Vikublaðið


Vikublaðið - 22.11.1996, Page 1

Vikublaðið - 22.11.1996, Page 1
Vikublaðið 46. tbl. 5. árg. 22. nóvember 1996 Ritstjórn og afgreiðsla sími 552 8655 - 250 kr. 20% unglinga hafa íhugað sjátfsmorð bls.9 Ég hef alltaf trúað á samhjálp mannanna Vilborg, bls. 4 Samstarfsviðræður stjórnarandstöðuflokkanna hafnar: SamfyUdng tíl vinstrí Byltingin í borginni bls. 6-7 Einhugur á Bifföst Verðandisíða, bls. 10 Ljóðeftir leikskólabörn bls.8 Géta Páll og félagar hans í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ekki faríð að finna einhverja aðra til að berja á en þá sem standa verst að vígi? Getur það virkilega veríð stefría ríkis- stjórnarínnar að gera þjóðfélag okkar enn QölskylduQandsam- legra en þegar er orðið? Leiðarí, bls. 2 Áherslan er á mann- eskjulegt umhverfi bls.11 Hjartagátan bls.8 Er íslensk tónlist annars flokks? Sjónarhóll bls.5 Skipulagðar viðræður fulltrúa stjómarandstöðuflokkanna um aukið samstarf og sem nánasta samvinnu em hafnar. Fyrsti fundur viðræðu- hóps Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Þjóðvaka og Kvennalistans var haldinn síðastliðinn þriðjudag og heldur vinna hópsins áfram á næstu mánuðum. Um leið hafa ungliða- hreyfingar sömu flokka og óháðra samþykkt að stofna regnhlífarsamtök í janúar með fulla sameiningu að markmiði. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, segir í samtali við Vikublaðið að hún sé afar ánægð með að viðræður stjómarandstöðu- flokkanna séu farnar af stað eftir nokkurra mánaða bið. „Ég er sér- staklega ánægð með að nú er ætlunin að ræða málefnin ofan í kjölinn - um það sem stjómmálin eiga að snúast um frá degi til dags. Ég var farin að óttast að umræðan myndi einkennast af upphrópunum og kapphlaupi um fmmkvæði og nýtískulega hugsun, eins og formaður Alþýðuflokksins kallar það. En mér sýnist að það ætli að ganga eftir sem Alþýðubandalag- ið hefur ávallt lagt áherslu á, að sjálf málefnin verði í forgrunni. í því sambandi er ég bjartsýn á árangur, einkum þar sem ákveðin viðhorfs- breyting virðist vera að eiga sér stað innan Alþýðuflokksins til velferðar- mála miðað við aðgerðir síðustu rík- isstjómar. Mér sýnist vaxandi vilji innan Alþýðuflokksins til að reka al- vöra vinstripólitík. En almennt verð- ur að undirstrika hvað þessar við- ræður varðar, að full þörf er á þolin- mæði, því samfylking án undanfar- Atvinnuleysisbætur skomar í nafni menntastefnu! „Það er ákvæði inni í frum- varpinu sem gerir ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur geti ekki verið hærri fjárhæð en dag- vinnulaun. Það er verið að lækka atvinnuieysisbætur hjá láglaunafólki, hjá þeim sem eru á lægstu laununum. Fisk- vinnslufólk er með bónus og annað sem kemur ofan á laun- in þannig að tekjurnar eru hærri en atvinnuleysisbæturn- ar”, segir Bryndís Hlöðvers- dóttir um frumvarp það sem félagsmálaráðherra lagði fram á þriðjudag um atvinnuleysis- tryggingar. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að aldur þeirra sem rétt eigi á atvinnuleysisbótum hækki auk þess sem gera á atvinnuleysis- tryggingar meira vinnuhvetjandi. Jafnframt er gert ráð fyrir því að komið verði á fót sérstökum þjónustustofnunum um allt land sem hafi það markmið að að- stoða fólk í atvinnuleit. Bryndís Hlöðversdóttir segir að frumvarpið feli í sér þrenging- ar á rétti manna til bóta. Sam- kvæmt frumvarpinu stendur til að lækka atvinnuleysisbætur þannig að fólk græði ekki á því að fara á atvinnuleysisbætur. Bryndís telur þjónustustofnanimar sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu jákvæðar, en undirstrikar að „í frumvarpinu virðist vera gengið út frá þeirri forsendu að nóg vinna sé. Svo er ekki. Það sem önnur ríki hafa gert er að láta atvinnurekendur taka ábyrgð á endurþjálfun þann- ig að það sé hæfara til að takast á við þær kröfur sem vinnumark- aðurinn gerir. Áður en ráðherra gerir ráð fyrir að hægt sé að senda fólk á milli landshluta í vinnuleit verður að laga laga- ákvæði sem gerir ráð fyrir því að það sé hægt að segja þessu fólki upp með engum fyrirvara.” í frumvarpinu er stefnt að þvx að hækka aldur þeirra