Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 11
VTKUBLAÐIÐ 17.MARS 1995 PóUtískt Hf og starf 11 FLOKKSSTARFIÐ G-listinn á Austurlandi Frambjóðendur G-listans á Austurlandi halda á- fram að heimsækja byggðarlög og verða á fundum og kvöldvökum sem hér segir. Stöðvarfjörður, vinnustaðir heimsóttir föstudag- inn 17. mars Breiðdalur, Hótel Bláfell föstudag 17. mars kl. 20:30 Djúpivogur, Verkalýðshúsið laugardag 18. mars kl. 20:30 Öræfasveit, Hofgarður sunnudag 19. mars kl. 15:00 Suðursveit, Hrollaugsstaðir sunnudag 19. mars kl. 20:30 Borgarfjörður eystri, Fjarðarborg þriðjudagur 21. mars kl. 20:30 Vopnafjörður, Hótel Tangi miðvikudagur 22. mars kl. 20:30 Bakkafjörður, skólinn fimmtudagur 23. mars kl. 20:30 Egilsstaðir, vinnustaðir heimsóttir föstudaginn 24. mars Fleiri fundir og heimsóknir auglýstar síðar. Allir vel- komnir. G- listinn Alþýðubandalagið og óháðir. Kosningamiðstöðvar G-listans á Reykjanesi Aðalmiðstöð og kosningamiðstöð G-listans í Kópavogi er í Þinghól, Hamraborg 11, Kópavogi. Símar: 554 1746 - 564 2750. Myndriti: 564 4791. Skrifstofan er opin frá kl. 12:00 -19:00 virka daga og frá kl. 10:00 - 18:00 á laugardögum og frá kl. 13:00-18:00 sunnudaga. Kosningaskrifstofa fyrir Hafnarfjörð og Garðabæ er í Skálanum, Strandgötu 41, Hafnarfirði. Símar: 565 1488 og 565 2563. Myndriti: 565 2573. Skrifstofan er opin frá kl. 12:00 -19:00 virka daga og frá kl. 10:00 -18:00 á laugardögum og frá kl. 13:00-18:00 sunnudaga. Á Suðumesjum er kosningaskrifstofan í Ásbergi, Hafnargötu 26, Keflavík. Sími: 92-11366. Myndriti: 565 2573. Skrifstofan er opin frá kl. 14:00 -16:00 og frá kl. 20:00 - 22:00 virka daga. Laugardagskaffi erfrá kl. 10:30 -12:00, miðstöðin eropin til kl. 16:00. Lítið inn, þiggið kaffi og leggið á ráðin í kosninga- baráttunni. Opið hús!' Opið hús verður í Skálanum Strandgötu 41, Hafnarfirði, laugardaginn 18. mars, frá kl. 14:00-17:00. Toniist og ýmsar uppákomur. Kaffi og vöfflur á boðstólum. Menntun - undir- staða framfara Húsfyllir var á fúndi Alþýðubandalagsins og óháðra um menntamál, sem haldinn var á Komhlöðulofiinu sl. þriðjudag. Fundurinn var haldinn undir kjör- orðunum „Memitun - undirstaða lramfara“ og flutti Svavar Gestsson þingmaður og fyrrver- andi menntamálaráð- herra opnmiarerindi. Það vakti athygli fund- armanna að táknmáls- túlkur túlkaði allar fram- söguræður. Er það í fyrsta skipti svo vitað sé að tákn- málstúlkur starfar á póli- tískum fúndi. Auk Svavars fluttu er- indi Guðrún Ebba Olafsdóttir, vara- formaður KI, dr. Gerður G. Óskars- dóttir kennslustjóri, Þorsteinn Vil- hjálmsson prófessor og Dagur B. Eggertsson, firáfarandi formaður Stúdentaráðs. Fundarstjóri var Ög- mundur Jónasson formaður BSRB. I lok fúndarins var samþykkt sam- hljóða ályktun með áskorun á ríkis- stjómina um að semja þegar í stað við kennara. I ályktuninni segir meðal annars að stjómvöld hafi ekki komið til móts við kröfur kennara eða sýnt sldlning á þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í skólum landsins. „Stjómarflokkamir virðast æda að reyna að nýta sér þessa alvarlegu deilu í pólitískum átökum nú í miðri kosningabaráttu,“ segir í ályktuninni og er firamkoma stjómvalda í garð bama, foreldra og kennara fordæmd. A myndinni flytur dr. Gerður G. Óskarsdóttir kennslustjóri erindi um mat á starfsmenntun í atvinnulífinu. Til hægri er táknmálstúlkur að störf- um, í fyrsta skiptið á opnum pólitísk- um fundi svo vitað sé til. Mynd: Sæm. Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðar- manna veita til minningar um Stefán Ögmundsson prent- ara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstaklingi, ein- staklingum, félagi eða samtökum stuðning vegna við- fangsefnis, sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, mennt- un og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum milli fleiri aðila. Styrkurinn er nú 230.000 krónur. Áformað er að veita hann 1. maí næstkomandi, Umsóknir þurfa að berast skrifstofu MFA, Grensásvegi 16a eða skrifstofu Félags bókagerðarmanna, Hverfis- götu 21, eigi síðar en kl. 17.00, föstudaginn 14. apríl. Umsókninni fylgi skrifleg greinargerð um viðfangsefnið, stöðu þess og áætiaðan framgang. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Hilmarsson í síma 91-814233 og Svanur Jóhannesson í síma 91-28755. V. Félag bókagerðarmanna Menningar- og fræðslusamband alþýðu Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 Innlausnardagur 15. mars 1995. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.987.308 kr. 1.197.462 kr. 119.746 kr. 11.975 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. cHÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI Í9 69 00 i ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Nesjavallavirkjun - Rakaskilja og tengivirki - pípulagnir, undirstöður og jarðvinna." Verkið felst í uppsetningu einnar rakaskilju ásamt tilheyrandi pípufengingum svo og jarð- og steypuvinnu vegna stækkunar á tengivirki. Þvermál pípulagna er 400 -1000 mm og skulu lagnir einangraðar og álklæddar. Verkkaupi leggur til rakaskiljuna og pípuefni en annað efni skal verktaki útvega. Helstu magntölur eru: Pípulagnir 6 tonn Stálundirstöður o.fl. 1,3 tonn Einangrun og álklæðning 125 m2 Steinsteypt mannvirki 44 m3 Gröftur 350 m3 Fyllingar 400 m3 Verkinu skal lokið fyrir 1. ágúst 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 25.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 29. mars 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Auglýsing frá yfirlgörsljóm Reykjaneskjördæmis Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Reykjaneskjör- dæmi, sem fram eiga að fara þann 8. apríl 1995, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars. Framboð skal tilkynna skriflega til yfirkjörstjórnar sem veitir þeim viðtöku á skrifstofu sinni í íþróttahúsinu v/Strandgötu, Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. mars kl. 20.00-22.00 og föstudaginn 24. mars kl. 09.00-12.00. Á framboðslista skulu vera að lágmarki nöfn tólf fram- bjóðenda og eigi fleiri en 24. Framboðslistum fylgi yfir- lýsing þeirra, sem á listunum eru, að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listana. Hverjum lista skal fylgja skrifleg yfirlýsing 240 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 360. Þá skal fylgja tilkynning um hverjir séu umboðs- menr\lista. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönnum framboðs- lista verður haldinn í íþróttahúsinu v/Strandgötu, Hafnar- firði, laugardaginn 25. mars kl. 10.00. Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis. Bjarni Ásgeirsson. Hjörtur Gunnarsson. Páll Ólafsson. Vilhjálmur Þórhallsson. Þórður Ólafsson.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.