Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Side 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005
Paul Giamatti leikur á mótiEdward Norton í væntanlegri
mynd frá Bull’s Eye Entertain-
ment, sem ber nafnið The Illusion-
ist. Giamatti tekur þá á ný þátt í
mynd með fram-
leiðanda Side-
ways, Michael
London. Áætlað
er að tökur hefj-
ist í Prag í apríl.
Illusionist
segir sögu töfra-
manns í Vín í
upphafi 20. aldar
sem verður ást-
fanginn af konu,
er lofuð er
prinsi. Hann
notar mátt sinn til að ná henni aft-
ur og veikja konungsættina í Vín.
Neil Burger leikstýrir myndinni.
Hann skrifaði líka handritið eftir
smásögu Steven Miller, Eisenheim
the Illusionist.
Dylan McDermott leikur á mótifyrrum Ungfrú heimi,
Aishwarya Rai, í myndinni The
Mistress of
Spices eftir leik-
stjórann Paul
Mayeda Berges.
Tökur hefjast í næstu viku.
Mistress of Spices er gerð eftir
bók Chitra Divakaruni en hún seg-
ir frá indverskri konu, sem rekur
kryddbúð í San Francisco. Krydd-
in hennar virðast
hafa kraftinn til
að lækna vanda-
mál viðskiptavina
sinna en það
breytist þegar
hún verður ást-
fangin af Banda-
ríkjamanni.
Gurinder
Chadha, sem
skrifaði Bend It
Like Beckham framleiðir myndina
ásamt Deepak Nayar.
McDermott var að klára mynd
með Kevin Spacey, Morgan
Freeman og Justin Timberlake.
Rai lék síðast í Bride and Prejud-
ice eftir Chadha.
Leikstjórinn Raja Gosnell leik-stýrir endurgerð á myndinni
Yours, Mine and Ours. Dennis
Quaid og Rene Russo fara með
hlutverkin sem Henry Fonda og
Lucille Ball voru
í árið 1968. Búist
er við því að
myndin verði
frumsýnd í nóv-
ember á þessu
ári.
Í upphaflegu
myndinni segir
frá ekkjumanni
sem á tíu börn
sem giftist ekkju
með átta börn en myndin er byggð
á sannsögulegri bók Helen Eileen
Beardsley frá 1964, sem heitir
Who Gets the Drumsticks?
Endurgerðin fylgist með tveim-
ur einstæðum foreldrum sem ætla
að stinga af og gifta sig en verða að
kljást við börn sín, sem reyna að
koma í veg fyrir hjónabandið.
Mel Gibson er búin að klippamynd sína Píslarsögu Krists
upp á nýtt. Búið er að skera á milli
fimm og sex mínútur af ofbeldis-
fyllstu atriðum myndarinnar. Ný
útgáfa myndarinnar verður sýnd í
500–750 kvikmyndahúsum í
Bandaríkjunum frá 11. mars.
„Það hefur verið uppi sú krafa
frá kristilegum hópum að myndin
verði sýnd aftur um páskana. Það
hefur líka verið rætt mikið um of-
beldið. Mel vildi reyna að koma til
móts við það fólk með því að gera
nýja útgáfu sem er ekki eins hörð.
Vonandi á þetta fólk eftir að fara á
myndina, ekki síst yngra fólkið,“
sagði Bruce Davey, samstarfs-
félagi Gibsons, í samtali við Var-
iety.
Þessi útgáfa er jafnvel hugsuð til
þess að hún henti til sýninga um
hverja páska og eiga enn fleiri bíó-
gestir því eftir að sjá þessa vinsælu
mynd.
Erlendar
kvikmyndir
Félagarnir Thomas
Haden Church og
Paul Giamatti úr
Sideways.
Indverska leikkonan
Aishwarya Rai.
Dennis Quaid
Það rann upp fyrir mér þegar ég las umandlát Ossie Davis að það er ekki alltafstjörnuskari, peningabruðl, verðlaunafárné eitthvað annað slíkt veraldlegt prjál
sem gerir kvikmynd minnisstæða og merkilega.
Oftar en ekki eru það litlu atriðin, þar sem allt
leggst á eitt að gera þau framúrskarandi, að
augnablikum sannleikans.
Kvikmyndagerðarmönn-
unum tekst að fanga töfra
sem fylgja manni, jafnvel
eins lengi og minnið bregst ekki.
