Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 15. MARS 1996 Verðandi 9 lölmiðlanauagun erturlyfiavandans Þegar rætt er um eiturlyfjavanda virðast allir vera á sama máli. Allir eru tilbúnir að fordæma eiturlyijanotkun og sölu, engum stendur á sama að minnsta kosti svona opinberlega. Eg trúi því að allflestir Islendingar hafi verulega andúð á eiturlyfjum og ætla þess vegna ekki að bera það upp á nokkum skynsaman mann að vera al- mennt fylgjandi aukinni eiturþdja- notkun Islendinga. Samt sem áður hef ég tekið eftir því að fólk er mjög mismikið uppveðrað yfir ósómanum. Eg held að við verðum að h'ta þessi mál mjög alvarlegum augum, við fáum viðvörunarmerki allstaðar ffá um að vandinn fari vaxandi. Frá lög- reglu, meðferðarheimilum og öðrum sem um þessi mál hafa eitthvað að segja, síðast en ekki síst frá ungu fólki sem ánetjast hefur eitrinu eða hefúr orðið vart við vandann hjá jafnöldr- um sínum. Á tímtun sem okkar þar sem kosn- ingabarátta eru háð með slagorðum á flettiskiitum og engin nennir eða má vera að því að kynna sér mál til hlítar. Þar sem allar fféttir verða að vera æsifféttir til að ná eyrum fólks, þar sem þingfféttaritarar bíða spenntir á Alþingi í þeirri von að einhver láti út úr sér orð eins og skítseiði eða skúrk- ur. Þar sem leitast er við að sýna við- urstyggilegustu myndir sem náðst hafa af tilteknum hörmungum er- lendis, helst limlest böm og sundur- tættar óffískar konur. Allt til að ná at- hygh hins harðnaða önnum kafna nútímamanns. Það segir sig sjálff að í þessum fjölnúðlaheimi verður svo að tilreiða nýjan pakka með nýjum hneykslismálum og splunkunýjum hryllingi næsta dag. Allt þetta gerist svo hratt og í svo miklum æsingi að venjulegt fólk hefur alls engan tíma til að vega og meta málin og gera sér grein fyrir alvarleika þeirra, hvað þá að grípa til aðgerða. Fólk er jafnvel hætt að nenna að setja sig inn í öll þessi ósköp, við vitum að mál hafa bara svo og svo langan hffíma í ffétt- um, þau skella á og fjara svo út um leið og nýtt hneyksli dýnur á lands- mönnum. Um leið og nýja bmmið er farið af tilteknu máh, búið er að nauðga því til óbóta í öllum fjölmiðl- um landsins, missir fólk áhugann, fær ógeð og málið dettur úr umræðunni. Sjaldnast hefur vandamáhð sem æs- ingnum olli verið leyst, launahækk- anir ríkistoppanna standa óhaggaðar, laun hinna lægstlaunuðu em ennþá jafhsmánarleg, þjónusmgjöldin á spítölunum haggast ekki, ráðherra- bílamir em ennþá jafndýrir, bisk- upinn situr sem fastast. Þannig geta siðlausir menn bara beðið af sér fár- viðrið og ranglætið sigrar með þraut- seigjunni. Mörgu fólki finnst þessi eitulyfja “hystería” vera orðin svo þreytt og það er orðið svo hundleitt á þessu þrasi að það bíður bara effir að um- ræða um eiturlyfjavandann þagni og eitthvað nýtt og æsandi verði matreitt Björgvin G. Sigurðsson, stjóm Verðandi, var tim síð- ustu helgi gerður að fulltrúa Verðandi í samráði SARK, samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju. Stofnaður hefur verið sérstakur alþjóðamála- hópur Verðandi. Umsjónarmenn hans era þau Katrín Júlíusdóttir,| Kolbeinn Marteins- son og Þorkell Máni Pétursson sem öll sitja í stjóm Verðandi. Ahugasamir skrái sig til þátttöku í síma 551-7500. Fyrirhugað Vinstra Blað á að koma út í lok þessa mánaðar. Ahugasamir eru hvattir til að skila efni inn fyrir 21. mars á Laugaveg 3, 4.hæð, helst í tölvu- tæku fonni. Fleiri eiga afmæli á þessu ári en Alþýðuflokkurinn. Verðandi heldur upp á 40 ára afmæli Alþýðubanda- lagsins sem kosningabandalags 4.apríl. Reyndar stendur til að halda upp á afmælið þann 3. vegna þess að sá 4. er sldrdagur. Undirbúningsvinna er hafinn. Fylgist með framvindu þessa máls á Verð- andi síðunni. Ákveðið hefur verið að hafa fasta stjómarfundi Verðandi á sunnudagskvöldum kl.20:30. Fundimir em opnir öllum félögum. ofan í það. Ég óttast því að málið verði jánkað í kaf, allir samþykkja að eitrið sé böl sem bregðast þurfi við með einum eða öðrum hætti, talað verði um það þar til allir hafa fengið leið á því og svo haldið áffam eins og ekkert hafi í skorist með ný dægur- mál. Ég get alveg verið sammála því að kominn sé tími til að hætta að velta sér upp úr hlutunum og tími til að gera eitthvað róttækt í þeim, en að þetta stóra vandamál sem við blasir verði smám saman tekið af dagskrá og sópað undir teppið, eitrið fái að halda áfram að eyðileggja líf hundruð einstaklinga og fjölskyldna þeirra í kyrrþey, get ég alls ekki sætt mig við. Þetta þjóðfélagsvandamál er ekki hægt að afgreiða eins og hvert annað dægurmál. Hér