Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 15
FC Stack vetnisvespan frá Honda er mikil um sig miðja en telst þó vera sam- bærileg við 125 rúmsentimetra bensínhjól í afli. ÞÓTT bensín sé eldsneyti lang- flestra mótorhjóla hafa nýlega komið fram nokkrir áhugaverðir gripir sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum. Ný- lega pantaði bandaríski herinn 522 mótorhjól frá Kawasaki er ganga fyrir dísilolíu. Er þetta fyrsta fjölda- framleidda dísilmótorhjólið fyrir heimsmarkað, en áður hafði Royal Enfield í Indlandi framleitt einfalt dísilmótorhjól. Hjólið er byggt á traustum grunni KLR650-hjólsins og er vélin 584 rúmsentimetrar og skilar 28 hestöflum. Hámarkshrað- inn er 140 km á klst. og eyðir hjólið rétt innan við 2,5 lítrum á hundraðið. Aðalkostur dísilolíunnar, að mati bandaríska hersins, er að einfaldara er að fá eldsneyti á hjólið við styrj- aldaraðstæður þar sem það getur fengið það af næsta skriðdreka ef því er að skipta. Rafdrifinn krossari Electric Moto er nýtt krosshjól með rafmagnsmótorsem hefur svip- að afl og hjól með 200 rúmsentimetra bensínmótor en er hávaðalaust. Hjólið er byggt á léttri grind og hafa þekkt nöfn eins og Travis Pastrana og Mike Metzger prófað gripinn og hrifist af eiginleikum hans. Er það aðeins nokkrum hestöflum kraft- minna en Honda XR250 en hvorki meira né minna er 35 kílóum léttara. Auk þess hefur það meira snúnings- vægi í afturdekk sem skilar sér í betra viðbragði frá inngjöf. Hægt er að stilla næmi hennar og líka afl hjólsins með tölvu. Drægni hjólsins er þó takmörkuð sem er Akkilesarhæll allra rafknú- inna fararækja. Rafmagnshjól virð- ast þó eiga framtíð fyrir sér því að samkvæmt japanska mótorhjóla- tímaritinu Cycle Press er áætlað að einn milljarður rafdrifinna mótor- hjóla verði kominn á markað árið 2020. Vetnisknúin vespa Honda hefur kynnt aðra útgáfu FC Stack-vetnisvespu sinnar sem er bæði minni og léttari en áður. Hjólið er nú svipað að afli og þyngd og sam- bærilegt 125 rúmsentimetra hjól. Unnið er að því að bæta farangurs- rými hjólsins til samræmis við venju- leg bensínknúin hjól en vetnisrafall- inn tekur meira pláss frá miðju þess. Honda er einnig með tilraunatvinn- hjól sem er byggt á 50 rúmsenti- metra Dio Z4-skellinöðrunni. Það er 10 kílóum þyngra en bensínhjólið en rafmótorinn, sem er hjálparmótor, gerir það að verkum að eyðslan er næstum helmingi minni. Einnig los- ar það 37% minna af koltvíoxíði út í andrúmsloftið. Eins og í tvinnbílum hleður hjólið rafgeyminn með þeirri umframorku sem verður til við hemlun og slekkur sjálfkrafa á bensínmótornum þegar stoppað er. Fer vélin svo aftur í gang um leið og gefið er inn. Njáll Gunnlaugsson Umhverfisvæn mótorhjól Electric Moto er aðeins 75 kíló og hefur úr allt að 18 hestöflum að spila, en létt- leiki er fyrir öllu í litlum krossurum eins og þessum. Kawasaki hefur selt bandaríska hernum þessi dísilknúnu torfæruhjól sem byggja töluvert á hinu trausta KLR650 hjóli. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 B 15 bílar BELGÍSKA mótorhjólablaðið Motor- Wereld tilkynnir á hverju ári hvaða mótorhjóli hlotnast titillinn Mót- orhjól ársins í heiminum. Safnað er saman tilnefningum frá 12 stærstu mótorhjólatímaritum í 12 löndum. Meðal tímarita sem taka þátt í könnuninni eru Cycle World frá Bandaríkjunum, AMCN frá Ástralíu, Bike frá Bretlandi, MO frá Þýska- landi og Auto-By frá Japan. Önnur lönd sem taka þátt í valinu eru Grikkland, Frakkland, Noregur, Spánn, Holland og Ítalía. Að þessu sinni var það hið nýja BMW R1200GS sem hlotnaðist þessi heiður en fast á hæla þess kom Kawasaki ZX-10R. Meðal kosta BMW-hjólsins voru nefndar frábærar bremsur, gott afl, mikil þægindi, langdrægni og þýsk gæði. Einnig var sérstaklega bent á bætta aksturs- eiginleika, ekki síst fyrir það að hjól- ið er um 40 kílóum léttara en fyrri kynslóð þrátt fyrir stærri mótor. ZX-10R var mest hampað fyrir hrátt afl og um leið frábæra akst- urseiginleika enda var mjótt á mun- unum milli þessara hjóla. Í þriðja sæti kom svo nýjasta kynslóð Yam- aha R1-ofurhjólsins, en það hjól keppir við Kawasaki-hjólið um at- hygli kaupenda í þeim flokki. Njáll Gunnlaugsson BMW R1200GS-hjólið þykir æði sérstakt en um leið úthugsað. Sem dæmi um það er goggurinn svokallaði fyrir ofan frambrettið en hann þrýstir hjólinu niður að framan sem tryggir 50% meira grip á framdekkinu. BMW R1200GS valið mótor- hjól ársins LÍKUR eru á því að MG Rover, einn af síðustu bresku bílafram- leiðendunum, verði innan tíðar í eigu Shanghai Automotive Ind- ustry í Kína, SAIC. Gangi þetta eftir flyst stór hluti af framleiðsl- unni til Kína. Samningaviðræður hafa staðið yfir um málið í marga mánuði, að því er fram kemur í Financial Times. Þar kemur fram að MG Rover sé að selja fram- leiðslu á Rover 25 til SAIC, sem þýðir að nálægt 2.000 manns missa vinnu sína í Englandi, sem er þriðj- ungur af heildarstarfsmannafjölda MG Rover. SAIC hefur lýst yfir áhuga á að eignast 75% eignar- hluta í MG Rover. Líkur á að MG Rover verði selt til Kína?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.