Eitt slíkt prýðir The Hill, fáséða stríðsádeilu eft-
ir Sidney Lumet frá 1965. Baksviðið er Afríkuland
í síðari heimsstyrjöldinni, vettvangurinn fanga-
búðir Breta þar sem þeir typta eigin hermenn fyr-
ir óhlýðni. Einn þeirra er þeldökkur, óbreyttur
hermaður (Davis) sem fær að lokum meira en
hann getur kyngt af stéttaskiptingu, hroka og
kvalalosta yfirmanna búðanna. Rífur sig úr úni-
forminu og heldur á nærunum einum á fund stór-
bokkans sem stjórnar fangelsinu. Tyllir sér hjá
honum, býður sjálfum sér af vindlabirgðum flemtri
slegins stjórans (Harry Andrew), um leið og hann
tilkynnir að nú sé nóg komið af vitleysunni, hann
sé hættur þátttöku í stríðsbrölti Hans hátignar.
Frábær leikhópur kemur við sögu auk þeirra
Andrews, þ.á m. Sean Connery (ofantekinn við að
hreinsa af sér Bond-stimpilinn), Sir Michael Red-
grave, Ian Bannen, Roy Kinnear, Ian Hendry, allir
eru þeir horfnir í grámósku tímans en eftir stend-
ur stór og stæðilegur rumurinn, svartari en nóttin,
gefandi skít í kerfið, tottandi sinn stórsígar með
glott á vör.
Nokkur slík augnablik úr íslenskum myndum
hafa fest rætur í huganum, t.d. kórsöngur gangna-
manna á heiðum uppi í Landi og sonum, litla blóm-
ið á eyðisandinum sem verður undir hestshófanum
í Útlaganum; atriðið þegar Geiri (Gísli Hall-
dórsson), dregur líkkistu Stellu (Sigríður Haga-
lín), gömlu æskuástarinnar, á sjálfum sér í sand-
inum á bernskuslóðunum í Börnum náttúrunnar.
Þessi andartök eru engu síðri en önnur frægari,
líkt og þegar blinda stúlkan fær sjónina í Borg-
arljósum Chaplins og sér ekki litla flækinginn.
Þannig mætti lengi telja en aðeins aftur til stór-
mennisins sem var að kveðja. Ossie Davis var
margt og mikið fleira en afburðaleikari á sviði og í
kvikmyndum í hartnær sex áratugi. Hann var
kunnur baráttumaður fyrir kynþáttajafnrétti og
flutti m.a. aðal líkræðuna við útför blökku-
mannaleiðtogans Malcolms X (sama árið og hann
lék í The Hill). Hann var orðlagður mannvinur sem
var alltaf tilbúinn að rétta þeim hjálparhönd sem
minna máttu sín. Var fremstur í tugum, ef ekki
hundruðum mótmælagangna gegn hvers kyns
órétti og fordómum, var hundeltur af and-
amerísku nefnd nornaveiðara McCarthys á
fimmta ártatugnum (hún kom ekki á hann höggi),
og var í meira en hálfa öld hamingjusamlega giftur
leikkonunni Ruby Dee ( 1924–), sem lifir mann
sinn.
„Eitt lítið andartak…“
’Oftar en ekki eru þaðlitlu atriðin, þar sem allt
leggst á eitt að gera þau
framúrskarandi, að
augnablikum sannleik-
ans. ‘
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Þ
ótt hún hafi leikið á móti Michael
Douglas, Mel Gibson, Denzel
Washington og Ralph Fiennes telst
hún vart vera kvikmyndastjarna.
Ekki sökum þess að hún hafi ekki
nóg til að bera – hún er með hæfi-
leikaríkari kvikmyndaleikkonum sem fyrir finnast
og fegurð hennar er óumdeild – heldur vegna þess
að hún hefur valið að feta aðra og heldur grýttari
slóð en flestir aðrir sem fengið hafa sams konar
tækifæri.
