Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005 Ó dysseifur er óumdeilanlega ein allra mesta hetja bókmennt- anna. Hann var sannlega betri en enginn í Trójustríðinu og var karlmanna staðfastastur í umsátrinu um borgina sem stóð í áratug. Hann var ekki bara mikill á velli heldur klár og kænn, auk þess að vera rómað- ur mælskumaður. Hugmyndasmiður hola tréklársins, Trjóuhestsins, var enginn annar en Ódysseifur. Enginn téðra kosta Ódysseifs forðaði hon- um samt frá þeirri þrautagöngu eða -siglingu sem heimförin varð að lokinni styrjöldinni um Tróju og Helenu fögru. Hann var hvorki meira né minna en önnur tíu ár að sigla yfir hafið og heim, heim til Íþöku og eiginkonu sinnar Penelópu sem beið hans í 20 ár, umsetin 120 vonbiðlum sem lágu eins og sníkjudýr á húshaldinu árum saman. Á sjóleið- inni heim lendir Ódysseifur í ólíkindalegum og goðsagnakenndum hremmingum og er „Ódys- seifsför haft um skrykkjótta ævintýra- og þroskaferð sem dregst á langinn. Í Ódysseifskviðu Hómers er Ódysseifur hin einarða hetja sem þrátt fyrir afvegaleiðslur gefst ekki upp og skal heim. Penelópa, frænka Helenu fögru sem „olli“ Trójustríðinu, er hin erkitýpíska trygglynda eiginkona ólíkt herf- unni Klýtemnestru sem ásamt friðli sínum bruggar Agamemnoni manni sínum banaráð þegar konungur snýr heim frá Tróju. Heimkominn gengur Ódysseifur í skrokk á vonbiðlunum, afætum og dusilmennum, sem Penelópa hafði varist svo fimlega. Til að bæta um betur lætur hann hengja tólf þernur Penelópu, með eins svívirðilegum hætti og frekast er unnt: „um háls þeirra voru snörur svo þær skyldu deyja aumkunarlegum dauða; þær sprikluðu fótunum litla stund, en þau fóta- læti voru ekki lengi,“ eins og Hómer kemst að orði. Þetta lætur hetjan framkvæma meðan Penelópa sefur værum svefni. Ekki hefur mikið fallið á hetjuna Ódysseif frá því að Hómer gerði hann ódauðlegan. Efa- semdarmenn hafa að vísu látið að því liggja að þrautirnar, að minnsta kosti sumar (t.d. hjá íðilfögru gyðjunni Kalypsó), hafi ekki verið Ódysseifi sérlega leiðar. Það er náttúrlega ósvífini að túlka heimför Ódysseifs sem skemmtisiglingu með strákunum, að lokinni hverri, 10 árum síðar, hann hafi svo drattast heim í faðm eiginkonunnar. Hann má, í nafni skáldskaparins, hafa sína Kýklópsa og Síren- ur. Aftaka þernanna tólf er hins vegar, eða væri nú tildags, mál fyrir stríðsglæpadómstól. Aftaka þernanna er nánast aukaatriði í lýs- ingu Hómers á heimkomu Ódysseifs en verður meginatriði í Penelópukviðu. Atwood gefur þernunum málið og þær mynda kór, að grísk- um hætti, en ásamt Penelópu mæla þær til les- anda úr undirheimum. Penelópukviða er hin hliðin á hetjusögunni, saga þeirra sem heima sitja og bíða, saga þeirra sem falla í stríðs- átökum að ósekju. Nú er komið að því að Ódysseifur svari fyrir grimmdarverk: Af hverju hengdi maðurinn þernurnar 12? Það er líka komið að því að Penelópa fái persónuleika og viðurkenningu á klókindum sínum. Nú fá konurnar loks að njóta sannmælis og þriðju víddarinnar. Hér er komin til hetjusögunnar samúð og mennska en líka leiftrandi húmor og stílkænska Atwood. Öld útgáfustjóranna Peneópukviða er eins og margir vita þegar skrifuð eftir pöntun inn í eins konar alþjóðlega ritröð útgáfufyrirtækja í fjölmörgum löndum ásamt alþjóðlegri markaðssetningu og al- mannatengslagengi. Ritröðin er kennd við goðsagnir og er kölluð the Myths series á ensku. Þekktir höfundar eru fengnir til að skrifa um goðsögn að eigin vali og leggja til eins konar endurskrif eða endurskoðun. Fjöl- margir höfundar ríða á vaðið í ár en fyrir utan Atwood má nefna A.S. Byatt og Jeanette Winterson og íslenskur fulltrúi er Sjón. Um er að ræða frekar stuttar bækur upp á 150–200 síður; sem sagt engir doðrantar. Ritröðin er kannski tímanna tákn og áréttar mikilvægi markaðssetningar í bókaútgáfu og