Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Síða 8

Vikublaðið - 15.03.1996, Síða 8
8 VTKUBLAÐIÐ 15.MARS 1996 íslenski dansflokkurinn fnimsýndi um síðustu helgi ballettdagskrána „Þrenningu“, en þar er boðið upp á þrjú dansverk. I fyrsta lagi „Tilbrigði" eftir David Greenall við tónlist eftir Wifliam Boyce. I öðru lagi er verkið ,Af mönnum“ eftir Hlíf Svavarsdóttur við tónbst efdr Þorkel Sigurbjöms- son. I þriðja lagi er „Hjartsláttur" eftir Lám Stefánsdóttur við tónlist hljómsveitarinnar Dead can dance. „Þrenning" hefur mælst vel fyrir og er rétt að benda á að tvær sýningar af aðeins fjórum hafa farið ffarn. Myndin sýnir Jóhann Frey Bjömvinsson, Júlíu Gold og Sigrúnu Guðmundsdóttur í „Hjartslætti". Boltinn rúllar í Smáranum Næsfkomandi laugardag 16. mars kl. 17:00 verður heldur betur húllum hæ í Smáranum í Kópavogi. Knatt- spymudeild Breiðabliks ætlar að bjóða uppá stórtónleika með nokkrum helsm stjömum í íslensku tónlistarh'fi. Þeirra á meðal em; Bubbi Morthens, sem mun spila og syngja, en það er alltaf spennandi að heyra í Bubba á tónleikum. Emilíana Torr- ini ein skæðasta unga stjaman á leik- sviði listarinnar syngur líka. KK kemur ffam, en hann hefúr fært okk- ur blúsinn nær hjartanu. Nú fyrir nokkmm vikum var Guðmtmdur Pétursson kosinn gít- arleikari ársins af stórum hópi leikra og lærðra. Þegar hann tekur upp hljóðfærið er aflt í lagi að leggja við hlustir. Gleði og glaumsveitin Pap- ar, em sérstakir á sínu sviði og hafa fyrir löngu skapað sinni eigin létta og húmoríska stíl. Þá em kallaðir til leiks Kamivalasextettinn, sem blæs lífi í samkomuna og gegnir stóra hlutverld í nýju stórsveitinni Mað- urinn sem aldrei sefúr. Sérstaldr kynnar verða á hljóm- leikunum, en það em þeir Samúel Om Erlingsson hjá Sjónvarpinu og Valtýr Bjöm Valtýsson hjá Stöð 2. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim. Að lokum skal nefndur til sög- unnar Sigfús Halldórsson tónskáld og listmálari. Rnattspymudeild Breiðabliks hefur gert hann að heið- ursfélaga í sínum röðum. Auðvitað verða sungin einhver lög eftir Fúsa. Bandamanna saga á hljóðbók Hljóðbókaklúbburinn hefur gefið út Bandamanna sögu í flutningi Jakobs Þórs Einarssonar leikara. Til em tvær gerðir af sögunni og varð sú lengri fyrir valinu, en hún er varð- veitt í Möðmvallabók. Með útgáfu þessari er Hljóðbókaklúbburinn að auka við það safn af Islendingasög- um sem þegar er til í hljóðútgáfú, en það em Brennu-Njáls saga, Egils saga Skallagrímssonar, Grettis saga, Laxdæla saga og Gísla saga Súrsson- ar. Leikgerð Sveins Einarssonar á Bandamanna sögu var sýnd fyrir tveimur árum bæði hér á landi og á Norðurlöndum. Jakob Þór Einars- son tók þátt í þeirri uppfærslu og er því vel heima í sögunni. Bandamanna saga er á tveimur snældum (ein og hálf klukkustund) og er fyrst um sinn aðeins seld félög- um í Hljóðbókaklúbbnum og kostar 1.475 krónur. Draumadís Ásdísar Thoroddsen Ný íslensk kvikmynd verður ffumsýnd á fimmtudaginn í næstu viku, en það er myndin Draumadís- in eftir Asdísi Thoroddsen. Hér er á ferðinni gamansöm Reykjavíkur- saga um tvær tvítugar vinkonur sem takast á við drauma sína í viðsjár- verðu umhverfi íslensks hversdagslífs og nútímalegra viðskiptahátta. Ásdís skrifaði handritið og er leik- stjóri, en hún vakti athygli fyrir ffumraun sína Inguló fyrir nokkrum ámm. Framleiðandi er Martin Schlúter fyrir hönd Gjólu hfi, en myndin er gerð í samvinnu við Is- lensku kvikmyndásam- steyptma hfi, þýskan með- ffamleiðanda Ma.Ja.De. Filmproduktion og þýsku sjónvarpsstöðvamar ZDF og ARTE. Myndin hefúr að auld fengið styrki inn- anlands. Draumadís fjallar um tvær tvítugar stúlkur í Reykjavík og sýnir myndin aðra þeirra í „viðsjárverðu umhverfi ís- lcnsks hversdagslífs“ Stöllumar tvær em leiknar af Silju Hauksdóttur og Ragnheiði Axel, en í öðmm hlutverkum era Baltasar Kormákur, Margrét Ákadóttir, Bergþóra Aradóttir, Ragnhildur Rú- ríksdóttir og Magnús Olafsson. Tökur fóm ffam