yggi fiskvinnslufóllks og annars launafólks. 4. Réttlátt skattakerfi Á kjörtímabilinu verði meðal annars - skattleysismörk hækkuð í áföngum - tvísköttun á lífeyrisgreiðslur afnumin - sett ný jöfnunarákvæði um vaxtabætur, húsaleigubætur og bamabætur - sett þak á tekjutengda skerðingu bótaliða, svo sem vaxtabóta og bamabóta. Khð svo- nefnda jaðarskattshlutfall fari aldrei yfir 55 % þannig að af hverjum 100 krónum, sem aflað er, aukist tekjiu aldrei inn minna en 45 krónur. - skattur lagður á fjánnagnstekjur og komið á raunverulegum hátekjuskatti - skattaeftirlit hert, innheimta skatta efld og aðgerðir gegn skattsvikum stórauknar, en nú er tahð að ríflega 11 milljörðum króna sé skotið undan árlega - skattakerfið endtuskoðað með það að markmiði að gera það gagnsærra og skfl- virkara. Á fyrsta ári nýrrar ríkisstjómar verði 5-7 milljarðar þannig fluttir til lág- og rrúðtekju- hópa. 5. Menntun í öndvegi Almenn og góð menntun, kröftugt og fjöl- breytt menningarlíf skapa þjóðinni vaxtarsldl- yrði. Framlög til menntamála hafa í tíð núver- andi ríldsstjómar lækkað um 2000 milljónir og ísland er á sama báti og Tyrkland og Grikkland hvað snertir hlutfall menntaútgjalda af þjóðar- tekjum en þau hafa löngum reldð lestina innan OECD. Þannig hefur ríkisstjómin markvisst dregið úr möguleikum skólakerfisins til að sinna því uppbyggingarstarfi sem er forsenda framfara. G-listinn mun á kjöm'mabilinu leggja áherslu á jafhrétti til náms og beita sér fyrir að: - ffamlög til menntamála, rannsókna og vís- inda verði aukin til samræmis við það sem gerist á Norðurlöndum - lög um leikskóla komist að fullu til fram- kvæmda - grunnskólalögum frá 1991 verði framfylgt - áhersla verði lögð á góða og fjölbreytta ffamhaldsmenntun og starfe- og endur- menntun - verkmenntun verði efld og hún fái for- gangi í ffamhaldsskólum - lög um námslán stuðli að jafhrétti til náms og horfið verði frá eftirágreiðslum náms- lána - virðisaukaskattur á námsbækur verði felld- urniður - ffístundanám bama og unglinga, svo sem tónhstar- og myndlistamám, verði ekld aðeins forréttindi velstæðra foreldra, held- ur standi öllum til boða. f orseti lýðveldisins skoraði í áramótaávarpi sínu á stjómmálaflokkana að setja menntun í öndvegi. Miðstjóm Alþýðubandalagsins hefur samþykkt þá stefrru með ályktuninni „Skólinn í ffemstu röð.“ 6. Aögerðir í húsnæðismálum - Greiðslubyrði innan við 20% Húsnæðismál em í ólestri, ekld síst í ljósi á- kvarðana stjómvalda sem hafa orðið til þess að fólk getur ekld staðið í skilum með skuldbind- ingar sínar. Gífurlegir greiðsluerfiðleikar og gjaldþrot blasa við þúsundum heimila í landinu. Það verður til þess að nýjar kynslóðir eiga erfitt með að tryggja sér ömggt húsnæði. Þær lausnir sem í boði em í húsnæðismálum þjóna ekld stórum hópum í þjóðfélaginu. G- Ustinn vill að komið verði á samfelldu og sveigj- anlegu húsnæðiskerfi sem tekur mið af einstak- lingunum sem þurfe á því að halda. Við munum gera það að forgangsverkefni nýrrar ríldsstjómar að bregðast við neyðará- standi í húsnæðismálum með því að: - sldpulagðar verði sérstakar aðgerðir, m.a. með greiðsluerfiðleikalánum .- lánskjaravísitalan verði endurskoðuð þegar í stað þannig að hún byggi fyrst og ff emst á ffamfærsluvísitölu - húsnæðislán verði lengd - veittur verði greiðsluffestur fyrir fólk sem leitar lausnar á tímabundnum erfiðleikum - greiðslubyrði húsnæðislána verði innan við 20% af heildarlaunum - greiðslur fjölskyldna vegna félágslegs hús- næðis miðist við tekjur og aðstæður en ekki húsnæðisform eingöngu - húsaleigubætur verði líkt og vaxtabætur al- menn réttindi óháð búsetu og því hver er leigusali - samþykkja áætlun um að 2000-3000 leigu- íbúðir verði teknar í notkun um allt land á næstu fimm árum. - mæta með sérstökum aðgerðum þörfum þeirra sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. 