Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 6
6 AftnaUi VIKUBLAÐIÐ 15.MARS 1996 Alþýðuflokkurinn átti 80 ára af- mæli 12. mars sl. og heldur upp á það í kvöld. Oskar Vikublaðið flokknum til hamingju með þennan stórmerka áfanga. Alþýðuflokkurinn var í upp- hafi flokkur allra vinstrimanna, jafii- aðarmanna og kommúnista og var auk þess lengi vel í beinum tengslum við Alþýðusamband íslands, sem einnig var stofnað sama daginn 1916. Sama árið var Framsóknarflokkurinn stofnaður og kom Hriflu-Jónas ná- lægt stofinm beggja flokka. Var það hugmynd hans og fleiri manna að Al- þýðuflokkurinn yrði flokkur alþýð- unnar í þéttbýlinu en Framsóknar- flokkurinn flokkur alþýðunnar í sveitunum og samstarfið náið þar á milli. I upphafi héldust allir vinstrimenn saman innan Alþýðuflokksins. Nokk- ur eining ríkti um nauðsyn róttækra umbóta í þjóðfélaginu, en baráttan var ef til vill mest á sviði verkalýðs- baráttunnar íyrir mannsæmandi kaupi verkafólki til handa. Fimmtán prósenta flokkur I sínum lyrsm þingkosningum stofnárið 1916 fékk Alþýðuflokkur- inn „aðeins“ 6,8% atkvæða eða 398 atkvæði og sama hlutfall árið 1919. Um þetta Ieyti var kosningaréttur enn mjög takmarkaður, t.d. hjá kon- um og hjúum. Með vaxandi kosn- ingarétti og þéttbýlismyndun jókst fylgi Alþýðuflokksins og var næstu áratugina nokkuð stöðugt á bilinu 15 til 19 prósent. Frá upphafi hefur Al- þýðuflokkurinn tekið þátt í 26 þing- kosningum og er meðaltalsútkoman í þeim 15,1% á landsvísu. Ekki voru mörg ár liðin frá stofhun Alþýðuflokksins þegar fylkingar tóku að riðlast vegna ágreinings um stefn- una og starfshættina. I stuttu máh: Hægfara kratar lögðu áherslu á á- Gylfi Þ. Gíslason í forsetastól og Bene- dikt Gröndal í pontu. Gylfi var for- maður Alþýðuflokksins 1968 til 1974 og Benedikt 1974 til 1980. Gylfi er sá einstaklingur sem lengst hefiir verið ráðherra um óslitinn tíma. Hann var ráðherra í þremur ríkisstjómum í 15 ár ffá 1956 til 1971. Aðrir hafa verið ráð- herrar lengur en þá á mismunandi tímaskeiðum. Gylfi rétt náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður árið 1974, ella hefði Alþýðuflokkurinn þurrkast út af þingi. Annar frá vinstri er Stefan Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins 1938 til 1952. Hann er, að minnihlutastjómum firátöldum, eini kratinn sem setið hefúr í forsætisráðuneytinu, þótt flokkurinn hafi verið þaulsetinn í ríkisstjóminn. Stefön Jóhann var harður hægrikrati og einlægur hatursmaður kommúnista. fangasigra með umbótum, en komm- únistar vildu róttækar og byltdnga- kenndar breytingar á skömmum tíma. Þessar fylldngar stóðu í ára- löngum deilum sem lauk með klofn- ingi og stofhun Kommúnistaflokks íslands árið 1930. Sá flokkur náði sér aldrei á flug í þingkosningum, náði mest8,5% fylgi 1937. Árið 1978 vann Alþýðuflokkurinn sinn stærsta sigur í þingkosningum, fékk 22% atkvæða og 14 þingmenn, eins og Alþýðu- bandalagið. Myndin sýnir viðræðunefhdir Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins í júh' 1978 og skömmu síðar mynduðu þessi öfl ríkisstjóm. Sú „vinstri stjóm“ entist aðeins í rúma 13 mánuði og sprakk með miklum hvelli. Vilmundur Gylfoson gengur ffamhjá Jóni Baldvini Hannibalssyni. Þessum tveim- ur lenti meðal annars saman í Alþýðublaðsdeilunni 1981. Vilmundur er almennt talinn arkitekt stórsigurs Alþýðuflokksins 1978, en átti ekld samleið með forystu- mönnum flokksins og tapaði í varaformannskjöri 1982.1 kjölfarið sagði hann sig úr flokknum og stofnaði Bandalag jafhaðarmanna. Saga Alþýðuflokksins ein- kennist mjög af ágreiningi og klofhingi innan forystusveitarinnar. Klofningur á klofning ofan En þá kom aftur að klofhingi innan Alþýðuflokksins. Vinstri armur flokksins undir forystu Héðins Valdi- marssonar vildi sameina Alþýðu- flokkinn og Kommúnistaflokkinn og enduðu þessar tilraunir Héðins