Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.2005, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. nóvember 2005
H
vaða vonir ölum við í brjóst-
um okkar? Breytast þær
með reynslu okkar og
aldri?
Lára Stefánsdóttir dans-
ari og danshöfundur spyr
þessara spurninga í nýju dansverki sínu,
Von, sem frumsýnt verður í Íslensku óp-
erunni annað kvöld kl. 20. Í von renna
draumur og veruleiki saman í myndrænu
flæði. Huglægar líkamsmyndir, veraldleg
tónlist og líðandi kvikmynd, innblásið af
orðum Árna Ibsen rithöfundar: Sumir deyja
af draumum. Þeir steypa sér í þá blindaðir
af birtu þeirra. En draumar veita ekki við-
nám. Ef dreymandinn veitir ekki viðnám
sjálfur, fellur hann gegnum drauminn – til
dauðs. Í draumum er vaka ein heild....“.
Lára segir að orðið von hafi víðtæka
merkingu. Hún tengir vonina pörum af
þremur kynslóðum og spáir í það hvernig
vonir þeirra og draumar breytast þegar ald-
urinn færist yfir. „Við vonumst öll til þess
að þroskast vel og ná jafnvægi í lífi okkar.
Ég tengi vonina líka vatninu, og Kristín
Eva Þórhallsdóttir hefur gert kvikmynd
sem sýnd er með daninum sem tengist vatn-
inu og fiskum. Vatnið er uppspretta lífsins
og flæðið í því er sterkt tákn fyrir tilfinn-
ingar okkar og
drauma. Í draumum
táknar vatn líðan okk-
ar. Vonin er tilfinning
sem fylgir okkur í gegnum allt lífið, og orðið
sjálft – von – notum við miklu meira en við
tökum eftir. Við vöknum á morgnana og
vonum að dagurinn verði góður. Við megum
oftar fara svolítið nær okkur og getum það
alveg án þess að verða væmin. Það er ekk-
ert nauðsynlegt að vera alltaf „kúl“ í list-
inni. Þess vegna leyfi ég mér að opna aðeins
fyrir þessar gáttir.“
Form líkamans segir til um líðan
Lára segir ánægjulegt að vinna með ólíkum
kynslóðum; það bjóði upp á ólíka túlkun.
Hún segir óneitanlega reyna meira á yngstu
dansarana tæknilega en að það skapi um
leið jafnvægi við rólegri hreyfingar þeirra
eldri – andstæðurnar skapa hvor annarri
styrk.
„Ég hef verið að spá mjög mikið í það
undanfarna mánuði hvernig hægt sé að
túlka hugmyndina: „minna er meira“ og
hvernig og hvenær það virkar best á sviði.
Flæði og form í sporum er spennandi við-
fangsefni. Form líkamans segir oft meira
um það hvernig okkur líður en nokkur orð
og það er sterkt afl í dansinum.“
Yngsta parið er túlkað af tveimur ungum
dönsurum sem eru við nám í útlöndum,
þeim Hannesi Þór Egilssyni og Sögu Sig-
urðardóttur. „Þau eru rosalega mikil efni og
eiga framtíðina fyrir sér.“ Lára og Vicente
Sancho túlka miðparið. Lára kynntist Vi-
cente í Englandi þar sem hún stundar nú
meistaranám í kóreógrafíu. „Hans bak-
grunnur er í látbragði og leik og hann er
mjög sterkur í sviðstúlkun.“ Elsta parið
dansa Sverrir Guðjónsson söngvari og Ingi-
björg Björnsdóttir, sagnfræðingur og fyrr-
um skólastjóri listdansskóla Íslands.
„Sverrir er að taka sín fyrstu dansspor á
sviði, en eins og ungu dansararnir, þá held
ég að hann eigi líka framtíðina fyrir sér sem
dansari. Ingibjörg var fyrsti danskennarinn
og kenndi mér mjög lengi. Ég var ofboðs-
lega ánægð að hún skyldi hafa viljað taka
þetta að sér. Ég held að hún hafi gert það
vegna þess að hún hefur svo mikla ástríðu
fyrir listinni.“
Guðni Franzson semur tónlistina í Von,
en Jóhann Bjarni Pálmason hannði lýsingu.
Verkið verður sýnt í London í febrúar.
Vonin fylgir ungdómnum
Þau Hannes og Saga eru bæði við nám í út-
löndum, hann á Englandi en hún í Hollandi,
en bæði stunduðu þau áður nám í Listdans-
skóla Íslands. Saga segir hluverk sitt í verki
Láru tengja æskuna og vonina. „Vonin
fylgir ungdómnum. Hún fylgir bjartsýninni
og spennunni um það hvað framtíðin ber í
skauti sér.“ Hannes tekur undir þetta.
