Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar HAUSTIÐ 2003 frumsýndi Suzuki hugmyndabílinn S á bílasýningunni í Frankfurt. Bíllinn vakti mikla at- hygli þar sem hönnun var í mörgu ólík því sem áður hafði sést frá Su- zuki og öllum var ljóst að þarna var kominn smjörþefurinn af nýjum Suz- uki Swift. Ári seinna sýndi Suzuki svo S-hugmyndabílinn á bílasýning- unni í París, og nú í blæjugerð. Ekki síður athyglisverð hönnun og ljóst að bíllinn ber blæju líka vel. Fyrr í vik- unni kynnti Suzuki síðan nýja kyn- slóð Swift sem byggð er að verulegu leyti á S-hugmyndabílnum í fursta- dæminu Mónakó. Blaðamaður hélt þangað til að reynsluaka bílnum, sem boðinn verður með 1,3 l og 1,5 l bens- ínvélum og 1,3 l dísilvél, fimm og þrennra dyra. Það var kannski ekki alveg í takt við vélarkostinn í Swift að reynsluaksturinn fór m.a. fram á sömu vegum og Formúla 1 keppnin í Monte Carlo – en gaman var það. Swift er hannaður með þarfir Evr- ópumannsins í huga. Þess vegna er hann stærri en áður og mun há- byggðari. Hann verður framleiddur í Ungverjalandi fyrir Evrópu en fyrir markaði í Asíu verður hann fram- leiddur í Japan, Kína og Indlandi. Bíllinn er dálítið á reiki í stærð- arflokkun. Hann er stærri en t.d. Opel Corsa og Toyota Yaris, en minni en bílar í C-stærðarflokknum, (VW Golf, Opel Astra o.fl.). Helstu samkeppnisbílarnar verða Toyota Yaris, Peugeot 207, Opel Corsa og VW Polo. Úti í Mónakó var bíllinn prófaður með stærri bensínvélinni og dísilvél- inni, beinskiptur, en þó með sitthvor- um fimm gíra kassanum. Einnig verður boðið upp á fjögurra þrepa sjálfskiptingu með handskiptivali með 1,5 l bensínvélinni og fimm þrepa hálfsjálfskiptingu með minni bensínvélinni, sem ekki gafst tæki- færi til að prófa að þessu sinni. Lítill en rúmgóður borgarbíll Það fyrsta sem mætir auganu þeg- ar nýr Swift er skoðaður er mikil sporvídd bílsins og virkilega sport- legur framendi með stórum fram- lugtum og loftinntaki. Hann er frem- ur hár en breiður og virkar sportlegur á vegi – maður fær strax á tilfinninguna að hann eigi eftir að liggja vel. Þegar sest er inn verður vart við stærstu breytinguna; Swift hefur breyst úr litlum þröngum borgarbíl í lítinn, en afar rúmgóðan borgarbíl. Það er t.d. óvenjuhátt til lofts í bíln- um sem er mikill kostur, ekki síst í aftursætum, og auðveldara er fyrir vikið að umgangast bílinn; setjast inn í hann og fara út úr honum. Far- angursrýmið er að sönnu ekki mikið, frekar en í öðrum bílum í þessum stærðarflokki, en með því að fella niður sætisbökin og velta síðan sæt- unum upp að framsætisbökunum skapast gott pláss fyrir talsverðan farangur; fer úr 213 lítrum í 562 lítra. Sömuleiðis er sætastaðan í bílnum hærri sem eykur bæði yfirsýnina út úr bílnum og gerir langan akstur síð- ur þreytandi. Smekklegur frágangur er á öllu í innanrýminu; stýrið komið með fjölrofastillingar, innbyggð hljómtæki eru með gegnsæjum plastglugga og í bensínbílnum var meira að segja leiðsögukerfi af ein- földustu gerð, sem greinilega er val- búnaður á einhverjum mörkuðum. Það stakk samt í stúf við vandaðan fráganginn að efnisvalið var ekki alls staðar eins og við hefði mátt búast. Þannig voru hurðarhúnar að innan úr harðplasti. Sætin eru með hæð- arstillingu og aftursætisbökin er hægt að leggja niður og fella sætin sjálf upp að framsætunum og mynda þannig mikið farangursrými. Á slóðum Formúlu 1 fáka Leiðin lá um götur Monte Carlo, meðal annars um fræg undirgöng þar sem Formúlu 1 fákar þeytast um á ofurhraða. Síðan var farið um sveit- ir í kring þar sem allt er undirlagt af vinkilbeygjum og undirgöngum. Þarna reyndi því á undirvagninn. Bíllinn er afar stöðugur á vegi, eins Swift á Form- úlu 1 brautum í furstadæminu Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Swift er sportlegur með stór loftinntök og á 15" felgum. Snotur frágangur er inni í bílnum og sætishæð stillanleg. Menn sitja hátt í Swift en samt er lofthæðin inni í bílnum næg. Bíllinn kemur líka með 1,3 l dísilvél með samrásarinnsprautun. Há hliðarlína og sveigð afturljós eru áberandi útlitseinkenni. REYNSLUAKSTUR Suzuki Swift Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.