Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Síða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: The Aviator Elektra Í takt við tímann  (SV) Háskólabíó The Aviator Alexander One point o The Incredibles  (HL) Ocean’s Twelve  (SV) Laugarásbíó The Aviator Birth Oldboy  (HJ) Blade Trinity  (SV) Búi og Símon – Leiðin til Gayu  (SV) Regnboginn Elektra Sideways  (SV) Finding Neverland Birth Í takt við tímann  (SV) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Alexander Team America World Police A series of unfortunate events National Treasure The Polar Express  (HJ) The Incredibles  (HL) Smárabíó Elektra Sideways  (SV) Birth Finding Neverland TAXI Í takt við tímann  (SV) Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4: Rafn Sigurbjörnsson – Fjöl- skyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. júní. Gallerí 101: Egill Sæbjörns- son – Herra Píanó & Frú Haugur. Til 29. jan. Gallerí Banananas: Baldur Björnsson – Hefur þú kynnst geðveiki? Lokar í dag. Gallerí Dvergur: Efrat Zehavi – Fireland. Stendur til 13. febrúar Gallerí Humar eða frægð!: Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir myndbandsverk. Stendur til 18. febrúar. Gallerí i8: Finnur Arnar sýnir til 26. feb. Gallerí Sævars Karls: Hulda Vilhjálmsdóttir – Hver bankar á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Gerðuberg: Þetta vilja börnin sjá! – Myndskreytingar úr ís- lenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Þýska listakonan Rosemary Trockel sýnir til 27. feb. Grafíksafn Íslands: Rut Rebekka sýnir vatnslita- og olíumálverk. Hafnarborg: Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára af- mæli fyrstu almennings- rafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikn- ingar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverr- issal og Apóteki. Sigrún Guð- mundsdóttir er myndhöggvari janúarmánaðar. Hólmaröst: Jón Ingi Sigur- mundsson – olíu- og vatns- litamyndir. Hrafnista Hafnarfirði: Tryggvi Ingvarsson, raf- virkjameistari og heimilis- maður á Hrafnistu, sýnir út- saum og málaða dúka í Menn- ingarsalnum á fyrstu hæð. Hönnunarsafn Íslands, Garða- torgi: Sænskt listgler, þjóð- argjöf. Iðntæknistofnun: Nýsköpun í ný sköpun. Átta listamenn úr Klink og Bank. Kaffi Espresso: Guðrún Egg- ertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kaffi Sólon: Sigríður Valdi- marsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang gallerí: Heimir Björgúlfsson – Alca torda vs. rest. Til 30. jan. Kubburinn – LHÍ: Þóra Gunn- arsdóttir sýnir verk sín. Kunstraum Wohnraum: Alda Sigurðardóttir, Landslags- verk. Til 28. jan. Listasafn Akureyrar: Ashkan Sahihi – Stríðsmenn hjartans. Stendur til 6. mars. Listasafn ASÍ: Valgerður Guð- laugsdóttir – Á skurðarborði Augans. Stendur til 6. feb. Listasafn Kópavogs – Gerðar- safn: Birgir Snæbjörn Birg- isson – verk úr tveimur mynd- röðum, Snertingar og Ljóshærðar starfstéttir. Elías B. Halldórsson – Olíuljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur á neðri hæð. Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Slunkaríki: Ívar Brynjólfsson – Bardagavellir. Suðsuðvestur, Reykjanesbæ: Magnús Pálsson sýnir inn- setningu. Thorvaldsen: Kristín Tryggvadóttir – Leikur að steinum. Til 19. feb. