Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 12
t Ævarblésút og Heimir gekk út Það er óhætt að segja að gustað hafi af mönnum sem tjáðu hug sinn á ráðstefiiu Alþýðubandalags- ins um sl. helgi, en þar var íjallað um útvarp og sjónvarp á sam- keppnismarkaði. Umræðuefiúð var fýrst og fremst staða RUV og t.d. blésu vindar svo hvasst í erindi Ævars Kjartanssonar (ritstjóra menningarmála RUV) að Heimir Steinsson útvarpsstjóri sá sig knú- inn til að yfirgefa fúndarstaðiim. Virtist honinn mislíka boðskapur Ævars, meðal annars um málefiú Hrafiis Gunnlaugssonar og Arth- úrs Björgvins Bollasonar. Staða Ijósvakamiðlanna Tilefiú ráðstefiiunnar var sú óvissa sem ríldr um stöðu ljósvakamiðlanna, einkum Ríkisútvarpsins, vegna niður- skurðar og óljósrar stefnu ríkisvalds- ins í málefnum ljósvakamiðlanna. Opnað hefúr verið fyrir sívaxandi samkeppni áður en sátt hefur náðst um hlutverk og skyldur RUV. A sama tíma ganga hraðfara breytingar yfir þjóðfélagið sem hafa áhrif á vænting- ar og kröfúr fólks til fjölmiðlanna í heild. Guðrún Helgadóttir varaþingmað- ur setti ráðstefnuna, en síðan tóku til máls framsögumenn hver á eftir öðr- um: Njörður P. Njarðvík prófessor, Stefán Jón Hafstein dagskrárgerðar- maður á Stöð 2, Ævar Kjartansson ritstjóri menningarmála RUV, Jó- hanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamað- ur sjónvarps, Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri RUV og Markús Öm Antonsson ffamkvæmdastjóri RUV. Til stóð að Páll Magnússon sjón- varpsstjóri Sýnar flytti erindi um einkarekstur, ríldsrekstur og hvort nauðsyn sé á opinberu efúrliti, en Páll veiktist. Slæm málnotkun of al- geng Hér skal stiklað á stóm í erindum framsögumanna, en á eftir fylgdu al- mennar umræður. Njörður P. Njarðvík fjallaði um þátt útvarps og sjónvarps í menningu þjóðar. Hann sagði meðal annars að ffá upptöku sjónvarps og síðan afnámi einkaréttar ríkisins væri varla hægt að tala um aukinn fjölbreytileika effús, heldur sé einfaldlega meira af sams konar efiú í gangi. I hinni miklu sam- keppni um notendur er slæm mál- notkun allt of algeng og talmál að taka við af ritmáli. Njörður lagði á- herslu á þátt Rásar eitt í flutningi menrúngarlegs efiús og sagði slæmt að Rás tvö væri að teygja sig inn á Rás eitt. Það væri ósigur. Njörður sagðist sakna vandaðrar innlendrar dagskrár- gerðar, nú væri sHkt aðallega fólgið í „Þeytingi“ og að öðm leyd væri í effú sjónvarps of mikið um ódýrt afþrey- ingarefiú ffá einu landi. Útvarpsstjóri meira eða minna lamaður Stefán Jón Hafstein fjallaði um hvort stjómvöld eigi að hafa stefnu varðandi rekstur útvarps og sjón- varps. Hann svaraði þessu játandi, það sé úrilokað að hafa markaðinn efiár- litslausan og það þarf að tryggja þátt íslensks menningarefiiis. Stefán Jón Heimir Steinsson útvarpsstjóri sat opna ráðstefúu Alþýðubandalagsins um mál- efiú Ijósvakamiðlanna. En þegar Ævar Kjartansson fjallaði um máleftú Hrafns Gumílaugssonar, Arthúrs Björgvins Bollasonar og um stjómleysið í RIJV var Heimi nóg boðið og stmnsaði út. sagði að RÚV væri tvímælalaust í hnignun, þar sem hvorld útvarps- stjóm eða útvarpsráð virki. Utvarps- stjóri