Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 2
VDCUBLAÐIÐ 15. MARS 1996 2 Útgefandi: Tilsjá ehf. Ritstjóri og ábm.: Páll Vilhjálmsson Fréttastjóri: Friðrik Þór Guðmundsson Púsundþjalasmiður: Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: 552 8655 - Fax: 551 7599 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: 552 8655 - Fax: 551 7599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðjan hf. Leið út úr bankakreppu A íslandi hefur ríkt bullandi bankakreppa síðustu ár. Ut- lánatap íslenskra banka og sjóða hefur verið fyllilega sambæri- legt við tap banka annarsstaðar á Norðurlöndum þennan áratug. Munurinn er sá að í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi hefur banka- kreppan verið viðurkennd og brugðist hefiir verið við henni með beinum afskiptum stjómvalda, mannabreytingum og uppstokk- un í bankakerfinu. Hér hefur verið breitt yfir bankakreppuna og hún hulin sjónum almennings með bómull. Afleiðingin er háir vextir og slæm staða bankanna til þess að mæta samkeppni með- an bankar annarsstaðar á Norðurlöndum eru famir að rétta úr kútnum vegna þess að skarplega var bragðist við. Af hálfu þeirra sem á vegum ríkisstjómarinnar vilja gera Bún- aðarbanka og Landsbanka að hlutafélögum hefur verið bent á að vafamál megi telja að síðamefhdi bankinn sé góð söluvara nema þar verði breytingar á stjómarháttum og rekstri. Reyndasti bankastjóri Landsbankans hefur í ratm svarað með því að benda á að sameiginlega gætu þessir bankar, ásamt fleiri opinberam sjóðum, orðið að sterkum viðskiptabanka sem staðist gæti inn- lenda og erlenda samkeppni. Tveggja banka kerfi ásamt sterkri keðju sparisjóða ætti að vera bæði hagkvæmt og nægilegt í litlu landi. Sameining Búnaðarbanka og Landsbanka í einn sterkan við- skiptabanka er kostur sem ætti að gaumgæfa. Hvort sá banki yrði í eigu ríkisins eða hlutafélags þar sem ríkið hefði meiri eða minni ítök er ekki höfuðatriði þessa máls. Alþýðuflokkur 80 ára Alþýðuflokkurinn er áttatíu ára og Vikublaðið óskar honum til hamingju. Flokkurinn ástundar sjálfsstyrkingu með því að halda upp á affnæh sín á fímm ára ffesti og það er vissulega nokkuð sem hægt er að leyfa sér þegar saga hans fer að nálgast 100 ár. Það má hinsvegar segja um formann Alþýðuflokksins að hon- um svipar mjög til foringja fjórða og fimmta áratugar aldarinn- ar, þegar það var til siðs að prédika söguskoðanir. Eins og klerk- ur í stól syngur hann Alþýðuflokknum lof; allt honum að þakka í áttatíu ár, allt hinum að kenna; og er þó sjálfur eiginlega stærri hluti af forsögu Alþýðubandalagsins heldur en Alþýðuflokksins. En Alþýðuflokkurinn má vissulega eiga það sem hann hefur vel gert og þjóðfélagsgagnrýni hans, offast nær með hægri vinkli, hefur oft verið skarpari en annarra flokka, m.a. fyrir tdlstilli manna eins og Gylfa Þ. Gíslasonar, Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. En það er afskaplega ánægjulegt til þess að vita að kominn er góður tónn í samskipti stjómarandstöðuflokka. Það virðist vera fyrir hendi vilji til þess að byggja upp samstarf sem geti reynst trúverðugt í augum almennings. Það er rétt hjá formanni Al- þýðuflokksins að þörfin er á stóram flokki jafnaðannanna, sterk- um pólitískum bakhjarli launafólks á Alþingi og í sveitarstjóm- um, er ákaflega brýn. Hver langferð hefst með einu skrefi og það er ósk blaðsins til Alþýðuflokksins á þessum tímamótum að nú verði senn lagt upp og skref stigið í rétta átt. Hugsjonir, hagsmunir og DV sendi Alþýðuflokknum snemmbúna affnæhskveðju á föstu- dag þegar blaðið birti ffétt um beiðni forystu Alþýðuflokksins fyrir síðustu kosningar um fjárstuðning ffá sænskum krötum. Islensk lög banna að stjómmálaflokkar þiggi fjárstuðn- ing erlendis ffá og frétt DV var því óheppilegri fyrir Alþýðuflokkinn að formaður hans var nýbúinn að hneykslast á ffétt sama blaðs um þárreiður flokksins