Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 1
r Margrét Frímannsdóttir, V ikublaðið og Páll Vjlhjálmsson senda Alþýðuflokkniim kveðju á bls. 2. Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Róbert Marshall, Mörður Árnason, Steingrímur J. Sigfússon, Hjörleifur Guttormsson, Árni Johnsen, Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Hjálmar Árnason, Jóhann Geirdal, Guðmundur Árni Stefánsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Guðni Ágústsson og Steinunn V. Óskardóttir segja hvers þau óska Allþýðuflokknum á 80 ára afmæli hans á bls. 7. Alþýðu- samband íslands 80 ára Kveðja jrá Margréti Frímannsdóttur Alþýðusamband íslands er áttatíu ára um þessar mundir. Attatíu ára saga baráttu fyrir bættum kjörum launafólks, áttatíu ára barátta fyrir vel- ferðarkerfi, fyrir þjóðfélagi réttlætis og jöfnuðar er að baki. Spor verkalýðshreyfingarinnar má sjá víða í ís- lensku þjóðfélagi, hvort sem er í löggjöf eða annars staðar þar sem málefni launafólks eru til umfjöllunar. Og þegar grannt er skoðað þá eru það ófa málefhi sem verkalýðshreyfingin hefur látíð sig varða í gegnum tíð- ina, því það er fátt í mannlegu samfélagi sem ekki snertir hagsmuni hins vinnandi marms. Stærstu sigrar verkalýðshreyfingarinnar eru þó án efa ýmsar félags- legar mnbætur eins og atvinnuleysistryggingar og al- mannatryggingar sem hafa myndað öryggisnet sam- hjálpar og velferðar í íslensku samfélagi. Slagurinn við verðbólguna var unninn með tilstyrk verkalýðshreyf- ingarinnar og þjóðarsátt gerð um að ná tökum á þeirri óheillaþróun sem var að leiða efiiahagslíf íslensku þjóðarinnar í glötun. Það sem áunnist hefur vill stundum gleymast og á tíma- mótum sem þessum er vel við hæfi að rifja upp sigrana. En hvar stendur verkalýðshreyfingin í dag og hvert stefhir hún? Islensk verkalýðshreyfing stendur á tímamótum en hún hefur mildlvægara hlutverki að gegna nú en oft áður. Sam- tök launafólks um allan heim hafa átt í vök að verjast á síð- usm árum og ekki síst hefur risinn í norðri, norræna verka- lýðshreyfingin staðið í ströngu við að verja réttindin sem hún hefur fært launafólki á Norðurlöndunum árásum. Norræna módelið er fyrirmynd þess á hvem hátt öflug verkalýðshreyfing getur breytt þjóðfélaginu til hins betra auk þess sem þríhliða starf aðila vinnumarkaðar og stjórn- valda hefur hvergi virkað bemr og með ríkari árangri en á Norðurlöndum. Islensk verkalýðshreyfing er hluti af þessu stórvirki í norðri og hún má vera stolt af því. En hún hefur líka mik- inn orðstír að verja. Það eru blikur á lofti og vegið er að því kerfi samhjálpar, jöfhuðar og réttlætis sem verkalýðshreyf- ingin hefur átt stærstan þátt í að skapa. Til þess að verja það sem áunnist hefur er brýnt að það fólk sem trúir á mildl- vægi hennar í samfélaginu standi saman. Verkalýðshreyf- ingin á sér ekki nógu sterka fylgissveit í stjórnmálum vegna sundrungar jafnaðamiannahreyfingarinnar, sem á sér sínar sögulegu skýringar. En er ekki mál að linni? Alþýðubanda- lagið ályktaði á nýafstaðinni kjaramálaráðstefhu um nauð- syn þess að verkalýðshreyfingin ættí sér pólitískan bakhjarl á Alþingi og í sveitarstjórnum. Alþýðubandalagið hefur jafhan látíð