Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005 Þ egar ég fór að skoða rann- sóknir sem gerðar hafa verið um innflytjendur á Íslandi tók ég eftir því að athyglinni er mjög sjaldan beint að unglingum. Ég hef ekki rekist á rannsókn um fjölmiðla og unglinga sem eiga rætur sínar að rekja til útlanda, þ.e. sem eru fyrstu eða annarrar kynslóðar innflytj- endur. Fjölmiðlar eru veigamikill þáttur í nú- tímasamfélagi og mér finnst því mikilvægt að rannsakað sé hvernig fjallað er um innflytj- endur og málefni þeirra í fjölmiðlum út frá mismunandi sjónarhornum. Þess vegna ákvað ég að velja þessa leið,“ segir Linda Dögg Hlöð- versdóttir sem hefur nýlokið meistaragráðu í félagslegri sálfræði frá The London School of Economics and Political Science. Í lokaritgerð sinni rannsakaði hún áhrif ís- lenskra fjölmiðla á sjálfsmynd „asískra unglinga“ á Íslandi. „Þegar ég segi „asísk ungmenni“ þá á ég við unglinga sem eru ættaðir að einhverju leyti frá Asíu. Ég vildi rannsaka hvort eða hvernig fjöl- miðlar hafa áhrif á sjálfsmynd þessara ung- menna og hvernig þau upplifa sig í íslensku samfélagi í tengslum við þessa umfjöllun,“ segir Linda Dögg. Í rannsókn sinni tók hún viðtöl við tólf „as- ísk ungmenni“ auk einstaklinga sem vinna að málefnum innflytjenda á vegum Alþjóðahúss- ins og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Linda Dögg tók einnig viðtöl við dagskrágerð- arstjóra innlendrar dagskrárgerðar Ríkissjón- varpsins og Stöðvar 2 og dagskrárgerð- arstjóra Skjás Eins. Á Íslandi hefur fjöldi innflytjenda aukist undanfarin ár. Til dæmis hefur hlutfall erlendra ríkisborgara tvöfaldast á Íslandi á síðustu tíu árum, og búa nú rúm- lega 10.500 erlendir ríkisborgarar á landinu, sem er um 3,6% af heildarfjölda þjóðarinnar. Í Bretlandi hefur fjöldi innflytjenda aukist mikið á síðustu áratugum og hafa málefni þeirra verið mjög áberandi í breskum fjöl- miðlum og í akademískri umræðu þar í landi. The London School of Economics and Political Science er einn fjölþjóðlegasti háskóli heims og hefur skólinn og starfsfólk hans lengi verið áberandi í tengslum við málefni innflytjenda í Bretlandi og víðar. „Ég tók áfanga sem fjallaði um fjölmiðla al- mennt og annan sem fjallaði um fordóma og staðalmyndir. Áhuginn á þessu viðfangsefni kviknaði þar,“ segir Linda Dögg. „Prófess- orinn minn, Caroline Howarth, skrifaði dokt- orsritgerðina sína um áhrif fjölmiðla á sjálfs- mynd unglinga í Brixton, sem er mjög „alþjóðlegt“ hverfi í London. Þar býr mikið af fátækum innflytjendum og mikið af fólki sem er ekki „hvítt“. Brixton hefur fengið mjög nei- kvæða umfjöllun í breskum fjölmiðlum. Ef eitthvað slæmt gerist þar, er það ávallt blásið mikið upp. Caroline tók viðtöl við unglinga sem eru búsettir í Brixton og rannsakaði hvernig þeir upplifa fjölmiðlaumfjöllunina um hverfið og hvernig þeir takast á við þessa nei- kvæðu umfjöllun. Hún vildi skoða hvers konar áhrif þessi umfjöllun hefur á sjálfsmynd ung- linganna í þeirra daglega lífi. Mín ritgerð nálg- ast þetta á svipaðan hátt, en þó er margt öðru- vísi í minni rannsókn,“ segir Linda Dögg. „Áður