þar sem er- lendir peningar komu við sögu. Ekki er ein- leikið hversu Alþýðu- flokkurinn verður illa úti í fjölrrdðlum. Guð- mundar Áma-mál og spillingarumræðan fyrir síðustu kosningar em nýleg dæmi. Ekki mikið eldri em hremmingar Jóns Baldvins Hanni- balssonar formanns flokksins vegna skink- unnar sem þvældist í far- angur eiginkonumiar í Leifsstöð. í ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar gerði umræða um ráðherrabrennivín Jóni Baldvini lífið leitt; bæði veigamar sem veittar vom í afmæli ritstjóra Alþýðublaðsins og mun- gátin í affnælisveislu eig- inkonunnar. Á fundi sem Jón Bald- vin hélt í þingflokksher- bergi Alþýðuflokksins 30. september 1994, og var ein síðasta tilraunin tdl að bjarga ráðherra- dómi Guðmundar Ama Stefánssonar, sagðist hann enga hugmynd hafa um það hvers vegna fjölmiðlar væm svona gagnrýnir á Alþýðuflokkinn. Jóni Baldvini var vorkunn. Og er enn. Hann á fjarska erfitt með að út- skýra hvers vegna flokkurinn er ekki stærri en raun ber vitni. Klofningur, segir Jón Baldvin, og persónuleg átök em ástæðumar fyrir litlu fylgi flokksins. Svarið er ekki sannfærandi. Skýringin gerir of mik- ið úr þættd einstakra forystumanna og minna úr pólitískum ástæðum en efni standa tdl. Trúnaður bindur fólk við flokka. Trúnaðarsambandið er ofið úr mörgum þáttum; bæði koma tdl eig- inhagsmunir og hugsjónir. Eftdr því sem flokkurinn er minni er meiri nauðsyn á hugsjónatengslum sem virkja stuðning þrátt fyrir að flokks- menn eygi litla von um persónuleg- an ábata. Hafi stjómmálaflokkur náð ákveðinni stærð þarf hann elcki að hafa miklar áhyggjur af hugsjónum þar eð hann orðinn fúlltrúi fyrir meginsjónarmið í samfélaginu- og þau draga ffemur dám af hagsmun- um en hugsjónum. Á lýðveldistíma- bilinu hefur Alþýðuflokkurinn löng- um hagað sér eins og hann væri stór flokkur, hvað greinilegast var það á Viðreisnaráratugnum, en látdð Al- þýðubandalaginu og forvemm þess um hugsjónirnar; andófið gegn her- setunni og útópískan sósíalisma. Klofningur, segir Jón Baldvin, og persónuleg átök eru ástœðurnar fyrir litlu fylgi flokksins. Svarið er ekki sannfœrandi. Skýringin gerir of mikið úr þœtti einstakra forystumanna og minna úr pólitískum ástœðum en ejhi standa til. Vegna þess að íslenskt efnahagslíf nútímavæddist mun seinna en það skandinavíska, en þaðan sóttd Al- þýðuflokkurinn fyrirmynd sína, var eftdrhermustefna flokksins ekki með nýjabmm brautryðjandans. Eftdr lýðveldisstofhun tdleinkaði Sjálfstæð- isflokkurinn sér hugmyndir velferð- arríkisins og þar með var þrengt að Alþýðuflokknum bæði ffá hægri og vinstri. Alþýðuflokkurinn kom útjaskaður úr Viðreisnarstjórninni og við lá að hann félli af þingi í kosningunum 1974. En flokkurinn fékk endumýj- aða lífdaga með andófsmanninum Vilmundi Gylfasyni og vann stórsig- ur, ásamt Álþýðubandalaginu, árið 1978, sem kom þó fyrir lítdð. Vil- mundur hraktdst úr flokknum þegar hagsmunahópurinn í Alþýðuflokkn- um, sem Vilmundur kallaði „skíta- pakkið,” vildi taka upp gamla háttu. Jón Baldvin tók við flokknum fyrir rúmum áramg, með því að fella teknókratann Kjartan Jóhannsson úr formannsstól, og vildi hann sameina hugsjónapólitík og hagsmunastjóm- málin. Efidr fundaherferð'úm landið undir yfirskrifidnni „Hverjir eiga ís- land?” gerði Jón Baldvin sameiningu jafnaðarmanna að sinni hugsjón. Ríkdsstjóm Steingríms Hermanns- sonar 1988 virtdst lofa göðu með ffamhaldið þar sem A- flokkamir áttu ágætt ríkisstjórnarsamstarf. En formaður Alþýðu- flokksins sneri blaðinu við eftir kosningamar 1991 og myndaði stjóm með Sjálfstæðis- flokknum. Rökin sem hann beittd vom m.a. þau að hann hefði tryggt flokknum meiri áhrif en í þriggja flokka stjóm með Framsókn- arflokki og Alþýðu- bandalagi. Trúverðugleiki Al- þýðuflokksins og for- manns hans beið hnekki árið 1991 en sennilega hefði verið hægt að bæta skaðann með skynsamlegri póli- tík