Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 B 5 bílar og hönnunin gefur fyrirheit um, en vottur er af undirstýringu þegar hratt er farið í beygjur. Mikil spor- vídd og stór dekk á 15 tommu felgum halda honum í góðu jarðsambandi. Fjöðrunin er fremur stinn en bíllinn er hljóðlátur og vel einangraður. Swift er samt enginn orkubolti með 1,5 l vélinni eða 1,3 l dísilvélinni, en engu að síður eru þetta vélar sem dugar honum fyllilega í borgarakstr- inum og jafnvel úti á hraðbrautum. Hún skilar mestu afli á fremur háum snúningi og fimm gíra skiptingin er lipur og ekkert los í henni. Dísilvélin er annar kostur sem mun bjóðast hérlendis, ásamt 1,3 l bensínvélinni. Dísilvélin er, eins og vænta mátti, talsvert togmeiri og því eftirsóknar- verðari kostur í langkeyrslu. Hún er líka hljóðlát og ágætlega togmikil, 170 Nm við 2.000 snúninga. Von er á nýjum Swift til Íslands á vordögum og búast má við að verðið verði einhvers staðar nálægt 1,2–1,5 milljónum kr., ef að líkum lætur. Swift er athyglisverður kostur fyrir þá sem eru að kaupa bíl í fyrsta sinn, eða sem annar bíll á heimili. Þar nýt- ur hann þeirra kosta sinna að vera lítill en rúmgóður og eyðslugrannur, en um leið nútímalegur í útliti. Ekki skemmir að Suzuki hefur í gegnum tíðina reynst vera með lága bilana- tíðni. ALLT útlit er fyrir stóraukið samstarf milli franskra og japanskra bílaframleiðenda í nánustu framtíð. Árið 2007 kemur á markað fyrsti Peugeot- Citroën borgarjeppinn sem framleiddur er af Mits- ubishi í Japan. Seinna er svo væntanlegur fyrsti borgarjeppi Renault, sem Nissan mun framleiða. Mitsubishi á að framleiða nálægt 30.000 á ári frá árinu 2007 fyrir Peugeot-Citroën. Þessi bíll verður í öðrum stærðarflokki en bíll Renault og verður því ekki um samkeppni þar á milli að ræða. Mitsubishi þróar nýjan borgarjeppa Bílar PSA verða boðnir með bensínvélum frá Mitsubishi og dísilvélum PSA. Mitsubishi er að þróa fleiri gerðir borgarjeppa og verður sá fyrsti kynntur á bílasýningunni í Tókíó í október næst- komandi. Sá bíll kemur á markað í Evrópu 2007 og verður líklega sá bíll sem PSA mun bjóða und- ir sínum merkjum. Renault á meirihluta í Nissan og samstarfið verður nánara með hverju árinu sem líður. Ren- ault á einnig meirihluta í Samsung frá Kóreu. Og það verður Samsung sem mun þróa nýja borg- arjeppa og framleiða hann í Kóreu, en notaðar verða vélar frá Nissan. Einnig fær Renault annan borgarjeppa sem Nissan þróar og framleiðir og verður seldur sem Renault í Evrópu. Einnig er líklegt að Renault fái sendibíla og pallbíla inn í sína vörulínu frá Nissan. Renault er á höttunum eftir fjórhjóladrifsbílum til að selja í Evrópu og mun nýta sér þekkingu og reynslu Nissan á því sviði. Nánara samstarf milli franskra og japanskra AKREINAVARI, búnaður sem var- ar ökumann við því ef hann skiptir óviljandi um akrein á meira en 80 km hraða á klst., var frumsýndur á bíla- sýningunni í Detroit. Þar hlaut hann Auto 1 verðlaunin fyrir tækninýj- ung. Akreinavarinn gerir ökumanni viðvart ef hann skiptir óviljandi um akrein með því að koma af stað titr- ingi í sæti ökumanns. Búnaðurinn er fáanlegur í nýjustu gerðir Citroën C4 og C5 sem aukabúnaður og verð- ur einnig boðinn í nýjum Citroën C6 þegar hann kemur á markað. Akreinavari Citroën hlýtur Auto 1-verðlaunin BMW 540 IA, 8 cyl, 285 hö, nýskr. 09/96, ek. 145 þús. km., sjálfskiptur, dökkblár, xenon-ljós, sóllúga, leður o.m.fl. Áhvílandi 1.300 þús. Verð 1.980.000. www.heimsbilar.is heimsbilar@heimsbilar.is Kletthálsi 11a, 110 Reykjavík, sími 567 4000 Ert þú að selja bíl? Komdu þá strax í dag, sýndu okkur hann og skráðu hann hjá okkur. Þá er páskaegg nr. 5 frá Nóa Síríusi þitt! Heimsbílar er traust bílasala með reynslumikið og duglegt starfs- fólk. Staðsett á nýju, stóru og sér- hönnuðu bílasölusvæði við Klettháls. Næg bílastæði, svo hver bíll hjá okk- ur fái hámarks athygli!" Vélar: 4ra strokka, 1.328 rúmsentimetra, 90 hest- öfl, 4ra strokka 1.490 rúmsentimetrar, 100 hestöfl, fjórir strokkar, 1.248 rúmsentimetrar dísil, 68 hestöfl. Lengd: 3.695 mm. Breidd: 1.690 mm. Hæð: 1.500 mm. Farangursrými: 213–562 lítrar. Eyðsla í borgarakstri: 8 l, (1,3 l beinskiptur), 8,6 l, (1,5 l beinskiptur). Hemlar: Kældir diskar að framan, tromlur að aftan. Verð: Ekki ljóst. Umboð: Suzuki bílar hf. Suzuki Swift gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.