Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 B 13 bílar SAMKEPPNISRÁÐ hefur í Ákvörðun nr. 9/2005 komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá-Al- mennar tryggingar hafi brotið gegn 10 gr. samkeppnislaga með því að hafa átt í verðsamráði við Tryggingamiðstöðina hf. og Vá- tryggingafélag Íslands hf. Í fréttatilkynningu frá Bíl- greinasambandinu segir að í ákvörðun ráðsins komi fram að tryggingafélögin hafi á árinu 2002 brotið gegn 10. gr. samkeppnis- laga og samráðið hafi falist í eft- irfarandi:  Tryggingafélögin gerðu sam- eiginlega samanburð á Cabas-kerf- inu og eldra tjónamatsfyrirkomulagi. Telur samkeppnisráð að í þessari sam- vinnu hafi falist samráð trygginga- félaganna um að meta hækkunar- þörf á tímagjaldi verðstæða og með því hafi félögin brotið gegn banni samkeppnislaga um verð- samráð.  Samkeppnisráð telur að tryggingafélögin hafi í kjölfar framangreinds samanburðar kom- ið sér saman um viðmiðunarverð sem þau hafi ætlað að nota í samn- ingaviðræðum við verkstæði um verð á Cabas-einingu.  Telur samkeppnisráð að tryggingafélögin hafi einnig í kjöl- far samanburðar á eldra matsfyr- irkomulagi og Cabas-kerfinu haft samráð um kaupverð á viðgerð- arþjónustu af P. Samúelssyni ehf. sem rekur eitt stærsta bifreiða- verkstæði landsins. Tvö tryggingafélög VÍS og TM hafa lokið þessu máli með sátt og greiðslu sekta. Sjóvá fellst ekki á þessa nið- urstöðu. Í fréttatilkynningu Bílgreina- sambandsins segir að vert sé að benda á ýmis atriði sem koma fram í ákvörðun samkeppnisráðs. Þar segir ma. að tryggingafélögin hafi gert samkomulag við P. Sam- úelsson ehf. um að fyrirtækið framkvæmdi samanburðarrann- sóknir á Cabas-kerfinu og eldra tjónamatskerfi yfir ákveðið tíma- bil. Jafnframt segir að gögn máls- ins sýni að í þessum aðgerðum hafi falist samvinna tryggingafélag- anna um mat á hvernig verð til verkstæðanna þyrfti að breytast við þessa kerfisbreytingu. Í bréfi Sjóvár-Almennra til Samkeppnis- stofnunar kemur fram að niður- staðan hafi orðið sú að gjald fyrir einstök verk þyrfti að vera 57% hærra en samkvæmt eldra fyrir- komulagi. Engin önnur verkstæði voru skoðuð eða samanburður gerður á öðrum verkstæðum en þessu stóra sérhæfða verkstæði sem um var að ræða. Þá var held- ur ekki skoðað hvernig þessi atriði gætu hugsanlega horft við á lands- byggðinni eða við mismunandi að- stæður. Auk þess ber að hafa í huga að eldra tjónamatskerfi var huglægt mat og samanburður á grundvelli fárra tjóna á sérhæfðu verkstæði gefa engan grunn til að finna eina prósentuhækkun fyrir öll verk- stæði og mörg þúsund tjón. „Samkvæmt gögnum samkeppn- isráðs kemur fram að verulegur munur er á því hvernig menn meta þessar samanburðarrannsóknir. Þannig sýndi niðurstaða P. Sam- úelssonar ehf.mun hærra verð fyr- ir hverja CABAS einingu, en vá- tryggingafélögin vildu sætta sig við. Þá kemur einnig fram í skjöl- um Samkeppnisstofnunar, að frá því um miðjan júlí 2002 hafi öll fé- lögin miðað við verð fyrir hverja Cabas-einingu í áætlunum sínum, sem var enn lægri en þau höfðu áður fengið úr samanburðarmæl- ingunum. Félögin beittu yfirburðarstöðu sinni á markaðnum til að fá verk- stæðin til að semja um Cabas á þessu verði án þess að þeim væri gefinn kostur á að kynna sér for- sendur fyrir niðurstöðu saman- burðarverkefnis félaganna og P. Samúelssonar ehf. Verkstæðin áttu fárra kosta völ því trygginga- félögin óskuðu eindregið eftir því að gerður yrði samningur. Verk- stæðum var gert ljóst að ef menn semdu ekki þá yrðu þeir ekki á skrá hjá viðkomandi trygginga- félagi og kynningar og auglýsingar verkstæða sem ekki skrifuðu undir samning yrðu fjarlægðar úr aug- lýsingarekkum hjá tryggingafélög- unum. Í raun má segja að ferlið frá miðju ári 2002 hafi einkennst á því að tryggingafélögin hafi lagt fram við verkstæðin drög að samningi ásamt krónutölu. Rök og gögn verkstæða voru alfarið hunsuð. Þetta er raunin alveg til dagsins í dag því allir þessir samningar eru mjög einhliða og má t.d. benda á að óskir um endurskoðun samn- inga nú í kjölfar launahækkana um síðustu áramót svo og vegna hækkana annarra kostnaðarliða hafi í flestum tilfellum fallið í mjög grýttan jarðveg. Þá ber að líta á að Cabas-tjóna- matið er nýjung og í sjálfu sér gott kerfi. En ýmis túlkunaratriði og mismunandi verklag og aðstaða á Íslandi miðað við Svíþjóð þar sem vinnumælingar kerfisins fóru fram hafa kallað á að túlka og skilgreina þarf mörg atriði. Niðurstaða þessa er almennt á þann veg að það eru tryggingafélögin sem hafa síðasta orðið varðandi þessa túlkun,“ segir í fréttatilkynningu Bílgreinasam- bandsins. Ákvörðun samkeppnisráðs um verðsamráð tryggingafélaga Sjóvá brotið gegn samkeppnislögum Morgunblaðið/Árni Sæberg Samkeppnisráð telur að tryggingafélögin hafi haft með sér samvinnu og í henni hafi falist samráð þeirra um að meta hækkunarþörf á tímagjaldi verkstæða. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Britax barnastólar frá Bílanaust Sími 535 9000 www.bilanaust.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.