Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 15.MARS 1996 Þriðja síðan 3 ANDSKQTAR.. „Það er hreint út sagt sorglegt að fjórir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, flokks sem á að vera útvörður um sjálfstæði þjóðar- innar, skuli ekki hafa Guðjón Guðmundsson Kristján Pálsson Vilhjálmur Egilsson Pétur H. Blöndal meiri skilning á mikilvægi þess að að fiskimiðin séu nytjuð með íslenska hagsmuni að leiðar- ljósi. I umboði hverra vinna þessir menn?“ Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ í Útveginum, fréttabréfi LÍÚ I bakspeglinum „Yfir 40 þúsund vilja yfir- gefa ísland. Tæplega þriðj- ungur alls fólks á aldrinum 18-22 ára á íslandi vill flytjast af landi brott til frambúðar... Þar að auki vilja um 57% hverfa af landi brott í að minnsta kosti fimm ár, ef til boða stæði starf við hæfi er- lendis... [Af öllum] gætu 31% hugsað sér að búa erlendis í meira en fimm ár og 16,8% vilja flytjast frá Islandi fyrir fullt og allt.“ - Ur niðurstöðum skoðana- könnunar Skáís fyrir HP (gamla) í maí 1985. Þá gætti mjög áhrifa af hrikalegum skerðingum ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 1983-1984. Sú stjórn kemst þó varla með tærnar þar sem nú- verandi stjórn hefur hælana.. Úr alfaraleið Hvaða flokkur er það? „Það er nú svo merkilegt að allur þorri þeirra einstaklinga sem við mig hafa samband eru annað hvort fylgismenn ann- arra flokka en þess floklcs sem ég hef tilheyrt eða fólk sem staðið hefur utan við vettvang stjórnmálanna." Ólafur Ragnar Grímsson fyrrver- andi formaður Alþýðubanda- lagsins í viðtali við DV Frjálshyggjumenn stjóma umræðunni .Atlagan að réttindum op- inberra starfsmanna og skert þjónusta í heilbrigðiskerfinu eru afleiðingar sömu stefiiu. Þeirrar steíhu sem nú ræður í þjóðfélaginu og vinnur gegn hagsmunum meginþorra þjóðarinnar. Helsta ástæða þess að þessi öfl hafa náð slíku taki á samfélaginu er sú að andstæð öfl hafa í raun ekki tekið þátt í raunverulegri bar- áttu um völdin. Hugmynda- fræði frjálshyggjunnar hefur meira og minna stjómað um- ræðunni og þar af leiðandi á- kveðið hvaða mál eru til um- áhugasamir um starf sitt, skyldur og réttdndi en því miður eru allt of margir sem láta sig þessa umræðu litlu skipta. Hvort um er að kenna almennu áhugaleysi eða þreytu og leiða eftir langan og 5) Þetta er óneitanlega dá- h'tið vandræðalegt. Prestar hafa sem sé um árhundruð predikað yfir hausamótunum á sauðsvörtum, fégímg- um og ósáttfusum al- rnúga og slegið um sig með firösum úr hinni góðu bók sem hljórna eitthvað á þessa íeið: Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig; réttu fram hina kinnina; erf- iðara er fyrir ríkan mann að komast imt í himnaríki en fyrir úlf- alda að smjúga gegnum nálarauga; sælir em frdðflytjendur; þú skalt ekki drýgja hór; sælir em hógværir; það sem ni vilt að aðrir gjöri jér, það skalt þú og jeim gjöra; þú sérð flís- ina í auga hróður þíns en ekki bjálkann í eigin auga, osfiv. osfiv. Prestar hafa sem sé þulið þessa fi'asa yfir ófullkomnum Ifindum sínum þegar þeim verð- ur á í messunni, til þess að bcina þeini á réttar og kristilegar hrautir. En þegar úlfuð kemur upp í eigdn ranni klerka, þá virðist þessi ágæta bihlíuspeki gagnslaus og jafhvel marklaus. Leiðari Víkurblaðsins, Húsavík u strangan vinnudag er erfitt að segja. Skýringin getur allt eins verið sú að inn á miðlunum er almennt Iítdl umræða um fag- leg málefni dagsdaglega og Blaðamannfélagið hefur sjálf- sagt ekki sinnt þessum málum sem skvldi.“ Leiöari Blaðamannsins, félags- tíðindi Blaðamannafélags ís- lands Framsókn klikkaði og kol- krabbinn sigraði „Eg er ekki ánægður með það sem SH er að gera og finnst þeir vera að henda í okkur hálfnöguðum beinum. Reyndar tel ég að ákveðnir aðilar innan Framsóknar- flokksins hafi klikkað í þessu máli. Einnig held ég að marg- ir bæjarfulltrúar hafi ekki haft ffjálsar hendur urn ákvörðun í þessu máli vegna tengsla við „kolkrabbann.