bókmenntum. Útgáfustjórinn situr ekki leng- ur í makindum og bíður eftir því að meistara- verkið eða metsölubókin öllu heldur berist inn um bréfalúguna – þeir fá hugmyndir og ráða „höfunda“ til að útfæra þær. Þetta fyrirkomu- lag er svo sem ekkert nýtt og við það er ekkert að athuga. Enda úrelt hugmynd að bókmennt- ir (fagurbókmenntir) séu sjálfsprottnar eða innblásnar af skáldagyðjum eða andanum/ Andanum. Hugmyndina að ritröðinni átti Jamie Byng hjá skoska forlaginu Canongate Books en hann viðraði hana í hópi kollega á bókamess- unni í Frankfurt árið 1999. Nú er búið að hleypa ritröðinni af stokkunum og ef allt geng- ur eftir gæti hún haldið áfram í áratugi. Mark- miðið er að höfundar skrifi út frá þekktum goðsögnum heimsins sem fylgt hafa mannkyn- inu, endurskrifi þær eða endurskapi fyrir sam- tímann. Í hugmyndinni felst einnig léttleiki; þ.e. sögurnar skulu heldur vera léttar og skemmtilegar frekar en þungar og fræðilegar. Að minnsta kosti 32 útgefendur úti um allan heim taka þátt í verkefninu og fá rithöfunda til að taka fyrir goðsögn. Margaret Atwood ríður á vaðið, ásamt Jeanette Winterson, A.S. Byatt, Donnu Tartt, Victor Pelevin og fleirum. Fulltrú Íslendinga er Sjón með skáldsöguna Argóarflísin þar sem lagt er út af sögu Jason- ar Argóarfara. Síðasta þraut Ódysseifs Penelópukviða er ákaflega vel skrifuð, létt og leikandi. Hún er líka áberandi „einföld“ miðað við margar fyrri skáldsögur sem eru yfirleitt dýrt kveðnar. Atwood er ekki alls varnað þeg- ar skrifin eru annars vegar, hún er einstakur skáldsagnahöfundur, eiginlega virtúós, í nán- ast öllum bókmenntagreinum, ljóðræn og nán- ast ótrúlega slunginn og hugsandi bygginga- meistari. Það er því góð byrjun á goðsagnaritröðinni að hafa þar Margaret Atwood fremsta í flokki. Val hennar á goðsögu er engin furða, hún hef- ur einkum lagt sig eftir því að skoða hlutskipti kvenna í verkum sínum. Nú er komið að Pene- lópu, hinni trúföstu. En hvernig nálgast At- wood efnið? „Ég reyndi að vera trú þeirri mynd af Penelópu sem dregin er upp í Ódysseifskviðu en ég studdist einnig við aðrar frásagnir af Penelópu. Það er til dæmis ekki sagt frá barn- æsku Penelópu í Ódysseifskviðu, maður þarf að leita annað til að fá sér þá vitneskju. Það gleymist gjarnan að Penelópa er frænka Hel- enu af Tróju. Og að Penelópa var ekki fyrsta val Ódysseifs: hann var einn af biðlum Helenu sem tapaði fyrir Meneláusi, sem Paris Troju- prins stakk svo undan! Atwood bendir á þátt Ódysseifs í Trójustríð- inu. „Hann á sinn þátt í því að herjað var á Tróju því það var hann sem fékk alla konung- ana, eftir að Meneláus hafði unnið hönd Hel- enu, til að sverja þess dýran eið að koma til að- stoðar ef einhver stæli Helenu frá Meneláusi. Það var því ekki hægt að búast við því að Penelópa væri sérstaklega hrifin af Helenu og þetta skýrir yfirlæti Helenu í garð Penelópu. Helena er sannkallað örlagakvendi sem slepp- ur meira að segja við hegningu fyrir hjóna- bandsbrotið með París: Eftir stríðið fer hún fer aftur í faðm Menláusar eins og ekkert hafi í skorist.“ Örlög þernanna og sú frekar einfalda mynd af Penelópu sem dregin er upp í Ódysseifs- kviðu hefur ætíð angrað Atwood og er henni sérstakt rannsóknarefni í Penelópukviðu. „Þetta með þernurnar hefur reyndar angrað fleiri en mig. Í nýlegri útvarpsuppsetningu BBC á heimkomu Ódysseifs var illum örlögum þernanna einfaldlega sleppt! Í ýmsum lýsing- um á heimkomunni er það sama uppi á tening- unum: þessa heldur lítilmannlega athæfis Ódysseifs er hreinlega ekki getið.