Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. desember 2005 | 13 Markaðurinn fyrir rokk-minjagripi hefur tekið kipp að undanförnu, en ekki er óalgengt að safnarar pungi út sem nemur sex og hálfri milljón íslenskra króna fyrir álitlega rokkgripi á borð við hljóðfæri og fatnað þekktra rokkara. Nýi markhópurinn samanstendur af rokkaðdáenda- kynslóðinni sem var á unglingsaldri á sjöunda og áttunda áratugnum en hefur nú komist í álnir. Þannig seld- ust t.d. á dögunum hand- skrifuð ljóð Bobs Dylans fyrir 78 þúsund banda- ríkjadala á árlegu rokk- og popp- vöruuppboði Christies-uppboðshald- arans. Blaðsnepill sem John Lennon hraflaði á textann að laginu „All You Need is Love“ var sleginn fyrir 1 milljón dala á uppboði í júlí. Þá seld- ist „Blackie“, Fender-rafmagnsgítar sem Eric Clapton notaðist við á ár- unum 1970 til 1985, fyrir tæpa millj- ón bandaríkjadala á uppboði í júní síðastliðnum. „Blómabarna-kynslóð- in er orðin óhóflega loðin um lófana og lítur á rokkminjagripasöfnun sem vænlega og gefandi fjárfestingar- leið,“ segir safnarinn Ed Kosinski um hinn blómstrandi rokkminja- gripamarkað.    Marilyn Manson gekk að eigaunnustu sína Dita Von Teese við látlausa athöfn á Írlandi í síðustu viku, að sögn tímaritsins People. Hinn um- deildi rokkari og kona hans gáfust hvort öðru frammi fyrir sex- tíu brúðkaups- gestum í borg- aralegri athöfn í kastala í eigu vin- ar en kvikmynda- gerðarmaðurinn Alejandro Jodor- owsky gaf hjónin saman. Manson er 36 ára að aldri, en Von Teese 33ja. Þau hafa verið par í fjögur ár og trú- lofuðust í fyrra.    Netvæðingin hefur endurlífgaðmarkaðinn fyrir tónlistar- myndbönd eftir lægð sem ríkt hefur í þeim efnum frá því um miðjan tí- unda árauginn. Þá hóf hin útbreidda tónlistarsjónvarpsstöð MTV að sýna veruleikasjónvarpsþætti í auknum mæli og var dregið verulega úr sýn- ingum tónlistarmyndbanda, þannig að aðeins allra stærstu stjörnurnar komust að með myndbönd sín. Nú hefur tónlistarmyndbandadreifing á netinu gjörbreytt landslaginu, og er hvarvetna hægt að hlaða niður stök- um myndböndum þekktra og minna þekktra hljómlistarmanna, m.a. í stykkjatali í gegnum iTunes Music Store, og á MySpace.com tónlist- arvefsíðunni sem hefur um 36 millj- ón notendur. Fyrir vikið hefur myndabandaframleiðsla aukist og hefur MTV-sjónvarpsstöðin hafið dreifingu tónlistarmyndabanda á Overdrive Channel á netinu, áþekk- um þeim sem einnig er að finna á Yahoo og AOL. Með auknum tæki- færum til að koma tónlistarmynd- böndum á framfæri hefur gróska færst í formið á ný, og nýta böndin sér óspart óhefðbundnari dreifileið- ir. My Chemical Romance birti t.d. nýja myndbandið að „I’m Not OK“ á MySpace.com áður en það var frum- sýnt á MTV-sjónvarpsstöðinni. Þá hyggjast Fall Out Boy gefa út tvær ólíkar myndabandsútgáfur titillags næstu smáskífu sinnar, aðra vin- sældarvæna fyrir MTV-dreifingu en hina djarfari fyrir óhefðbundna net- miðla. Með hinni nýju þróun eru tón- listarmyndbönd jafnframt orðin að söluvöru í sjálfu sér, ekki aðeins kynningarefni sem fylgir með hljóm- plötuútgáfu. My Chemical Romance Marilyn Manson Erlend tónlist Bob Dylan E nginn frýr Sinéad O’Connor hæfi- leika – hún er vissulega ein mesta söngkona poppsögunnar, en ýmsir hafa gert því skóna að hún sé ekki með öllum mjalla, ekki síst blaðamenn, sem taka fáu eins illa og frægu fólki sem vill fá að vera í friði. Það sannast ekki síst af því hve þeir hafa verið iðnir við að skrifa um hana rætnar og mein- legar fréttir og frásagnir þar sem allt er fært á versta veg og túlkað henni í óhag. Gekk svo langt fyrir nokkrum árum að hún birti auglýsingu í írsku blaði þar sem hún baðst undan frekari um- fjöllun sem hún sagði jaðra við einelti. Það má til sanns vegar færa að Sinéad O’Connor hafi fengið illa útreið hjá írskum fjölmiðlum og voru fjölmiðlar víða um heim iðnir við að skrifa fréttir af furðufuglinum Sinéad O’Connor, í það minnsta þar til frægðarsól hennar tók að hníga. Reyndar skýrist fréttaflutn- ingurinn að einhverju leyti af því að Sinéad hefur jafnan farið ótroðnar slóðir