Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005 | 11 Einhverra hluta vegna hafa ekki komið útmargar bækur hérlendis sem innihaldafræðilegar greinar um einn ákveðinnhöfund. Slík útgáfa er algeng meðal enskumælandi þjóða enda ákaflega gagnleg leið til þess að varpa ljósi á höfunda (og önnur fyrirbæri bókmenntanna ef því er að skipta). Í fljótu bragði man greinarhöfundur aðeins eftir þremur söfnum af þessu tagi sem komið hafa út hér á landi síðustu ár, Fuglum á ferð (1996) sem fjallaði um Thor Vilhjálmsson, Hvað rís úr djúpinu um Guð- berg Bergsson (2002) og Um ævi og verk Halldórs Laxness (2002). Engin þessara bóka er þó hrein- ræktað greinasafn því þær byggjast allar á efni sem flutt var á afmælisþingum um viðkomandi höf- unda. Það er ekki galli í sjálfu sér en það verður eigi að síður losaralegri bragur á slíkum söfnum af prentuðum fyrirlestrum en í greinasafni sem hefur hlotið stranga og yfirvegaða ritstjórn sem slíkt frá upphafi til enda. Nú eru hins vegar komnar út tvær bækur sem marka að vissu leyti skil í þessum efnum. Um aðra þeirra, Kona með spegil: Svava Jak- obsdóttir og verk hennar, var fjallað lítillega í Neð- anmáli þessa blaðs fyrir skömmu en þar er um að ræða vandað safn áður birtra og óbirtra greina eft- ir fræðimenn um Svövu og verk hennar en einnig inniheldur bókin greinar eftir hana sjálfa og viðtöl. Ármann Jakobsson er ritstjóri bókarinnar og ritar aðfaraorð. Hin bókin nefnist Í Guðrúnarhúsi: Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur í ritstjórn Bryn- hildar Þórarinsdóttur og Dagnýjar Kristjáns- dóttur. Hér er um afar vandað greinasafn að ræða. Níu fræðimenn birta jafnmargar greinar, áður óbirtar, um verk Guðrúnar sem er tvímælalaust einn af afkastamestu og áhrifaríkustu barnabóka- höfundum landsins. Grein Dagnýjar Kristjáns- dóttur í upphafi bókar er í raun inngangur að henni þótt hann beri ekki þá yfirskrift en það hefði hann mátt gera því góð greinasöfn af þessu tagi byrja iðulega á góðum inngangi. Dagný leiðir inn í heim barnabókanna og þar með sagna Guðrúnar með því að fjalla um gengi þeirra hérlendis í gegn- um tíðina og sérkenni bókmenntategundarinnar. Greinin er gagnlegur inngangur að því sem á eftir kemur sem eru meðal annars greinar um mynda- bækur Guðrúnar, Jón Odd og Jón Bjarna sem tví- burinn Ármann Jakobsson segir að hafi komið með nútímann inn í íslenskar bókmenntir, um minn- ingabækur Guðrúnar sem nefnast Sitji guðs engl- ar, Saman í hring og Sænginni yfir minni og glæpasögurnar Ekkert að þakka!, Ekkert að marka! og Aldrei að vita! sem Brynhildur Þór- arinsdóttir skrifar um. Í lok bókar er, eins og vera ber, ritaskrá Guðrúnar og atriðisorðaskrá. Bókin um Guðrúnu er sú fyrsta í sérstakri röð greinasafna um einstaka höfunda sem Bók- menntafræðistofnun Háskóla Íslands gefur út. Það er frábært framtak og ætti að geta nýst bæði almennum lesendum, nemendum og fræðafólki ef jafn vel verður að málum staðið og í þessari fyrstu bók. Frábært framtak ’Bókin um Guðrúnu er sú fyrsta í sérstakri röð greinasafnaum einstaka höfunda sem Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands gefur út. Það er frábært framtak.‘ Erindi Eftir Þröst Helgason hrostur@mbl.is N ýlega kom út á íslensku bókin Lífið er annars staðar eftir evr- ópska rithöfundinn Milan Kund- era. Kundera skrifaði bókina snemma á rithöfundarferli sín- um og kom hún fyrst út árið 1973. Engu að síður koma fyrir í þeirri bók nokkur þemu sem síðar áttu eftir að móta mjög höfund- arverk hans, svo sem hugmyndin um sjálfið og áhrifamátt tungumálsins, hugmyndir um ódauð- leikann og hin eilífu tilbrigði sem greina eitt líf frá öðru, og að lokum hugmyndin um ókenndina, sem er íslensk þýðing Ástráðs Ey- steinssonar á