„Þegar maður er ungur er framtíðin svo
óráðin og allt getur gerst. Miðparið, sem
Lára og Vicente dansa eru í ákveðinni
kreppu, meðan hjá elsta parinu, Ingibjörgu
og Sverri, er allt fallið í ljúfa löð og full-
komið. Takmark okkar yngsta parsins er að
ná þeirri ró.“
Vicente er sem fyrr segir við meist-
aranám í kóreógrafíu í Englandi og hefur
unnið með Láru í verkefnum sem miða að
því að tengja hefðbundið leikhús, látbragðs-
leik og dans. Hann segir að hlutverk þeirra
Láru, sem miðparsins í verkinu, mótist af
örvæntingu gagnvart voninni. „Á þeim
aldri horfist fólk í augu við allt sem það
gerði ekki meðan það var ungt og allar
vonirnar sem það vill að rætist áður en allt
verður um seinan. Þetta er kreppa, –
kraftinn þverr, en þú ert ekki enn farinn
að sigla þann lygna sjó sem elsta parið
siglir. En vonin – hún er þó þarna ein-
hvers staðar – hún er það alltaf.“
Ingibjörg Björnsdóttir er spurð að því
hvort það sé ekki hérmeð orðið að klisju
að starfsævi dansarans sé stutt, – með
hliðsjón af endurkomu hennar á sviðið.
Hún hlær og segist sennilega talandi
dæmi um að það sé hægt að halda áfram
ótrúlega lengi. „Þegar Lára varpaði hug-
myndinn fram í haust hélt ég að þetta
væri grín fór að hlæja og sagði bara:
„Lára mín, hvað geri ég ekki fyrir þig,
auðvitað er ég tilbúin?“ Svo hringdi hún
aftur og þá rann upp fyrir mér að þetta
var alvara og ég lét auðvitað slag standa.
Þetta er líka ógurlega gaman og skemmti-
legt fyrir mig að komast aftur á svið. Ég
dansa helminginn af elsta parinu, þrosk-
uðu og reyndu sem er komið í ró í lífinu.
En vonin er enn til þótt fólk sé orðið full-
orðið og friður og sátt ríki í lífi þess.“
Þær Lára og Saga eru báðar fyrrver-
andi nemendur Ingibjargar úr Listdans-
skólanum, en Ingibjörg hætti störfum við
skólann fyrir nokkrum árum. Síðan þá hef-
ur hún hreint ekki setið auðum höndum.
„Ég kenndi alltaf listdanssögu og dans-
sögu og hafði áhuga á sagnfræði. Ég lét
því gamlan draum rætast og fór í sagn-
fræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist
þaðan fyrir nokkrum árum. Nú er ég í
fálmkenndri leit að efni í MA ritgerðina
mína. Það er svo gaman í skóla!“ segir
Ingibjörg og hlær.
Nú er rétti tíminn til að dansa
„Ég get ímyndað mér að Lára sé svo næm
að hún hafi lesið hugsanir mínar,“ segir
Sverrir Guðjónsson, sem kveðst einmitt
hafa verið að hugsa um það síðustu mán-
uði að nú væri rétti tíminn til að dansa.
„Ég hef reyndar alltaf dansað og mikill
dans í kringum mig. Ég hef fylgst mjög
náið með dansleikhúsinu og því sem hefur
verið að gerast þar. Lára frétti að ég væri
að gefa út sólóplötu þar sem ég nota
barnasönginn minn sem ramma; Sofðu mín
Sigrún, eftir Emil Thoroddsen. Þá var
Lára að vinna Von, þar sem hún skoðar
heim þriggja kynslóða. Hún ákvað að taka
barnasönginn minn með í verkið og hann
rammar það líka inn. Þetta kom eftir að
hún bað mig um að vera með í verkinu og
dansa. Það á mjög vel við mig að dansa.
Ég hef frumflutt mikið af nýrri tónlist sem
oft er mjög erfið. Mér finnst ég aldrei ná
almennilegu sambandi við tónlistina fyrr
en hún er orðin líkamleg, þannig að ég
finni hver innri hreyfing hennar er í lík-
amanum, þótt ég standi sjálfur kyrr.“
Í Von vinna listgreinarnar saman, dans,
leikhús, tónlist og myndlist, og það sama á
við um annað verk á sýningunni annað
kvöld, Áróra bórealis, sem er hluti mun
stærri dagskrár, sem íslenskir listamenn
sýna í sextaán borgum í Japan á næstunni.
Áróra bórealis er hugarfóstur Sverris. Þar
verður sönghópurinn Voces thules í far-
arbroddi, en einnig koma fram Marta
Halldórsdóttir söngkona, Örn Magnússon
píanóleikari, Ívar Örn Sverrisson og
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir dansarar, auk
Láru og Guðna Franzsonar. Íslensk mið-
aldatónlist er í forgrunni dagskrárinnar,
en einnig verk eftir Jón Leifs, Guðna og
fleiri. Lára samdi dansa við þann kafla í
verkinu sem sýndur er í Óperunni. Bún-
ingar og svið eru verk Elínar Eddu Árna-
dóttur en kvikmynd af Aurora Experience.
Tunglið er yfirskrift þáttarins sem sýndur
verður í Óperunni, með áherslu á trú, stríð
og náttúru.
Síðari sýningin á verkunum tveimur
verður á sunnudag kl. 17 í Íslensku óper-
unni.
Miðparið „Á þeim aldri horfist fólk í augu við allt
sem það gerði ekki meðan það var ungt.“ Vicente
Sancho í hlutverki sínu.
Elsta parið „Vonin er enn til þótt fólk sé orðið fullorðið og friður og sátt ríki í lífi þess.“ Ingibjörg Björns-
dóttir og Sverrir Guðjónsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Unga parið „Þegar maður er ungur er framtíðin
svo óráðin og allt getur gerst.“ Hannes Egilsson
og Saga Sigurðardóttir.
Vonin fylgir okkur gegnum lífið
Eftir Bergþóru
Jónsdóttur
begga@mbl.is