“ Penelópa getur kannski ekki alfarið firrt sig ábyrgð á endalokum þerna sinna, segir At- wood. „hún hefði geta komið þernunum undan, hefði hún viljað… Hún er að vísu sofandi hjá Hómer meðan ódæðið á sér stað. Hún er æði svefnþurfi! Ritstjórinn minn sagði „hún græt- ur æði mikið“ og ég sagði: hún grætur mikið í Ódysseifskviðu. Hún er eiginlega sígrátandi. En Penelópa er einmitt vatnskennd, eins og fram kemur í sögunni minni því að hún er vatnagyðja eða komin af vatnagyðju. Það er því býsna margt að skoða í sambandi við mýt- una um Ódysseif og Penelópu, mörg tákn að ráða í.“ Afnám mæðraveldis? Talan tólf í sögunni er þar ekki fyrir tilviljun, segir Atwood. „Þernunar tólf eru líflátnar en áður en það verður skýtur Ódysseifur ör af boga sínum í gegnum tólf axarblöð en sú gjörð markar upphafið á vígunum á vonbiðlunum. Robert Graves bendir á þá merkingu að líflátið á þernunum tólf marki endalok mæðraveldis, þ.e. endalok Penelópu sem „húsráðanda“ og leiðtoga eins konar kvennasamkundu. Graves gefur hins vegar tölunum 12 og 13 ekki gaum. En þernurnar tólf og Penelópa mynda saman töluna þrettán. Tólf postular og Jesú eru þrettán; tólf postular og Jesú mínus Júdas eru tólf. Sá þrettándi kemur og fer. Mánuðir árs- ins eru auðvitað tólf (eða jafnvel þrettán!). Þetta felur líka í sér eins konar frjósemis- merkingu; árstíðirnar, upphaf, endir og nýtt upphaf. Þannig mætti líta á kviður Ódysseifs og nú Penelópu sem eins konar sköpunar- sagnir eða -mýtur.“ Tilgangur Atwood er alls ekki sá að gera Penelópu að hetju, heldur gera hana mann- legri: „ Penelópa getur ekki hafa verið eins staðföst og hún á að hafa verið! Enginn er svona góður. Til forna var hún notuð sem vöndur til að flengja aðrar konur: Af hverju geturðu ekki verið jafn góð og hin trygga Penelópa! Hún hlýtur hins vegar að hafa verið býsna hörð af sér: Hún þarf eiginlega að kljást við vonbiðlana ein síns liðs: Tengdamóðir hennar deyr, sonur hennar Telemakkus er barn að aldri, tengdapabbi flýr upp í sveit. (Sjálfsagt eftir að hann frétti að hún væri byrj- uð á dauðaslöri hans! Eins gott að vera hvergi nærri!)“ „Það var afar gaman að skrifa þessa bók; það er svo margt að skoða í goðsögnum og þeim táknum sem í þeim felast. Það má leiða að því rök að Penelópa hafi ekki gefið manni sínum nokkuð eftir hvað slægð varðar. Það má velta því fyrir sér hvort hún sjái ekki einmitt við honum og stjórni honum og hans taum- lausu karlmennsku. Hjá sumum öðrum en Hómer eru áhöld um hversu dyggðug hún er; jafnvel hugsanlegt að fleiri en einn og fleiri en tveir vonbiðlanna hafi komist lengra inn í hús hennar en forsalina… Hver var Penelópa í raun og hvað hafði hún í huga? Kaflar Ódysseifskviðu eru 24 (2x12) en í Penelópukviðu eru kaflarnir 29 og eru „auka- kaflarnir“ 5 í lokin m.a. uppgjör og réttarhöld yfir Ódysseifi, einkum vegna víganna á von- biðlunum 120. Hetjan er sýknuð af dómaran- um en þá grípa þernurnar inn í: „Hvað með okkur!?“ Þær hafa hins vegar ekki erindi sem erfiði. Þótt „sök“ þernanna felist í að „hafa lát- ið“ stóra hundraðið, vonbiðlana, nauðga sér er málinu vísað frá. Karlveldið sem opinberað er í réttarhöldunum, lætur ekki að sér hæða. Þernurnar hafa þó ekki sagt sitt síðasta orð, því örlaganornirnar eru með þeim í slagtogi. Ódysseifur, sem hinn erkitýpíski karlmaður, losnar aldrei undan þernunum sem ásækja hann úr Hadesarheimi, með fótalátum. Spriklandi fætur Penelópa snýr aftur Kanadíski rithöfundurinn Margaret Atwood ríður á vaðið með skáldsöguna Penelópu- kviðu í eins konar alþjóðlegri ritröð þar sem þekktir höfundar spreyta sig við goðsagnir og skoða frá samtímalegu sjónarhorni. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna endur- skoðar Atwood Ódysseifskviðu út frá sjónar- hóli Penelópu, hinnar trúu eiginkonu, og annarra kvenna sem fram til þessa hafa verið fangar hetjusögunnar. Morgunblaðið/Golli Margaret Atwood Bók hennar Penelópukviða er sú fyrsta sem kemur út í nýrri alþjóðlegri ritröð sem nefnist Goðsagnir. Höfundur er bókmenntafræðingur. Eftir Geir Svansson geirsv@simnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.