í fyrravetur og vor, einkum í Kleppsholtinu, inn við Sund, í Viðey, á skemmtistaðnum Tunglinu, Kaffi List og í Perlunni. Píslarsögu- myndir Magn- úsar Frá og með sunnudeginum næst- komandi sýnir Magnús Kjartansson myndlistarmaður málverk í Lista- safúi Hallgrímskirkju og stendur sýningin yfir ffam yfir páska. Sýnd verða tvö gríðarstór mál- verk, sem Magnús málaði á árunum 1992-93 og tengjast píslarsögu Krists. Myndimar nefnast „Nætur- ganga“ og „Kirkjusandur“ og em eins konar „allegoríur“ eða tákn- myndir um þjáninguna. Baksvið písl- arsögu Krists í þessum myndum er hús á Kirkjusandi í nánasta umhverfi málarans, stórt skrifstofúhús með mmspím og tómum gluggum. Þetta hús (sem áður hýstd viðskiptalegt stórveldi - innskot Vikublaðsins) er orðið að tákni sem vísar til mann- legrar firringar í borgarasamfélagi nútímans. Jóhannes úr Kötlum (1899- 1972) hét fúllu nafni Jóhann- es Bjami Jónasson en var fyrstu ár sín kallaður Jói í Seli, ættaður úr Dölum. Hann var vinstrisinni og sat eitt árið á þingi sem varaþingmaður. I Ijóði vikunnar má greina heit- ar óskir um framtíðarlandið og þá hörðu mótstöðu sem hann bjó við í baráttunni. Landráð Þú ert ekki Islendingur! œpa þeir að ?nér, ef ég sárasaklaust vitni sannleikanum ber. Ekki mega iljar mínar íslenzkt snerta grjót, ef ég blekktum bróður mínum bendi á svikiti Ijót. Ekki má mitt auga skoða íslenzkt blóm íhlíð, ef ég hanna örbirgð vora, ómenningu ogstríð. Ekki tná mitt eyra hlusta á íslenzkt lindarhjal, rat 'rm og boða „Báran kveður eins og áður út viðfjörusand - en ég á orðið einhvemveginn ekkett fóðurland“. Jóhannes úr Kötlum. Norðurlandaráð Ritari Flokkahóps vinstrimanna Flokkahópur vinstrimanna í Norðurlandaráði óskar eftir að ráða ritara. Starfið felst í því að styðja samstarfið innan flokkahópsins og sinna samskiptum við aðra aðila. Aðal- starfið verður á vettvangi Norðurlandaráðs en einnig er um að ræða skipulagningu á fundum og ráðstefnum flokkanna. Ritarinn þarf að hafa þekkingu og reynslu af pólitísku starfi og hæfileika til að vinna sjálfstætt og í hópstarfi. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti er einnig mikiisverð. Ritarinn mun vinna samkvæmt starfslýsingu. Ferðalög verða þáttur af starfinu en gert er ráð fyrir að ritarinn fái vinnuaðstöðu í heimalandi sínu. Æskilegt er að ritarinn taki til starfa sem fyrst. Laun eru samkomulagsatriði. Að öðru leyti gilda venjulegar reglur um reynslutíma og vinnuað- stöðu. Nánari upplýsingar veita Petter Nilsen í Noregi í síma (47) 22 20 69 79, Kjellbjörg Lunde í Noregi í síma (47) 22 31 30 97, Outi Ojala í Finnlandi í síma (358 0) 432 3127 og Maggi Mikaeisson í Svíþjóð í síma (468) 786 55 57. Einnig er hægt að snúa sér til Steingríms J. Sigfússonar, fulltrúa Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandaráði. Umsóknir skulu sendar til Sosialistisk Venstreparti, Storgata 45, N-0182, Noregi fyrir 29. mars. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR LEIÐBEINENDUR í SUMARSTÖRF Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir eftirtöldum starfs- mönnum til starfa sumarið 1996: 1. Leiðbeinendur til að vinna með og stjórna vinnu- flokkum unglinga. 2. Leiðbeinendur til að starfa með hópi fatlaðra ung- menna, sem þurfa mikinn stuðning í starfi. 3. Yfirleiðbeinendur sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum eða vinnusvæðum. 4. Starfsmaður til að undirbúa og stjórna sérstöku fræðslustarfi Vinnuskólans. Leiðbeinendur skulu vera 22 ára og æskileg er uppeldis-, kennslu- og verkmenntun. Starfstíminn er átta til tíu vikur frá júní til ágúst. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavík- ur, Engjateigi 11, sími 588 2590. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 22. mars n.k. Engjateigur 11 • 105 Reykjavík Sími 588 2590 • Fax 588 2597 KODAK KODAK KODAK KODAK ■ ■ ■ ■ KK ISubbi Morthens Emelfana Torrint Siflfús Halldórsson

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.