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur: Sören Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Ljósmyndasýning. Þjóðminjasafnið: Hér stóð bær … og Átján vóru synir mínir í Álfheimum. – Ljós- myndasýningar. Leiklist Borgarleikhúsið: Ausa og stólarnir, Lau. Belgíska Kongó, Sun. Híbýli vindanna, lau, sun. Lína Langsokkur, sun. Saumastofan, 30 árum síðar, sun. Loftkastalinn: Martröð á jóla- nótt, sun. Þjóðleikhúsið: Böndin á milli okkar, Lau. Dýrin í Hálsa- skógi, sun. Nítjánhundruð, lau. Þetta er allt að koma, lau. Listasafn Reykjanesbæjar: Kristín Gunnlaugsdóttir – mátturinn og dýrðin, að eilífu. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafs- dóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Til 27. feb. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Textíllist 2004 – Al- þjóðleg textílsýning. Kjarval í Kjarvalssal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Fyrir og eftir. Til 6. febrúar. Náttúrugripasafnið Hlemmi: Tuttugu og sex mynd- listarnemar sýna. Nýlistasafnið: Hlynur Helga- son – Gengið niður Klapp- arstíg. Ævintýralegir femín- istar – Carnal Knowledge. Lýkur um helgina. Safn: Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jó- hannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forset- ar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneign- inni, þ.á m. ný verk eftir Roni KVIKMYNDIN Alexander, hið sögulega ep- íska drama leikstjórans Olivers Stones um herkonunginn Alexander mikla, nær því markmiði að vera eftirminnileg, en þá fyrst og fremst fyrir það að vera einhver sú afleit- asta sögulega epíska Hollywood kvikmynd sem komið hefur fram á sjónarsviðið á síð- ustu árum. Satt að segja verður manni orða vant á köflum yfir slappheitunum, sem óneit- anlega ýkjast upp um allan helming þegar umbúnaðurinn er svona mikilfenglegur og viðfangsefnið svo stórt. Það er í raun úr vöndu að ráða þegar kemur að því að nefna tiltekna galla á þessari kvikmynd, því hún er í raun eitt stórt klúður, en það er þó reyn- andi að benda á einhverja veikleika af mörg- um, s.s. almenna uppbyggingu frásagn- arinnar. Þegar til stendur að halda áhorfanda fyrir framan tjaldið næstu þrjá klukkutímana, getur t.d. verið mikilvægt að byrja herleg- heitin á tilkomumikinn hátt. Þetta er hins vegar ekki raunin í Alexander, en frásögn myndarinnar (eftir stutt kliskjukennt atriði frá dauðastund stórmennisins) hefst á lang- dregnum aðfaraorðum „sögumanns“, hins aldraða Ptólemeusar, sem leikinn er af Anth- ony Hopkins. Þessi sögumaður á eftir að detta inn og út úr myndinni, þá jafnvel eftir að hafa gleymst um langa hríð, og virðist þjóna því hlutverki að kítta upp í göt í frá- sögninni og koma að heildarupplýsingum um Alexander og feril hans, og minnir þá á nokkurs konar David Attenborough-fígúru í upphafi fræðslumyndar, þar sem hann kast- ar fram hugleiðingum um arfleifð stórmenn- isins, og dregur á handhægan hátt fram kort yfir yfirráðasvæði og landvinninga Alexand- ers. Eftir innnganginn eru örlög áhorfenda sett í hendur leikkonunnar Angelinu Jolie, sem hellir sér í það að túlka heiftúðuga og fláráða móður hins barnunga Alexanders, af svo mikilli vanhæfni að erfitt er að sjá fyrir sér hvernig nokkur leikstjóri gæti látið slíkt rata í endanlega útgáfu myndar sinnar. En tilgerðarleikinn skrifast ekki alfarið á Jolie, því leikstjórinn ítrekar sjálfur klisjurnar með því að súmma á iðandi snáka, til að undir- strika varnaðarorð um fláræði kvenna, og beitir viðlíka myndrænum oftúlkunum jafnt og þétt út í gegnum myndina. Dvalið er lengi vel við mótandi þætti í æsku Alexanders, en síðan tekið heljarstökk fram til þess tíma þegar Alexander hefur tekið við konungs- hlutverkinu af föður sínum