“ Oddur Helgi Halldórsson vara- bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins í viðtali í Degi, Akureyri Umræða að utan Þegar Landsnefad Demókrataflokksins bauð tdl sölu aðgang að kvöldverði og rnorgun- verði með Clinton for- seta og Gore varaforseta fyrir 100 þúsund dollara (6,5 milljónir ísl. kr.) náðu Repúblíkanar ekki upp í nef sér fyrir vand- lætingu. Talsmaður New Gingrich sakaði forsetann um að selja sig. Núna býður Lands- nefad Repúblíkana- flokksins hádegisverð með Gingrich og Bob Dole fyrir 250 þúsund dollara (16,2 milljónir ísl. kr.). Bónusinn hjá Repúblíkönum er sá að viðkomandi fær fjóra miða á landsfund flokks- ins þar sem forsetaffam- bjóðandinn verður til- nefhdur. - The New Rcpublic P ó I i t í s k t I e s m á I Til ft amtíðar. Alþýðusam- band Islands 80 ára. Fylgirit Vinnunnar 3.tbl. 1996 Alþýðusamband Islands varð áttrætt í vikunni og í tílefhi af- mælisins var gefið út sérstakt fylgirit Vinnunnar. Inngangur- inn er kveðja frá Vigdísi Finn- bogadóttur forseta lyðveldisins. Almenna verkalýðsnreyfingin hefur átt undir nögg að sækja á liðnum árum og þess sér víða stað í afmælisritinu. I viðtali við Guðríði Elíasdóttur fonnann Verkakvennafélagsins Framtíð- arinnar í Hafnarfirði kemur fram óánægja með skort á sam- stöðu innan verkalýðshreyfing- arinnar og víðar kveður við sama tón í afmælisritinu. Meira ber þó á yfirliti yfir það sem á undan er gengið og upplýsingrjm um nú- verandi starfsemi ASI, svona , eira; og vera ber í afmælisriti: I ASI eru um 66.600 félagar í átta landssamböndum og 236 félög- um og deildum. Stærsta lands- AlþÝdiisamband Íslands sambandið er Verkamannsam- band Islands með 28.657 félaga og það smæsta er Landssam- band vörubiffeiðastjóra með 354 félaga og enga konu! Brynhildur Þórarinsdóttír rekur sögu Al- þýðusambandsins ffá stofriun og reyndar gott betur því hún hefur söguna með fyrsm verkalýðsfé- lögunum sem skutu rótum í lok síðustu aldar. Þá er stiklað á helsm ártölum í sögu hreyfing- arinnar og tilvitnunum úr bar- átmsögunni sáldrað um ritið. Smtt viðtöl eru við fyrrverandi og núverandi trúnaoannenn verkalýðshreyfingarinnar, t.d. Þóri Daníelsson, Snorrajónsson og Benedikt Davíðsson. Þor- grímur Gestsson skrifer um nú- tíð og ffamtíð hreyfingarinnar, en greinin birtist stytt í Viku- blaöinu í dag, og Snorri S. Kon- ráðsson um menntun. Einnig er grein um hróun almannatrygg- inga og h'feyrissjóðanna. \fið slúttum eins og forsetinn j inn- gangsorðunum: Megi ASÍ vegna sem best á ókomnum ámm í heilladrjúgu og dýrmæm starfi. Michael Schudson: The Power of News Harvard University Press 1995. Michael Schudson sló í gegn með doktorsritgerð sem hann Sif út á bók fyrir 20 áruxji, iscovering the News. I bók- inni var reynt að svara þeirri spumingu hvers vegna hlutlægni varð að feglegu markmiði blaða- manna á 19. öld. Hlutlægni og fegmennska blaðamanna sætn vaxandi gagnrýni um þær mundir sem Schudson lét fyrst að sér kveða, m.a. höfunda á 'lb* l'-xtn ofXt*-* »<4ad» -onx- d Sf ftiiil«w» « ritins «i tkr m<4fe cíxf tfH é-ou»rraiir pr.>er«. Tfcu Iwol, 4xmW !»■ rMjuin»t rr«fœj «* ABtrrira* and t.mulnrt el«>.' borð við Gaye Tuchman (Objectivity as Strategic Rimal: An Examination of Newsmen's Notions of Objectivity), Edward Epstein (News from Nowhere) og Herbert Gans (Deciding What’s News). Þótt vaxancu efa- semda um ágæti hlutlægrar blaðamennsku gætti meðal starf- andi blaðamanna var gjá staðfest milh þeirra og gagnrýnendanna áðumefridu sem allir em félags- ffæðingar. Schudson brúaði !>etta bil - þrátt fyrir að vera fé- agsffæðingur. Flann fjallar um vanda blaðamennskunnar á for- sendum þeirra sem við hana starfa. Bóltin sem hér er kynnt hefur að geyma tíu ritgerðir sem sltiptast í þrjá kafla, auk inn- gangs sem er sjálfetæð umfjöllun um fréttir sem opinbera þekk- ingu. Fyrsti kaflinn ræðir fféttir í sögulegu samhengi, annar tekur til goðsagna um vald fjölmiðla og sá þriðji er um fjölmiðlun og hið opinbera. ræðu og hvernig þau eru rædd.