Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Qupperneq 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005 | 3 S vo virðist sem mjög snemma á öldum Íslandsbyggðar hafi byrj- að að myndast sögur og sagnir um byggðir fólks, sem sóttist eftir að setjast að fjarri þeim sveitum, sem aðrir landsmenn höfðu valið sér til búsetu. Má þar sem dæmi nefna frásögn í Grettissögu, þegar Grettir Ásmundarson fer yfir jökul og sest tíma- bundið að í Þórisdal, hjá hálftröllinu Þóri og dætrum hans. Sú sögn er að vísu með mikl- um þjóðsagna- og ólíkindablæ og verður líklega seint talin til öruggra heimilda, en þó ber á að líta, eins og reyndar jarð- vísindamenn hafa sýnt okkur fram á, að við upphaf byggðar á landinu hef- ur jöklafar án efa verið mjög ólíkt því sem síðar gerðist og því mögulegt að einhverjir dalir hafi verið í skjóli jökulfjalla þess tíma, sem hafi verið grónir og jafnvel byggðir. Þarf einnig að hafa í huga, að sá dalur eða skarð milli jökla, sem nú er nefnt Þórisdalur, þarf ekki að vera sami dalur og Grettissaga getur um, því Þórisdalur Grettlu týndist um aldir. Það má telja ofur eðlilegt, að þegar þjóðtrúin fór að fara höndum um sagnir um byggðir utangarðsfólks utan hinna þekktu byggða hafi hún gert úr þeim blómlegri byggðir en efni stóðu til. Öll alþýða bjó við þröngan kost, svalt jafnvel heilu hungri og í öllum menningarheimum þekkjast sagnir um einhvers konar „Shangri La“ eða „El Do- rado“ fjarri hinu daglega striti og skorti. Því er afskaplega eðlilegt að íslensk alþýða byggi sér til draumalönd um gróðursæla dali og ít- urvænt fé, og einnig að sögnunum fylgdi að íbúar þessara gósenlanda leituðu allra ráða til að halda þeim fyrir sig og verja þau fyrir utanaðkomandi. En það er nú auðvitað svo, að í öllum sögnum, hversu ósennilegar sem þær eru og fjarstæðukenndar, leynist einhver sannleiks- neisti. Stundum virðast þjóðsögur og sagnir reyndar settar saman til viðvörunar um líf- erni og lífshætti. Iðulega er fjallað á rósamáli um hluti, sem í raun mátti ekki nefna, og hvaða afleiðingar það gæti haft ef fólk mis- stigi sig á brautum dyggðarinnar. Er það reyndar utan við viðfangsefni þessara skrifa. Dr. Haraldur heitinn Matthíasson kemur inn á sagnir sem tengjast Þórisdal í ágætri Árbók Ferðafélags Íslands 1980, þar sem segir frá leiðum umhverfis Langjökul. Við lestur skrifa dr. Haraldar, sem og frásagna af leit Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði og sona hans á Biskupaleið hinni fornu, hafi kviknað ýmsar vangaveltur skrásetjara þess- ara punkta um útilegumannasagnir fortíð- arinnar, sem og auðvitað við lestur hinna fjölmörgu útilegumannasagna sem skrásettar eru í þjóðsagnasöfnum. Í stuttu máli má segja, að niðurstöður vangaveltna þessara flokki útilegumanna- sagnir í þrjá flokka: Í fyrsta lagi sé um að ræða sagnir, sem eru helber uppspuni frá rótum og byggjast ekki á neinu nema frjóu ímyndunarafli sagnamanna. Fer því þó víðsfjarri að verið sé að fella neinn áfellisdóm yfir sagnahöfundum, sagnameistarar hafa trúlega verið hluti af mennskunni aftan úr frumbernsku tegund- arinnar og ber ekki að vanmeta eða van- þakka þátt þeirra í sköpun menningarinnar. Í öðru lagi er um að ræða sagnir, sem eiga sér raunverulegar stoðir í veruleikanum, þ.e. sagnir af útilegufólki, þótt frumheimildir séu týndar og ekki hægt að kanna sannleiksgildi þeirra nema óbeint úr þessu. Á öllum tímum hefur verið til utangarðsfólk, sem af ýmsum ástæðum taldi sig ekki eiga heima í samfélagi annarra og leitaði því bæði einveru og ein- angrunar utan alfaraleiða. Í þriðja lagi getur svo verið um að ræða sögur og sagnir, sem hafa spunnist af ókunnugleika