væri meira eða núnna lamaður vegna deilna um mannahald og fleira. Eldd hefði verið teldð á forgangsröð- un efiús og spurði Stefán Jón hvort þörf væri að setja 45 milljónir í út- sendingar ffá Atlanta, hvort þörf væri fýrir Utvarpsleikhúsið, hvort svæðis- útvörpin væra ekld allt of dýr og hvort ekki mætti draga úr íþróttaeffú í ljósi þeirrar áherslu sem aðrar stöðvar leggja á það efni. „Dagskrá ríkissjón- varpsins er einfaldlega ekld ffambæri- Ieg,“ sagði Stefán Jón og bætti við að Stöð 2 „glansar í samanburðinum“. RUV á ekld bara við perúngavanda- mál að glíma, heldur á sviði hug- mynda, frumkvæðis, ritstjómar og forgangsröðtmar. Skipulag RÚV með ólíkindum Ævar Kjartansson fjallaði um hverjir eigi að stjóma RÚV. Hann sagði að tvíeyld væri í gangi, útvarps- stjóm og útvarpsráð, en umffam allt ríld ákveðið stjómleysi, sem helgast af formgerðinni. Segja má að starfe- menn stjórrú en með inngripum stjómmálamanna og auglýsenda. Samsldpti við stjómvöld og aug- lýsendur em mjög sérkenrúleg og öll fjármögnun flókin og undarleg. Hann sagði útvarpsráð vera undarlegt fyrir- bæri sem fólk dytti inn í og að út- varpsstjóri og starfemenn reyndu að taka sem minnst mark á því. Ævar vék síðan að inngripi stjómvalda, sem viðgengist hefðu hvað eftir annað og tók Hrafnsmál sem dæmi. Ævar sagði sldpulag RÚV vera með ólíldndum og hvergi til vettvangur fyrir starfe- menn í heild að ræða dagskráreffú. Þá sagði Ævar að útvarpsstjóri vissi yfir- leitt lítið um stöðu þeirra mála. Út- varpsstjóri hefði haff sldpulags- og dagskrárstjóra, Arthúr Björgvin Bollason, sem hefði lagt til stofnun dagskrárráðs. Arthúr hefði hins vegar hrökklast ffá og ekkert orðið af hug- myndinni. Hrafn Gunnlaugsson hefði hins vegar tekið upp á því að ráða krakka í dagskrárgerð og horff ffamhjá starfefólld með áralanga reynslu. Allir hefðu skammast sín og starfefólk mest. [Hér var komin hreyfing á Heimi Steinsson] Ævar sagði að það væri mikið talað um tveggja milljarða veltu og margir hneykslast, en minna væri talað um að tekjuformið mgli menn og mgli alla dagskrárgerð [hér gekk Heimir út]. Ævar svaraði spumingunni um hverj- ir eigi að stjóma RÚV með því að segja að það ættu stjómvöld og aug- lýsendur ekki að gera. Kastljós og Þingsjá sjást ekki Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ffétta- maður fjallaði um hlutverk og ábyrgð fréttamanna. Hún sagði að ekld væri hægt að læra fféttamennsku af skól- um, mestu sldpti að fféttamenn hafi lifandi áhuga, vilja og hugrekld til að takast á við aðstæðumar. Hagsmtma- árekstrar megi með engu móti hafa á- hrif á fféttamanrúnn. Vald frétta- mannsins er gríðarlega mikið og vandmeðfarið að hennar mati, mertn verða að vera meðvitaðir um þetta, sérstaklega þegar hraðinn er rrúldll. Oft er kunningsskapur og skyldleiki fýrir hendi. Jóhanna sagði að rílds- sjónvarpið hefði skyldur gagnvart öll- um landsmönnum en hið sama gilti ekki um einkastöðvamar. I þessu sambandi sagðist hún sakna þess að þættir á borð við Kastljós og Þingsjá sæjust ekld og umræðuþættir varla. Ekki væri þó hægt að segja dagskrána alslæma, því öflug dagskrárgerð væri fýrir hendi á