hugtakinu „un- heimlichkeit“. Lífið er annars staðar fjallar í meginatriðum um leit aðalsöguhetjunnar, Jaromils, að staðfestingu umhverfisins á sjálfum sér. Leit sem grundvallast á tilfinningu Jaromils fyrir því að enginn skilji hann til fullnustu. Jaromil líður aldrei alveg eins og heima hjá sér, hann er framandi vera í eigin lík- ama, sem og í samfélaginu öllu. Hann leitar sífellt að samhljómi við önnur sjálf en finnur aldrei. Hann er einfari í samfélaginu, sífellt á skjön við umhverfi sitt, uppfullur af ókennd. „Sá sem kemur aftur er aldrei sá sami og fór.“ Þannig hefst ljóðið Að farga minningu eftir Stefán Hörð Grímsson. Þetta eru á engan hátt frumleg orð en á einhvern hátt verulega sönn og þess vegna mikilvæg. Þessi orð hafa hljómað end- urtekið, í ýmsum tilbrigðum, í vestrænum bók- menntum í margar aldir. Þau eru ekki aðeins til vitnis um persónulega reynslu einstaklingsins heldur vitna einnig um sameiginlega reynslu mannsins af tímanum og leit hans að stað þar sem hann getur lifað átakalausu lífi í fullkominni sátt við umhverfi sitt. Ókenndin er lykilatriði í skáldsögum Milans Kundera sem margar hverjar fjalla um vonlausa baráttu mannsins við að snúa „heim“ eftir langa fjarveru. Hjá Kundera hefur hugmyndin um heim- ferðina þannig sérstaka skírskotun til stöðu flótta- mannsins, og er því á vissan hátt „fullkomlega nú- tímaleg hugmynd“ (svo fengið sé að láni hugtak frá Kundera sjálfum) þó að hún hafi mótað líf manna í aldaraðir eða jafnvel árþúsundir. Flóttamaðurinn er vissulega ekkert nýtt fyrirbæri en hinu verður ekki neitað að í okkar hnattvædda heimi verður spurningin um stöðu flóttamannsins og ábyrgð samfélagsins gagnvart honum sífellt ágengari. Umfjöllun Kundera um flóttamanninn, og ókennd- ina sem er förunautur hans, er því gagnleg þegar kemur að því að skilja hlutskipti þeirra 37 milljóna einstaklinga sem eru landflótta í eigin ríki eða utan þess. En það eru ekki aðeins þessar 37 milljónir manna sem eiga erfitt með að samsama sig föð- urlandinu. Það er óhætt að fullyrða að hópur þess fólks sem á hvergi heima eða líður aldrei eins og heima hjá sér fari ört stækkandi. Flestir þeir sem dvalið hafa erlendis í lengri eða jafnvel skemmri tíma þekkja til dæmis þá tilfinningu að vera komin heim en finnast maður ekki lengur eiga þar heima. Um þetta má til að mynda lesa í bók Hallgríms Helgasonar, Rokland, en frekari vísun í þá bók verður látin liggja á milli hluta hér. Í nýjustu skáldsögu Kundera Fáfræðinni, sem kom út á ís- lensku árið 2000, segir frá draumi sem brottflutta einstaklinga dreymir í ótal tilbrigðum á hverri nóttu. Draumur hins brottflutta gengur í stuttu máli út á ókenndina sem grípur einstaklinginn sem reynir að snúa aftur til þess staðar sem hann eitt sinn tilheyrði. Kundera tengir draum hins brott- flutta einkum við stöðu flóttamannsins og kallar hann: eitt undarlegasta fyrirbæri ofanverðar tutt- ugustu aldar. Hin brottflutti er í stöðugri leit að samfélagi sem skilur hann og færir honum þannig frið í sálinni. Leit hans að raunverulegu „heimili“ tengist ekki aðeins leit sem á sér stað í tíma og rými heldur einnig leit sem á sér stað innan tungu- málsins. Tungumálið mótar hugsun einstaklingsins ekki síður en hugsunin mótar málið. Maðurinn notar tungumálið bæði til að skilja sjálfan sig og um- hverfi sitt. Tungumálið er því forsenda þess að við getum mátað okkur við það samfélag sem við erum hluti af, og aðlagast því þjóðfélagi sem mótar til- vist okkar. Með öðrum orðum má halda því fram, og það gerir Kundera hvað eftir annað, að okkur líði aldrei eins og heima hjá okkur nema við séum vel heima í tungumálinu. Engu að síður, og það er ekki síður mikilvægt, er tungumálið ekki eina for- senda þess að við