en ég flutti til London vann ég í fé- lagsmiðstöð á vegum Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. Við vorum mikið með fordómafræðslu í skólum og hef ég haft mikinn áhuga á málefnum unglinga síðan þá. Á þess- um tíma upplifði ég viðhorf „íslenskra ung- linga“ gagnvart fólki frá öðrum löndum, og þá sérstaklega fólki sem lítur á einhvern hátt öðruvísi út en þeir. Viðhorfin eru auðvitað mjög persónubundin en það voru mikil merki um einhvers konar fordóma hjá unglingunum. Reynsla mín af þessu starfi hefur eflaust einn- ig haft sitt að segja með val mitt á þessu rann- sóknarefni.“ Félagsleg sálfræðirannsókn Félagsleg sálfræði er töluvert frábrugðin „klassísku“ hugmyndinni um sálfræði, þ.e. þar sem áherslan er fyrst og fremst á einstakling- inn, að sögn Lindu Daggar. „Ég tók B.A. í sálfræði í Háskóla Íslands. Þar eru nemendur kynntir fyrir því hvernig hægt er að nota sálfræði. Þú getur t.d. gert rannsóknir á rannsóknarstofum eða þú getur farið að vinna við að hjálpa fólki með klínísk vandamál, svo sem þunglyndi og fleira. Það er kannski það sem sálfræði er þekktust fyrir. Félagsleg sálfræði er aftur á móti um fólk sem félagslegar verur í samfélaginu. Hún fjallar um hvernig hægt er að hafa áhrif á hegðun þeirra, viðhorfsbreytingar o.s.frv. Það er gengið út frá því að einstaklingurinn og sam- félagið séu ekki aðskildir hlutir. Okkar skoð- anir eru yfirleitt byggðar á annarra manna hugmyndum og samfélagslega umhverfinu,“ segir Linda Dögg. Hún framkvæmdi rannsóknina með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Í stað þess að einblína eingöngu á unglingana, rannsakaði hún því einnig íslenskt samfélag og íslenska fjölmiðla. „Ég vildi vita hvernig unglingarnir upplifa sig í fjölmiðlum, hvernig fjölmiðlarnir upplifa hvað þeir eru að gera í þessum málum og fá svo utanaðkomandi aðila sem hafa mikla þekk- ingu á málefnum innflytjenda til að leggja mat sitt á stöðuna. Ég fékk því mismunandi sjón- armið á sama efnið. En áherslan var alltaf samt á unglingana. Rannsóknin sem Linda Dögg framkvæmdi er „eigindleg“, þ.e. skoð- anir/viðhorf tiltekins hóps einstaklinga, og er því ekki mælikvarði á skoðanir þjóðarinnar/ samfélagsins í heild. Hægt er að fara ýmsar leiðir í „eigindlegum“ rannsóknum. „Mér þótti mjög heftandi að leggja fram ein- hverjar spurningar sem einungis er hægt að svara já eða nei. Ég kaus frekar að taka opin viðtöl, svo ég fengi meiri dýpt í þetta mál. Ég var samt með ramma tilbúinn og spurningar til taks, svo að viðtalið færi ekki bara út um allt.“ Linda Dögg hóf rannsóknina á því að taka viðtöl við forstöðumann félagsmiðstöðvar á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík- ur, verkefnisstjóra hjá annarri félagsmiðstöð og forstöðumanneskju hjá Alþjóðahúsinu. „Mér þótti nauðsynlegt að fá upplýsingar um ástand mála á Íslandi almennt fyrst. Þess vegna byrjaði ég á því að taka viðtöl við fólk sem vinnur að málefnum innflytjenda, þ.e.a.s. með unglingum í félagsmiðstöðvum og einnig í innflytjendamálum í heild. Niðurstöður mínar úr þessum viðtölum eru þeirra mat og skoð- anir, en ekki einhver „sannleikur“. Það er aldrei hægt að alhæfa þegar um „eig- indlegar“ rannsóknir er að ræða,“ segir Linda Dögg. Næst talaði hún við tólf unglinga sem eru allir að einhverju leyti ættaðir frá Asíu. Ung- lingarnir eru í 8.