7. Siðbót í stjórnsýslu og fyrir- tækjarekstri Við munum vinna að því að fest verði í lög á- kvæði sem tryggja opin og réttlát vinnubrögð og jafhrétti við stöðuveitingar. Sérstök fríðindi ráðamanna verði afhumin og sett lög til þess að hindra samtryggingarvald í atvinnulífi og þjóð- málum. Alþýðubandalagið hefur á imdanfömum árum flutt tillögur um að taka upp ákvæði í samkeppnislögum sem setji óæskilegum stjóm- ar- og eignatengslum og hringamyndim skorð- ur og flokkurinn beitti sér fyrir þeirri úttekt á hringamyndun sem nýlega var birt. I Grænu bókinrú er að finna víðtækar tillög- ur um siðbót í íslensku þjóðfélagi. Það verðiu að tryggja að allir sitja við sama borð. 8. Einfaldara og ódýrara stjórn- kerfi G-listinn vill með skýrum langtímamark- miðum gera stjómkerfi ríldsins einfaldara og skilvirkara. Verkaskipting ráðimeyta verði endurskoðuð og þeim fækkað á kjörtímabilinu. Fjárlagagerð verði breytt þannig að fjárlög tald tfl tveggja ára í senn. Fjárffamlög til ákveðinna svæða og lands- hluta verði samræmd og samtengd til þess að bæta nýtingu fjármuna. Sem dæmi má nefha samræmd samgöngufjárlög þar sem fjárveiting- ar til vegamála, flugmála og hafnarmála yrðu felld saman í eina heild. Milalvægur þáttur í endumýjun ríkiskerfisins er að opna það gagnvart almenningi, tryggja rétt borgaranna til upplýsinga, styrkja lögin um upplýsingaskyldu stjómvalda og efla almennt lýðræðislegt eftirlit fjölmiðla, Alþingis og fjöldasamtaka. RíldsvaÍdi og stofhununum á þess vegum á að dreifa um landið í samræmi við nútíma samgöngur og samsldptahætti. 9 Öflugursjávarútvegur-Auð- lindir þjóðareign - Nýting landsins gæða Sjávarútvegur - útgerð og fisldðnaður - verður um langa ffamtíð mikilvægasti þátturinn í gjaldeyrissköpun íslendinga. Tryggja verður að arðurinn af sameiginlegri auðlind þjóðarinn- ar renni til íbúa byggðanna og landsmanna allra, en ekki til fáeinna útgerðaraðila. I sam- ræmi við tillögu um sjávarútveg og fiskvinnslu, sem birtar em í Grænu bókinni, mun G-listinn beita sér fyrir: - breytingum á fiskveiðistjóm sem tryggi vistvænar veiðar, rétt smærri fiskiskipa til veiða á grunnslóð og að byggðarlögin njóti þeirrar hagkvæmni sem felst í nálægð við fiskimið - aukinnifullvinnsluogverðmætaaukninguí sjávarútvegi ásamt meiri rekstrarhag- kvæmni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja - myndun nýsköpunarsjóðs innan greinar- innar tfl þess að greiða fyrir uppbyggingu og endurskipulagningu í stjómarskrámefhd 1983 og í stjómarskrár- nefhd þingflokks 1994 hafa fiflltrúar Alþýðu- bandalagsins lagt til að bundið yrði í stjómar- skrá að fiskistofhamir og aðrar auðlindir efna- hagslögsögunnar verði þjóðareign. G-listinn mun vinna að ffamgangi þessarar stefhu og að sameign þjóðarinnar á jarðhita undir yfirborði og á orkunni í fellvötnum verði einnig lög- vemduð þjóðareign. Nýting landsins gæða er mildlvæg vegna at- vinnu, búsem og öryggis í matvælaframleiðslu. I landbúnaðinum, sem hluta af háþróuðum matvælaiðnaði, em fólgnir álitlegir vaxtar- möguleikar íslensks atvinnuh'fe. 10. íslensk heimssýn Umhverfisvemd Island er rómað vegna náttúmfegurðar og hreinleika og þess orðstírs þurfum við að gæta. Uppbygging atvinnuh'feins þarf að standast kröfur um sjálfbæra þróun. Bæði sem einstak- lingar og þjóð verðum við að styrkja siðræn gildi gagnvart umhverfi og vemdun líffíkis og vinna gegn þeirri sóun sem fylgir hömlulausri samkeppni og neyslukapphlaupi. íslendingum ber því að taka virkan þátt í gerð og ffamkvæmd alþjóðlegra samninga á þessu sviði til að tryggja að ókomnar kynslóðir geti notið fjölbreytileika líffílds jarðarinnar og heilnæms umhverfis. Afvopnun Við viljum að komið verði á fót nýju alþjóð- legu öryggiskerfi sem tryggir víðtæka afvopmm þannig að allar þjóðir geti búið við fríð og ör- yggi í ffamtíðinni án erlendra herstöðva. Or- yggishugtakið hefur fengið nýja merldngu eftit íok kalda stríðisns. Það felur nú ekld aðeins í séi að losna undan ógnim hemaðar og gereyðing- ar, heldur einnig að forðast vá ffá kjamorku og geislamengun og tryggja félagslegan stöðug- leika og sjálfbæra þróun. Heimsviðskipti G-hstinn telur forgangsverkefrú á næstu árum að íslendingar nýti tældfæri tfl útflutnings og viðskipta við lönd í öllum heimsálfum og tryggi þannig ffamtíð lands og þjóðar með fjöl- þættum heimsviðsldptum. Brýnt er að nýta tækifæri til útflutnings og viðslapta í Asíu, Am- eríkulöndum og í Affíku ásamt því að varðveita hefðbunda markaði í Evrópu. Kraftvélamar i hagkerfi 21. aldarinnar verða í hinum fjarlægan heimsálfum. Þar eigum við milda möguleika. Móta þarf sanngjamar leikreglur í opnu og ffjálsu kerfi heimsviðskipta sem tryggja rétl allra ríkja, stórra sem smárra, þróaðra sem van- þróaðra, og taki mið af umhverfissjónarmiðum. G-hstinn telur inngöngu í Evrópusambandic ekki þjóna hagsmunum Islendinga. Við eigum að tryggja ffamtíð okkar og bams okkar með fjölþættum og opnum heimsvið- sldptum. Núer tímitilað breyta!

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.