“ Leiðari Austurlands, Neskaup- stað Blaðamenn taki sér taki „íslenskir blaða- og ffétta- FJÖLMIÐLAR Kreppa heimildastýrðrar blaðamennsku menn hafa síður en svo verið uppteknir af umræðu og skoðanaskiptum ,um hin fag- legu mál. Þó nokkrir láta sig þessi mál miklu varða og eru Vikublaðstölur I árslok 1990 voru í skipa- stól landsins skráð 1.005 fiskiskip. Þar af vnra 488 fiskiskip af stærri gerðum, þ.e. niæld í brúttólesmnt og var mcðalstærð jjeirra 217,9 brúttólestir. Síðan voru 517 fisldskip mæld í brúttótonn- uni og var meðalstæ,rð þcirra 45,5 brtíttótonn. I árslok 1994 hafði fiskiskipunutn fækkað niður í 950 (5,5% fækkun á fjórum árum). Skipum mældum í brúttó- lestum hafði fækkað niður í 374 eða um 114 (meðaltalið koinið í 230,6 bri.) og skip- um mælduin í brúttótonnutn hafði Ijölgað í 576 eða um 59 (mcðaltalið komið í 102 bt.). Eitt aðaleinkenni íslenskrar blaða- mennsku er hversu heimildastýrð hún er. Heimildastýring felur í sér að fféttir eru sagðar á forsendum heimildar- manna. 1 praxís þýðir þetta að hverju sinni er til mengi fólks sem fellur undir skilgreininguna „heimildarmenn“ sem segja fféttimar í gegnum blaðamenn. Stjómmálamenn, æðsm embættismenn og aðrir með opmbera ábyrgð og mannaforráð em ávallt í þessu mengi á meðan venjulegt fólk dettur þar inn og út eftir atvikum. Konumar sem ásaka biskup urðu heimildarmemi þegar siða- nefhd presta tók tnál þeirra til meðferð- ar. (Þangað til vom þær kverúlantar á máli blaðamanna, þ.e. manneskjur sem hafa uppi umkvartanir/ásakanir sem em ótrúverðugar). Með því að siðanefnd tók mál kvennanna til meðferðar var komin réttlæting á fjölmiðlaumfjöllun, sam- kvæmt hefðmn íslenskrar blaða- mennsku. Biskup íslands er einnig heimildar- Ásakanir um kynferðislega áreitni/nauðgunartilraun Olafs Skúlasonar biskups og fféttaum- fjöllunin um málið varpar ljósi á kreppu íslenskrar blaðamennsku. Skýrast kemur kreppan fram hjá DV. maður og kreppa blaðamennskunnar opinberast þegar hann neitar öllum á- sökunum kvennanna. Off á tíðum, t.d. í stjórnmálum, skiptir litlu þótt tveim heimildannönnum beri ekki saman, það er einfaldlega viðurkennt að um tvö eða fleiri sjónannið geti verið að ræða. í biskupsmálum var hinsvegar alltof mikið í húfi til að hægt væri að una við and- stæðar fullyrðingar um sekt og sakleysi. Jónas Haraldsson fféttastjóri DV lýsti starfsaðferðum blaðsins í viðtali á Rás 2 á fimmtudag í síðusm viku. Hann kvað blaðið hafa skrifað fyrstu fréttina þegar ritstjómin varð þess áskynja að siðanefnd presta hefði ásakanir kvennanna til með- ferðar. Hámarlti nær umfjöllunin með helgarblaðsviðtali fyrir tveim vikuin við konumar þrjár. Konumar „vildu tjá sig hjá okkur“ sagði Jónas á Rás 2 eins og DV sé sjálfsafgreiðslustofhun heimildar- manna. Viðtalið var allt á forsendum kvennanna og engir tilburðir vom af hálfu DV til að meta trúverðugleika ffá- sagnanna, enda tíðkast það ekki í heim- ildastýrðri blaðamennsku. Konumar fengu sjálfdæmi um það hversu miltið þær sögðu og þær kusu að segja ekki ffá öllum málsatvikunum. í þessu tilvilti var DV viljugt verkfæri heimildannanna og auðséð hvers vegna. Frásagnir kvenn- anna vom dýnamískt fréttaefni. DV hefði gert lesendum sínum meiri greiða með því að koma ffam af meiri myndugleik og sett blaðamann eða blaðainenn í það að vinna sjálfetæða frétt um ásakanimar en ekki endurvarpa þeim athugasemdalaust. Með skoðanakönnun á afetöðu almennings til þess hvort bisk- upinn ætti að segja af sér, sem birttist í DV á þriðjudag, var blaðið í raun að biðja fólk að greiða atkvæði um sannleik- ann en hafði ekkert gert til að auðvelda fóllti að leggja mat á samsltipti biskups og kvennanna. Þegar reynir á er heimilda- stýrð blaðamennska handónýt blaða- mennska.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.