Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005
Það heyrðist hvorki lúðrablástur né söngurfyrir örfáum vikum síðan, þegar lítið ogtraust fyrirtæki hætti starfsemi. Þómarkaði stofnun þess tímamót í kvik-
myndasögu landsmanna og reyndist til þjóðþrifa.
Þetta var Texti hf., sem stofnað var fyrir sléttum 35
árum og varð þess valdandi að almenningur í land-
inu fór loks að skilja nokkurn veginn það sem var
að gerast á hvíta tjaldinu.
Þeir Valdimar Stein-
þórsson og Ragnar Guð-
mundsson stofnuðu Texta ár-
ið 1970, Sjónvarpið var að
knésetja bíóin og var það
ástand ekki hvað síst til þess að bíóeigendur fóru
loksins að óskum gesta sinna og hófu markvisst
textasetningu kvikmynda.
Eftir því sem ég best veit var það hin sænsk/
íslenska Salka Valka (‘54), sem var þess heiðurs að-
njótandi að verða fyrsta, textaða kvikmyndin sem
sýnd var hérlendis. Í lok sama áratugar, árið 1960,
voru tvær, stórar, bandarískar aðsóknarmyndir
textaðar; Risinn – Giant (‘56) og Umhverfis jörðina
á 80 dögum –Around the World in 80 Days (’56).
Eins og sjá má voru þær báðar komnar til ára sinna
þegar þær voru keyptar til landsins, sem var ekki
óalgengt hérlendis fram eftir öldinni.
Árangurinn lét ekki á sér standa, almenningur
kunni sannarlega að meta þessa aðkallandi ný-
breytni, því við skulum hafa í huga að þorri manna
var aðeins með skyldunám að baki á þessum tímum
og kunni lítið sem ekkert að gagni í erlendum
tungumálum. Prógrömmin, sem var A4 blað með
efniságripi og leikaralista, leiddu hinn almenna bíó-
gest í nokkurn sannleika um hvað leikararnir voru
að babla, eða nóg til þess að innihaldið dagaði ekki
alveg uppi á rökkurhlið Tunglsins. Eyjarskeggjar
um allan heim þykja kokhraustir, Íslendingar eng-
in undantekning. Þóttumst vita upp á hár hvað var
að gerast á tjaldinu, jafnvel þótt myndirnar væru
með málgefnara móti. Síst vöfðust fyrir okkur
brandararnir, en ef einhver spurði sessunaut sinn
sem svo: „Hvað sagði Lemmon?“ var svarið gjarn-
an: „Uss, ekki trufla.“ Ef einhver hvíslaði gam-
ansögu undir sýningu og félagsskapurinn rak upp
hlátur, skellti náttúrlega allur salurinn upp úr.
Hann lét ekki hanka sig á því að skilja ekki hvað
þær voru að spauga, stjörnurnar á tjaldinu.
Á sjöunda áratugnum fór textuðum myndum
smám saman fjölgandi. Háskólabíó textaði með
góðum árangri franska mynd (sem ég er búin að
gleyma hver var), vinnan var dýr, aukinheldur varð
að senda eintökin til Noregs eða Danmerkur í text-
un. Þar var enginn til staðar til að prófarkalesa,
sem skapaði ýmsar meinlegar villur og tafsöm
vandamál. Hitt kom samstundis í ljós að áhorf-
endum leiddist ekki að skilja hvað fram fór og
flykktust á þær textuðu.
Valdimar og Ragnar höfðu því yfrið nóg að starfa
frá fyrsta degi Texta í Síðumúlanum. Fyrsta mynd-
in sem fyrirtækið þjónaði var April Fools, með Jack
Lemmon og Catherine Deneueve. Hún var sýnd í
Hafnarbíói, og svo mikið lá á að síðustu spólurnar
voru ekki komnar í hús þegar sýningar hófust.
Spólur eitt og tvö rúlluðu í gegn, þá greip sýning-
armaðurinn í tómt, afgangurinn var enn uppi í
Texta. Til að bjarga málunum var stuttri teikni-
mynd skellt á tjaldið, síðan kom leigubíll með rest-
ina og allir gengu glaðir út.
Maður varð var við að á köflum vantaði inn í text-
ann og myndirnar, ástæðan sú að fram eftir öldinni
keyptu bíóin gömul og lúin eintök, sem þau fengu
fyrir slikk. Valdimar og félagar urðu því að byrja á
að yfirfara myndina með tímasett textahandrit við
höndina, því iðulega vantaði búta í filmugarmana.