Hún ákvað ung að fara ótroðnar slóðir. Það lá
nefnilega ekki beinast við fyrir dóttur kjarneðl-
isfræðings og kvensjúkdómalæknis (móðir hennar
er eðlisfræðingurinn) að feta
leiklistarbrautina. Enda lagði
hún fyrst stund á háskólanám í
heimspeki og hagfræði áður en
hún fékk inngöngu á leiklistarbraut hins virta
Listaháskóla Ástralíu, fyrst Kanadabúa. Fljótlega
eftir útskrift, árið 1988, vakti hún athygli fyrir
frammistöðu sína í ástralska sjónvarpsdramanu
Bangkok Hilton þar sem hún lék á móti Nicole
Kidman. Stóra tækifærið kom svo þegar henni
bauðst aðalhlutverk í mynd landa hennar, hinni
virtu en mjög svo umdeilda David Cronenberg,
Crash. Þar leikur hún á móti James Spader, konu
sem fær kynferðislega fróun út úr því að horfa
upp á og lenda sjálf í bílslysum. Þótt þessi djarfa
mynd hafi hlotið blendnar viðtökur efaðist enginn
um frammistöðu Unger í myndinni, ekki einu
sinni hinir jarðbundnu Hollywood-herrar, því eftir
nokkrar auðgleymdar óháðar myndir sem dæmd-
ar voru til að verma hillur myndbandaleigna
bauðst henni hlutverk í þriðju mynd Davids Finc-
hers, The Game, þar sem hún lék á móti Michael
Douglas, Sean Penn. Síðan þá hefur Unger skipst
á að leika í Hollywood-stórmyndum og litlum
óvenjulegri myndum. Þannig að á móti hverri
Payback, Hurricane hefur hún leikið í minna
þekktum – en ekki síður sterkum – myndum á
borð við Sunshine eftir István Szabó, The Salton
Sea, Thirteen og One Point O, eftir þá Martein
Þórsson og Jeff Renfroe.
Frægðin er óheilbrigð
En þykir hún ekki erfið sem kvikmyndastjarna;
að hafa leikið í myndum með Michael Douglas og
Mel Gibson en vaði svo út í að leika í „erfiðri“
mynd eftir nær óharðnaðan Íslending og Kan-
adamann?
„Ekki lengur,“ segir hún og hlær. „Kannski
hérna áður, en nú veit mitt fólk orðið að hjartað
mitt ræður för. Af því leiðir að ég vel mér stundum
hlutverk sem munu seint teljast hefðbundið. Ég
ann þessu listformi, að segja sögur með hreyfi-
myndum. Ég kæri mig kollótta um allt annað og
eltist ekki við neitt sem tengja mætti frægð eða
stjörnudýrkun, sem ég tel yfir höfuð óheilbrigða
fylgifiska kvikmyndalistarinnar. Michael Douglas
er gott dæmi um einhvern sem tekist hefur að ein-
beita sér að því sem máli skiptir, þrátt fyrir þá
miklu frægð sem hann hefur öðlast. Stjörnudýrk-
unin í kvikmyndaheiminum grefur bókstaflega
undan frásagnarhefðinni. Hún setur kvikmynda-
gerðina úr jafnvægi og stuðlar að rangri forgangs-
röðun, sem á endanum bitnar á áhorfendum.“
Unger segist ólíkt sumum öðrum leikurum
aldrei hafa litið á kvikmyndir sem sérstakan vett-
vang fyrir sig til að öðlast frægð. „Kvikmyndagerð
grundvallast af samvinnu margra ólíkra lista-
manna fyrst og síðast og það er vegna þessa sem
ég laðaðist að þessari listgrein. Ég lagði hana fyrir
mig til þess að læra, leita sífellt af tækifærum til
þess að vinna með fólki sem ég get dregið lærdóm
af, einkum leikstjórum og handritshöfundum. Ég
vil bara fá tækifæri til að vinna með slíku hæfi-
leikafólki, hvað sem það kostar mig.“
Unger segist aldrei hafa ætlað sér að verða
kvikmyndaleikkona til þess eins að græða pen-
inga. „Ef ég vildi græða peninga hefði ég farið að
vinna á Wall Street. Og ég hef verið lánsöm því
mér hefur gefist kostur á að vinna með Óskars-
vinningshöfum, bæði leikurum og leikstjórum.
Um leið hefur mér hlotnast sá heiður að vinna með
mörgum kvikmyndagerðarmönnum sem hafa ver-
ið að stíga sín fyrstu skref. Hreinum og tærum
röddum sem enn eru ekki farnar að skjálfa af ótta
við kvikmyndaiðnaðinn. Þessi dirfska og óslípaða
sýn sem ungir og óspjallaðir kvikmyndagerð-
armenn hafa er einstök og er aðeins til staðar þeg-
ar þeir eru að feta sín fyrstu skref, gera sínar
fyrstu myndir. Og ég sækist sérstaklega eftir því
að verða vitni að og fá að eiga þátt í svo einstakri
upplifun. Það er ótrúlega gefandi að eiga hlut að
fyrstu mynd einhvers, vinna með fólki sem enn
býr yfir algjöru og fullkomlega ómeðvituðu ótta-
leysi, einlægum ásetningi og hreinum hugsjónum.