öUu landinu. RÚV í „herkví“ óviðun- andi ástands Hörður Vilhjálmsson og Markús Om Antonsson fjölluðu síðan um fjármál og ffamtíð RÚV. Ekld verður náið farið út í erindi þeirra hér. Þó má nefna að áætlun RÚV fýrir yfirstand- andi ár gerir ráð fýrir 2,1 milljarða króna tekjum, þar af 73% vegna af- notagjalda og 29% vegna auglýsinga. I gjöldum fer mest til dagskrárdeilda eða 1 milljarður (48,6%). hmbyrðis er vægi útvarps og sjónvarps þannig að sjónvarpið veltir 1.396 milljónum en útvarpið 834 miUjónum. I erindi Markúsar Amar kom ffam hversu al- menningur teldi þjónustu RÚV vera góða og traust fréttastofa sjónvarps og útvarps mikið. En erindið vakti ekki síst athygli fýrir þá sök að hann sagði útvarpslögin ffá 1986 [þegar Sjálfetæðismenn stýrðu málefnum RÚV - innskot Vikublaðsms] hefðu ldppt fótunum undan tekjuöflun stofnunarinnar og væri svo komið að fjármögnunin með kröfúm um niður- skurð væri raunasaga hjá RÚV. „Skriffinnar í fjármálaráðuneytinu virðast búa til útreikninga sem reikni- meistarar og Alþingismenn gleypa við og þetta rennur í gegn,“ sagði Mark- ús Om og bætti því við að RUV væri í „herkví" óviðunandi ástands. Að endingu gaf hann til kynna að ef til vill væri best að gera stofriunina að hlutafélagi. fþg Fræðslumiðstöðin í Miðbæjarskólann Meirihluti Reykjavíkurlistans í Borgarráði hefur samþykkt, gegn eymd- arlegum mótbámm Sjálfstæðismanna, að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur- borgar verði staðsett í gamla Miðbæjarskólanum. Sjálfstæðismenn, sem bera hagsmuni einkaskóla síns mjög fýrir brjósti, vildu koma Fræðslu- miðstöðinni fýrir í gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti. Sjálfetæðis- menn em einnig vemlega uggandi um „sína menn“ í ffæðslumálabatteríi borgarinnar. Hrikaleg útlánatöp banka og sjóða Útlánatöp ríkisbanka og opinberra sjóða vom alls upp á 21,7 milljarða króna á árunum 1990 til 1994 eða um 81 þúsund lcrónur á hvért manns- bam (og 3,2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu). Það er mat Margrétar Frímannsdóttur formanns Alþýðubandalagsins að ábyrgðin hljóti að liggja hjá stjómendum bankanna og sjóðanna. Og einnig að stjómmálamenn hafi bmgðist eftirlitsskyldu sinrú, þótt Alþingi fengi takmarkaða vitneskju um stöðu mála á hverjum tíma. Hún segir rétt að íhuga vel tillögu bankastjóra Landsbankans urn að sameina ríkis- bankana. Hins vegar hefur Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra sagt í svari við íýrirspum Svavars Gestssonar að slík sameining standi alls ekki til, enda vill hann ólmur feta slóð Sjálfetæðismanna í einkavinavæðing- trnni. Vandræði biskups aukast Vandræðin hrannast upp hjá Olafi Skúlasyni biskupi Islands. En um leið hefúr honum opnast leið til að segja af sér eða fara í leyfi án þess að tengja slíkt við ásakanir um kynferðislegt áreiti yið þrjár konur (ein hefur dregið mál sitt til baka en ekki framburð sinn). Ólafur sendi fiölmiðlum bréf sem hann fékk frá fjórmenningum úr Langholtskirkjusókn þar sem þessir aðilar voltuðu að ein kvennanna hefði hitt séra Flóka Kristinsson að máli. Sú kona hefur kært þann gjöming sem trúnaðarbrot og sjálfur hefur