Þá varð að skeyta bút inn í filmuna til að setja fram-
haldið á réttan stað – og fjarlægja síðan bútinn aft-
ur.
Á ofanverðri öldinni gerðist það að ný og sterk
gerviefni yfirtóku gömlu filmuna og kaupum lauk á
notuðum filmum.
Tækninni fleygir fram, á árinu var byrjað að nota
myndvarpa til að kasta textanum á tjaldið og þar
með var mikilvægu hlutverki Texta hf. skyndilega
lokið.
Tímamótafyrirtæki hættir
Sjónarhorn
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
’Þetta var Texti hf., sem stofnað var fyrir sléttum 35 árum og varð þess valdandi að almenningur
í landinu fór loks að skilja nokkurn veginn það
sem var að gerast á hvíta tjaldinu.‘
Í
slendingum er norska myndin Leið-
sögumaðurinn Ofelas/Veiviseren/
Pathfinder (‘87), einkar hugleikin því
hún gerist í kunnuglegu loftslagi á norð-
urhjara Noregs, nánar tiltekið á Finn-
mörku í frosthörkum enn hrikalegri en
á íslenskum fimbulvetri. Myndin gerist um það
leyti sem Íslendingar tóku kristni og fjallar um
miskunnarlaus átök á milli Sama og hinna svart-
klæddu tsjúda, innrásar-
manna, dekkri á húð og hár.
Fyrst og síðast þykir okkur
vænt um hana sem seiðmagn-
aða umgjörð um stórleik eins okkar mætasta leik-
ara fyrr og síðar, Helga Skúlasonar.
Það er ekki ofsögum sagt að Helgi stelur sen-
unni í þessari æsispennandi, norsku víkingamynd.
Sjaldan hefur djúp og karlmannleg röddin og
haukfránt augnaráðið verið jafnótvírætt drottn-
andi og í hlutverki tsjúda-hrottans með örið.
Myndin er byggð á 1.100 ára gamalli, samískri
þjóðsögu um strandhögg framandi, illskeyttra
tsjúda, förumannaþjóðflokks ribbalda sem engu
eirðu en fóru um héruð rænandi og ruplandi með
eldi og blóði. Aðalpersónan er táningurinn Aigin
(Mikkel Gaup), sem er að koma af veiðum þegar
hann verður vitni að því að tsjúdarnir ganga á
milli bols og höfuðs á fjölskyldu hans. Eitt af
mörgum, minnisstæðum atriðum í Leiðsögu-
manninum er þegar Aigin missir af sér skíðið hátt
uppi í brekku ofan við þorpið sitt. Tsjúdarnir
verða hans varir, Aigin leggur á flótta og kemst
undan til nágrannaþorps.
Þar verður uppi fótur og fit því hluti þorpsbúa
ásakar drenginn um að setja líf þeirra í hættu því
tsjúdarnir geta rakið sporin í snjónum, aðrir taka
honum fagnandi, vitandi að hann átti ekki annars
úrkosta.
Samarnir flýja þorpið sitt og halda til strandar
en Aigin verður eftir ásamt þremur öðrum.
Tsjúdarnir koma, drepa félaga Aigins en þyrma
lífi hans gegn því hann vísi þeim veginn til Sama-
byggða og er þaðan fengið nafn myndarinnar.
Leiðsögumaðurinn ungi er klókur og hugaður
piltur sem leggur með óvinaflokkinn á tvísýn fjöll-
in þar sem hættur leynast í hverju spori og nátt-
úran er viðsjárverð.
Leiðsögumaðurinn varð með vinsælustu og
virtustu myndum í norskri kvik-
myndasögu, var m.a. tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna sem Besta erlenda
mynd ársins, gerði víðreist og skilaði
hagnaði. Þá þegar voru uppi hug-
myndir um að endurgera myndina
vestra en þær áætlanir urðu smám
saman að engu, eins og gengur.
