Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 14
14 B FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar GÆÐAÍMYND Mercedes-Benz á undir högg að sækja, að þessu sinni vegna falleinkunnar fyrir E- Class, sem reyndist vera með hæstu bilanatíðnina í Consumer Report, einni af þekktustu áreið- anleikakönnun bílaiðnaðarins. Lægsta bilanatíðnin mældist hjá Hyundai Sonata, en á heildina litð voru það japanskir og suður-kór- eskir framleiðendur sem voru með almennt bestu útkomuna. Bandarískir bílar í sókn Niðurstöður könnunarinnar þykja enn eitt áfallið fyrir Merced- es-Benz, þýska hlutann í Daiml- erChrysler samsteypunni, sem hef- ur á undanförnum sex árum farið úr 3. í 28. sætið í áreiðanleikakönn- un JD Powers. Risarnir í Detroit, General Motors, Ford og Chrysler, hluti DaimlerChrysler, komu á hinn bóginn betur út en í fyrri könnunum CR, sem gæti verið til marks um að þeir séu að ná tökum á þeim gæðavandamálum sem hrjáð hafa bandaríska bílaiðnaðinn. Jürgen Schrempp, forstjóri Daiml- er hlutans, hefur lýst því yfir að öll framleiðsla uppfylli á nýjan leik gæðaskilyrði úrvalsbíla. CR áreiðanleikakönnunin birtist árlega á vegum bandarísku neyt- endasamtakanna og byggir á svör- um 810 þúsund félagsmanna um vélabilanir eða önnur vandkvæði sem rekja má til bílaframleiðand- ans. Könnunin er talin ein sú áhrifamesta í Bandaríkjunum og víðar hvað bílakaup almennings varðar. Undir lok 9. áratugarins þótti gæðaímynd Hyundai það lé- leg eftir slaka frammistöðu í áreið- anleikakönnunum, að merkið nán- ast hvarf af Bandaríkjamarkaði. Þeirri þróun tókst Hyundai svo að snúa við um miðjan 10. áratuginn og nýtur nú vaxandi markaðshlut- deildar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Mercedes-Benz bilar mest INNAN tíðar kemur á markað ný gerð af Toyota Hilux-pallbílnum sem er mikið breyttur frá fyrri gerð. Hann verður að sjálfsögðu seldur með tvö- földu farþegarými, Double Cab, alls staðar í Evrópu, nema í Noregi, þar sem íslensk fyrirtæki eins og Arctic Trucks og Fjallasport fá það verkefni að nánast endursmíða bílana. Vanda- málið fyrir Noreg er að pallurinn er lít- ið eitt of stuttur fyrir reglugerðir í þar í landi. Til þess að hægt sé að skrá bíl- inn til almennrar notkunar verður að lengja pallinn um 17 cm. Nýr Hilux verður framleiddur í Taílandi og Suð- ur-Afríku. Norskir innflytjendur bíls- ins vænta mikils af honum og eiga von á fyrstu bílunum með haustinu, en Double Cab-gerðin verður þó seinna á ferðinni. Þeir eiga jafnvel von á því að við framleiðslu á bílnum verði tekið tillit til norsku reglnanna og hann fáist framleiddur í Double Cab- gerð með 17 cm lengri palli, þannig að ekki þurfi að koma til þess að honum þurfi að breyta í Noregi. Líklega von- ast forsvarsmenn breytingafyr- irtækja í Noregi, eins og Arctic Trucks og Fjallasport, að ekki verði tekið tillit til norskra reglna við framleiðsluna. Nýr Hilux, hér sýndur í Double Cab-gerð með húsi. Nýr Hilux hentar ekki Norðmönnum HYUNDAI Sonata var með lægstu bilanatíðnina í nýjustu áreiðanleika- könnun Consumer Report, sem er jafnframt ein sú þekktasta innan bílaiðnaðarins. Könnunin birtist ár- lega á vegum bandarísku neytenda- samtakanna og byggir á svörum 810 þúsund bifreiðareigenda um vélar- bilanir eða önnur vandkvæði sem rakin verða til framleiðandans. Í neðsta sæti, eða með hæstu bil- anatíðnina var Mercedes Benz E- Class. Þessi árangur Hyundai hefur vakið verulega athygli, en fyrirtæk- inu hefur á innan við áratug