Filipusi og er um það bil að ráðast til atlögu við Persaveldi eft- ir sigursæla landvinninga. Þessi uppbygging, þar sem við missum í raun af stórum hluta í uppbyggingu persónu sem á að standa fyrir Alexander mikla, helgast í raun af því hversu upptekinn Stone er af því að útlista æsku- og foreldratengdar sálarflækjur Alexanders, sem gera hann frekar að fórnarlambi óvið- ráðanlegrar áráttu, en árásarhneigðum heimsvaldasinna. Kenningin er einhvern veg- inn á þá leið að Alexander hafi þráð svo mjög að brúa hatramman ágreininginn milli for- eldra sinna, að hann hafi gert það að lífs- verkefni sínu að sameina ólíka ættbálka heimsins – undir lauslegum formerkjum grískrar (eða vestrænnar) menningar. Í atlögu Stones við goðsöguna um Alex- ander mikla myndast í raun togstreita milli tveggja verkefna, þ.e. að afhjúpa goðsöguna, og staðfesta ákveðna stórmennisgoðsögu, sem er auðtúlkanleg okkur nútíma Vest- urlandabúum. Leikstjóranum er svo mjög í mun að hnykkja á þessari túlkun, en halda um leið öðrum túlkunarleiðum opnum að sjónarhornið á söguna og manninn verður reikult og mótsagnakennt. Þetta skýrir e.t.v. þá leiðu staðreynd að þegar liðið er að því sem mörgum áhorfandanum þætti eflaust löngu kominn tími til að pakka sögunni sam- an, tekur við röð af „uppgjörum“ sem spiluð eru út sem dramatískir hápunktar, en verða sífellt máttlausari og langdregnari eftir því sem teygist úr myndinni. Á stundum virðist ójöfn söguframvindan reyndar fremur mót- ast af tilviljun fremur en öðru, sérstaklega virðist langt endurlitsatriði sem kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í upp- gjörshluta myndarinnar, eins og það hafi verið tekið úr upprunalegri tímaröð og skellt aftur í sögulokin, í nokkurs konar tilvistar- kreppu leikstjórans í klippiherberginu. Ofleikur er almennt einkenni á frammi- stöðu leikara í myndinni. Leikararnir Colin Farrell í hlutverki Alexanders, Val Kilmer í hlutverki Filips og Rosario Dawson í hlut- verki Roxane, drottningar Alexanders, eru t.d. öll ósköp aumkvunarverð í klisju- kenndum hlutverkum sínum. Jared Leto er reyndar athyglisverður í hlutverki elskhuga hins tvíkynhneigða Alexanders, en jafnvel í þessum „ögrandi“ þætti sögunnar, þ.e. þar sem vikið er að „forngrískum“ lífsstíl hetj- anna, er skipst á klisjum og hiki. Þess er a.m.k. gætt að láta Alexander staðfesta sanna karlmennsku sína er hann nýtur ný- fenginnar drottningar sinnar, í einhverju því yfirgengilegasta kynlífsatriði sem sést hefur lengi í Hollywood-mynd. Hvað leik- frammistöðu í myndinni varðar mæðir auð- vitað mest á Colin Farrell, en þrátt fyrir að setja bæði kraft og sölt tár í leikinn, nær Colin Farell aldrei almennilega upp í stór- mennishlutverkið, og ekki hefur aflitað hárið og írskur hreimurinn hjálpað til þar. Eftir myndina sitja því ekki eftir vanga- veltur um goðsögnina Alexander mikla, held- ur einfaldlega spurningin: Hvað var Oliver Stone eiginlega að hugsa? Stórfellt klúður Heiða Jóhannsdóttir Colin Farrell „Hvað leikframmistöðu í myndinni varðar mæðir auðvitað mest á Colin Farrell, en þrátt fyrir að setja bæði kraft og sölt tár í leikinn, nær Colin Farell aldrei almennilega upp í stórmennis- hlutverkið, og ekki hefur aflitað hárið og írskur hreimurinn hjálpað til þar.“ KVIKMYNDIR Sambíóin og Háskólabíó Leikstjórn: Oliver Stone. Aðalhlutverk: Colin Farrell, Angelina Jolie, Val Kilmer, Jarted Leto o.fl. Bandarík- in, 175 mín. Alexander 

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.