sig málefni launafólks og verkalýðshreyfingar varða, en eigi að verða tíl verðugur keppinaumr frjáls- hyggjuaflanna í þjóðfélaginu, þá þurfa þeir flokkar sem vilja kenna sig við jöfnuð og félagslegt réttlætí að sameina krafta sína á einn eða annan hátt. Krafiur samstöðunnar er síst minni og mikilvægari í stjórnmálum en í verkalýðshreyfing- unni og við þurfum á honum að halda. Eg vil fyrir hönd Alþýðubandalagsins óska Alþýðusam- bandi Islands til hamingju með árin áttatíu og það farsæla starf sem það hefur skilað. Jaihframt er það ósk mín að veg- ur Alþýðusambandsins og verkalýðshreyfingarinnar megi verða mikill hér efrir sem hingað tíl. Dómarana burt úr nefiidimum Þinginenn úr röðum stjómarand- stöðunnar gagnrýndu harðlega þá staðreynd að dómarar eiga sæti í nefhdum og ráðum á veguin fram- kvæmdavaldsins þegar málið var tek- ið upp í utandagskrárumræðu á Al- þingi sl. miðvikudag. Þessi tilhögun var einkum gagnrýnd í ljósi hættunn- ar á hagsmunaárekstrum og að óþarfi sé að dómarar sinni þessum auka- störfum þar eð nóg sé af Iögfræðing- um til að veita sérfræðilega ráðgjöf við lagasmíð. Það var Margrét Frímannsdóttír sem efhdi tíl utandagskrárumræðunnar í kjölfar svara dómsmálaráðherra við fyr- irspum hennar um þetta efni. I svöram ráðherra kom meðal annars fram að níu hæstaréttardómarar og 13 héraðsdóm- arar eiga sæti í nefndum og ráðurn á veg- um ffamkvæmdavaldsins eða samtals 22, þar af níu á vegum dómsmálaráðuneyt- isins. í umræðunum sagði Margrét að seta dómaranna í þessum nefhdum og ráðum væri gegn anda réttarfarslaganna ffá 1992. Hún sagði að í svörunum við fyrirspurn sinni hefði ráðherra vildst undan því að svara hvort þessi tílhögun samrýmdist meginmarkmiði réttar- farslaganna um að dómarar, sem skulu vera umboðsstarfalausir, gegni stjóm- sýslustörfum og kveði jafhvel upp stjómsýsluúrskurði. Þess í stað hefði Margrét: Vilji Alþingis er alger aðskilnað- ur milli dómsvalds og ffamkvæmdavalds. ráðherra vísað til hagkvæmnissjónar- miða, þ.e. að nýta bæri hæfni og þekk- ingu dómaranna. Margrét sagði að aldrei mætti leika minnsti vafi á hæfi dómara, að fjöldi lögffæðinga væri fyrir hendi til að sinna þessu hlutverki og að Alþingi hefði kveðið afdráttarlaust á um sinn vilja um að skilja algerlega á milli dómsvalds og ffamkvæmdavalds með Iögunum ffá 1992. Aðrir þingmenn sem tóku tíl máls Sameiiungarlisti á Vestfjörðiim Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og óháðir hafa ákveðið að bjóða ffam sameiginlegan lista í sveitarstjómarkosning- unuin sem ffam fara í nýju sameinuðu sveitar- félagi á norðanverðum Vestfjörðum 11. maí næstkomandi. Umræður um sameiginlegt ffam- boð tóku í byrjun einnig til Framsóknarflokksins, Vestfjarðalista Péturs Bjamasonar og Alþýðu- flokksins, en fýrmefhdu flokkamir tveir heltust fljódega úr lestinni og Alþýðuflokkur- inn dró sig út úr samstarfinu nýlega. Smári Haraldsson bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins á Isafirði segir í samtali við Vikublaðið að Alþýðubandalagið, Kvennalistí og óháðir hittist á fundi að Núpi í Dýrafirði á morgun, laugardag og þar verður fjallað um tíllögu að ffam- boðslista. En hvers vegna vildi