og fáfræði og skal hér farið nokkrum orðum um þennan þátt og þá möguleika sem þar eru fyrir hendi. Verulegur fjöldi þeirra sagna, sem finnast nú í þjóðsagnasöfnum, virðist eiga sér upp- runa í byggðum frá Suður-Þingeyjarsýslu í austri, vestur um til uppsveita Borgarfjarðar og jafnvel Dalasýslu. Í öðrum landshlutum virðast þessar sagnir vera a.m.k. með öðrum blæ og oftar en ekki fjalla um þetta tiltekna landssvæði. Að þessu skoðuðu verður manni fyrst fyrir að líta á landabréf og kanna hvort þar sé einhverjar vísbendingar að finna. Á þessu svæði eru víða dalir, sem ganga langt inn til landsins og hafa margir hverjir verið byggðir á einhverjum tímum Íslands- sögunnar. Sú byggð virðist hins vegar hafa látið undan síga tiltölulega snemma og kem- ur þar væntanlega margt til. Það bendir flest til að við landnám hafi landið verið meira gróið en nú er og gróðurmörk legið mun hærra. Ástæður þess eru taldar margar og hafa fræðimenn t.d. nefnt í fyrsta lagi þau áhrif, sem búsetan hefur haft, í öðru lagi áhrif kólnandi veðurfars og í þriðja lagi áhrif stórgosa, sem munu hafa verið alltíð og vald- ið miklum búsifjum, allt frá landnámsgosinu á Vatnaöldusvæðinu og Heklugosinu 1104 til og með Öskjugosinu 1875. Á tuttugustu öld- inni vorum við svo heppin, að þau tvö gos sem telja má til stórgosa, þ.e. Kötlugosið 1918 og í Heklu 1947, ollu ekki nær því eins miklu tjóni af ýmsum ástæðum og afl þeirra gaf tilefni til. Um þessi atriði hefur verið fjallað af fróðu fólki á ýmsum vettvangi og skal því ekki orðlengt um það hér. En hvað um það mun uppblástur og gróðureyðing hafa haft mikil áhrif á búsetu í innstu dölum og þar sem hærra dró. Þessu til viðbótar komu svo stóru plágurnar fyrst og síðast á fimmtándu öldinni og hafa líklega rekið smiðshöggið á verkið. Allt bendir t.d. til þess, að gróðurfar í jöðrum Ódáðahrauns hafi ver- ið mjög frábrugðið því sem síðar varð. Má vel vera að þar hafi jafnvel verið búið á nokkrum stöðum og einnig má ætla að leið biskupa Skálholtsstóls til Austfirðingafjórð- ungs, sem heyrði undir stólinn, hafi verið til muna auðveldari og í raun sjálfgefnari, þegar gróður var meiri og hagar nærtækari en nú er raunin. Varðandi ferðir biskupanna má svo bæta við, að margt kann að hafa leitt af því að biskupar Skálholtsstóls, og þá ekki síður kollegar þeirra við Hólastól, töldu ekki æskilegt að blanda mikið geði hver við ann- ars þegna. Lengst af Íslandsbyggðar mun allur al- menningur lítt hafa lagt í ferðalög. Bæði var tíðarandinn með þeim hætti, að ferðalög voru ekki talin við hæfi alþýðu, og einnig voru þau kostnaðarsöm og mikill frádráttur á dýr- mætum tíma, sem betur þótti varið í hið dag- lega stríð við öflun matar, klæða og húsa- skjóls. Undantekningar frá þessu voru skreiðarferðir milli byggða, ferðir vermanna til og frá veri, göngur og smalamennskur og svo ferðir á grasafjall. Allt tengdist þetta þó hinu daglega brauðstriti. Hér mætti auðvitað nefna sjósókn og sjóferðir, en það er utan við viðfangsefni þessara skrifa, sem fjalla fyrst og fremst um aðstæður á landi. Hvað um það virðist augljóst, að kunnátta og þekking alls almennings mun hafa verið bundin við nán- asta umhverfi og þann sjónhring, sem af amstri hins daglega lífs leiddi. Hér við bæt- ist, að ýmsir landshættir leiddu af sér, að tengsl milli byggðarlaga voru oftast nær óhæg, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Má þar bæði nefna straumhörð vatnsföll sem tor- færa fjallgarða. Mörg manneskjan, og átti það ekki síst við um konur, gerði ekki víð- reist um ævina, og þar sem svo háttaði til að trauðla eða ekki mátti sjá til nálægra byggðra bóla af landareigninni má