Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 5
VIKUBLADIÐ 15. MARS 1996 5 Pólitíkin Meiri framleiðsla vem Þjóðfélagsástand hefur á næstliðinni tíð mótast af því að svotil allir fengju nokkuð í sinn hlut af auknum afköstum og auði samfélagsins. Peir tímar eru hjá liðnir hér og þar í heiminum. Hvað bíður okkar? Við höfum nokkra hríð hlustað á þá kenningu, að við værum stödd í hinum besta heimi allra heima. iVhnnkandi afskipti ríkisvalds af at- vinnulífi, minnkandi álögur á fyrir- tæld, aukið ffelsi til að láta fjármagnið streyma um heiminn - allt tryggði þetta aukin afköst, aukna ffamleiðslu, hagvöxt, framfarir. Og velmegun um leið. Vegna þess, að eina leiðin til að bæta kjörin væri sú að gera allan rekstur skilvirkari og afkastameiri. Því væru minnkandi umsvif kjörinna stjómmálamanna til góðs, sem og skerðing á valdi verklýðsfélaga - því hvorutveggja truflaði hin ffjálsu og skilvirku áhrif markaðslögmálanna. Um nokkurt skeið virtist sem þetta gengi allt eftir. Vesturlönd nomðu sinn kapítalisma dável til framleiðslu- aukningar og félagshyggja ýmisleg var nógu sterk til þess að allir eða svotil allir fengu einhvem skerf af hagvexti í sinn hlut. Fyrirtækin tóku enn mið af því, að nauðsynlegt var að kveða niður róttækar kröfur um breytt þjóðfélag með því að kapítal- isminn sýndi sem best sitt mannlega andlit. Þau tóku í verulegum mæli á- byrgð á sínu fólki, lögðu sitt til vel- ferðarkerfis, létu ekki ýtrustu arðsem- iskröfur sldpa svo fyrir að segja skyldi upp starfsmönnum um leið og hag- ræðing og tæknivæðing gaf tækifæri ril. Harðari heimur En nú er heimurinn miklu einsleit- ari en hann var. Sósíalismi er eins og dottínn uppfyrir, bæði í sínu komm- úníska og sínu sósíaldemókratíska af- brigði. Þetta hefur - ásamt svonefndri alþjóðavæðingu fjármagns - leitt til þess, að þeir sem fyrirtækjum og at- vinnu ráða telja sér bæði skylt og óhætt að láta hagsmuni fjármagnseig- enda einna ráða ákvörðtmum sínum. Þetta hefur þýtt grimmara samfélag. Áður töldu menn nauðsynlegt og mögulegt að berjast gegn atvirumleysi - nú segja menn opinskátt að það sé „komið til að vera” eins og hvert ann- að náttúrulögmál. Bandarísk vikublöð eru full með það, að starfsöryggi sé endanlega úr sögunni. ( Nema helst efet í forstjóraklúbbunum). íslenskur starfehópur skilaði nýlega tíl fjármála- ráðherra álitsgerð sem segir, að eigin- lega ætti að segja upp 10 þúsund manns í fyrirtækjum og stofnunum - með aukinni ffamleiðni megi gera þá alla „óþarfa“. Lögmál frjálsrar sam- keppni eru notuð miskunnarlaust til að berja á verklýðsfélögum. Því er óspart haldið að mönnum, að verka- fólk í iðnríkjuntim verði að standa í harðri samkeppni við margfalt ódýr- ara vinnuafl í þróunarlöndum þar sem hvorki er til verkfallsréttur né velferð- arkerfi ( „launatengd gjöld“). Stjóm- málamenn (sem em í talsverðum mæli gerðir út af stórfyrirtækjum sem leggja drjúgt í þeirra kosningasjóði) em víða búnir að skerða rétt verklýðs- samtaka að mun með löggjöf. Eða þá að grafið er undan allri samstöðu með því að neyða verkafólk til að fara af samningum og gerast verktakar, eins og alþekkt er á Islandi. I Bandaríkjun- um er þetta einatt gert með því, að fyrirtækin leggja niður framleiðslu- deildir hjá sjálfiim sér (vegna þess að í grónum fyrirtækjum era allmargir enn í verklýðsfélögum) og flytja verk- efnin til smárra undirverktakafyrir- tækja þar sem engin verklýðsfélög starfa. Það hlálega er að síðast þegar