og lítt hirt um ann- arra umtal, sem sannast til að mynda á nýrri skífu hennar, Throw Down Your Arms, þar sem hún syngur nokkur sígild reggílög við undirleik nokk- urra fremstu tónlistarmanna Jamaica. Sinéad O’Connor vakti gríðarlega athygli á sín- um tíma fyrir breiðskífuna The Lion And The Cobra sem kom út 1987 er stúlkan var ríflega tví- tug. Platan var býsna fjölbreytt, pönkskotin, poppuð og krydduð írskri þjóðlagatónlist, og seg- ir sitt um hæfileika Sinéad að hún stýrði útsetn- ingum og upptökum á plötunni sjálf. Segir líka sitt um sjálfstæði hennar að hún gaf frat í við- teknar venjur um útlit söngkvenna, krúnurökuð og klædd í föt sem ýktu ekkert og gáfu ekkert í skyn. Hún var líka óspör á yfirlýsingar um að- skiljanlegustu hluti, gjarnan umdeild atriði og viðkvæm. The Lion And The Cobra seldist vel, en enn betur seldist næsta plata, I Do Not Want What I Haven’t Got, sem kom út í ársbyrjun 1990, ekki síst fyrir magnaða útgáfu hennar á Prince-laginu Nothing Compares 2 U. Sinéad O’Connor var orðin ein helsta stjarna síns tíma, en í stað þess að feta þá leið lengra fóru næstu ár í að komast und- an frægðinni. Tónlist með trúarlegu inntaki Am I Not Your Girl? kom út 1992, upp full með poppslögurum sem fluttir voru í stórsveitaútsetn- ingum með vægast sagt misjöfnum árangri. Í um- slagi plötunnar var að finna vísbendingu um að Sinéad væri á leið út úr poppinu, hafi einhver efast sem hlustað hafði á plötuna, og í viðtölum var hún ófeimin að gefa yfirlýsingar um það að hún hygðist snúa sér að tónlist með trúarlegu inn- taki. Í kjölfar Am I Not Your Girl? dró heldur úr vinsældum Sinéad en hún átti eftir að ná mun meiri frægð því í beinni útsendingu á vinsælum sjónvarpsþætti vestan hafs reif hún mynd af páfa í lok flutnings á Marley-laginu War. Þetta þótti Bandaríkjamönnum mikil goðgá og á einu augna- bliki varð Sinéad O’Connor fræg um gervöll Bandaríkin, ef ekki alræmd. Segir sitt að þegar henni var boðið að syngja á afmælistónleikum Bobs Dylans var hún púuð af sviðinu af gestum sem þangað voru komnir til að hylla mótmæla- skáldið. Erfið ár Næstu ár voru Sinéad erfið, enda var hún lögð í einelti af ýmsum miður þokkuðum blöðum og tímaritum. Hún hélt þó sínu striki, sneri sér nán- ast eingöngu að tónlist með trúarlegu sniði og þá enn frekar að rastafari-söngvum reggílistmanna, sjá til að mynda lagið Fire on Babylon sem var að finna á breiðskífunni Universal Mother sem kom út 1994. Fjórum árum síðan vígðist hún sem prestur í klofningshópi kaþólskra og á Faith and Courage, sem kom út fyrir fimm árum, gekk hún enn lengra í átt að rastafaritónlist. Sinéad O’Connor byrjaði feril sinn með af- bragðsplötu og sendi frá sér enn betri plötu í kjöl- farið en eftir það hallaði stöðugt undan fæti ef listrænn kvarði er lagður á verk hennar. Það kom því óneitanlega skemmtilega á óvart þegar Sean Nos Nua kom út 2002, en á henni færir hún írsk þjóðlög í reggítakt með góðum árangri. Enn betri er obbi laga á plötunni sérkennilegu She Who Dwells in the Secret Place Of The Most High Shall Abide Under The Shadow Of The Almighty, sem kom út 2004 og hefur meðal annars að geyma ýmisleg samstarfsverkefni. Í kjölfar hennar lýsti Sinéad O’Connor því síðan yfir að nú væri hún hætt að taka upp tónlist sem ekki fæli í sér trúar- legan boðskap, væri í trúarlegum anda. Þau fyrir- heit rætast síðan rækilega á Throw Down Your Arms. Trúarsöngvar rastafarimanna Í apríl síðastliðnum hélt Sinéad O’Connor til Jam- aica og hitti þar fyrir þá Sly Dunbar og Robbie Shakespeare sem hún réð til að taka upp með sér plötu af ýmislegum trúarsöngvum rastafarim- anna. Ekki er bara að þeir Sly & Robbie sjái um bassa og trommur heldur koma við sögu á plöt- unni fleiri frægir reggílistamenn; nægir að nefna þá Mikey Chung, Sticky Thompson, Dalton Brownie og Dean Fraser. Lögin á skífunni eru víða að, þrjú úr smiðju Winston Rodney, eða Burning Spear, sem er og einn helsti lagasmiður reggísögunnar þegar trúarhiti er annars vegar, lögin Jah Nuh Dead, Marcus Garvey, Door Peep, He Prayed og Throw