Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 10
10 B FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Benz 35.35, árg. 1992. Verð 2,7 + vsk. Man 26.403, árg. 1996. Verð 3,3 + vsk. Vélavagnar frá Fliegl. Soosan fleygar á allar gerðir véla LINSER belti, keðjur, spyrnur o.fl. Amco-Veba bílkranar Scania 143 4öxla með Hiabb 245 krana. Verð 5,5 + vsk. Volvo 612, árg. 1999. Verð 2,2 + vsk. 4hjól, árg 2004. Verð 300 þ. Man 41.402, 8x8, árg. 1996, með 20 TM krana. Verð 6,2 + vsk. Hraungörðum 2-4, Hafnarfirði, sími 565 2727 www.bilhraun.is sími 565 2727 SEM fyrr er hart barist á markaði fyrir bíla í C-flokki; en þar er að finna mikla sölubíla eins og VW Golf, Toyota Corolla, Ford Focus og fleiri. Nú hefur bæst við í flór- una spennandi bíll frá Citroën sem leysir hinn aldna Xsara af hólmi. Sá kallast C4 og er að miklu leyti byggður á systurbílnum Peugeot 307, sem einnig er undir handar- jaðri PSA-samsteypunnar. C4 var reynsluekið með dísilvélum í Frakklandi við blaðamannakynn- ingu þar seint á síðasta ári. Núna er bíllinn kominn hingað lands og við prófuðum hann með 1,6 lítra bensínvélinni, sem ef að líkum læt- ur verður helsti sölubíllinn hérlend- is. Frískleg útlitshönnun Citroën hefur á síðustu misser- um komið fram með bíla sem vekja athygli fyrir frísklega útlitshönnun. Picasso-fjölnotabíllinn sker sig frá öðrum sambærilegum bílum í útliti og litli C3 er sannkallað augnayndi með sínu skemmtilega dropalagi. Við þróun á C4 ákvað Citroën að búa í raun og veru til tvo bíla; ann- ars vegar þrennra dyra coupe-út- færslu, sem er sportlegheitin upp- máluð, og síðan hefðbundnari útfærslu af fimm dyra hlaðbaki. Sá er einnig dropalaga eins og C3 og með stóru, krómlögðu grilli sem vekur mikla athygli, og stórum framlugtum sem ná langt upp á vélarhlífina. Bíllinn er hannaður út frá ströngustu kröfum um strauml- ínulögun og er eiginlega ein sam- felld lína frá framstuðara að aft- urstuðara. Á hliðum eru fjórir gluggar; þ.e.a.s. tveir litlir ljórar framan við framhliðargluggann og aftan við afturhliðargluggann. Úti- speglarnir eru líka íturhannaðir með tilliti til lítillar loftmótstöðu. Það er því í senn sportlegt og ný- stárlegt yfirbragð yfir bílnum sem setur hann strax í dálítinn sérflokk í hópi lítilla millistærðarbíla, sem sannast sagna eru margir hverjir keimlíkir hver öðrum. Citroën ætlar að bjóða þennan nýja valkost í C-stærðarflokknum með breiðu vali af alls kyns valbún- aði, sumum allsérstæðum. Meðal tækninýjunga sem teljast til örygg- isbúnaðar sem kynntar eru í C4 er akreinavari; búnaður sem varar ökumann við með titringi í sætinu ef bíllinn fer yfir brotna eða sam- fellda akreinalínu á yfir 80 km hraða án þess að stefnuljós hafi verið notuð. Sama má segja um annan búnað, sem fram til þessa hefur nánast eingöngu verið að finna í mun stærri og dýrari bílum, eins og stefnuvirku Xenon-fram- ljósin sem lýsa fyrir horn, fyrirvara að framan og aftan, sem gefur hljóðmerki þegar bíllinn nálgast fyrirstöðu, og búnaður sem varar við þegar of lágur þrýstingur er í hjólbörðum. En, nota bene, öll þessi tækni er ekki hluti af stað- albúnaði frekar en loftfrískunar- búnaðurinn, sem fáanlegur er með þremur gerðum lyktarspjalda. Föst stýrismiðja Einna mest kemur C4 samt á óvart að innan. Fremur stórt stýrið er með fastri stýrismiðju, sem ekki er að finna í öðrum bílum. Í fyrstu virkar þetta svolítið undarlega á mann; maður snýr stýrinu í beygju en miðjan helst kyrr. Helsti kost- urinn við þetta er sá að með þessu móti er hægt að hafa stærri líkn- arbelg inni í stýrinu og betur form- aðan til að verja ökumanninn, en auk þess er hægt að hafa fleiri stjórnrofa á stýrismiðjunni, stjórn- rofa sem annars væri eðlilegra að finna í sjálfu mælaborðinu. Þarna er t.a.m. að finna rofa fyrir hljóm- Morgunblaðið/RAX Hönnun eins og hún gerist hvað laglegust á bíl í c-stærðarflokki. Góð hönnun og akstur haldast í hendur Smekkleg hönnun og vandað efnisval er í C4. Stafrænir mælar og föst stýrismiðja vekur athygli að innan. Hægt er að stækka farangursrýmið með því að fella niður aftursæti. REYNSLUAKSTUR Citroën C4 Saloon SX Guðjón Guðmundsson Vél: 1.587 rúmsentimetrar, fjórir strokkar, 16 ventlar. Afl: 110 hestöfl við 5.800 snúninga á mínútu. Tog: 147 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Hröðun: 10,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 194 km/klst. Gírskipting: Fimm gíra beinskiptur. Lengd: 4.273 mm. Breidd: 1.769 mm. Hæð: 1.458 mm. Eigin þyngd: 1.200 kg. Staðalbúnaður: ABS, EBD, EBA, hraðastillir og hraðatakmarkari, loftkæl- ing, sex öryggispúðar, hiti í framsætum, aksturs- tölva, rafdrifnir speglar, þokuljós, heimreiðarljós, kæling á hanskahólfi, hólf undir framsæti farþega, hæðarstilling á öku- mannssæti, diskahemlar að framan og aftan, stefnuljós í útispeglum o.fl. Verð: 1.920.000 kr. Umboð: Brimborg hf. Citroën C4 Saloon SX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.