sem fá bætur úr 16 ára í 18 ára. Hjálmar Ámason, þingmaður Framsókn- arflokksins segist ekki fara leynt með þá skoðun sína að með frumvarpinu sé verið að reyna halda fólki inni í menntakerfmu, en hann leiddi nefndina sem vann frumvarpið. Hjálmar Áma- son hafði þetta að segja: „Ef við tökum sem dæmi 17 ára ungling sem verður atvinnulaus. Hvar er framtíð hans þá best borgið, í starfsmenntun eða á atvinnuleys- isbótum? Ég segi í starfsmennt- un”. Bryndís Hlöðversdóttir: „Þetta em góð og göfug markmið í sjálfu sér en hvað er ríkisstjóm- in að gera til að hjálpa fólki að stunda nám; það era auknar álög- ur, fallskattur og lánasjóðurinn eins og hann er. Ráðherrar era einfaldlega að henda þessum hópi á milli sín án þess að nokk- ur vilji taka á honum ábyrgð.” Nei, guð hialpi vnéii Ekki ríkir sátt innan Framsóknarflokksins um hvert stefna beri. Um ieið og Halldór Ásgrímsson vill opna á umræður um aðild fslands að ESB segir Guðni Ágústsson aðspurður um málið „Nei, guð hjálpi mér, við höfum ekkert í ESB að gera”. Sömu sögu er að segja um viðhorf framsóknarmanna til vinstra samstarfs. Sjá fréttaskýringu á bls.S andi málefnasamstöðu getur endað með ósköpum. Og þá væri verr af stað farið en heima setið,” segir Margrét. Margrét er einnig ánægð með það ífumkvæði sem ungliðahreyftngam- ar hafa viðhaft í samfylkingarmálun- um. „Unga fólkið er að búa til sam- eiginlega vettvang með stofnun sér- stakra samtaka og mér líst vel á þá áherslu sem þar er lögð á málefna- vinnuna. Þessi viðleitni er okkur hin- um til fyrirmyndar.” Þorvarður Tjörvi Ólafsson, vara- formaður Verðandi, er ánægður með árangurinn af fundinum á Bifröst um síðustu helgi. „Það má öllum ljóst vera að héðan verður ekki aftur snú- ið. Um þessa viðburðarríku helgi vom örlög íslenskrar vinstri hreyf- ingar ráðin. Ólíkt því sem sagt hefur verið t.d. í leiðara DV þá em mark- miðin skýr og stefnan kristaltær. Þetta verða engin moðsuðusamtök. Þetta verður kraftmesta hreyfing ís- lenskra stjómmála.” Sátt um yinnustaða- leiðina „Verkamannasambandið er ekki búið að festa sérkröfúr sínar en við styðjum heilshugar rammann utan um aðalsamningana sem er til í sambandsstjóm ASÍ”, sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambandsins, aðspurður um hvort Verkamannasambandið væri samþykkt því sem fram kemur í drögum að rammasamningum. Á fundi sambandsstjómar Alþýðu- sambandsins á miðvikudaginn vom lögð fram drög að ramma- samningi um sérsamninga á vinnu- stöðum. í drögunum er gert ráð fyrir því að stjómandi fyrirtækis eða trúnaðarmaður starfsfólks og fulltrúi stéttarfélags geti óskað eftir sérstökum vinnustaða- eða sér- kjarasamningi um tiltekin atriði að- alkjarasamnings. Skýrt er tekið fram í drögunum að ekki megi rýra þann rétt sem fé- lagsmenn hafa samkvæmt lögum og aðalkjarasamningi eða áunnum kjömm á vinnustað. En er eining um vinnustaðasamn- ingana hjá öllum aðildarfélögum ASÍ? Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ: „Um aðkomuna að vinnu- staðasamningum er fúllkomin sátt. ASÍ fer með meginsamningsgerð- ina en nokkur félög em að ræða sérkröfur sínar við vinnuveitendur. Hvemig kröfumar líta út, þegar öll aðildarfélögin hafa opinberað sínar sérstöku áherslur, skýrist ekki fyrr en í desember”. Bjöm Grétar sagði jafnframt að Verkamannasambandið væri sam- mála því sem kemur ffarn í drög- unum um vinnustaðasamninga. „Við styðjum heilshugar rammann utan um vinnustaðasamninga. Við eigum hins vegar eftir að gera vinnuveitendum grein fyrir öðmm kröfum okkar”. Hann vúdi ekki tjá sig um ffétt Vikublaðsins á dögun- um um kröfu um 16% kaupmáttar- aukningu á tveimur ámm. Víðtæk sátt virðist því ríkja innan ASÍ um að taka upp eitthvert af- brigði af vinnustaðasamningum í komandi kjarasamningum. Á bandalagsráðstefnu BSRB um liðna helgi var ályktað í sama dúr. Þar segir að bandalagsráðstefnan hvetji til áframhaldandi samstöðu í réttindabaráttu á vettvangi heildar- samninga á sama tíma og aðildar- félögin ganga til samninga um kaup og kjör (sjá nánar um ályktun BSRB á bls.7).

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.