tekist að vinna sig upp úr neðstu sætum áreið- anleikakannana í það efsta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sonata kem- ur best út í alþjóðlegum gæðakönn- unum. Á síðasta ári hlaut hún m.a. 1. sætið í gæðakönnun JD Powers ásamt Total Quality Award, fyrsta sætið í gæðakönnun Strategic Vision. Hyundai með lægstu bilanatíðnina HELMUT Panke, yfirmaður BMW, er óánægður með gæði nýrra BMW- bíla, en þar á bæ eru gerðar ríkar kröfur á þessu sviði. Panke telur að of mikil áhersla hafi verið lögð á að ná góðum sölutölum fyrir BMW og það hafi verið á kostnað gæðanna. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðl- unum BilNorge.no. Í fyrra var 7-lína BMW metin sem einn lakasti kosturinn með tilliti til gæða í könnun bandaríska neytenda- tímaritsins Consumer Report. Í einni viðurkenndustu gæðarannsókn í heimi, J.D. Power, var BMW í 13. sæti af 37 tegundum – sem er nið- urstaða sem margir innan bílaheims- ins telja að BMW geti ekki sætt sig við, þótt staða BMW sé snöggtum skárri en Mercedes-Benz á þessu sviði. Fyrir nokkrum árum stóð BMW fyrir gæði og aftur gæði. Nú herja hins vegar alls kyns gæða- vandamál á fyrirtækinu. Í umfjöllun BilNorge kemur fram að gæða- vandamál hafi komið upp í öllum gerðum BMW og tengist yfirleitt rafeindabúnaði bílanna. BMW vinnur nú að þróun sjö sæta fjölnotabíls, þess fyrsta sem kemur frá München. Bíllinn verður líklega framleiddur í Þýskalandi og verður kynntur á næsta ári. BMW ætlar sér með honum að ná til fleiri bílkaup- enda en áður. BMW telur að þegar fyrirtækið getur boðið allt frá BMW 1 til hins nýja fjölnotabíls verði minni líkur á miklum sveiflum í af- komu fyrirtækisins. BMW vinnur einnig að annarri nýrri gerð sem verður einkum ætlaður fyrir Banda- ríkjamarkað. Samkvæmt BilNorge hefur BMW ekki viljað gefa nánari upplýsingar um þann bíl að svo stöddu. Gæðavandamál hjá BMW SAAB verður áfram eitt af lúx- usmerkjum General Motors og sam- starf í sölu- og markaðsmálum verð- ur aukið milli Opel og Saab. Opel á að verða fyrir GM eins og vörumerkið VW en Saab í framtíðinni eins og Audi. Í Svíþjóð hafa menn lengi haft áhyggjur af því að GM vilji losa sig við Saab og hætta bílaframleiðslu í Troll- hättan í Svíþjóð. En nú hefur Bob Lutz, yfirmaður GM, lægt allar öldur með því að lýsa því yfir að Saab verði áfram til undir handarjaðri GM. Meiri óvissa er hins vegar um hvort Saab verði í framtíðinni fram- leiddur í Trollhättan. Í fyrra voru framleiddir þar 128.000 nýir bílar en eigin greiningar GM sýna að til þess að framleiðslan sé arðbær þurfi að framleiða minnst 200.000 bíla á ári, og helst 250.000 bíla. GM hefur sýnt vilja til þess að safna saman allri framleiðslu á bílum í C- stærðarflokki í eina, stóra verk- smiðju. Líkleg niðurstaða er að GM flytji framleiðslu á Opel og Saab í framtíð- inni til Tyrklands, þar sem lægri launakostnaður freistar margra. Þó hefur verið ákveðið að GM ætlar að framleiða nýjan Cadillac fyrir Evrópu í Trollhättan – en á það ber að líta að þar er einungis um 40.000 bíla að ræða á ári. Saab hefur verið að kynna til sög- unnar nýjar gerðir bíla en verður jafn- framt að horfast í augu við það að sala á Saab 9-2X, sem framleiddur er af Subaru (sem einnig er í eigu GM), hefur verið undir væntingum í Bandaríkjunum, þar sem hann er kominn á markað. Þar er sagt að Saab-eigendur vilji raunverulegan Saab en ekki japanskan bíl með Saab-nafni. Saab verður áfram í eigu GM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.