Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar H yundai Sonata, fimmta kyn- slóð næststærsta fólksbíls- ins frá Hyundai, var kynnt í Þýskalandi nýverið fyrir blaðamönnum og má segja að bíllinn hafi gengið gegnum mikla endurnýj- un lífdaga. Hyundai-verksmiðjurnar kóresku framleiða sem kunnugt er nokkrar gerðir fólksbíla og jeppa og auk þess sem þessi nýja gerð Són- ötunnar kemur nú fram frumsýndi framleiðandinn nýja gerð lúxusbílsins Grandeur á bílasýningunni í Genf sem nú er að ljúka. Talsmenn Hyundai segja áfram einblínt á tækni og gæði en auk þess sem útlit þessarar fimmtu kynslóðar er gjörbreytt eru nýjar vélar í boði, fjöðrun er endurhönnuð og allur að- búnaður hið innra er nýr og ferskur. Tíu milljónir bíla Werner Frey, aðstoðarforstjóri Hyundai í Evrópu, sagði við kynn- inguna í Þýskalandi að Hyundai hefði á árunum frá 1967 þegar bílafram- leiðslan hófst fyrir alvöru og þar til í fyrra framleitt um tíu milljónir bíla. Fyrirtækið væri nú sjötti stærsti bílafram- leiðandi heims og í þriðja sæti yfir innflutta bíla til Evrópu. Sagði hann fyr- irtækið státa af 170% söluaukningu á síðustu tíu árum. Hyundai hefði alltaf talið Sónötuna vera eina mikilvægustu tegund sína frá því bíll- inn fyrst kom á markað 1985. Með honum hefðu gjarnan verið kynntar tækninýjungar og fimmta kynslóðin væri þar engin undantekning. Framleiðandinn ætlar sér líka stóra hluti með Sónötunni, stefnir að 230 þúsund bíla sölu á árinu. Hyundai Sonata er ásjálegur bíll með hrein- legar línur. Luktir að framan og aftan eru skemmtilega frísklegar og skemmtileg brot í vél- arloki. Hann er ólíkur fyrri gerðum og ekki augljóst í fljótu bragði af hvaða ætt bíllinn er. Lögð var áhersla á að stækka hann örlítið, hann er um 5,5 cm lengri og hjólahafið þar með lengt um 3 cm sem virðist kannski ekki mikið en farþega- rýmið fær að njóta þessarar stækk- unar. Heildarlengd er 4,8 m, breiddin er 1,832 og hæð bílsins 1,475 metrar. Þá er eftirtektarvert hversu farang- ursrýmið er drjúgt og á það að taka 462 lítra. Framleiðandinn segir evrópsk áhrif hafa ráðið ferðinni við hönnun bílsins enda sé honum mjög stefnt á Evrópulönd. Fari þar saman hagnýt- ar lausnir og laglegar og má alveg taka undir það. Séður á hlið er bíllinn næsta voldugur með rísandi línu aftur eftir og ávölum hliðum. Hægt er að fá bílinn á 17 þumlunga felgum, bíllinn með V6-vélinni er boð- inn með tvöföldu púströri, rafknúin sóllúga er í boði, sjálfvirk loftkæling og geislaspilari með nokkurra diska geymslu. Góður aðbúnaður Um aðbúnað innan stokks má segja að hann sé á alla lund góður. Rými er yfrið nóg bæði í framsætum sem og aftursætum og það þótt framstólar séu í öftustu stöðu. Rafstýrðar still- ingar eru á framstólum sem eru alltaf skemmtileg þægindi þegar menn búa ekki við slíkt dags daglega og hægt er að hækka og lækka ökumannssæti og breyta halla á setu. Þá liggur allt vel við og góður kostur er að rofar fyrir skriðstilli eru í stýri. Gott er að um- gangast bílinn og ekki of djúpt að setjast inn og þá opnast skottlokið uppá gátt og eins og fyrr segir gleypir það heilmikið dót. Öryggisbúnaður er hefðbundinn, líknarbelgir fyrir framsæti og hliðar- belgir og styrktarbitar eru í hurðum ásamt því að helstu bitar í yfirbygg- ingu og á framenda hafa verið styrkt- ir. Tvær nýjar vélar eru annars vegar bensínvélarnar 2,4 lítra sem er 161 hestafl og 3,3 lítra V6-vél sem er 233 hestöfl. Á næsta ári verður 135 hest- afla dísilvél einnig í boði. Boðnar eru fimm gíra handskipting og sjálfskipt- ing með vali. Enginn hraði Í akstri vekur einna fyrst athygli hversu hljóðlátur bíllinn er. Farið var talsvert mikið um hraðbrautir en einnig eftir minni háttar sveitavegum og þótt spyrnt væri í um 170 km hraða fannst hvorki vegarhljóð né vindgnauð og hefði því allt eins verið trúað að bíllinn væri á mun minni ferð. Þá er bíllinn nákvæmur og góð- ur í stýri og fer vel um krókóttar slóð- ir. Spólvörn kemur í veg fyrir óþæg- indi þegar spyrnt er í hálkunni. Prófaðir voru bílar með sjálfskipt- ingu og fimm gíra handskiptingu. Sjálfskipting er vitaskuld þægilegri og ekki síst sá kostur hennar að geta skellt henni í handstýrða mögu- leikann. Finnst ökumanni hann þá hafa eitthvað meiri ítök í bílnum en segja má að þessi möguleiki sé fyrst og fremst skemmtilegur – hin eigin- lega sjálfskipting dugar fullvel við venjulegan akstur. Í heild má því segja að Hyundai Sonata hafi flest það til að bera sem menn vilja í fjölskyldubíl af milli- stærð, þægindi, næga vinnslu og nóg pláss. Verð á sjálfskipta bílnum er rétt um 2,3 milljónir króna. Fimmta kynslóðin lipur og hljóðlát Sonata er verulega breyttur bæði hið ytra sem innra. Gott pláss er bæði í fram- sem aftursætum og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Hentugt er að hafa rofa fyrir skriðstillinn í stýrinu. Framluktirnar eru frísklegar á Sónötunni. Morgunblaðið/jt Hyundai Sonata er laglegur bíll, en fimmta kynslóðin verður kynnt hjá umboðinu, B&L, um helgina. Hægt er að þeysa á Hyundai Sonata um hraðbrautir án þess að nokkuð verði vart við vindgnauð eða vegarhljóð. Jóhannes Tómasson reyndi gripinn á þýskum vegum á dögunum og líkaði ekki illa. joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.