Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 2
BMW lýsti því yfir sl. þriðjudag að sala á BMW ökutækjum hefði aukist um 7,3% í febrúar. Sala á BMW fólksbílum og jepp- um fór í 69.632 bíla í mánuðinum og sala á BMW jókst á sama tíma um 5,5%, fór í 13.556 bíla. Þá voru 40 Rolls-Royce Phantoms seldir í febrúar. Sala á öllum gerðum BMW jókst um 8,5% í febrúar. Söluaukning hjá BMW HYUNDAI Motor Co. hefur gert nýjan samstarfssamning við FIFA, Alþjóða- knattspyrnusambandið. Samningurinn er til átta ára, eða frá árinu 2007 til ársloka 2014, og felur í sér að Hyundai verði áfram einn af sex meginstyrktaraðilum sam- bandsins. Þetta þýðir að Hyundai mun áfram sjá mótstjórnum HM keppninnar fyrir bílum sem flytja m.a. keppnisliðin og dómara á milli staða. Núverandi samn- ingur Hyundai við FIFA gildir út árið 2006, en Hyundai hefur jafnframt styrkt UEFA vegna EM með svipuðu móti. Samning- urinn var undirritaður af Joseph S. Blatter, forseta FIFA, og Kim Dong-Jin, aðstoð- arforstjóra Hyundai, á bílasýningunni í Genf. Hyundai semur við FIFA 2 B FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar PORSCHE mun innan tíðar hefja framleiðslu á nýjum bíl sem kall- ast Cayman. Þetta verður hrein- ræktaður sportbíll og stærðin er mitt á milli 911 Carrera og Boxs- ter. Hann verður tveggja sæta og með sex strokka boxervél fyrir miðjum bílnum. Vélin er 3,4 lítra og mun skila 295 hestöflum, eða 35 hestöflum meira en Boxster S. Verðið á Cayman, sem er nafn á krókódílategund, verður mitt á milli 911 Carrera og Boxster. Nafnið á bílnum er fengið að láni úr dýraveröldinni. Cayman til- heyrir krókódílategund sem er fremur lítil en ákaflega kvik í hreyfingum og sterk. Hér sést Cayman við prófanir í Þýskalandi fyrir skemmstu. Cayman – minni en Carrera en stærri en Boxster Porsche Cayman verður stærri og aflmeiri en Boxster. NISSAN 350Z Roadster blæjubíllinn hefur verið valinn blæjubíll ársins af dómnefnd sem starfaði í tengslum við bílasýn- inguna í Genf. Dómnefndin hefur valið blæjubíl ársins á bílasýningunni í Genf síðan 1994. Verðlaunin í Genf eru þau 42. í röðinni síðan bíllinn kom á markað, og þau tólftu í Evrópu. Blæjubíllinn er nú að koma á markað í Evrópu og var fjallað um hann í reynsluakstri í síðasta bílablaði. Það varð að hafa blæjuna uppi í rigningunni í Lissabon. Nissan 350Z Roadster valinn blæjubíll ársins ÞAÐ skiptir stöðugt meira máli við val bílkaupenda að útkoma úr öryggisprófunum hafi verið viðun- andi. Einn besti mælikvarðinn er útkoma úr prófunum hins evr- ópska prófunarapparats Euro NCAP, sem Alþjóðabílasambandið, FIA, á heiðurinn af að stofna til. Peugeot 1007 fékk í nýjustu árekstraprófun Euro NCAP fimm stjörnur, eða fullt hús stjarna, og fer þar í flokk með öruggustu bíl- um í efri stærðarflokkum, sem al- mennt eru taldir öruggari bílar en minni og léttari bílar. Ljónið fékk þó aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum hvað varðar hönnun á framenda sem miðast að því að draga úr meiðslum við ákeyrslu á gangandi vegfarendur. Tveir aðrir nýir bílar voru í nýj- ustu prófun Euro NCAP. Honda FR-V-fjölnotabíllinn, sem ennþá er ókynntur á Íslandi, og sömuleiðis splunkunýr Suzuki Swift, sem fjallað er um ítarlega í reynslu- akstri sem tekinn var í Monte Carlo sl. þriðjudag á bls. 4 í blaðinu dag, fengu fjórar stjörnur fyrir vasklega vörn fyrir bílstjóra og farþega við árekstur á fram- anverðum bílnum. Annars voru niðurstöður Euro NCAP eftirfar- andi: Honda FR-V: Öryggi vegna árekstrar að framan: 4 stjörnur  Öryggi vegna barna í bílnum: 3 stjörnur  Ekið á gangandi vegfaranda: 3 stjörnur Peugeot 1007:  Öryggi vegna árekstrar að framan: 5 stjörnur  Öryggi vegna barna í bílnum: 3 stjörnur  Ekið á gangandi vegfaranda: 2 stjörnur Suzuki Swift:  Öryggi vegna árekstrar að framan: 4 stjörnur  Öryggi vegna barna í bílnum: 3 stjörnur  Ekið á gangandi vegfaranda: 3 stjörnur Peugeot 1007 öruggasti smábíllinn Honda FR-V fékk fjórar stjörnur vegna áreksturs að framan. Peugeot 307 fékk fullt hús stiga, eða þrjár stjörnur fyrir varnir fyrir börn. Nýr Suzuki Swift fékk fjórar stjörnur vegna áreksturs að framan. DÓMNEFND 48 þekktra bílablaðamanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að titillinn Heimsbíllinn 2005, sem nú er veittur í fyrsta sinn, falli í skaut Audi A6. Audi A6 skýtur þar með 35 keppinautum úr öllum stærð- arflokkum ref fyrir rass. Viðurkenningin var veitt að kvöldi 16. febrúar sl. í tengslum við alþjóðlegu bílasýninguna í Toronto í Kanada. Í dómnefndinni voru fulltrúar helstu svæða bifreiðamarkaðarins og leiðandi fjöl- miðla á sviði bílgreina í heiminum. Bílarnir 36 voru metnir út frá eiginleikum framleiðsl- unnar og vegna annarra eiginleika. Það að bifreiðin er „hrífandi“ hefur því greinilega vægi rétt eins og öryggi, umhverfisáhrif og verðlagning. Titillinn Heimsbíllinn 2005 er nýjasta við- bótin við margar viðurkenningar sem bílnum hefur hlotnast síðan hann kom á markað á síðasta ári. Hann hefur m.a. hlotið Auto Trophy frá tímaritinu Auto Zeitung, Auto1 frá tímaritinu Auto Bild, Gullna stýrið frá þýska dagblaðinu Bild am Sonntag, útnefnd- ur Besti bíllinn/lúxusbílaflokkur af lesendum tímaritsins Auto, Motor und Sport og félag bifreiðaeigenda í Þýskalandi, ADAC, veitti honum hinn svonefnda Gula engil. Audi A6 valinn Heimsbíllinn 2005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.