Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 10
10 Til dæmis VIKUBLAÐIÐ 15. MARS 1996 Berfættur Að fara berfættur í ferðalag í draumi er góðs viti. Dreymandanum mun ganga mjög vel í starfi og öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann mun fara í ferðalög og hitta gott og skemmtilegt fólk. Honum mun græðast fé og eiga síðan náðuga daga og áhyggjulausa daga í ellinni. Eldhús Dreymi menn eldhús munu ættingjar koma í heimsókn. Sé eldhúsið að brenna er sá sem sér um eldamennsk- una feigur. Gólf Dreymi menn að þeir sitji eða liggi á gólfi er það góðs viti og boðar vel- gengni í flestu sem dreymandinn tek- ur sér fyrir hendur. Hann 'ætti þó að vara sig á því að vera ekki of uppmeð sér því þá hættir honum tii að gera mistök. Dreymi menn að þeir séu að skúra eða sópa gólf og takist ekki að gera það hreint er það fyrirboði minniháttar áhyggja. (Ur Stóru draumráðningarbók- inni/Vaka-Helgafell gaf út) Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir m vnda þá bæjamafri. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Hólmgeir. A f T 1 12 23 Á j U 2 13 24 B K Ú 3 14 25 D L V 4 15 26 Ð M X 5 16 27 E N Y 6 17 28 É O Ý 7 18 29 F Ó Þ 8 19 30 G P Æ 9 20 31 H R Ö 10 21 32 1 S 11 22 Að vetrinmn förum við í gönguferðir og stundum skíði. Það hafa nú ekki verið mörg tækifæri til þess í vetur vegna snjóleysis. A sumrin förum við í gönguferðir. Fjölskyldan hefur um 10 ára skeið hist annan hvem sunnudag til gönguferða. A vorin em gerðar gönguáædanir og svo farið eftir fýrirframákveðnum leiðum stundum erum við 20 - 30 saman fjölskyldan ættingjar og rinir. Það eiu ekki nema örfá fjöil eftir í nágrenni Reykjavíkur sem eldd hefur verið gengið á enn þá. Eyjólfur Eysteinsson útsölu- stjóri ÁTVR í Keflavík. ... ATæ, ©amalt og aott I glugga stendur gömul kanna... Pöntunarfélag verkamanna Á örbirgðar- og kreppuárunum upp úr 1930 kreppti skórinn mjög að verkafólki. Þá hófst svo að segja sam- tímis á mörgum stöðum í Reykjavík félagsleg hreyfing, sem miðaði að því að gera sameiginleg innkaup á vör- um eftir getu hvers og eins og dreifa þeim til þátttakenda álagningarlaust. Fyrsta deildin spratt upp við Skerja- fjörðinn og tók til starfa 1. október 1933. Skömmu síðar hófu pöntunar- deildir starfsemi á Grímstaðaholti, á Skólavörðuholti, við Barónstíg, við Kárastíg og í Vesturbænum. Alls Aioru í deildum þessum milli 250 og 300 manns. Þessar deildir sameinuð- ust síðan með stofriun Pöntunarfé- lags verkamanna í Reykjavík 11. nóv- ember 1934. Hraður vöxtur hljóp í samtök þessi. Eftir eitt ár hafði með- Hnulla; hnuðla, þæfa, dunda, bauka. limum fjölgað úr 250 í 996, í ársbyrj- un 1936 voru þeir 1.064 og enn ári síðar 1.816. Þetta var mikill gróandi, svo mikill að kaupmenn og heildsal- ar tóku að ókyrrast. Viðbrögð verslunarstéttarinnar voru eftir bókinni. Afturhaldssamasti hluti þeirrar stéttar heimtaði sölu- bann á félögin. Tókst aðförin með á- gætum þar sem deildir félagsins voru sjálfstæðar og ósamstíga. Grósserun- um tókst að hræða verkamennina, sem birtist meðal annars í því að þeir voru að lauma vörum til félagsmanna að næturlagi. Félag íslenskra stór- kaupmanna kom því til leiðar að við- sldptabann var sett á pöntunarfélag- ið. Þama á bakvið var nagandi ótti auðvaldsins um stöðu sína. Skömmu síðar varð pöntunarfélagið að gefa eftir og undirrita samning við Félag matvörukaupmanna. Lífokkar eru eins og hríslurfljótandi niður straumharða á; við vit- um ekkert hvert við erum aðfara vegna þess að okkur skortir heildar- myndina; taki áin stranga beygju erum við um það ómeðvituð, strandi líf okkar á eyri erum við um það ómeðvituð ogfljóti okkur að feigðarósi þá tökum við þvíþegar þar að kemur. Með œðruleysi eða skelfingu allt eftir því hvemig andlegri samsetningu okkar er háttað. Stundum er eins og okkur séu gefhar vísbendingar. Köllum það viðvaranir um það sem koma skal. Hvort séu þar œðri máttarvöld að verki, skal ég ekki segja. Sumir myndu kallaþetta almenna skynsemi eða „common sense", eins og þeir segja t útlandinu. Lykillinn að velgengni mannanna þessa heims og annars er lestur á þessar vísbendingar eða viðvaranir og hœfileikinn til að breyta stefnu lífs síns í samrœmi við þœr. Þannig er það viðvörun sem vert er að íhuga efþú fcerð sápu í afmœlisgjöf. Ef tilkynnt er um fyrirhugaða hagrœðingu