–10. bekk, sumir hverjir fædd- ir á Íslandi, en aðrir hafa flust hingað með fjöl- skyldum sínum. Linda Dögg segir að hún hafi þurft að tak- marka rannsóknina við einn hóp, en tekur fram að það hefði verið mjög áhugavert að rannsaka aðra hópa, gera stærra úrtak og jafnvel að ræða við „íslenska unglinga“. Að lokum ræddi hún við dagskrárgerðarstjóra innlendrar dagskrár Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 og dagskrárgerðarstjóra Skjás Eins. „Það hefði að sjálfsögðu verið hægt að rann- saka aðra fjölmiðla, svo sem prentmiðla, en sökum þess að ég kom ekki fleirum fyrir, þá varð ég að einbeita mér að einum miðli,“ segir Linda Dögg. Umfjöllun snýst um hópa frekar en einstaklinga Viðmælendur Lindu Daggar sem vinna að málefnum innflytjenda voru allir sammála um að fordómar eru sýnilegri á Íslandi í dag en fyrir nokkrum árum. Þeir bentu á að ástæðurnar geta verið ýms- ar. Til dæmis er öll umræða orðin mun opnari í dag. „Það er auðvitað jákvætt. En aftur á móti bentu þeir mér á rannsóknir sem sýna að for- dómar meðal unglinga á Íslandi eru að aukast að einhverju leyti. Starfsmennirnir hjá ÍTR höfðu tekið eftir mjög neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum í garð innflytjenda, og þá sér- staklega í garð unglinga frá Asíu. Þeir minnt- ust á mjög neikvæðan og einfaldaðan frétta- flutning af asískum unglingagengjum í Breiðholtinu sem dæmi. Alþjóðahúsið benti á að innflytjendur eru yf- irleitt ekki sýnilegir í íslenskum fjölmiðlum. „Neikvæð“ umfjöllun er auðvitað ekki góð en engin umfjöllun er það heldur ekki. Innflytj- endur búa líka í íslensku samfélagi og allir þeir sem vinna að þeirra málefnum voru sammála um að fjölmiðlar eru mjög mikilvægir. Þeir eiga að endurspegla samfélagið okkar. Þaðan fáum við flestar okkar upplýsingar og þekk- ingu á samfélaginu. Ósýnileiki gefur mjög skýr skilaboð. Þau eru: Þið eruð ekki þátttakendur í okkar samfélagi,“ segir Linda Dögg. Alþjóðahúsið benti einnig á að í þau fáu skipti sem fjallað er um innflytjendur er yf- irleitt alltaf einblínt á þá sem hópa frekar en einstaklinga. „Innflytjendur á Íslandi eru líka ein- staklingar. Þeir eru allir mismunandi, með ein- hverja hæfileika og ólíkar skoðanir. Þeir eru ekki alltaf bara sendiherrar fyrir allt landið sem þeir koma frá. Þegar fjölmiðlar fara að fjalla um þá meira sem einstaklinga, þá verða þeir frekar hluti af íslensku samfélagi, en ekki bara einangraður hópur sem fær umfjöllun í fjölmiðlum í tengslum við einhverja alþjóðlega daga. Til dæmis: „Jón Jónsson frá Filipps- eyjum, hann er Íslendingur sem er rosalega klár að spila á fiðlu“,“ segir Linda Dögg. Allir viðmælendur Lindu Daggar sem vinna að málefnum innflytjenda bentu á að þessi áhersla á innflytjendur sem hópa er enn mjög áberandi í íslenskum fjölmiðlum. Að þeirra sögn getur þetta haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér. „Unglingar