getum samsamað okkur ákveðnu samfélagi. Tungumálið er hluti af stærra fyrirbæri sem kallast orðræða en hugtakið orðræða er hug- tak sem notað er yfir það hvernig við tölum um hlutina, hún nær ekki bara yfir orðin sjálf, heldur einnig yfir það sem má segja og hvernig má segja það. Til þess að vera vel heima í tungumálinu er því nauðsynlegt að kunna skil á orðræðunni. Ef við skiljum ekki það samhengi sem ákveðin orð eru hluti af, ef við skiljum ekki orðanetið eða orðræðu orðanna, erum við ekki fullkomlega heima í tungu- málinu. Jafnvel þó að við skiljum hvert einasta orð. Í Fáfræðinni segir Milan Kundera: „Sennilega breytist tónlist allra tungumála smátt og smátt í gegnum aldirnar, en sá sem snýr aftur eftir langa fjarveru er furðu lostinn.“ Síðan segir hann frá því hvernig flóttamaðurinn Jósef varð aðkomumaður í eigin tungumáli eftir að hafa dvalið um hríð er- lendis: „Jósef laut yfir diskinn og hlustaði á fram- andi tungumál sem hann skildi til fullnustu.“ Jósef, hin brottflutti aðkomumaður í eigin föðurlandi, skildi tungumálið til fullnustu, en hann skildi ekki samhengi orðanna. Hann skildi ekki tilvísanir þeirra og skírskotun, hann var með öðrum orðum ekki heima í orðræðu síns gamla tungumáls. Þrátt fyrir að við skiljum hvert orð líður okkur samt stundum eins og við séum aðkomumenn í eigin tungumáli og mikilvægt er að gera sér grein fyrir að í öllum samfélögum, í öllum tungumálum, eru margar orðræður; orðræður sem stundum ganga þvert á hvor aðra, renna stundum samhliða en án þess að snertast eða snertast tilviljunarkennt og sameinast þegar vel tekst til þannig að úr verður ákveðinn sameiginlegur skilningur eða sátt milli ólíkra orðræðuhópa. Í Frakklandi bíða menn þess nú að orðræða fátækra unglinga (flestra af erlend- um uppruna) í úthverfum Parísarborgar og orð- ræða stjórnmálamanna skarist á einhvern hátt þannig að þessi ólíku þjóðfélagshópar geti átt í raunverulegum samræðum og unnið að úrbótum. Milan Kundera býr í Frakklandi. Hann er fædd- ur í Tékklandi. Í fyrstu skrifaði hann bækur sínar á tékknesku en nú skrifar hann á frönsku. Kund- era verður sjálfsagt aldrei álitinn franskur og hætt er við því að hann sé ekki lengur tékkneskur held- ur. Draumur hins brottflutta hefur án efa vitjað hans. Ókenndin mótar tilvist hans og verk. Það er ókenndin sem gerir það að verkum að hinum brott- flutta tekst aldrei að lifa í fullkominni sátt við um- hverfi sitt. Um leið er það ókenndin sem gerir hon- um kleift að horfa á samfélag sitt úr ákveðinni fjarlægð. Ókenndin, og það bil sem hún myndar milli einstaklingsins og samfélags, er forsenda allrar gagnrýninnar orðræðu og um leið er hún forsenda þess að við getum gagnrýnt orðræðuna sjálfa. Ókenndin er því ekki eingöngu neikvætt afl og ef til vill ættum við öll að fagna því og veita því eftirtekt hvernig við erum öll í vissum skilningi að- komumenn í eigin tungumáli og eigin landi.  Heimildir: – Ástráður Eysteinsson: „Skáldaðar borgir“. Borgarbrot. Sextán sjónarhorn á borgarsamfélagið. Páll Björnsson ritstýrði. Borg- arfræðasetur og Háskólaútgáfan, 2003. – Milan Kundera: Fáfræðin. Mál og menning, 2000. – Milan Kundera: Lífið er annars staðar. Friðrik Rafnsson þýddi. JPV útgáfa, 2005. – Stefán Hörður Grímsson: Tengsl. Mál og menning, 1987. – Tölur yfir flóttamenn í heiminum í dag eru fengnar af vefsíðu Dönsku flóttamannahjálparinnar, www.flygtninge.dk, hinn 15. nóvember 2005 og miðast bæði við flóttamenn sem flúið hafa land og þá sem lifa enn innan landamæra eigin ríkis. Þess má geta að opinberar tölur frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna ná aðeins yfir þá flóttamenn sem hafa flúið land og eru því töluvert lægri, eða 19,2 milljónir. Ókennd í veruleika og