geta nærri hvort í slíkum tilvikum var ekki hætt við að því fólki, óupplýstu og fáfróðu, kæmu fyrst í hug útilegumannabyggðir ef það villt- ist í þoku milli dala eða byggðarlaga. Ef litið er á kort af Norðurlandi má sjá all- marga dali, sem ná langt inn til landsins, og hafa rannsóknir síðari tíma sýnt að þeir hafa verið byggðir að meira eða minna leyti á ýmsum tímum. Án þess að ætlunin sé að vera með tæmandi upptalningu hér má nefna, að beggja vegna Skjálfandafljóts er talið að hafi verið byggð ból, t.d. á Hafurs- staðahlíð austan Fljóts og á Krókdal vestan þess. Einnig er talið líklegt að byggð hafi verið á einhverjum tímum í dölunum inn af Fnjóskadal, þ.e. Hjaltadal, Timburvalladal og Bleiksmýrardal. Dalir Eyjafjarðar hafa alla tíð verið byggðir mjög langt inn, enda eru dalbotnar þar í miklu minni hæð yfir sjáv- armáli en bæði vestan og austan Eyjafjarð- ardala. Byggð hefur hins vegar horfið úr inn- dölum Skagafjarðar, og við rannsóknir á seinni tímum, m.a. í tengslum við ritun Byggðasögu Skagafjarðar undir stjórn Hjalta Pálssonar, hefur verið gerð gangskör að því að leita þar allra mannvistarleifa, bæði býla og selja sem og annarra mann- virkjaleifa. Hefur margt mjög forvitnilegt komið þar í ljós og/eða verið staðfest og vís- ast til Byggðarsögunnar hvað það snertir. Sama er að segja um húnvetnska dali og heiðar, sem og í einhverjum mæli í upp- sveitum Borgarfjarðar, en rannsóknir á þess- um svæðum eru líklega skemmra á leið komnar en í Skagafirði. Hvað um það má nærri geta, að smalamað- ur úr t.d. inndölum Eyjafjarðar, sem villtist í þoku um torfæran fjallveg eins og er milli eyfirsku dalanna og Austurdals inn af Skaga- firði, hefur, ef hann sá niður í þann dal eða komst niður í hann, lítt þekkt til staðhátta, hvað þá fólks, og það ekki til hans. Hafa því vafalaust báðir málsaðilar verið fullir tor- tryggni og fáfræðin í bland við sögur og sagnir blásið lífi í óljósar hugmyndir og til- lærðan ótta við hið óþekkta. Margar útilegu- mannasögur benda einmitt til svona atburða, sá sem villist í smalamennsku eða á grasa- fjalli finnur fyrir afskekktan dal eftir langa villu, þar sem á liðast eftir dalbotni og fén- aður úðar í sig grængresi í haga. Má nærri geta að þeim, sem hefur farið villur vegar í grárri þoku í gráum óbyggðum, hefur þótt sem grasið væri hvergi grænna þegar hann leit það að lokinni slíkri villu. Auðvitað má gæta sín á því að alhæfa ekki varðandi sögur og sagnir af þessu tagi. Hitt er aftur annað mál, að oft eiga sagnirnar sér eðlilega skýringu, þótt alþýðutrúin hafi leit- ast við að gera alla atburði sem dularfyllsta og sögulegasta. Það er fullkomlega eðlilegt og slíkt á sér stað enn í dag, þótt aðstæður og atvik séu önnur. Það væri því bæði skemmtilegt og gagn- legt, ef einhver fróður maður myndi leggja sig eftir að kanna skipulega útilegu- mannasögur í þjóðsögunum með þetta í huga, til að skoða hvort slíkar tengingar, sem hér er bryddað á, fái staðist. Margt býr í þokunni Höfundur er skrifstofumaður á Sauðárkróki. Er hægt að finna skýringar í þjóðsögum á því hvernig innstu dalir landsins fóru hægt og hægt úr byggð vegna náttúruhamfara og harðinda? Hér birtast vangaveltur um sögur og sagnir um útilegumenn. Eftir Guðbrand Þorkel Guð- brandsson keli@ks.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Smalamaður villist „Margar útilegumannasögur benda einmitt til svona atburða, sá sem villist í smalamennsku eða á grasafjalli finnur fyrir afskekktan dal eftir langa villu, þar sem á liðast eftir dalbotni og fénaður úðar í sig grængresi í haga.“ Myndin er tekin í Ódáðahrauni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.