leita mjög mikið eftir fyr- irmyndum í fjölmiðlum. Í starfi sínu með ung- lingum tóku allir viðmælendur mínir eftir því að það vantaði jákvæðar fyrirmyndir fyrir unglinga sem eiga ættir sínar að rekja til Asíu. Flestir unglingar eru með þessar týpísku fyr- irmyndir úr popptíví tónlistarmyndböndum og svipuðum miðlum, en það skiptir máli að ung- lingarnir hafi einhverjar jákvæðar fyrir- myndir í íslenskum fjölmiðlum, sem líta út eins og þeir. Til dæmis frábær fótboltamaður, tón- listarmaður eða stjórnmálamaður. Það vantar fleiri áberandi einstaklinga. Umfjöllunin snýst yfirleitt alltaf bara um hópa,“ segir Linda Dögg. Unglingarnir sögðust ekki vera íslenskir Linda Dögg spurði hvorki unglingana né dag- skrárgerðarstjórana beint um fordóma. Um- ræða um fordóma kom þó upp í öllum viðtöl- unum, og þá ávallt að frumkvæði viðmælendanna. „Unglingarnir sögðust allir upplifa einhvers konar fordóma á Íslandi. Sumir höfðu verið uppnefndir, aðrir minntust á að kennarar þeirra hefðu ekki sýnt þeim nógu mikinn skiln- ing, og flestir minntust einnig á fjölmiðla í tengslum við fordóma. Þeir tóku allir eftir því að þeir eru ekki sýnilegir í fjölmiðlum. Enginn af unglingunum tólf sagðist vera íslenskur, hvorki þeir sem hafa flust hingað, né þeir sem eru fæddir hér og hafa alist upp alfarið á Ís- landi. Það fannst mér frekar sláandi,“ segir Linda Dögg. Hún telur að ósýnileiki fullorðinna og yngri innflytjenda í fjölmiðlum geti verið ein af meg- inástæðum þess að unglingarnir upplifa sig ekki sem Íslendinga. „Það kom mjög sterklega í ljós að þeir að- skilja yfirleitt ekki samfélagið og fjölmiðla. Þeirra raunveruleiki er samofinn fjölmiðlum, enda fá þeir flestallar sínar upplýsingar þaðan. Það er auðvitað ekki hægt að mæla áhrifin beint í svona rannsókn, en unglingarnir upp- plifa sig ekki sem Íslendinga, og eftir að hafa tekið þessi viðtöl er það mín tilfinning að alla- vega hluti af ástæðunni fyrir því er sú að fjöl- miðlar endurspegla ekki íslenskt samfélag í heild. Unglingarnir sjá sig ekki í íslenskum fjölmiðlum og þess vegna upplifa þeir sig ekki sem Íslendinga.“ Linda Dögg segir að unglingarnir vildu sjá meira af alls kyns unglingaþáttum í sjónvarpi og minntust þeir einnig á að þeir vildu sjá fréttir og meira af almennu sjónvarpsefni frá sínum heimalöndum, en ekki bara fréttir af hamförum. Umfjöllun um venjulegt daglegt líf var það sem margir söknuðu. Að sögn Lindu Daggar voru unglingarnir mjög mikið í vörn í viðtölunum og voru þeir oft að rökstyðja og verja rétt sinn til að búa á Íslandi. „Það mætti halda að þeir séu ansi vanir því að þurfa að réttlæta það sífellt að þeir megi búa hérna.“ Engin stefna og fordómar hjá sumum fréttamönnum Í viðtölum við dagskárgerðarstjórana kom fram að engin stefna hefur verið mótuð varð- andi umfjöllun um eða fyrir innflytjendur á ís- lensku sjónvarpsstöðvunum, þ.e. Ríkissjón- varpinu, Stöð 2 og Skjá Einum. „Ríkissjónvarpið á að þjóna öllum lands- mönnum, þar sem það er í eigu þeirra allra. Þar hefur ekki verið mótuð nein stefna sem segir að stofnunin eigi að þjóna einhverjum til- teknum minnihlutahópum sérstaklega. Það eru reyndar táknmálsfréttir, en ekkert sérefni er framleitt fyrir fólk af erlendum uppruna.