Vikublaðið


Vikublaðið - 22.11.1996, Qupperneq 8

Vikublaðið - 22.11.1996, Qupperneq 8
VIKUBLAÐIÐ 22. NÓVEMBER 1996 viti Resan till Melonia Sænsk teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. Norræna húsið býður eins og áður upp á fjölbreytta dagskrá um helgar. Sunnudaginn 24. nóvember kl. 14:00 sýnir húsið sænsku teiknimyndina Res- an til Melonia. Við förum í ferð til hinnar fögru töfraeyju Melonia. Þar búa tröll- karlinn Prospero, dóttir hans Miranda, mávurinn Ariel og fleiri vinir þeirra. Ekki langt undan, á svörtu eyjunni Plu- tonia, búa svo hinir gráðugu verk- smiðjueigendur Slug og Slagg. Myndin snýst um baráttu góðs og ills eins og öll spennandi ævintýri. Teiknimyndin er ætluð allri fjölskyld- unni og fékk mjög lofsamlega dóma í Svþjóð þegar hún var frumsýnd þar fyr- ir nokkrum árum. Aðgangur er ókeypis. Bókaútgáfan IÐUNN hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Vigdísi Grímsdóttur og nefnist hún Z, ástarsaga. Þetta er fimmta skáldsaga höfundar, sem einnig hefur sent frá sér smásagna- söfn og Ijóðabækur. Fyrri skáldsögur Vigdísar eru Kalda- Ijós, Ég heiti ísbjörg Ég er Ijón, Stúlkan í skógin- um og Grandavegur 7. Bækur Vigdísar hafa jafnan vakið mikla at- hygli og fengið frábæra dóma gagnrýnenda. Þær hafa m.a. verið þýddar á sænsku, dönsku, finnsku og frönsku. Fyrir skáldsög- una Grandavegur 7 hlaut Vigdís íslensku bókmennta- verðlaunin 1994 og hún hefur hlotið margvíslegar aðrar við- urkenningar fyrir verk sín. Skáldsagan Z hefur undirtitilinn ástarsaga og í kynningu segir m.a.: Á hrímkaldri vetrarnóttu rekja tvær ólíkar systur sögur sínar, lýsa ferðum sínum um lendur ást- arinnar, og grímurnar falla ein af annarri uns sér í bera kviku. Þegar dagur rennur er allt breytt... Ögrandi söguefni verður að magnaðri skáldsögu um ást og afbrýði. Úr óigandi sárum tilfinn- ingum skapar Vigdís Grímsdóttir óvenjulega og seiðandi ástar- sögu. Ikvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt leikrit, Kennarar óskast, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þessi frumsýning er merkileg fyrir þær sakir að Ólafur Haukur er fyrstur leikskálda til þess að eiga tvö stykki á sviði Þjóðleikhússins. Leikritið Þrek og tár hefur gengið fyrir fullu húsi frá byrjun og virðist ekkert lát á vinsældum þess en yfir 25 þúsund manns hafa nú séð það. Leikstjóri Kennarar óskast er Þórhallur Sigurðsson en hann hefur starfað mikið með Ólafi Hauki undanfarinn áratug. Kennarar óskast gerist í samtímanum eins og títt er um leikrit Ólafs Hauks en frá því er í raun ekki nema ein undantekning en það er Þrek og tár sem gerist í kringum 1960. í Kennarár óskast er sögusviðið lítill skóli úti á landsbyggðinni en Ól- afur Haukur hefur gjarnan notað vinnustaði sem sögusvið, til dæmis í Bílaverkstæði Badda og Kjöti. Kennarar óskast fjallar um ung kennarahjón sem flytjast út á land að vetrarlagi til þess að hefja nýtt líf. Hugmyndir þeirra eru nokkuö á skjön við lífviðhorf heimamanna og því getur reynst öruggast að sameinast með öllum tiltækum ráðum gegn boðberum breytinga. Leikhópurinn er skipaður úrvalsleikurum en það eru þau Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Örn Árnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Eyjólfsson og Harpa Árna- dóttir. Skrappverk og vatnslitamyndir Á morgun, laugardag, verða opnaðar þrjár myndlistarsýningar í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b. Finnur Örn heldur nú aðra einkasýningu sína en hann hefur áður tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Síð- ustu ár hefur hann starfað sem leik- myndahöfundur og meðaj annacs gert leikmyndir við leikritin Ságá ‘öf ■’Véfetuf bænum, Hárið, Himnaríki, BirtifTg' -o'.fL ' Verk Finns Arnars fjalla um blákaldan veruleikann og er samsett af veggverk- um og gólfverkum sem listamaðurinn kallar „skrappverk". í Súmsal og á Palli Nýlistasafnsins mun Ingileif Thorlacius sýna vatnslitamyndir. Þetta er fimmta einkasýning Ingileifar en undanfarin ár hefur hún staríað sem. stundakennari við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Gestur safnsins í setustofu er Guðrún Halldóra Sigurðardóttir. Sýningunum lýkur þann 8. desember nk. Ljóð eftir leikskólabörn Meðfylgjandi ljóð er að finna í bókinni „Ljóð eftir leikskóla- börn”, sem Félag íslenskra leik- skólakennara gefur út. Egilsstaðir Það er nótt. Allar stjömurnar eru að hrapa á húsið sem við œtlum að flytja í. Húsið er á Egilsstöðum. (Björg á leikskólanum Jöklaborg í Reykjavík) Ljóð um haustliti Þeir voru gulir rauðir og þeir voru brúnir og grcenir. Rigningin var á leiðinni og þá fuku laufm. Þrjú lauffuku upp á bílinn og vindurinn kom með eitt laufinn í bílinn. (Höfundur: Dagný Björk á leikskólanum Stöðvarfirði) A I T 1 12 23 Á J U 2 13 24 B K Ú 3 14 25 D L V 4 15 26 Ð M X 5 16 27 E N Y 6 17 28 É 0 Ý 7 18 29 F Ó Þ 8 19 30 G P Æ 9 20 31 H R Ö 10 21 32 I S 11 22 Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafii á nýrri ljóðabók. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er MEYVANT. B" I" w 7 7T" TT ’Hl n lú 8 )8 5 )b II )b )8 i4 5 2o W~ Zl 22 23 25 25 T~ 15 73 V 1 T~ 12 25 K/ 2lo 5 12 2 7 8 5 V T~ 2? * 1 T /7 8 T~ )3 )5 s? T~ 11 12 8 T~ % 11 M 1 n W~ Zk (s> 8 7 /7 18 5 24 ! 30 12 )2 V 25 )Z II W~ 15 7$ )3 JT~ 15~ )8 V? 31 1 Zi 7 )5 73 /2 V 2J~ T~ 5 1Z 5 T )f 28 ^ 1 n )5 73 17 15 iZ (s> V i4 71“ 18 26 1 )2 9 2(s> )8 15 V )Z l°l b 5 )5 7/ Sz'jl 8 7 )5 25 8 5 )3 19 25 TtT 8 )2 4 l 15 (o | T? 15 ZM 8 )5 V n 76 5 30 V 18 7 j| 73 )Z Ii~\ W 2(o' o )8 5 23 w 5 1 II 72 1 l? 13 ! 1 \25 )Z 13 )5 HJARTAGÁTAN

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.