menn á Vesturlöndum byrstu sig til þess að styðja rétt frjálsra verklýðsfé- laga, þá vom þeir að styðja Samstöðu í Póllandi - rétt á meðan þau samtök áttu í höggi við kommúnistastjóm. En ekki heldur lengur. Að tapa á framförum Allt leiðir þetta til þess að drjúgur hluti almennings nýtur ekki lengur góðs af ffamförum. I Bandaríkjunum hefur atvinnulífverið á uppleið, ffam- leiðni hefur vaxið helmingi hraðar en á næstliðnum áratug, fjárfestingar hafa aukist verulega. Sömuleiðis arð- ur af hlutabréfum, laun og ffíðindi stjómenda fyrirtækja sem era aldrei jafngífurleg og nú. En meðaltekjur vinnandi manna hafa verið á niðurleið næstliðin ár. Á árunum 1973-1995 jukust afköst vinnandi fólks í einka- geiramum um 25% en kaupið lækk- aði í raun um 12% á klukkustund. Á sama tíma lækkuðu meðaltekjur þeirra 80% vinnandi manna sem ekld era „á toppnum" um 18%. Ásvipuð- um tíma hækkuðu tekjur stjómenda og forstjóra um 19% - en um 66% eftir skatta! Það eina prósent þeirra allra ríkustu í Bandaríkjunum á nú helmingi meira af þjóðarauðnum en árið 1975 - eða um 40%. Atvinnu- leysi hefur ekld verið eins mikið og í Evrópu (of h'tið er reyndar gert til að ffæða menn um það hvort atvinnu- leysistölur ffá Bandaríkjuntun og Evrópu séu í raun sambærilegar). En „sveigjanleildnn'1 á bandarískum vinnumarkaði sem allir era að lofa, líka tiltölulega saklausir ungkratar hér, er einkum í því fólginn, að störf sem gefið hafa millstéttarkjör hverfa í stóram stíl og í staðinn koma lág- launastörf og hlutastörf. Það er ekki hægt að treysta því að auknar fjárfestingar fjölgi störfum, fjárfestingar era ekki síst í tækni sem útrýniir störfum, auk þess sem kröfur hluthafa um skjótan arð hafa tilhneig- ingu til að draga úr fjárfestingum. Það er eldd heldur hægt að treysta því að lausnin á vanda þeirra sem verða „óþarfir” sé sú að endurmennta þá. Oll menntun er að sönnu til hins betra, og hjálpar einhverjum hluta at- vinnulausra að finna sér starf. En eitt einkenni þeirrar tæknibyltingar sem nú gengur yfir er það, að þessi bylting krefet úrvalssveitar mjög vel mennt- aðra manna. En hún gerir óþörf mörg áður sérhæfð störf - hinn almenni vinnukraftur þarf ekki að kunna neitt sérstakt annað en að vera „sveigjan- legur“ - þ.e.a.s. gera það sem honum er sagt og halda kjafti. Pólitískar afleiðingar? Með öðram orðum: tæknivæðing og alþjóðavæðing gerir þá ríku ríkari, rétt eins og á nítjándu öldinni. I sum- um þróunarlöndum hefur almenn kaupgeta aukist nokkuð við þessa þróim, en hún skerðir um leið h'fekjör alþýðu manna í þeim löndum sem áður vora kennd við velferð og vel- megun. Hvað þetta þýðir innan sam- félaga eða innan blakka eins og ESB vita menn ekki enn. I bandarískum tímaritum má lesa áhyggjugreinar eftir menn sem óttast, að vaxandi bil milli þeirra sem græða og þeirra sem tapa á þróuninni sh'ti frið í landinu, valdi keðjusprengingum í stórborg- um, kannski sé sjálft lýðræðið í hættu. Ein hættan er sú, að vegna þess hve ráðvilltir vinstrisinnar era nú um stundir, þá fæst enginn stjórrunála- maður til þess að tala um þá sem tapa - hvað þá að gera eitthvað fyrir þá - annar en trítilóður lýðskrumari á borð við Pat Buchanan. Hér heima og í Evrópu er eins og viss eyða í allri pólitískri umræðu. Við blasir sú þversögn, að sú hagræðing sem er hagstæð hverju fyrirtæki út af fyrir sig er stórslys fyrir samfélagið í heild. Ef allir era á sama tíma að segja upp störfum öllum þeim sem nokkur leið er að vera án - hvemig á samfé- lagið að ráða við afleiðingamar? Með 20-30% ungra manna á götunni. Með öll húsnæðiskaup í uppnámi. Með sparifé til elliára upp urið fyrir tímann. Með þá þversögn, að þótt all- ir séu nauðsynlegir sem kaupendur vöra og þjónusm, er ekld þörf fyrir nema tiltölulega fáar hendur til að búa til vöruna. Það heyrist að vísu hér og þar (franskir sósíalistar, þýskir sósíalde- mókratar) að menn verði að skipta vinnunni milli fleiri en nú. Þetta er ágæt hugmynd og jákvæð - átti það eldd að vera tilgangur framfaranna að allir ynnu minna og fengju meiri tíma til að lifa sjálfum sér og bömum sín- um? Það hefur sumsstaðar gerst, að verkamenn hafa sjálfir komið á kerfi sem hleypir fleiri að - eins þótt það kostaði þá sjálfa nokkum tekjumissi. En rnórall markaðslögmála og sér- drægrar samkeppni er ekld hlynntur slíkum aðgerðum. Fyrirtækin vilja helst kjósa sér vinnuafl á besta aldri Hve lengi hefur þú verið atvinnulaus, góða? (23-45 ára) og skítnýta það og losna svo við það sem fyrst. Onnur tilhögun býður upp á aukakostnað við þjálfum fólks og fleira. Þá hafa þeir sem enn hafa fasta vinnu kannski velflestir þá afetöðu, að hver sé sjálfum sér næstur - og vilja sem minnst á sig leggja í samstöðuátt. Nauðsynlegt mótvægi. Altént er það ljóst, að á þessum markaðarins óvissu tímum er mikil- vægt að ekld takist að grafa undan því mótvægi gegn „miskunnarlausri hag- stjóm“ ( svo nefnist nýleg grein um efnið í New York Book Review) sem áhrif verklýðshreyfingar era. Hún er syndug um margt, en hún er nauðsyn og annað kemur ekki í staðinn. Því miður skilur margt yngra fólk þetta alls ekld. Fyrir síðusm kosning- ar mátti til dæmis lesa í Morgunblað- inu grein eftir ungan krataffambjóð- anda sem taldi vænlegast til kjarabóta að hver maður semdi út af fyrir sig um kaup og kjör. Hann virtist ekki einu sinni kunna skil á því að jafnaðar- mennskan byrjaði á þeirri augljósu staðreynd, að hver og einn verkamað- ur má sín h'tils andspænis vinnuveit- anda - ekki síst þegar atvinnuleysi er í Iandi. Þegar krati sldlur ekki einu sinni lágmarkskratisma þá er ekki von á góðu. Og þeir era miklu fleiri út um allt hið pólitíska litróf sem taka hugs- unarlaust undir þann söng, að allt muni reddast - bara ef póhtíldn og verklýðshreyfingin dragi sig sem allra mest í hlé og lúti í auðmýkt Iians Há- tign Markaðinum. En það er hann sem nú á dögum er látinn koma í staðinn fyrir Guð sem allt veit, Nátt- úrulögmálin, Lögmál Sögunnar, Or- lögin og alla aðra nauðhyggju. Ami Bergmaxm UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í lóðarframkvæmdir við leikskólann Ásgarð ásamt frágangi á sameiginlegri lóð leikskólans og íbúðarblokkar í eigu Félags- stofnunar stúdenta. Heildarstærð lóðar er um 2.100 m2. Útboðsgögn afhent frá skrifstofu vorri gegn kr. 5.000.- skilatr. Opnun tilboða: Miðvikud. 27. mars nk. kl. 14:00. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í frágang viðbyggingar að utan og gerð lóðar við Grandaskóla. Helstu magntölur eru: Plötuklæðning útveggja Múrkerfi á útveggi Frágangur þaka Gluggar, gler og hurðir Lóð 455 m2 580 m2 1.120 m2 240 m2 2.500 m2 Verkinu á að vera lokið 1. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með þriðju- deginum 12. mars nk. gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Opnun tilboða: Fimmtud 28. mars nk. kl. 14:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 552 5800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.