Vikublaðið


Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐID 15. MARS 1996 Afjmæll Alþýðusamband ísland 80 ára Kjarabaráttan, lífsgæðin og verkalýðshreyfingin Sumir tala um að nú standi verka- lýðshreyfingin á krossgötum. Breyttar aðstæður kalli á aðlögun og breytingar á starfsháttum. Brýnast sé ef til vill að vekja áhuga fólks á hreyfingunni og fá það til þátttöku í baráttu hennar fyrir bættu þjóðfélagi. Talað er um að sér- hyggja fari vaxandi og skilningur á því sem gert er til að verja velferðarþjóðfé- lagið gegn síauknum þrengingum og ffeista þess að snúa vöm í sókn, fari þverrandi. Hluti skýringarinnar gæti einmitt verið hve ósýnileg verk hreyf- ingarinnar em fyrir þeim sem í reynd hfa í þeim dag ffá degi. Þegar staða verkalýðshreyfingarinn- ar er rædd við hina eldri forystumenn, sem staðið hafa í baráttunni undanfarna fjóra til fimm áramgi, er þeim það ofar- lega í huga að fólk hafi litla hugmynd um það, hverju hreyfingin hefur í raun og veru fengið áorkað. Þeir benda á, að velferðarkerfið, almannatryggingamar, atvinnuleysisbætumar, veikindaréttur- inn, uppsagnarrétturinn, orlofið og sjúkrasjóðimir, með öðmm orðum vel- flest réttindi verkafólks, hafi komist á fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinn- ar. En öll þessi réttindi, velferðarkerfið eins og það leggur sig, séu núorðið bundin í lög og hverjum manni sjálf- sögð. Flestir hafi gleymt þeirri baráttu og þeim fómum sem þetta kostaði allt á sínum tíma. Og jafnffamt gleymt að þessa ávinninga þarf að verja samhhða því sem sækja þarf ffani á nýjum svið- um. Við þetta bætist að fjölda launafólks finnst það ahs eklá lifa í neinu fyrir- myndarþjóðfélagi og það bendir á lang- an vinnutíma, takmörkuð réttindi á mörgum sviðum og sultarlaun. Reiðin beinist ekki síst gegn forystu verkalýðs- hreyfingarinnar sem sumir segja að sitji í jábræðralagi með vinnuveitendum og sökkvi æ dýpra í útreikninga á „þjóð- hagsstærðum" sem byggðir séu á talnarunum frá Þjóðhagsstofnun, þeim lúnum sömu talnarunum og sérffæð- ingar atvinnurekenda og rílásstjómar hggi yfir - og fái einatt sömu útkomur. Niðurstaðan sé sú, að ætíð sé fallist á að almennt launafólk sýni „ábyrgð“ og sætti sig við litlar sem engar kauphækk- anir til að tryggja efriahagslegan stöð- ugleika. Þegar hærra launaðir hópar ganga svo ffam fyrir skjöldu og skammta sér launahækkanir sem nema jafnvel mánaðarlaunum verkafólks, eins og gerðist haustið 1995, brýst reiðin út. En samningar vom bundnir svo eina útrásin fyrir reiðiölduna var inn á við, inn í hreyfinguna. Fljótlega kemur að kjarasamningum á ný og auk þess þarf að takast á við hin endalausu verkefni hversdagsins; berjast gegn réttindabrotum, reyna að þoka hinum ýmsu stefnumálum hreyfingar- innar áleiðis og verjast adögum að rétt- indum og kjörum. I öllu þessu reynir á samstöðuna og styrlánn. Vaxandi gagnrýni Alþýðusambandið lét gera viðamikla könnun á viðhorfum fólks til verkalýðs- hreyfingarinnar haustið 1994. Þá töldu 64% aðspurðra að allir ætm að vera fé- lagar í stéttarfélögum og um helmingur taldi mjög mikilvægt að sýna samstöðu með vinnufélögunum. Samkvæmt sömu könnun er um helmingur þjóðar- innar hludaus gagnvart Alþýðusam- bandinu, rúmur þriðjungur jákvæður og um 16% neikvæð. Arið 1986 var gerð sambærileg könnun. Þá kváðust 54% aðspurðra vera jákvæðir gagnvart ASI, 30% hludausir en sama hlutfall að- spurðra og í seinni könnuninni kvaðst vera neikvætt. Er þetta vísbending um hugarfarsbreytingu sem taka verður al- varlega? Guðmundur J. Guðmundsson, ffá- farandi formaður Dagsbrúnar, sagði í samtali við Vinnuna í febrúar, að nú- orðið væri of áberandi að menn hugs- uðu aðeins um sjálfa sig, sinn vinnustað, sinn launataxta, menn hefðu ekki í sér „þessa félagshyggju fyrir stéttina, fyrir hinn ahnenna fátæka mann“. Guðríður Eh'asdóttir, fonnaður Verkakvennafé- lagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, segir í viðtali í affnæhsriti Vfrmunnar, sem nýkomið er út, að fólk vilji að því sé rétt allt upp í hendumar, finnist það ekki þurfa að gera neitt sjálft, geri ekki eins núklar kröfur til sjálfs sín og það gerði áður fyrr, og samstaða fólksins sé h'til. Eklá ber að draga í efa þann lær- dóm sem þetta fólk hefur dregið af starfi sínu innan verkalýðshreyfingar- innar í áratugi. Nýafstaðnar Dagsbrúnarkosningar benda til þess að þeir sem gagnrýna verkalýðsforystuna hvað harðast hafi nokkurt fylgi. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst beinst að meintum svikum forystumanna í kjarasamningum og þeir hafi ekki fylgt launakröfum nægi- lega fast effir, og hörð hríð er gerð að „grútmátdausri“ forystu. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðu- sambandsins, víkur sér ekkert undan þessari gagnrýni í viðtali í affnæhsriti Vinnunnar en bendir jafnframt á, að kjarasamningar hafi áður fært launa- fólki hækkanir í krónum tahð, en mis- jafhlega mikla aukningu kaupmáttar, og offar en ekki hafi verulegur ávinningur af kjarabaráttu verið snarlega telánn aff- ur með gengislækkunum og stórfelld- um hækkunum á verði lífsnauðsynja. - Eg lít miklu frekar þannig á, að þýðingarmest sé að bæta heildarkjörin, segir Benedikt og bendir á að sjálf sam- félagsþjónustan sé ekki síður milálvæg fyrir launafólk og samfélagið allt en launahækkanir í krónum. Snorri Jónsson, forseti Alþýðusam- bandsins á tímum óðaverðbólgu, sí- felldra gengisfelhnga og rniláha sveiflna í lífskjörum telur að ekki megi kenna það „aumingjaskap" forystunnar, að ekki hefur telást að semja um laun sem fólk sé ánægt með, þjóðfélagið sé allt orðið margbromara en það hafi verið og verkalýðssamtökin komin víðar inn í þjóðh'fið og á sterkari hátt en áður. - Það er ekki allt fengið með kaupinu þótt nauðsynlegt sé að halda því uppi hka, segir Snorri. Til framtíðar Verkalýðshreyfing nútímans er afl, sem á að vera með skoðanir á öUum helsm málaflokkum: Heilbrigðismál- um, sjávarútvegsmálum, iðnaði og menntunarmálum svo eitthvað sé nefnt. Ollu því sem afkoma okkar byggist á. Að ýmsum þessara mála hefur líka verið unnið meira og minna í gegnum tíðina og off hefur náðst ágæmr árangur. Fyrir rúmum tveimur árum, meðan stöðnun og samdráttur í íslensku efna- hagsh'fi var hva'ð mesmr í seinni tíð, fór af stað innan verkalýðshreyfingarinnar mikil vinna að mótun nýrrar atvinnu- stefiiu. Tilgangurinn var að sýna stjóm- völdum, sem höfðu enga tilburði haft í þá veru að móta slíka stefriu, að slíkt væri nauðsynlegt. Þama var verkalýðs- hreyfingin einnig að koma til móts við þær fullyrðingar sem off hafa heyrst úr röðum atvinnurekenda og stjómvalda, að sterkt, gott og fjölbreytt atvinnuh'f sé undirstaða góðrar afkomu almennings. Alþýðusambandið gaf út afrakstur þessarar vinnu í bældingi, sem nefndist ,Atvúmustefna til nýrrar aldar“ og var dreiff innan hreyfingarinnar og til fjöl- miðla en efni hans virðist nú vera að mesm gleymt. I atvinnusteínunni er drepið á hugmyndir, sem smndum hafa heyrst, og snúast um að stærsta vanda- mál okkar sé hinn svonefndi skipulags- vandi á vinnumarkaði og hátt launastig; atvinnuleysisbætur séu of háar og greiðslutími sé of langur. Bætur þurfi því að lækka og stytta þann tíma sem þær em greiddar, végna þess að núver- andi fyrirkomulag letji fólk til vinnu. Formælendur shkra hugmynda benda gjarnan á Suðaustur-Asíu og Bandarík- in máh sínu til stuðnings. Niðurstaða þeirra vinnuhópa, sem unnu að mótun atvinnustefnunnar var skýr: Þessum hugmyndum var að sjálfsögðu öllum hafnað, þar sem forsenda þeirra væri lág laun og bágborin réttindi verkafólks - íslendingar ætm ekki að keppa á slíkum láglaunamarkaði. I atvinnustefnu Alþýðusambandsins var hins vegar lögð megináhersla á, að skapa ætti forsendur til að fjölga vel- launuðum störfum, byggja á stöðugt meiri franúeiðni, aukimú menntun og þjálfún, bæði starfsfólks og stjómenda. Efla þurfi nýsköpun og auka nýja tækni og orkunotkim