Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar KIA-verksmiðjurnar í Kóreu selja á erlendum markaði um 70 til 75% framleiðslunnar eða um 900 þúsund bíla af 1,2 milljóna bíla framleiðslu. Evrópuforstjóri Kia, Frakkinn Jean- Charles Lievens, segir að Kia stefni hátt í bílaframleiðslu heimsins á næstu árum. Hann segir fyrirtækið hafa náð góðri stöðu í Bandaríkjun- um, með fleiri Kía-bíla selda en bíla frá Volkswagen og BMW. „Þetta stafar af því að Kia stendur á gömlum merg í heimalandinu og býður vandaða framleiðslu. Við ætl- um að vera áfram með sterka hlut- deild í Asíu. Næsta skref er að ná betri stöðu á Evrópumarkaði,“ segir Lievens í samtali við Morgunblaðið. „Ameríka er eitt land en Evrópa er mun flóknari þar sem lög og reglu- gerðir geta verið mismunandi frá einu landi til annars og þar eru margs konar þröskuldar eins tungumál, skattar og síðast en ekki síst margir evrópskir bílaframleiðendur sem eru harðir keppinautar.“ Lievens nefnir sem dæmi um sókn á Evrópulönd nýja rannsóknar- og þróunarmiðstöð Kia í Rüsselsheim í Þýskalandi og að á miðju næsta ári verði opnuð verksmiðja í Slóvakíu þar sem framleiða á um 300 þúsund bíla og veita um 2.800 heimamönnum störf. Er það fjárfesting uppá 1,1 milljarð evra. Ekki er enn ákveðið hvaða tegundir verða framleiddar í þessari verksmiðju en líklega verða þær tvær eða þrjár. Þá segir hann að á síðasta ári hafi verið seldir um 180 þúsund Kia-bílar í Vestur-Evrópu og ætlunin sé að auka söluna í um 280 þúsund bíla á næstu árum. Árið 2002 voru seldir 80 þús- und bílar frá Kia í Evrópu. „Við stefnum svo ákveðið á Evrópu af því að við bjóðum bíla sem hæfa Evrópu- mönnum hvað varðar aðbúnað, tækni og liti og þeir bera líka þægileg nöfn. Þá höfum við boðið dísilvélar í öllum gerðum og það er mikil eftirspurn eftir þeim í mörgum löndum Evrópu. Þar stöndum við líka vel að vígi því Kórea er mikið dísil-land ólíkt því sem er í Japan sem hefur mjög litla markaðshlutdeild dísilbíla.“ Kia stefnir hátt á bílamarkaði Evrópu Morgunblaðið/jt Kia Rio er nýr fólksbíll sem Kia kynnti í Genf. Evrópuforstjóri Kia er Frakkinn Jean-Charles Lievens og tók hann nýlega við. TÉKKNESKI bílaframleiðandinn Skoda fagnar í ár 100 ára afmæli bílaframleiðslu sinnar en fyrirtækið er þó 10 árum eldra og hóf starfsemi sína með reiðhjólaframleiðslu. Ald- arafmæli bílaframleiðslunnar er m.a. minnst með því að setja á markað sérsniðnar afmælisútgáfur, Edition 100, af gerðunum Octavia, Fabia og Superb, en í þeim er meiri búnaður en vanalega. Á Genfar-sýningunni mátti sjá hugmyndabílinn Yeti á bás Skoda en það er eins konar sportbíll sem fram- leiðandinn segir að marka muni nokkuð stefnuna. Þetta verður fjöl- hæfur ferðabíll með framdrifi og í raun frekar lítill og segja talsmenn Skoda að það ekki þurfi alltaf stóra jeppa eða aldrif til að geta ferðast um erfiðar slóðir. Tæknimönnum Skoda var falið að setja fram hug- myndir um smáan og knáan ferðabíl sem hugsanlega færi í framleiðslu innan fárra ára. Þetta er gert í fram- haldi af góðum móttökum hug- skyggnast frekar inní framtíð Skoda hjá Vahland. Hann sagði langmestan hluta sölunnar vera í Evrópu og sé stefnt að því að auka markaðshlut- deild þar úr 1,7% í 2% meðal annars með landvinningum í austurhluta Evrópu. Þá horfir Skoda meira til Asíu en þegar er fyrir hendi verksmiðja í Indlandi. Til athugunar er að hefja framleiðslu í Kína og segir Vahland það lykilatriði til markaðssóknar í Asíu að reka verksmiðjur í álfunni. Skoda í 100 ár Morgunblaðið/jt Hugmyndabíllinn Yeti á að gefa