Það er af leikstjóranum og Sam-
anum Gaup að frétta, að í kjölfar vel-
gengni Leiðsögumannsins, fékk
hann nokkur tilboð í Hollywood. M.a.
að leikstýra Robocop (’87); Írans-
dramanu Not Without My Daugter,
með Sally Field (‘91), en hóf þess í
stað vinnu við vandræðagripinn Wa-
terworld, en lenti upp á kant við
stjörnuna, Kevin Costner, og má
þakka sínum sæla fyrir. Um þessar
mundir er hann að undirbúa tökur á
The Kautokeino Rebellion, sem
fjallar um sanna atburði þegar Sam-
ar gerðu uppreisn gegn valdníðslu
Svía og mörkuðu upphaf sam-
kenndar meðal hirðingjaþjóðarinnar
Áhuginn endurvakinn
Fátt gerist í málum Leiðsögumanns-
ins vestra fyrr en snemma árs, að
Mike Medavoy, sem er einn öflugasti
valdamaður í kvikmyndageiranum,
kaupir kvikmyndaréttinn. Medavoy
framleiðir m.a. eina af jólamyndum
ársins, Memoirs of a Geisha, og end-
urgerð All the Presidents Men, með Sean Penn,
sem kemur á næsta ári.
Medavoys réð handritshöfundinn Laetu Kalog-
ridis til að skrifa handritið, en hún mun eiga
skástu þættina í Alexander, stórmynd Olivers
Stone, og er ráðin til að annast handritsgerð
Battle Angel, sem verður næsta stórvirki James
Cameron eftir Titanic.
Kalogridis lauk við handritsgerðina í haust og
þykir hafa tekist mjög vel að heimfæra söguþráð-
inn í sögulegt samhengi atburða í Norður-
Ameríku á upphaflega sögutímanum og menn
vildu halda trúnað við.
Kalogridis fékk þá snjöllu hugmynd að end-
ursemja söguna í kringum átök íslensku víking-
anna á tímum landafundanna í Vesturheimi og
eirrauðra frumbyggja álfunnar. Þeir norrænu eru
nýbúnir að koma sér fyrir á Vínlandi þegar frum-
byggjarnir hrekja þá á brott en lítill drengur
verður strandaglópur í uppnáminu og taka ind-
jánarnir hann í fóstur, þrátt fyrir blá augun og
ljóst hárið.
Fimmtán ár líða uns víkingarnir
birtast aftur og nú er það norræni
pilturinn sem leiðir sitt nýja fólk til
sigurs gegn gömlu þjóðinni. Töku-
staðir eru í Vancouver og Bresku
Kolumbíu í Kanada.
Fyrsta kvikmyndin um átök
norræna manna og indjána
Það sem gerir endurgerðina einkar
forvitnilega er að hún er fyrsta
myndin sem fjallar um landafundina
og átökin á milli frumbyggja og vík-
inga í Vesturheimi. Nú er að krossa
fingurna og vona að Leiðsögumað-
urinn verði meira í ætt við sinn
magnaða forvera en aðrar vík-
ingamyndir sem gerðar hafa verið.
Með aðalhlutverkin fara Jay Tav-
are, sem er kominn af Apatsí- og
Navajó-indjánum en aðalkven-
hlutverkið er í höndum Moon Blo-
odgood, sem er af kóreskum, írskum
og hollenskum ættum. Hinn upp-
rennandi Nýsjálendingur, Karl Ur-
ban (Doom, The Bourne Supre-
macy), sýnist mér manna hlutverk
Íslendingsins.
Þekktasti leikarinn í hópnum er
Clancy Brown, sem fer m.a. með að-
alhlutverkið í Carnivale sem verið er
að endursýna í Sjónvarpinu. Hann
er margreyndur í hlutverkum þræl-
menna í Minority Report, Dead
Man Walking, The Shawshank Redemtion og
Shoot to Kill, þar sem hann lék á móti Sidney
gamla Poitier. Brown fær það erfiða hlutverk að
túlka þorparann hans Helga Skúlasonar.
Leikstjórnin er í höndum hins þýskættaða
Marcusar Nispels, en síðasta myndin sem hann
lauk við var endurgerð The Texas Chainsaw
Massacre, sem hann jafnframt framleiddi og tók
inn á annað hundrað milljón dali, en kostaði innan
við tíu. Slík afrek eru hátt skrifuð í kvikmyndaiðn-
aðinum.
Nispel kann því að fást við blóðþyrsta drápara,
en hann vann sér sess sem leikstjóri tónlistar-
myndbanda með stórstjörnum á borð við Billy Jo-
el, Cher og George Michael. Næsta mynd hans
verður Lísa í Undralandi (Alice) (’06), með Sarah
Michelle Gellar í titilhlutverkinu.