við framleiðslu hér á landi, framleiða verðmætar vömr. Og varað er við því að einblína á þá gömlu hugsun, að aukinn hagvöxmr og velsæld verði sótt í vaxandi sókn í fiskistofhana og með því að beita nýjusm tækni við veiðar og vinnslu. Enda þótt sjávarút- vegur verði áfram mikilvægasta at- vinnugreinin þurfi að sækja fram í nýj- um greinum. ASI setti ffarn hugmyndir um það á hvaða atvinnugreinar vænlegt væri að leggja áherslu og tihögur um það hvernig standa ætti að því. Og þær til- lögur hljóta að vera meira en orðin tóm, enda hafa þeir sem þama um véluðu yf- irgripsmikla þekkingu á öUum helsm atvinnuvegum þjóðarinnar. 1 niður- stöðum atvinnustefhunnar segir meðal annars að, það sé skoðun Alþýðusam- bandsins að mynda verði almenna sátt um stefrmmótun í atvinnumálum milh aðila vinmunarkaðar og stjómvalda, þróa áffarn þríhhða samstarf þessara að- ila og skapa því formlegri sess. Með því móti megi smðla að aukinni samstöðu um forgangsröðun og mat þessara aðila á einstaka málaflokkum þannig að þeir vinni að samræmdu markmiði. En frumkvæði verkalýðshreyfingar- innar í þessum efnum næst ekki nema með víðtækri sátt innan hennar, öflug samstaða og þátttaka í starfi hennar auldst vemlega. Ymsir af hinum eldri forystumönnum hreyfingarinnar gagn- rýna harðlega þær innri deilur sem geis- að hafa að undanfömu. Harðar umræð- ur um markmið og leiðir eiga fylhlega rétt á sér, ekki skammir og ónot á opin- berum venvangn. Samstaða er grund- völlur farsællar verkalýðsbaráttu. Orð- taldð „sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum" hefur dýpri merk- ingu en svo, að það eigi einungis við á hátíðlegum stundum en sé virt að vettugi þess á milli. Næsm verkefni verkalýðshreyfingar- innar em að ná sátt um það hvemig baráttuiuú fyrir betri afkomu launafólks verður háttað á næstu mánuðum og misseram og brjóta á bak aftur tilrauiúr stjómvalda til að þrengja að grundvah- arréttindum stéttarfélaga. Langtíma- verkefiúð er að taka þátt í þróun at- vinnuh'fsins sem og mótun mennta- stefnu með það fyrir augum að bæta af- komuna - sjá til þess, að bati efnahags- lífsins, sem nú virðist vera framundan, verði ekki aðeins atvinnurekendum og fjármagnseigendum til góða, heldur öUu launafólki. Gamla krafan mn stækkun kökunnar og réttláta skiptingu hennar er í fuUu gildi. I síbreytilegum heimi hefur hreyfingin einnig það núk- ilvæga verkefni að vera stöðugt að end- urmeta hvað átt er við með hugtakinu „h'fsgæði" svo bæði stefnumótun og mat á árangri taki mið af stöðu launafólks, velferð þess og h'fsgæðum í sem víðust- um skilningi. Þorgrímur Gestsson -stytt útgáfa afgreininni „Framtíðar- sýtiin birtist í verkunmn “ í afmdlimti ASI, mars 1996. Fyrirsagnir eru Vikublaðsins. UTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjóra, Símstöðvarinn- ar í Reykjavík og Rafmagnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í endurnýjun veitukerfa og gangstétta 1. áfanga 1996 - Sund. Göturnar sem endurnýjað er við eru: Holtavegur, Efsta- sund, Skipasund og Sæviðarsund. Helstu magntölur eru: Lengd hitaveitulagna í plastkápu alls um 5.250 m Skurðlengd 6.700 m Malbikun 1.800 m2 Steyptargangstéttir 4.900 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með þriðju- deginum 12. mars n.k. gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Opnun tilboða: Þriðjud. 26. mars n.k. kl. 11:00. F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í blóðtöku- kerfi. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000.- skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Þriðjud. 9. aprfl n.k. kl. 11:00. F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í viðhald tækja á röntgendeild. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000.- skrifstofu vorri frá og með miðvikud. 13. mars n.k. Opnun tilboða: Fimmtud. 11. apríl n.k. kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 5800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.