Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 B 11 bílar P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali Buy your next car directly from USA and Canada and save lots of kroners www.natcars.com Opiðfrákl.12-16laugardaga Söluumboð: Bílássf.,Akranesi - BSA,Akureyri - Betribílasalan,Selfossi - SGBílar,Reykjanesbæ 1.795.000kr. Komdu,reynsluaktuoggerðuverðsamanburð. Gæðineruaugljós. Gegnheilgæðioggottverð Kynntuþérfjöldafreistanditilboða! Sími5405400 Mazda3ersérstaklegaríkulegabúinnbíllþarsemsaman fara falleghönnun,frábærireiginleikarogeinstaktverð. H im in n o g h a f / SÍ A Mazdaerjapanskurbíll,framleiddurí Japan semvermirnútoppsætið samkvæmtstærstugæðakönnunEvrópu ogskararframúrhvaðvarðarendinguoglágabilanatíðni. Aukahlutir á mynd: álfelgur og vindskeið á afturhlera Mazda3T5dyra1,6l kostaraðeins tækin, hraðastilli og hraðatakmark- ara, og í betur búnu gerðunum einnig rofa fyrir síma og aksturs- tölvu. Þá er það líka stór kostur að hafa þessa stjórnrofa alltaf í sömu stöðunni en þeir færist ekki til með stýrinu þegar beygt er. Stafrænir mælar Rétt ofan við stýrismiðjuna er lítill skjár með stafrænum snún- ingshraðamæli, og þegar snúnings- viljug 1,6 lítra vélin er komin á um 6.500 snúninga á mínútu kviknar rautt ljós í bakgrunni mælisins og gefur þannig til kynna að vélin vilji ekki snúast hraðar. Það sem þó setur hvað mestan svip á innréttinguna er stór hattur ofan á mælaborðinu þar sem er að finna stóran, stafrænan hraðamæli og verður slíkum mæli vart fundinn betri staður því hann er í beinni sjónlínu ökumanns sem ekki þarf að líta af veginum nema örskots- stund til þess að sjá hraða bílsins. Skjárinn sýnir líka hve langt er hægt að aka miðað við bensín á tanki, vegalengdir og fleira. Úti- hitamælir er síðan tengdur inn á skjáinn fyrir hljómtækin sem er neðan við miðstöðvarristarnar í mælaborðinu. Mælaborðið sjálft er klætt mjúku plastefni og frágangur allur eins og hann gerist bestur, en þó saknar undirritaður þess að hafa ekki geymsluhirslu með loki á milli sætanna, en þar er einungis að finna eina glasahöldu. Ökumaður hefur gott rými fyrir sig og stýrið er með halla og veltu og framsætin eru með upphitun og hæðarstillingu. Þar sem bíllinn er mikið dropalagaður er hægt að kvarta undan heldur litlu höfuð- rými í aftursætunum, og þar er líka heldur þröngt um fullorðna far- þega, eins og gengur og gerist í bíl- um í c-stærðarflokki. Þá verður ekki heldur sagt að farangursrýmið sé mikið; 350 lítrar, sem er reyndar hið sama og í VW Golf og Ford Focus. Sportleg 1,6 lítra vél Eins og fyrr segir var 2,0 l dís- ilvélin prófuð í C4 í Frakklandi og er þar á ferðinni afar skemtilegur vélarkostur með 320 Nm tog. 1,6 l bensínvélar eru algengastar í litlum millistærðarbílum hérlendis og flestar eru þær svipaðar milli fram- leiðenda. Þess vegna kom það skemmtilega á óvart hve PSA-vélin er viljug til að snúast og skilar mik- illi vinnslu á háum snúningi. C4 1,6 er auðvitað enginn kraftabíll en samt kemur vélin á óvart fyrir skemmtilega vinnslu. Hún er full- komlega boðlegur kostur og spar- neytin þar fyrir utan. Eyðsla í blönduðum akstri er 7,1 lítri en fer niður 5,7 lítra í þjóðvegaakstri og upp í 9,5 í borgarakstri. Það er meira að segja eftirsóknarvert hljóð frá vélinni á háum snúningi. C4 keyrir vel og er allur hinn fyrirsjáanlegasti í akstri. Hann er hljóðlátur og með eina minnstu loftmótstöðu í þessum stærðar- flokki, 0,29 cd í fimm dyra bílnum. Hliðarrúður eru samlímdar sem eykur hljóðeinangrun. Bíllinn er á diskahemlum, kældum að framan, og staðalbúnaður er m.a. ABS og EBD, stöðugleikastýring og síðan verður hægt að velja úr margvís- legum aukabúnaði. Citroën C4 er athyglisverður kostur í þessum stærðarflokki en baráttan um hylli bílkaupenda er hörð því fyrir eru miklir ágætisbíl- ar, eins og nýir VW Golf og Opel Astra, Mazda3, Toyota Corolla og Peugeot 307. Þarna getur því allt snúist um krónur og aura og jafn- framt staðalbúnað. C4 kemur þarna nokkuð sterkur inn og kostar 1.920.000 kr. beinskiptur og afar vel búinn að öðru leyti (sjá upptaln- ingu á staðalbúnaði í tækniupptaln- ingu). VW Golf 1.6 Trendline kost- ar beinskiptur 1.990.000 kr., Opel Astra 1.6 beinskiptur kostar 1.895.000 kr., systurbíllinn Peugeot 307 XT 1.990.000 kr., Mazda3 T 1.795.000 kr. Um þessa bíla gildir að þeir hafa minni staðalbúnað en C4. Einkar sportleg 1,6 lítra bensínvél hæfir bílnum ágætlega. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.