Stundum glata menn þessum góðu gildum, enda
getur það verið þrautin þyngri að koma sögu sinni
ómengaðri á hvíta tjaldið á tímum kvikmynda-
menningar sem ber nákvæmlega enga virðingu
fyrir frásögninni. Ég kenni svo sárlega í brjósti
um handritshöfunda nú um stundir. Eins vel og ég
kann við tæknivinnsluna og þá framþróun sem þar
hefur átt sér stað þá getur tæknin aldrei komið í
staðinn fyrir góða sögu, og ekki heldur kvik-
myndastjörnur, sama hversu skært þær skína.
Þannig að þegar mér býðst tækifæri til að vinna
með ungum ofurhugum eins og Marteini sem hef-
ur fram að færa svo magnaða sögu þá stekk ég á
það. Er fullkomlega rökrétt val fyrir mig því fyrir
mér þá skiptir sagan öllu máli. Ég væri sann-
arlega til í að vinna með honum aftur.“
Gekk í skrokk á Gibson
Unger segist hafa séð í þeim Martein og Renfroe
eiginleika sem hún hafði áður laðast að í fari ann-
arra öllu kunnari kvikmyndagerðarmanna og
myndum þeirra sem hún lék í. „Ég sá fyrir mér
mynd sem gæti orðið eins og svalt og nýmóðins
hjónaband tveggja mynda sem ég hef leikið í,
Crash og The Game.
Og útkoman varð líka þannig, sem betur fer. En
um leið eru hún alveg einstök. Ég er afar stolt af
því að hafa fengið að vera með í þessari mynd og
óska henni alls hins besta. Mér finnst hún mögn-
uð.“
Unger þykir mjög miður að útgáfa leikstjór-
anna hafi ekki skilað sér alla leið, að framleiðand-
inn hafi tekið völdin og ráðið lokaklippingunni.
„Það tekur mig svo sárt að heyra þegar slíkt ger-
ist, finn svo til með höfundum þeirra mynda. En
hitt er þó til að framleiðendur með mikla reynslu
hafi bjargar myndum. Martin Bregman, sem m.a.
hefur framleitt margar myndir með Al Pacino
sagði mér t.d. að hann hefði bókstaflega bjargað
Sea of Love, með því að láta endurklippa hana
gegn vilja Harolds Beckers leikstjóra eftir að hún
hafði fengið hroðalega útreið á prufusýningum. Á
endanum sló myndin í gegn og fékk fína dóma,
þökk sé Bregman. Hins vegar man ég eftir öðru
dæmi, sem viðkemur mér. Það tengist myndinni
Payback, sem átti að vera fyrsta mynd handrits-
höfundarins Brians Helgerland, sem ég hef mikl-
ar mætur á. Þótt útgáfa hans hafi verið hreint
mögnuð þá líkaði framleiðendunum ekki við
hversu myrk hún var og hrottafengin, fengu aðra
menn til að endurhugsa myndina frá grunni og
endurklipptu hana. Í einu atriði í útgáfu Helger-
lands, sem er ein af mínum allra eftirlætissenum,
lem ég Gibson til óbóta í heilar sjö mínútur eftir að
hann kemst að því að persóna mín er háð eit-
urlyfjum. Á endanum neyðist hann til að bregðast
við og lemur höfðinu á mér í ofn og heldur svo á
mér, við bæði alblóðug, inn í svefnherbergi. Afar
áhrifamikið atriði, sem var síðan klippt út vegna
þess að framleiðendurnir vildu ekki senda frá sér
mynd þar sem Gibson væri að berja konu.“
Travolta og Keaton
Eftir að hún kláraði One Point O vatt hún enn einu
sinni kvæði sínu í kross og lék í tveimur Holly-
wood-myndum. Í dramanu A Love Song For
Bobby Long leikur hún á móti John Travolta og
Scarlett Johansson og segir þau bæði „hreint frá-
bær að vinna með.“ Þar var hún líka enn og aftur
að vinna með óspjölluðum leikstjóra, Shainee
Gabel. Svo lék hún í spennutryllinum White
Noise, á móti Michael Keaton, sem frumsýnd var
hér á landi nú um helgina. Hún ber Michael Keat-
on vel söguna og segist hafa skemmt sér vel við
tökur á þeirri mynd, jafnvel þótt hún sé kannski
ekki beint henni að skapi.
Laðast að hinum óspjölluðu
Kanadíska leikkonan Deborah Kara Unger nýt-
ur þess að vinna með ungum kvikmyndagerð-
armönnum á borð við Martein Þórsson. „Ég væri
sannarlega til í að vinna með honum aftur,“ seg-
ir hún í samtali við Lesbókina.
Eftir Skarphéðin
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Deborah Kara Unger í hlutverki sínu í myndinni White Noise sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum hérlendis.