nokkra mynd af bíl frá Skoda í mjög náinni framtíð. Winfred Vahland er aðstoðarforstjóri Skoda. myndabílsins Roomster sem Skoda kynnti í Frankfurt fyrir nærri tveim- ur árum. „Skoda mun áfram leggja áherslu á framleiðslu fólksbíla og við stefnum að því að framleiða ekki færri en 600 þúsund bíla kringum ár- in 2008 eða 2009 en í dag framleiðum við 450 þúsund bíla,“ segir Winfred Vahland, aðstoðarforstjóri Skoda, í samtali við Morgunblaðið. „Skoda- verksmiðjurnar eru þó að þreifa fyr- ir sér með fjölnotabílinn Roomster sem kynntur var fyrst sem hug- myndabíll árið 2003 og líklegt er að bíll sem byggður er að miklu leyti á þeirri hugmynd komist í framleiðslu á næsta ári.“ Horft til Asíulanda Vahland segir að Octavia hafi átt mikilli velgengni að fagna og ekki síður eftir að hann er nú fáanlegur sem skutbíll. Verið er að undirbúa næstu kynslóð af Fabia og þróa Sup- erb áfram en ekki var unnt að AÐALSTÖÐVAR hönnunardeildar Audi eru í Ingolstadt í Þýskalandi og þar starfa um 150 manns í nokkrum deild- um, ein sér um útlit, önnur um innréttingar, sú þriðja um liti og svo mætti áfram telja. Yfirmaður útlitshönnunar er Claus Potthoff og segir hann um þrjátíu manns starfa í sinni deild og álíka marga við hönnun innréttinga. En hvernig fer bílahönnun fram? „Hún er mikil samvinna margra sérfræðinga og eru það fyrst og fremst hönnuðir en einnig margs konar sérfræð- ingar á sviði tækni og verkfræði og af þrjátíu manna starfsliði við úthlitshönnun eru 22 sérfræðingar í hönnun og útliti en hinir á tæknisviðinu,“ segir Claus Potthoff í samtali við Morgunblaðið. Hægt er nú orðið að læra sér- staklega bílahönnun og segir hann fólk sækja slíka mennt- un í háskóla bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Áður fyrr voru iðnhönnuðir ráðandi en í dag segir hann yngri hönn- uði að mestu með sérfræðimenntun á sviði bílahönnunar. Potthoff segir að ferillinn sé oft langur og ráðist stefnan af ýmsum þáttum. Allt að fimm ára meðgöngutími „Frá því hugmynd kviknar eða er sett fram geta liðið allt að fimm ár þar til framleiðsla hefst og þar af tekur hönnunin sjálf um tvö ár þar til eiginleg lína er fundin. Þetta kemur meðfram af innblæstri og síðan vinnu og próf- unum eftir upplýsingum og rannsóknum á því að hverju skal stefna með viðkomandi bíl. Oft eru fyrstu hugmyndir um bíl mjög langt frá því sem verður ofan á, við tökum gjarnan þrjár til fjórar hugmyndir sem við vinnum talsvert með og síðan verður ein fyrir valinu og útfærð nánar.“ Claus Potthoff segir að eftir að línan sé fengin taki ekki langan tíma að ganga frá henni til framleiðslu þar sem tölvutæknin hafi mjög flýtt fyrir allri nákvæmnishönnun og útfærslu. „En þessi undirbúningsferill er oft býsna langur og hann verður að fá að hafa sinn tíma. Við gerum kannski líkan úr leir snemma á ferlinum, látum það liggja í daga eða vikur og komum svo að því aftur og sjáum að hægt er að gera betur,“ segir hann. „Það má líkja þessu við rauðvín, það batnar ef það fær nokkuð góða geymslu.“ Líkir hann starfi sínu við það að halda nokkur ár fram í tímann þegar hann lokar sig inni á vinnustofunni – og í dag er það kringum 2008 – en síðan hverfi hann eiginlega aftur til fortíðar þegar hann fer heim. „Þá finnst okkur líka stundum að nýjustu bílarnir séu orðnir nokkuð gamlir þeg- ar þeir eru frumsýndir og eru splunkunýir fyrir öllum öðr- um.“ Í framtíðinni í vinnunni en fortíðinni heima Morgunblaðið/jt Claus Potthoff er aðalhönnuður ytra útlits bílanna hjá Audi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.