skáldskap Nýlega kom út skáldsaga Milans Kundera Lífið er annars staðar í íslenskri þýðingu. Í þessari grein er fjallað um fyrirbærið ókennd í skáld- skap Milans Kundera og það meðal annars tengt við hugleiðingar um stöðu innflytjenda í út- hverfum Parísar og flóttamanna víða um heim. Reuters Ekki meira ofbeldi „Í Frakklandi bíða menn þess nú að orðræða fátækra unglinga (flestra af erlendum upp- runa) í úthverfum Parísarborgar og orðræða stjórnmálamanna skarist á einhvern hátt þannig að þessir ólíku þjóðfélagshópar geti átt í raunverulegum samræðum og unnið að úrbótum.“ Eftir Sigrúnu Sigurðardóttur sigruns@verslo.is Höfundur er menningarfræðingur. Paul Auster, sem heimsótti Ís-land á bókmenntahátíð í Reykjavík sem fram fór í haust, sendir nú í mán- uðinum frá sér sína 12. skáld- sögu. Líkt og í fyrri verkum Austers þá leika tilviljanir og dauðinn stór hlutverk í bók- inni sem nefnist The Brooklyn Follies. Að- alsöguhetjan að þessu sinni er Nat- han, maður sem farinn er að reskj- ast, og eins og svo margar af fyrri söguhetjum Austers þá leggur hann mikla áherslu á hið ritaða orð. Nathan virðist hálf- gerður loftbelgur við fyrstu kynni en reynist er á reynir einkar góður sagnameistari. Auster byrjaði að skrifa bókina 1993, en lagði hana til hliðar til að vinna að öðrum verk- um, hann segist þó alltaf hafa haft hug á að ljúka gerð hennar.    Frank McCourt sem vakti miklaathygli fyrir bók sína Angela’s Ashes, sem fjallar um uppvaxtarár hans í sárri fátækt á Írlandi, hefur nú sent frá sér annars konar ævi- minningar. Sú bók nefnist Teacher Man og fjallar um þau 30 ár sem hann starfaði sem kennari við hina ýmsu skóla í New York. Segist McCourt í bókinni hafa kennt um 33.000 tíma og einum 12.000 nem- endum, jafnt í hefðbundnum dag- skóla, sem sumarskóla og kvöld- skóla. Hann kenndi útlendingum grunninn í ensku, bókmennta- fræðinemum skapandi skrif og var ávítaður fyrir að gefa krökkum í verknámi hugmyndir „sem þau ættu ekki að hafa“. Að sögn gagn- rýnanda New York Times hafa árin sem kennari reynst McCourt góður grunnur fyrir rithöfundastarfið, ekki aðeins með því að gefa honum sjálfsöryggi og tilfinningavisku til að skrifa um eigin líf, heldur hafi kennslan líka reynst honum góður pallur til að segja og endursegja eigin sögur þar til þær voru full- mótaðar, þó blaðið telji Teacher Man engan veginn ná sömu hæðum og Angela’s Ashes.    Breski höfundurinn Ben Elton,sem á að baki bækur eins og Popcorn og Dead Famous hefur sent frá sér söguna The First Casualty, eins konar spennu- og stríðssögu, þar sem lögreglumað- urinn Douglas Kingsley sviðsetur lát sitt til að leysa morðið á vísi- greifanum Abercrombie. Bókin er að mati gagnrýnanda Daily Tele- graph ólíkleg frásögn úr fórum Elt- ons, þó hún minni aðdáendur hans einnig á að þar er óþreytandi hugs- uður á ferð sem ekki er langt í frá eingöngu bundinn við gamanskrif.    Liv Ullmannhefur í sam- starfi við Ketil Bjørnstad sent frá sér bókina Livsliner. Bókin er ævisaga leik- konunnar og fjallar um ferð hennar í gegnum lífið og er byggð á samtölum, við- tölum og eins dagbókarskrifum Ull- mann, sem fékk fyrir þremur árum síðan alvarlegt hjartaáfall.    Einn af helstu hugsuðum Upp-lýsingarinnar Voltaire er við- fangsefni Roger Pearson í bók hans Voltaire Almighty: A Life in Pursuit of Freedom, sem er að mati gagnrýnanda Guardian vel skrifuð og einkar fróðleg bók. Pearson, sem er prófessor við Ox- ford háskóla, dregur fram skýra mynd af Voltaire og frönsku sam- félagi, þar sem ritskoðun, trúar- brögðum og járngreipum aðals- manna er lýst sem eins konar hindrunarhlaupsvelli sem Voltaire brýst í gegnum. Paul Auster Liv Ullmann Erlendar bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.