“ Að sögn Lindu Daggar kom fram í viðtölunum að slíkt stendur ekki til. Dagskrárgerðarstjór- arnir litu ekki á þetta sem eitthvað vandamál, og töldu að lítið væri hægt að gera. Að þeirra sögn er ekki hægt að framleiða sérstakt efni um, eða fyrir innflytjendur, þar sem samfélag okkar sé einfaldlega of lítið. „Það er kannski erfitt fyrir ekki fjölmennt samfélag eins og Ísland að vera með sérstakt sjónvarpsefni fyrir lítið brot af fjöldanum, og þá sérstaklega fyrir fyrirtæki sem eru á sam- keppnismarkaði. Þau vilja ná til fjöldans og skemmtiefni er mjög oft hugsað fyrir alla, hvaðan sem fólk kemur,“ segir Linda Dögg. Dagskrárgerðarstjórarnir töldu ekki rök- rétt að framleiða sérefni fyrir tiltekna hópa og neituðu því að nauðsyn væri á einhverri sér- stefnu til að tryggja að innflytjendur komist að í umræðuþáttum, barnaefni og öðru. Í viðtöl- unum kom fram að það eru þáttastjórnendur, annað dagskrárgerðarfólk og fréttamenn sem eru ábyrgir fyrir allri umfjöllun, og er starfs- fólkinu fullkomlega treyst fyrir því að fjalla um öll málefni á sanngjarnan hátt, og passa að allir komist að. Í viðtölunum kom einnig fram að aldrei hafa verið gefin nein fyrirmæli til þeirra sem koma að dagskrárgerð og fréttum varðandi það að passa eigi uppá að allir hópar komist að. Það þykir ekki nauðsynlegt. „Ef eitthvað gerist í málefnum innflytjenda er starfsfólki sjónvarpsstöðvanna treyst alfar- ið fyrir því að fjalla um þau mál á sanngjarnan hátt,“ segir Linda Dögg. „Dagskrárgerðarstjórarnir fóru í framhaldi sjálfir að ræða fordóma, ég átti aldrei frum- kvæði að þeirri umræðu. Engin fordóma- fræðsla er til staðar hjá sjónvarpsstöðvunum fyrir starfsfólk, þó svo að fordómar séu ekki liðnir. Í viðtölunum kom fram að dagskárgerð- arstjórarnir hafa tekið eftir fordómum í frétta- Ísland: Ósýnilegir innflytj- endur, stefnulausir fjölmiðlar og fordómafullt samfélag? Engin stefna hefur verið mótuð á helstu sjón- varpsstöðvum á Íslandi varðandi umfjöllun um innflytjendur. Dagskrárgerðarstjórar sjónvarpsstöðvanna segja að þáttastjórn- endur og fréttamenn beri sjálfir ábyrgð á að vega og meta umfjöllun hverju sinni. Þeir segjast hafa orðið varir við fordóma í garð innflytjenda á Íslandi í fréttaflutningi. Aðilar sem vinna að málefnum innflytjenda hér- lendis segja að innflytjendur sem ein- staklingar fái litla sem enga umfjöllun. Yf- irleitt séu þeir ósýnilegir eða alhæft sé um marga í einu. Unglingar sem eiga ættir sínar að rekja til Asíu og eru nú búsettir á Íslandi, segjast ekki líta á sig sem Íslendinga og upp- lifa mikla fordóma í sínu daglega lífi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meistara- ritgerð sem Linda Dögg Hlöðversdóttir hefur nýlokið við að skrifa við The London School of Economics and Political Science. Hér er rætt við hana um stöðu útlendinga á Íslandi Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar.olafs- son@gmail.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.