Alþýðuflokkurinn ekki vera með? „Við héldum satt að segja að það væri allt klappað og klárt með þeirra þátttöku, en þá barst okkur á síð- usm stundu bréf ff á þeim um að þeir væru hættír við. Þeir báru því við að grund- völlurinn að sam- eiginlegu ffamboði hefði brostið þegar Framsóknarflokk- urimi hafnaði þátt- töku og svo töldu þeir að við hin hefð- um hafnað Sigurði Olafssyni bæjarfull- trúa þein-a á Isafirði. Mér þykir mjög leitt að þessi afstaða skuli hafa komið upp, því viðræðumar höfðu gengið vel og áhug- inn virtist eindreginn eða þar til Sigurð- armálin komu upp. En hvað sem því líður þá líst mér vel á samstarfið um nýja list- ann. Eg finn að fólk hér um slóðir vill taka saman höndum um að byggja upp þetta nýja sveitarfélag. Það er með öðrum orð- um mikill samstarfs- og sáttatónn sem við heyrum. Tveir þriðju kjósenda sam- þykkm sameiningu sveitarfélaganna hér og það er skemmtilegt að fylgjast með því hvemig bjartsýni og jákvæðni eykst sam- hliða því að barlómurinn lætur undan,“ segir Smári. Smári: Við heyrum mikinn sáttar- tón í nýja sveitarfélaginu. voru Lúðvík Bergvinsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Hjörleifur Gutt- ormsson og voru á einu máli um að hættan á hagsmunaárekstrum væri raun- veruleg og tilhögunin ónauðsynleg, en aldeilis ekki eðlilegt, eins og ráða mætti af svörum dómsmálaráðherra. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra vildi ekki samþykkja að hætta væri á hagsmunaárekstrum þótt dómarar taki þátt í að smíða ffumvörp og minnti á að það væri Alþingi sem setti sjálf lögin. Dómarar yrðu ekki endilega vanhæfir þótt þeir taki þátt í undirbúningi laga- setningar. Því væri réttaröryggi ekki skert vegna þessara starfa dómaranna. Hann viðurkenndi þó að þetta geti verið álitaefni og að það gæti verið rétt að setja sérstakar reglur um þetta efni. Einar Karl segir upp Einar Karl Haraldsson ffam- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins hefur sagt starfi sínu lausu með sex mánaða uppsagnaffesti ffá og með 1. apríl næstkomandi. Einar Karl hefur gegnt starfi ffam- kvæmdastjóra ffá árinu 1992. Opinberir starfsmenn eefa ekkert eftir Samtök opinberra starfsmanna gefa ekkert effir í baráttunni gegn áformum ríkisstjómarinnar. A- lyktanir halda áffam að streyma ffá einstökum félögum innan samtakanna af öflu landinu þar sem mótmælt er ffumvörpum um réttíndi og skyldur starfsmanna ríkisins, um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og um sáttastörf í vinnudeilum. í vikunni kynntu fulltrúar samtaka opinberra starfsmanna trygginga- ffæðilega úttekt með samanburði á eftírlatmaréttíndum samkvæmt nú- gildandi lögum um lífevTÍssjóðinn og réttindum samkvæmt þeim tíllögum til breytinga sem ríkisstjómin hefur kynnt. Þar eru ýmis dæmi metín og í öllum tilfellum kemur í ljós að ffum- varp ríkisstjórnarinnar felur í sér umtalsverða skerðingu á verðmæti lífeyrisréttinda. Samtök opinberra starfsmanna lýsa sig reiðubúin til viðræðna um breytingar á þeim sviðum sem frum- vörpin ná tíl, en segja að það verði að gerast á jafhréttísgrundvelli og í tengslum við kjarasamninga en ekki með valdníðslu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.