Framleiðandinn, 20th Century Fox, hefur
tröllatrú á þessari 45 milljóna dala mynd í sum-
arslaginn því hún verður frumsýnd á besta að-
sóknartíma ársins, helgina 16.–18. júní. Er ekki
tilvalið að opna hana hér á þjóðhátíðardaginn?
Hollywood endurgerir
Leiðsögumanninn
Norska myndin Leiðsögumaðurinn verður end-
urgerð í Hollywood. Sögusviðið verður flutt frá
Lapplandi til Vínlands hins góða og fjallar um
átök frumbyggja og íslenskra víkinga á tímum
landafundanna í vestri.
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@heimsnet
Marcus Nispel Hann mun
leikstýra endurgerð Leið-
sögumannsins.
Leiðsögumaðurinn Gamla
myndin hitti í mark.
Myndirnar Ferðalag Keisara-mörgæsanna eftir Luc Jac-
quet og Mad Hot Ballroom eru á
meðal þeirra
fimmtán heim-
ildarmynda sem
enn koma til
greina í Ósk-
arsforvali. Upp-
haflega var valið
úr 82 myndum
en einungis
fimm verða til-
nefndar. Til-
kynnt verður um
tilnefningarnar hinn 31. janúar en
78. Óskarsathöfnin fer fram 5.
mars.
Ferðalag Keisaramörgæsanna
hefur verið sýnd hérlendis á Októ-
berbíófest við miklar vinsældir.
Þessi franska mynd sló í gegn í
Bandaríkjunum og er ein vinsæl-
asta heimildarmynd allra tíma
þarlendis.
Mad Hot Ballroom naut einnig
vinsælda en hún segir frá skóla-
krökkum í New
York sem taka
þátt í dans-
keppni. Gagnrýnendur segja 2005
hafa verið sérlega gott ár fyrir
heimildarmyndir, ekki síst vegna
þessara tveggja mynda.
Önnur mynd sem sýnd var á
Októberbíófest er á meðal mynd-
anna fimmtán en það er dans-
myndin Rize eftir David LaCha-
pelle. Einnig eru á listanum After
Innocence, sem segir frá þremur
dæmdum mönnum sem fá frelsi
vegna DNA-sönnunargagna. The
Boys of Baraka segir frá 12 ára
krökkum frá Baltimore sem fara í
skóla í Kenýa, Enron: The Smart-
est Guys in the Room er um fall
fyrirtækisins, Favela Rising
fræðir um fátækrahverfin fyrir ut-
an Rio de Janeiro. Einnig má
nefna Street Fight sem segir frá
baráttu manns um borgarstjóra-
sætið í Newark og 39 Pounds of
Love sem er um algjörlega lam-
aðan mann.
Carmen Electra, Leslie Nielsenog Simon Rex eru komin í
leikarahópinn í Scary Movie 4.
Electra lék í
fyrstu myndinni
af Scary Movie
en persóna
hennar lést í
henni. Núna
leikur hún nýja
persónu en
söguþráður
myndarinnar ap-
ar eftir The Vil-
lage. Nielsen, sem er nú vanur því
að gera gys að hlutum, og Rex
leika sömu hlutverk og í síðustu
mynd.
Þegar er búið að tilkynna að
Anna Faris og Regina Hall verði
með í myndinni en gert verður
grín að hryllings- og ofurhetju-
myndum.
Myndin verður tekin upp í Van-
couver en David Zucker leikstýrir
en handritið er í höndum Craig
Mazin og Pat Proft.
Stjörnurnar Adrien Brody ogPenelope Cruz leika saman í
nautabanamyndinni Manolete.
Myndin fjallar
um ástríðuna og
reiðina tengda
nautabönum á
Spáni um 1940.
Rauði þráðurinn
er líf hins
þekkta spænska
nautabana,
Manolete, og
þráhyggja og ást
hans til leikkon-
unnar Lupe Sino. Höfundurinn og
leikstjórinn Menno Meyjes (Purp-
uraliturinn) ferðast til Madrídar í
næsta mánuði til að hefja undir-
búningsvinnu. Búist er við því að
Brody komi á staðinn í janúar og
hefji þá þjálfun með nautabana.
Áætlað er að tökur hefjist í mars.
Verkefnið er unnið í samvinnu
breska fyrirtækisins Sequence
Films, hins spænska Lola Film og
fyrirtækis Túnisbúans Tarka Benn
Ammar, Quinta Communications.
Erlendar
kvikmyndir
Carmen Electra
Adrien Brody
Luc Jacquet