Down Your Arms. Tvö lög eru frá Lee „Scratch“ Perry, snilldarverkið Curly Locks og Vampire. Peter Tosh á eitt lag, Down- pressor Man, og Y Mas Gan er lagið fræga með The Abyssinians svo dæmi séu tekin. Í spjalli fyrir ekki svo löngu lét Sinéad þau orð falla að hún þyrfti ekki að óttast um fjárhag sinn það sem eftir er og hefði því frelsi til að gera hvað það sem henni sýnist á tónlistarsviðinu. Hún hyggst og halda áfram á sömu braut, syngja um verðmæti sálarinnar, og er með í smíðum plötu með eigin lögum sem rata svipaða leið og farin er á Throw Down Your Arms. Sú skífa á heita Theo- logy og kemur út á næsta ári á hennar eigin merki, That’s Why There’s Chocolate and Vanilla, sama útgáfa og gefur út Throw Down Your Arms. Sinéad og verðmæti sálarinnar Á nýrri skífu Sinéad O’Connor, Throw Down Your Arms, syngur hún nokkur sígild reggílög við undirleik nokkurra fremstu tónlistarmanna Jamaica. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is E f finna ætti eitt orð til lýsa tónlist og tónlistarferli David Bowie kemur helst upp í hugann ögr- andi. Á fyrstu árunum, í lok sjö- unda áratugar síðustu aldar og í upphafi þess áttunda, var það kannski einna helst framkoman sem ögraði en síðar var það tónlistin. Bowie hefur alltaf farið sínar eigin leiðir og komið fram með tónlist sem er öðruvísi. Þetta kom einna skýrast fram á áttunda áratug síðustu aldar í trílógíunni, plötunum þremur sem hann gerði í samstarfi við Brian Eno, þ.e. Low, „Heroes“ og Lodger, en þær komu út í þessari röð frá 1977 til 1979. Nauðsynlegt er að sjálfsögðu að hlusta á plöturnar allar og í réttri röð. Því er hins vegar ekki að leyna að „Heroes“ er minnisstæð- ust. Titillagið á ekki lítinn þátt í því. Bowie fluttist til Berlínar í Þýskalandi á árinu 1977 eftir að Low kom út. Þar vann hann að „Heroes“ í upptökustúdíói sem var í um 200 metra fjarlægð frá Berlínarmúrnum. Og það kemur vel fram á plötunni. Hún er dökk og það er nánast eins og borgin sé eitt af hljóðfærunum. Mörg af lögum Bowie í gegnum tíðina hafa ver- ið flóknari en gengur og gerist í popptónlist. Það á hins vegar ekki við um titillagið „Heroes“. Upp- bygging lagsins er einföld, að mestu leyti ein- ungis þrír hljómar. Sándið, takturinn, textinn og söngurinn virka hins vegar fullkomlega. Bowie sagði einhverju sinni að textinn í laginu fjallaði um tvo elskendur sem búa sitt hvorum megin við Berlínarmúrinn. Gæsalappirnar um heiti lagsins séu til að undirstrika kaldhæðnina í því að ást þeirra sé hafin yfir Múrinn og þær deil- ur sem hann stóð fyrir. Og hann syngur: We can be heroes/Just for one day. Það er því ákveðin bjartsýni í laginu „Heroes“, en það sama verður ekki sagt um önnur lög plöt- unnar. Beauty and the Beast byggist á ævintýr- inu þekkta. Joe the Lion segir frá því þegar bandarískur gjörningalistamaður, Chris Burden, lét negla sjálfan sig á þak Volwswagen-bifreiðar. Blackout er hugsanlega frásögn af þeim ógöngum sem Bowie var kominn í vegna drykkju og annars óþverra áður en hann reif sig upp og fór til Þýska- lands. Þetta eru frekar svartsýnar lýsingar á hnignandi samfélagi. Sons of the Silent Age er þó í hressari kantinum og fjallar um pönktímabilið og nýbylgjuna og eitt af betri lögum plötunnar. Seinni hlið „Heroes“ er öll instrúmental að frá- töldu síðasta laginu, The Secret Life og Arabia, sem fjallar um kvikmyndina Lawrence of Arabia með öllum þeim leyndarmálum sem þar voru. Fyrsta lagið á seinni hliðinni er V-2 Schneider, óður til Florian Schneider í þýsku hljómsveitinni Kraftwerk, sem Bowie var sérstaklega hrifinn af. Hin lögin, Sense of Doubt, Moss Garden og Neu- köln eru öll í þyngri kantinum eins og heiti þeirra gefa til kynna. „Heroes“ er þung plata frá ögrandi listamanni, en titillagið er án nokkurs vafa eitt af perlum popptónlistarinnar. Kannski toppurinn á ferli David Bowie til þessa? Hetjur aðeins í einn dag „Heroes“ er þung plata frá ögrandi listamanni, en titillagið er án nokkurs vafa ein af perlum popp- tónlistarinnar. Poppklassík Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.