Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 15. MARS 1996 11 Alþýðubandalags- dagar fyrir noröan Þingmennimir Steingrímur J. Sig- fiisson og Svavar Gestsson voru í fararbroddi þegar Alþýðubanda- lagið og óháðir efhdu til velheppn- aðra Alþýðubandalagsdaga á Norðausturlandi fýrir skömmu. Miðað við afleitt veður má það heita gott að tekist iuifi að efiia flesta dagskrárliðina og það við á- gæta aðsókn. „Ofan í þessa einmunatíð sem ríkt hefur kom þetta staka hret einmitt þegar dagskráin stóð yfir. Við urðum því að hrjótast um í mismunandi veðrum og ljóst að ekki gátu allir tek- ið þátt í þessu sem vildu. En það tókst að fara að mestu í gegnum dagskrána og þrátt fyrir allt voru fundimir vel sóttir og umræðumar h'flegar,“ segir Steingrímur J. um Alþýðubandalags- dagana. Almennir stjómmálafundir vora haldnir á Húsavík, Þórshöfn og Rauf- arhöfn, en fund á Kópaskeri varð að fella niður sökum veðursins. „Þetta vom líflegir fundir og ýmislegt annað sem brennur á fólld á þessum stöðiim en þau sem þjóðarsálin fyrir sunnan er upptekin af. Hér ræddu menn mál- efni undirstöðuatvinnuveganna en fjölyrtu ekkert um Langholtskirkju- mál eða Guðmundar- og Geirfinns- mál, sem er ágætt að mínu mati,“ seg- ir Steingrímur. Að kvöldi 24. febrúar fylktu síðan Alþýðubandalagsmenn og smðnings- menn liði á Hafharbarinn á Þórshöfn, þar sem haldin var kvöldvaka með fjölbreyttri dagskrá og em meðfylgj- andi myndir þaðan. Blásarínn á myndinni er niörgum les- cndum Vikublaðsins að góðu kunnur. Steinar Harðarson og félagar voru þama að koma ffam opinberlega í fyrsta sinn, en örugglega ekla það síð- asta, miðað við undirtektir. Hluti gesta á kvöldvökunni í visdegum húsakynnum Hafnarbarsins. Húsbréf húsbréfa í 4. flokki 1992 og 4. flokki 1994 Innlausnardagur 15. mars 1996. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.452.881 kr. 1.290.576 kr. 129.058 kr. 12.906 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð- I n n la i isna rverð ■ 5.000.000 kr. 5.497.121 kr. 1.000.000 kr. 1.099.424 kr. 100.000 kr. 109.942 kr. 10.000 kr. 10.994 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. KÖ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFAOEILD • SUBURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Laugardagsfundir ABR Stjórn ABR hefur ákveðið að halda laugardagsfundi kl. 10-12:30 með borgarfulltrúum og þing- mönnum Reykjavíkur 1 mars og apríl að Laugavegi 3. 16. mars Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður Guðrún Ágústsdóttir borgarfiilltrúL Ögmundur Jónasson alþingismaður. Svavar Gestsson alþingismaður. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórn ABR Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í éftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 22. útdráttur 1. flokki 1990 - 19. útdráttur 2. flokki 1990 - 18. útdráttur 2. flokki 1991 - 16. útdráttur 3. flokki 1992 -11. útdráttur 2. flokki 1993 - 7. útdráttur 2. flokki 1994 - 4. útdráttur 3. flokki 1994 - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu föstudaginn 8. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS f I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SiMI 569 690 Sndsp^unn .../'þágu mannúðar og vísinda... BARNASPITALI HRINGSINS Sérfræðingur Staða sérfræðings í bamalækningum er laus til umsóknar. Starfsvettvangur er Barnaspítali Hringsins og starfssvið mið- ast að verulegu leyti við bráðamóttöku sjúklinga. Ákveðin rannsóknar-, þróunar- og kennsluverkefni fylgja stððunni. Staðan verður fyrst um sinn greidd af styrktarfé. Umsóknum fylgi nákvæm greinargerð um nám og fyrri störf ásamt ritskrá o.fl. (curriculum vitae). Umsóknum skal skila til forstöðulæknis Barnaspítala Hringsins er veitir nánari upp- lýsingar. Umsóknarfrestur ertil 1. maí 1996. LYFLÆKNINGADEILD Deildarlæknar Stöður deildarlækna við lyflækningadeild Landspítalans eru lausar til umsóknar. Um er að ræða 6-12 mánaða stöður sem veitast frá 1. júní, 1. júlí eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir berist til Þórðar Harðarsonar, prófessors, lyf- lækningadeild Landspítalans fyrir 22. mars n.k. Nánari upplýsingar veita Þórður Harðarson prófessor, Sigurð- ur Guðmundsson yfirlæknir og Sigurður Böðvarsson umsjóna- læknir, sími 560 1000 - kalltæki. LYFLÆKNINGADEILD Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til að taka næturvaktir á geðdeild- um á Landspítalalóð. 2-3 vaktir að meðaltali í viku. Um er að ræða tímabundna afleysingu í eitt ár vegna barnsburðarleyfis. Einnig er óskað eftir hjúkrunarfræðingum á aðrar geðdeildir Landspttalans. Um er að ræða fjölþætta og áhugaverða hjúkr- un. í boði er einstaklingsbundin starfsþjálfun. Starfshlutfall og vaktir eftir samkomulagi. Leikskóli er í tengsl- um við spítalann. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Guðnadóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, sími 560 2600.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.