biskup viðurkennt að hér hafi verið um ótrúlegt trúnaðarbrot að ræða. Aðskilnaður ríkis og kirkju Samtök um aðskilnað rílds og kirkju (SARK) héldu aðalfund sinn um síðustu helgi og samþykktu ályktun þar sem Alþingi og stjómvöld em hvött til þess að virða vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, en sam- kvæmt nýlegum könnunum er 67% þeirra sem afetöðu taka fýlgjandi að- skilnaði ríkis og kirkju. Er rfldsstjómin hvött til að skipa nefnd sem kanni rækilega hvemig best verði staðið að aðskilnaðinum og semji frumvarp þar um. Samtölan benda á að nú á tímum spamaðar í rfldsrekstri megi finna þeimjþfurlegu fjármunum sem renna til kirkjunnar betri og þarfari farveg, þjóðínni tilhagsbóta. „Enginn er óhultur“ Alþjóðleg herferð Amnesty Intemational vegna mannréttindabrota í Kína hófet 13. mars, en þá kom út ítarleg skýrsla samtakanna um Kína sem ber heitið „No One is Safe“ eða „Enginn er óhultur“. A morgun, laugardag kl. 14, verður haldinn fúndur um mannréttindi í.Kína í stofu 101 í háskólabyggingunni Odda við Sturlugötu. Þar hefur framsögu Nicholas Howen yfirmaður lögfiræðideildar AI. Mannréttindamál í Kína, þessu fjölmennasta ríld heims, em í afar bágbomu ástandi og er það von AI að alþjóðlegur þrýstingur knýi kínversk stjómvöld til að virða grund- vallarréttindi þegna sinna. A fundinum verða tvær myndir sýndar: „Per- secution in Cnina“ og „China and the Death Penalty“. Bilun í Flugleiðavél Boeing 757 flugvél Flugleiða á leið til Luxemborgar var sl. sunnudag snúið við eftir 50 mínúma flug þegar í ljós kom bilun í tölvukerfi sem tengist aflstýringu í hreyfli vélarinnar. Skipt var um tækið og hinir 152 farþegar urðu að sldpta um vél og þola talsverða seinkun vegna þessa. Viðar Eggertsson rekinn Viðar Eggertsson hefur verið reldnn úr starfi leikhússtjóra Leikfélags Reykjavflnir, í raun áður en hann tók þar til starfa. Meirihluti leikhúsráðs tók þessa ákvörðun í kjölfar atkvæðagreiðslu á almennum félagsfundi LR, þar sem 32 samþykktu að endurskoða bæri ráðningu Viðars, en 10 vom á móti og sjö sátu hjá. Fulltrúi Reykjavíkurborgar í leikhúsráðinu var á móti brottrekstrinum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ákvörð- unina vera mikil mistök. Jón Kr. segir krata á réttri leið Jón Kristjánsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í vik- unni að þingmál þingmanna Alþýðuflokksins um „aðgerðir til að treysta byggð á Islandi“ bendi til þess að flokkurinn sé þrátt fyrir allt á réttri leið. Að gott væri að sá flokkur væri farinn að huga að byggðamálum á 80 ára afinæli sínu. Jón sagði.þó ekki mikið „kjöt á beinunum“ því tillag- an sé bara tmi að skipa nefnd, sem ekki geti flokkast undir harkalegar að- gerðir. Jón sagðist eldd hafa trú á að slíkt skipti sköpum, en styður þó að nefndin verði skipuð. Skrifstofa Alþýðubandalagsins Opfn tíu til þrjú Skrifstofia Alþýðubandalagsins verður framvegis opin frá kl. 10:00 til kl. 15.00 virka daga. Sími skrifstofumiar er 551 75 00. Utan skrifstofútíma er hægt að ná í framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins í sírna 86 44 700.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.