Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 12
12 B FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Vantar nýlega bíla á staðinn - innisalur - lífleg sala Opið sunnudag frá kl. 13-16. Funahöfða 1, 112 Reykjavík. www.notadirbilar.is ISUZU TROOPER 3.0 dísel 32“, nýsk. 2/99, ek. 163 þ., 5 g., 7 manna. Verð 1.590 þ. Tilboð 1.290 þ., lán 900 þ. TOYOTA LANDCR 100 VX DÍSEL 33“, nýsk. 7/00, ekinn 98 þ., álf., lúga, tems o.fl. Verð 4.590 þ. Ath. skipti. TOYOTA LANDCR 90 DÍSEL LX 33“, nýsk. 2/2000, ekinn 123 þ., ssk., álf. o.fl. Verð 2.690 þ. Ath. skipti. BMW X-5 4.4L Nýsk. 7/2001, ekinn 86 þ., ssk., álf., 18“, leður o.fl. Verð 4.550 þ. Ath. skipti. MITSUBISHI PAJERO SPORT GLS Nýsk. 7/2003, ek. 13 þ., ssk., álf. o.fl. Verð 3.190 þ. Ath. toppbíll. TOYOTA 4RUNNER TURBO DÍSEL árg. 1995, ekinn 230 þ. 5 g., 31“ dekk. Verð 890 þ. VOLVO V70 CROSS COUNTRY Nýsk. 10/2001, ekinn 35 þ., ssk., álf. o.fl. Verð 3.400 þ. CITROEN PICASSO árg. 2001, ek. 61 þ., 5 g., rauður. Verð 890 þ., áhv. 500 þ. LINCOLN AVIATOR LUXURY Nýsk. 2/2004 km 20 þ., ssk., leður o.fl. Verð 5.250 þ. Eikaleiga 95 þ. á mán.. LEXUS RX 300 Nýsk. 10/2000, ekinn 80 þ., ssk., leður o.fl. Verð 2.890 þ., lán 1.900 þ. Ath. skipti. OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR „ÞAÐ var fyrir 32 árum að ástarsam- band mitt við Saab hófst með því að ég eignaðist splunkunýjan Saab 99 L með 2,0 vél. Ég var þá að læra arkitektúr í Finnlandi og fór yfir til Svíþjóðar og náði í gripinn og flutti hann inn toll- frjálsan sem erlendur ríkisborgari. Þetta var árið 1973 en mér finnst eins og þetta hafi gerst í gær,“ segir Óli Hilmar Jónsson arkitekt, sem hefur átt 9 Saab-bifreiðar og ekið þeim um eina milljón kílómetra. „Ég var einlægur „Saabisti“ og aðrir bílar komu varla til greina á þessum árum. Þá var Saabinn mjög „original“, bæði 96 og 99 bíllinn , enda framleiddur af Saab-flugvéla- verksmiðjunum. Nafnið er skamm- stöfun á „Svenska airoplan aktiebo- lag“. Því miður átti ég þennan bíl aðeins í eitt ár, því ég hafði ekki efni á að borga tollana sem komu þegar árið tollfrjálsa var liðið. Næsti Saab- inn var líka 99 gerðin, þriggja ára leigubíll með 1,85 Leyland-vélinni. Hann var ekinn 270 þúsund kíló- metra og vélin farin að gefa sig svo ég skipti yfir í nýjan Saab 96 bíl ár- gerð ’76. Það voru mjög sérstakir bílar, bæði í útliti og akstri. Þeir voru fyrst með tvígengisvél en seinna með 1,6 V-4 vél sem var m.a. notuð í Ford- Taunus-bílana. Þessir bílar voru með stýrisskipt- ingu og fríhjólabúnaði og voru nokk- uð vinsælir hér á landi en sjást nú varla lengur. Líklega var toppurinn á Saab-ferl- inum hjá mér þegar ég eignaðist Saab 900 Turbo 16 ventla árgerð 1988. Vélin var tveggja lítra með tveim ofanáliggjandi kambásum og út úr henni fengust 180 hestöfl. Það var mjög gaman að spretta úr spori á þeim bíl og á honum var ég þegar ég var í mitt eina skipti á ævinni stöðv- aður fyrir of hraðan akstur. Þessum bíl ók ég í 250 þúsund kílómetra, en þá var hann eiginlega búinn. Þó var bæði búið að skipta um heddpakkn- ingu og taka upp túrbínuna. Þessi bíll var mjög bilanagjarn enda margt sem gat bilað. Undir vélarhlífinni var bókstaf- lega allt stútfullt af búnaði þannig að maður fékk hroll og lokaði sem skjót- ast aftur,“ segir Óli Hilmar. Liggur eins og pönnukaka Núna er Óli Hilmar búinn að gera upp, og fá aðstoð til þess, 18 ára Saab 90 sem er með 2,0 H-vélinni frá Saab sem hann segir að sé líklega besta vélin sem hefur verið í Saab-bílun- um. „Hún er með einum blöndungi, 100 hestöfl. Bíllinn er nokkuð þung- ur í stýri innanbæjar en á þjóðveg- inum er hann hins vegar alveg frá- bær og liggur eins og pönnukaka. Hann er ekinn 200 þúsund kílómetra og var farinn að ryðga talsvert. Auk þess hefur hann lent í tveim slæmum umferðaróhöppum og ber þess merki, þó að ég hafi látið berja í stærstu brestina. Flestir bílar hefðu farið á haugana eftir þessa reynslu, en Saabinn er afar sterkur, enda meiddist enginn í þessum óhöppum sem betur fer. Ég stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að henda þessum bíl eða gera hann upp. Þrjóskan sigraði og nú hefur þessi lífsreyndi 18 ára gamli Saab öðlast nýtt líf,“ segir Óli Hilmar. Hann segir að vinir hans á Bíla- verkstæðinu Auðbrekku 4 í Kópa- vogi eigi miklar þakkir skildar, en þeir hafa farið snilldarhöndum um gangverkið og séð um ryðbætur og sprautun. Bíllinn var rauður en er nú orðinn gulur sem fer vel við svarta gúmmí- stuðarana. Þessi bíll er með skrán- ingarnúmerið R-80272 sem Óli Hilm- ar segir að sé líklega með því hæsta sem enn sjáist á götunum. Óli Hilmar var spurður í lokin hvort hann æki enn um á Saab. „Nei, ég er búinn að skipta yfir í Nissan Primera sem er bæði liprari og spar- neytnari bíll, en það er gott að vita af börnunum á gamla góða sterka Saab. Einlægur „Saabisti“ lætur draum sinn rætast 18 ára Saab fær nýtt líf Óli Hilmar Jónsson við nýsprautaðan 18 ára ungling, Saab 90. Fyrsti Saabinn. Þessi mynd er tekin í háskólabænum Oulu í Norður-Finnlandi. Frumburðurinn Jón Agnar stendur á stuð- aranum með hjálp móður sinnar Kristínar S. Jónsdóttur. Saab 99, árg. 1974, í veiðiferð á Snæfellsnesi á síðustu öld. Börnin, Páll Ísólfur, t.v. , Guðrún Lilja og Jón Agnar klár í slaginn. Afi þeirra Jón Halldórsson við sinn Saab. Óli Hilmar Jónsson arkitekt hefur átt níu Saab sem hann hefur ekið um eina milljón km. Hann er einlægur „Saabisti“ og hefur nú látið gera upp 18 ára gamlan Saab 90. R-80272 gerður klár fyrir sprautun. IT-596, Saab 900 Turbo 16v/ doch , árgerð 1988, var fallegur og kraftmikill bíll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.