hjá fyrirtœkinu sem þú vinnur hjá og þú ert sá eini afrúmlega 300 starfsmönnum sem fterð uppsagnarbréf þá geturðu með nokkuð öruggri vissu ályktað sem svo að eitthvað í lifsmynstri þínu þutfi að breytast. Og ef þú finnur þig sitjandi vinalausan kvöld eftir kvöld, horf- andi á ríkissjónvarpið, áttekki pening fyrir vídeóspólu (sem skiptir ekki máli þar eð þú átt ekki vídeótœki) og hefur ekki skipt um nœr- föt (tvœr vikur þá ertu handan allra viðvarana, þér er ekki við- bjargandi. Það virðist vera venja fjöldans að líta fram hjá viðvörunum, jafnvel minniháttar vísbendingum eins og að smáseiðingur til vinstri í efri tanngóm bendi til þess að belra sé að panta tíma hjá tannlœkninum. Nei, við höldum okkar striki. Trú þeirri sannfœr- ingu að á morgun verði verkurinn farinn, að sápujólagjöfin hafi verið hrekklaust grín, uppsagnarbréfið tœknileg mistök, að ríkis- sjónvarpið sé bara ekki jafit hrútleiðinlegt og afsé látið og að allir séu heilan mánuð í sömu nœrfötunuin. En auðvitað geta ekki allir verið klárir á þessum viðvörunum. Þáfengist enginn til að vinna vinnuna f þessu landi. Hvar held- urðu annars að gauramir sem fatta vísbendingamar séu? Þeir eru ekki á sjó. Ekki ífiskinum. Ekki á bakvið búðarborð. Ekki einu sinni á bakvið skrifborð. Gauramir sem fatta vísbending- amar og viðvaranimar sitja skellihlœjandi að okkur hinum í Perlunni með milljón á mdnuði, smjattandi á dýrum réttum jvo skín í vel hirta gómana. Vet hirtir gónutr eru nefnilega vísbend- ing um að allt sé í þessu fínasta. Jceja, mín kœra, œtli ég fari ekki að hœtta þessu. Klukkan er orðin hálffjögur og ég get ekki sofið. A morgun er kominn nýr dagur. A morgun panta ég tíma hjá tannsa. Þinn einlœgur Gleymum ekki... ■ Alþýðuflokknum. | Hann á jú afinæli ;; f | yUniþessarmundir. ' Halldór Jónatansson er forstjóri Landsvirkjunar og það er því vel við hæfi að undirskrift hans líkist einna helst raflínu: Nær óslitin bein lína. Og þó; undir- skriftin lfldst miklu ffemur niðurgröfhum kaph! 7" 2 3 4 51 r 7- 7" <3 T" T- V 10 r™ II JT 73 IH T~ S 8 <P 1 le T i? (p V ? IH- T~ T~ 11 §2 Ut W~ 15' il S2 25 2 w~~ T— 3 w T S? 2 T~ T~ w n 3 V 4 10 77 T~ b W~ n T~ S2 /7 T~ T T 2? V V 25 V )b n T~ L? ‘U> 8 T~ II J~~ V T~~ T~~ I7- 2$ ¥ °i W~ i^ 3 <4 2? 28 <5 25 )$ 4 6 ¥ T~ 23 <P ? T~ 6 ¥ 7J— Tö~ 15 F ii 2 30 3) 2S 3 <P )J 2? 2 8 V V íta T~ 14 T id .. 23 T~ w 2 T~ 2T~ W (? U> 11 a S~~ 'T /6 / 5 T ? T~ T~ 2 10 15 T~ II V i? T~ ‘5 °) V 3 T V if 8 JT~ V (c II /? ,SK zs X <P e 1) )L> ? <P 2? s <i 8 25“ 1 4 r BOKAHILLUNNI Dr. Laurence J. Peter og Raymond Hull Peters-lögmálið Útg. Framsýn, Rvk. 1989 Peters-lögmálið er á þá leið að í „stigveldi“ (híerarlda eða regluveldi) hafi hver starfsmaður tilhneigingu til að hækka upp á dugleysisstig sitt. Út á þessa kenningu Dr. Peter gengur þessi bók, en hann er kanadískur doktor í uppeldisfræð- um. Samstarfsmaður hans, Hull, er aftur á móti sonur ensks meþódista- prests og leikritaskáld. í bókinni segir meðal annars: „Þegar ég gerði mér grein fyrir dugleysi á öllum stigum allra stigvelda - í pólitík, lög- fræðistofriunum, fræðslumálum og iðnaði - gerði ég ráð fyrir að orsökin væri einhvers konar eðlisþáttur í reglunum sem stjóma niðurskipun starfsfólks. Þannig hófst einbeitt könnun mín á þeim aðferðum sem ráða frama starfsinanna í stigveldinu og hvað um þá verður eftir að fram- anum er náð.“ Síðan eru rakin nokk- ur dænú sem sýna hvemig starfs- menn sem em hæfir á sínu sviði og sýna þar dugnað eru hækkaðir upp í starfi þar til þeir lenda í verkefrium sem þeir em óhæfir eða of duglausir til að takast á við. Það fólk er síðan til óþurftar á meðan störfin em unn- in af þeim starfsmönnum sem enn hafa ekki náð dugleysismörkum sín- um. Orðað á annan hátt má segja að í stigveldinu sest rjóminn ofaná og situr þar og súmar. 1 lok bókarinnar (Darwinsviðaukinn) em niðurstöð- umar síðan útfærðar á ákveðinn hátt og Peter segir: Fyrr eða síðar hlýtur mannkynið að komast á mannlífs- vanhæfriisstigið. Urn þetta segir: „Framfarir okkar em svo miklar að við getum ekki lengur talað um á- framhaldandi mannlíf með vissu. Við höfum spillt fyrirheitum þessar- ar aldar og breytt kraftaverki vísind- anna í hryllingsmynd þar sem kjam- orkubál gæti orðið öllu mannkyni dauðagildra."

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.