með brottrekstri hans úr Alþýðuflokkn- um. Héðinn og vinstri armurinn í kringum hann náðu saman með kommúnistum um stofrum Samein- ingarflokks alþýðu - Sósíalistaflokks- ins 1938. Og Sósíalistaflokkurinn náði strax góðri fótfestu og í þing- kosningunum tveimur árið 1942 var sá flokkur áþreifanlega fylgismeiri en Alþýðuflokkurinn. Tveimur árum áður hafði verið klippt á öll skipu- lagsleg tengsl Alþýðuflokksins og Al- þýðusambands Islands. Árið 1956 kom enn upp klofningur innan Alþýðuflokksins þegar Hanni- bal Valdimarsson, þáverandi forseti ASI, hvarf ásamt fylgismönnum í Málfundafélagi jafnaðarmanna úr Al- þýðuflokknum og stofnaði ásaint Sósíalistaflokknum kosningabanda- lagið Alþýðubandalagið. Alþýðu- flokkurinn klofhaði á ný 1982 þegar Vilmundur Gylfason fór úr flokkn- um og stofnaði Bandalag jafnaðar- manna. Þrír þingmenn þess banda- lags gengu aftur í Alþýðuflokkinn fjórum árum síðar. , En Alþýðuflokkurinn klofnaði enn og aftur árið 1994 þegar Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr flokknum eftir að hafa tapað fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni í formannskjöri og í kjölfarið stofnaði Jóhanna Þjóðvaka, sem hlaut 7,2% fylgi í síðustu þing- kosningum. Frá afhroði til stórsigurs á fjórum árum Saga Alþýðuflokksins er þannig að stórum hluta saga klofhings á vinstri væng íslenskra stjómmála. Það breytir ekki hinu að fylgi flokksins hefur oftast nær verið nokkuð stöðugt og að meðaltali í námunda við 15%. I þingkosningunum 1974 lá við að flokkurinn kæmi ekki að manni á þing; Gylfi Þ. Gíslason rétt náði inn sem kjördæmakjörinn í Reykjavík og með því að hann komst inn fylgdu honum fjórir uppbótar- þingmenn. Ekki mátti því miklu muna að flokkurinn þurrkaðist út af þingi og fylgið var 9,1%, það lægsta frá 1919. Sveiflan sem varð í kosning- unum fjórum árum síðar var því enn dramatískari fyrir vildð. Árið 1978 vann Alþýðuflokkurinn sinn glæstasta kosningasigur þegar flokk- urinn fékk 22% og jók atkvæðatölu sína um 160%. Arkitekt þessa stór- sigurs hefur oftast verið talinn Vil- mundur heitinn Gylfason. Alþýðu- bandalagið fékk í sömu kosningum 22,9% og voru A-flokkamir í kjölfar- ið með samtals 28 af 60 þingmönn- um. Þessir flokkar fóra í ríkisstjóm með Framsóknarflokknum, ein- hverja misheppnuðustu ríkisstjóm lýðveldisins. I kosningunum 1983 gætti áhrifa Bandalags jafnaðar- manna og Kvennalistans og fylgi Al- þýðuflokksins fór niður í 11,7% - hlutfallslega höfðaði flokkurinn tíl nær helmingi færri kjósenda en í stórsigrinum 1978. í þingkosningun- um á síðasta ári hlaut flokkurinn síð- an „aðeins" 11,4% fylgi og enn og aftur galt flokkurinn þess að hann hafði klofnað, en auk þess bitnaði á honum þátttakan í skerðingastjóm Davíðs Oddssonar. 36 ára stjórnarseta frá 1934 Alþýðuflokkurinn hefur verið í rík- isstjóm oftar og lengur en fylgi hans gefur tilefni til að ætla. Flokkurinn veitti ríkisstjóm Framsóknarflokks- ins 1927-1931 hlutleysi, en tók fyrst sæti í ríldsstjóm 29. júlí 1934 og síð- an em liðin tæp 62 ár. Af þeim árum hefur Alþýðuflokkurinn átt aðild að ffamkvæmdavaldinu í samtals rúm- lega 36 ár eða tæplega 60% af tíma- bilinu. Þar af sat Alþýðu- flokkurinn í þremur ríkis- stjómum samfleytt frá júlí 1956 til júlí 1971 eða í 15 ár. Þá sat flokkurinn í þremur ríkisstjómum samfleytt frá júlí 1987 til maí 1995 eða í tæp átta ár. Á sumum sviðum hefur Alþýðuflokkurinn setið lengur við stjórnvölinn en aðrir flokkar, en þaulsetn- astir hafa kratar verið í ráðuneytum utanríkis- mála, félagsmála, við- skiptamála, mennatamála og iðnaðarmála. Þeir hafa hins vegar aldrei fengið að spreyta sig á landbún- aðarmálunum nema í minnihlutastjórnum með takmörkuð völd. - fþg/Ól.Þ. Ríkisstjóm Davíðs Oi ogjóhanna Sigurðart braut sem núverandi i

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.