Upp úr 1990 talaði Jón Baldvin æ oftar um nauðsyn strúktúrbreyt- inga á samfélaginu. Ekki var alltaf gott að henda reiður á hvert hann væri að fará ’en undir þessari fyrirsögn gagnrýndi Jón Baldvin t.a.m. landbúnaðar- kerfið, kvótakerfið, kjördæmakerfið og op- inberan rekstur. Stjómarflokki klæðir ekki vel andóf af þessu tagi og því verr sem hann situr lengur að völdum. Stein- inn tók þó úr þegar Jóni Baldvini datt í hug að gera aðildarumsókn að Evrópusambandinu að baráttumáli fyrir síðustu kosningar. Varla er heppilegt að fara inn í náið alþjóða- samstarf með ónýtan strúktúr. ísland hlýtur að standa illa að.vígi í Bmssel með liðónýtt landbúnaðarkerfi, von- Iausa kjördæmaskipun og úreltan op- inberan rekstur. Mótsagnir af þessum toga vekja tortryggni og þeir sem fyrstir taka efidr þeim em blaðamenn. I augum margra þeirra er Alþýðuflokkurinn ekki alvöm stjómmálaflokkur með sterkar rætur í íslensku samfélagi heldur stjórna honum hviklyndir töffarar sem skemmtilegt er að negla nær þeir gefa höggstað á sér. Ál- þýðuflokkurinn á verkefni fyrir höndum. Til hamingju með afrnæl- ið. Páll Vilhjálmsson Til hamingju með afmœlið Alþýðujiokkur! Þið eigið rœtur að rekja til þess merka atburðar að Alþýðusamband íslands var stofnað 12. mars drið 1916,fyrstu allsherjarsamtök verka- lýðsins hér á landi sem tókst að halda velli. Áður höfðu Bárufélögin sem stofnuð voru fyrir og eftir aldamótin reynt að mynda almenn samtök, en þau náðu aldrei varanlegri festu. Sama er að segja um Verkamanna- samband Islands, sem stofnað var árið 1907, en lognaðist út afþremur árum síðar. Með stofnun Alþýðusam- bandsins hefstfyrir alvöru barátta verkalýðsins fyrir bcettum lífskjörum og auknum mannréttindum, barátta sem staðið hefur síðan og mun halda áfram. Úrþessum jarðvegi er Alþýðuflokk- urinn sprottinn þótt þeir tímar hafi komið að eifitt hefur verið að greina œttarmótið. En það er sagt að tvisvar verði gamall bam og ef til vill á það fyrir Alþýðuflokknum að liggja að leita uppruna síns með það fyrir aug- um að efla rofm tengsl við œttingja sína í stjómmálum. Sá dagur gœti komið að Alþýðuflokkurinn ogAl- þýðubandalagið sameinuðu krafta sína íþágu alls launafólks á landinu. Hann hefur ekki langt líf að missa sem gamall er, segir máltœkið. Heima á Stokkseyri fékk ég snemma að heyra afþeim klofningi sem varð í verkalýðsfélögunum innan Alþýðu- sambandsins á þriðja og fjórða ára- tugnum. Á þeim tíma þegar „komm- ar“ og „kratar" deildu sem harðast fyrir hönd verkamanna. Árið 1932 höfðu kratamir í verkalýðsfélaginu Bjarma á Stokkseyri tögl og hagldir í félaginu og notuðu meirihluta sinn til að bœta nýrri grein (félagslögin, sem svo hljóðar: „Effélagsmaður verður uppvt's að því að vinna á móti kosn- ingu Alþýðuflokksins, skal stjóminni heimilt að víkja honum úr félaginu “. Ekki veit ég hvort þessari aðferð var beitt víðar, en varla hefur hún verið til þessfallin að laða menn að félaginu eða Alþýðuflokknum og efla samheldni þeirra sem börðustfyrir bœttum kjörum launamanna. Greinin var síðar felld úr lögunum og eftir það óxfélagið og dafnaði og varð sterkur bakhjarlfélagsmanna og allra íbúa Stokkseyrar í baráttunni fyrir bœttum kjörum og öryggi. Sagan er til að lœra af henni og hún sýnir að sam- vinna skilar meiri árangri en enda- lausar vœringar og klofningur þeirra sem eiga samleið. Gott er að vera gamall og muna margt, en minning- amar mega ekki bera menn ofurliði. Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið eiga margt sameiginlegt og cettu að geta unnið saman að því megin- verkefni að jafita og bœta lífskjörin á íslandi. Vonandi berum við gœfu til þess ásamt öðrum sem vinna að sama marki. Fyrir hönd Alþýðubandalags- ins óska ég Alþýðuflokknum til ham- ingju með afmœlið. Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins I

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.