verðum við að staldra við, leita skýringa og reyna eftir fremsta megni að uppræta orsakim- ar. Ekki væri sanngjamt að segja að yfirvöld hafi verið gjörsamlega að- gerðarlaus í þessum málum, borgar- yfirvöld hafa reynt að efla félagsmið- stöðvar í borginni, íþróttir og aðra heilbrigða tómstundaiðkun. Félag ffamhaldsskólanema hefúr í samráði við menntamálaráðuneytið hrundið af stað átaki með yfirskriffinni jafh- ingjaffæðsla. Það er allt gott um þessa Iofcverðu tilburði að segja en betur má ef duga skal. Hér þýðir ekki að slengja ffam hálfkveðntun vísum, grafa þarf niður að rótum vandans, endurskoða viðurkennt gildismat í samfélaginu, taka upp nýja bam- vænni fjölskyldustefhu og vinna af krafti að forvömum og byggja upp sjálfcímynd ungs fólks. Við getum ekld leyft því að við- gangast að ungt fólk sem hefur alla burði til þess að verða fyrirmyndar- borgarar heíji h'fið með þær skemmdir á sál og líkama sem fylgja notkun fíkniefha. Þetta er mál sem krefct athygli okkar allra og má alls ekki stinga undir stól. Sigrún Elsa Smáradóttir er varaformaður Drífándi, félags tmgs Alþýðubandalagsfólks í Reykjavík. Hægristefhan hefur margar skilgreiningar eftir því hver skilgreinir, en þremur grundvallarþáttum í náttúm hægri- manna verður ekki neitað nema með útúrsnúning eða í merkingarlegu slúðri. • Fyrst er það eigingimin, ffjálslega ríðurkennd og móttekin með stolti. • 1 öðra lagi er það umburðarleysið sem umlykur hvert pólitískt og félagslegt málefhi sem þeir tjá sig um. • Að síðustu er það grundvallargildið; að algjörlega er horft framhjá öllu eða öllum sem eru öðravísi. Foreldrar, vinir, umhverfið, trú og menntun leika stórt hlutverk í þróun hægrimanns í dag, en þar sem hug- myndafræðin hefúr haldist nánast óbreytt síðustu milljón árin, hlýtur sú spuming að vakna hvort hægristefúan gangi í erfðir. Við rekumst á hægrimenn á degi hverjum og ef við hlust- um gaumgæfilega þá er einn þáttur sem virðist einkenna allan málflutning: Alger vöntun á þeim eiginleika að geta sett sig í spor annarra en eigin. Getur þetta átt sér h'f- ffæðilegar orsaldr? Gæti verið sérstakt sjónarhoms-gen sem eyðir þeim svæðum heilans sem stjóma sldlningi, samúð og umburðarlyndi. Hér era nokkar vísbendingar um að hægrimennska sé ffekar arfgeng en lærð: • Konur era umburðarlyndari og samúðarfyllri en karlar. Líffræðilegur munur sem á rætur að rekja beint til yfirburða karla bæði hvað varðar magn og styrkleika í- haldssenúnnar. • Við heyrum off um vinstrimenn sem verða hægri- menn. En heyrum við það gerast á hinn veginn? Er það jafnvel mögulegt? Og ef það er ekld mögulegt, gæti það ekki verið sönnun um h'ffræðilegar orsaldr? • Næst þegar þú hlustar á hægrimann í æsingi gegn ný- búum, atvinnulausum, samkynhneigðum eða einhverjum „öðravísi“ og ef hann stoppar nógu lengi til að þurrka munnvatns-frussið af hökumú á sér, spurðu þá kurteislega hvemig honum myndi líða ef hann væri samkynhneigður, nýbúi eða „öðravísi”. Sarna svarið kemur alltaf: „Ég er ekki hommi!“, „ég er ekki atvinnulaus!”, „ég er eklti ný- búi!“ og ef ég væri það, en ég er það ekki, myndi ég yfir- stíga allar hindranir á vegi mínum sama hvað!“. Að sjálf- sögðu myndu fylgja þessum yfirlýsingum hátóna æsinga- ræða og neanderdalískar yfirlýsingar um lögmál ffum- skógarins. • Sú staðreynd að þetta fólk, sem hefúr ekld hugmynd um eigin öfgar og engin rök, lógík eða staðreyndir getur fengið það til að skipta um skoðun, bendir sterklega til þess að um sé að ræða meðfædda fötlun. Þessi ráðgáta er eklti sársaukalaus, því að ef það er satt að um sé að ræða líffræðilega vanhæfiú og að hægrimenn geti ekkert að því gert að þeir séu jafn eigingjamir, harð- geðja og umburðarlausir skúrkar og þeir eru, þá væri það fordómafúllt og hræsnislegt að gera grín að þeim fyrir það hvemig þeir eru fæddir. Þetta myndi þá að sjálfeögðu Og þar sem við höfúm ekld sönnun fyrir líffræðilegri fötl- un hægrimanna, þó svo að vísbendingamar séu til staðar, þá er allt í þessu fi'nasta að blammera hressilega á þá. eyðileggja vinstri markmið okkar sem er að svara fúll- um hálsi og plástra þau sár sem slíkfr fordómar og hra:sni leggja á hið mann- leg ástand. Þess vegna er okkar eina leið að nota þeirra rök. Rétt eins og hægrimenn vita nákvæm- lega að sam kynhneigð er líffræði- leg afleið- ing, en vegna hug- mynda- fræði- legra raka simia neita þeir því á meðan það hefúr ekld verið sannað algerlega, þá verðum við líka að neita hinni greinilegu líffræðilegu orsök hægri- mennsku.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.