Morgunblaðið - 27.03.2005, Side 6
É
g bjó sennilega til mínar fyrstu krossgátur árið 1997, líklega fimm til tíu
stykki. Ástæðan var sú að ég komst ekki í breskar krossgátur, eina lausnin var
því að búa sjálf til samskonar krossgátur til þess að fá þeirri þörf fullnægt,“
segir Ásdís Bergþórsdóttir, kerfisfræðingur og krossgátusmiður. Hún segir Banda-
ríkjamenn og Breta deila hart um það hvor þjóðin geri erfiðari krossgátur.
„Krossgátur urðu upphaflega til í Bandaríkjunum, þar sem fyrsta krossgátan birt-
ist í dagblaði hinn 21. desember árið 1913. Tengslin við Bretland eru þau að höfund-
urinn er breskur innflytjandi, Arthur Wynne, sem ættaður var frá Liverpool. Kross-
gátur urðu til upp úr orðaferningum sem voru mjög vinsælir á Viktoríutímanum og
fékk Wynne það verkefni að búa til nýja þraut. Krossgátur bárust hins vegar ekki til
Bretlands fyrr en árið 1924. Svo verða til tvær meginstefnur, það er ameríska stefnan,
eða samheitakrossgátur, sem geta oft verið svívirðilega þungar. Einnig verða til svo-
kallaðar „cryptic crosswords“, sem Bretarnir búa til og vantað hefur gott heiti á. Ég
hef heyrt orðið atgerviskrossgátur en er persónulega hrifn-
ust af heitinu hamrammar krossgátur. Hamrammur er
vissulega furðulegt orð, en það merkir bæði afarsterkur og
sá sem getur skipt um ham.“
Eitt sinn heyrði ég hæfileikum manns lýst sem svo í
Bandaríkjunum, að hann gæti ráðið krossgátuna í New York Times með penna? Það
virtist mesta hrós sem hægt var að hugsa sér. „Já, þær eru mjög erfiðar. Stóru blöðin í
Bretlandi eru öll með krossgátur en þar er helsta keppikeflið að það taki sem stystan
tíma að ráða þær. Tuttugu mínútur þykir til að mynda mjög gott.“
Skemmtileg glíma | Hvernig fékkst þú áhuga á krossgátum? „Ég kynntist krossgátu-
menningunni í Bretlandi fyrir alvöru upp úr tvítugu, og þá er ég að tala um léttara
form krossgátunnar. Krossgáturnar í bresku dagblöðunum eru níðþungar, orðaforð-
inn er svo ótrúlegur. Mér finnst glíman við krossgátur mjög skemmtileg. Í dag er ég
meira í því að semja krossgátur og áhuginn hefur orðið fræðilegri fyrir vikið. Ég
ákvað að kanna hvort ég kæmi krossgátunum mínum að einhvers staðar í blöðum ár-
ið 1997, en það gekk ekki strax því fólki virtist þykja þær flóknar og skrýtnar. Í lok árs
1999 er ég síðan beðin um að semja krossgátur fyrir Morgunblaðið. Mínar krossgátur
tilheyra þessum breska kúltúr. Krossgátumenning okkar kemur frá Danmörku. Dan-
ir birtu krossgátu á undan Bretum og tileinkuðu sér því bandaríska formið. Á ein-
hverjum tímapunkti varð stöðnun í þróuninni hér á landi, en fyrsta hamramma
krossgátan birtist eftir minni bestu vitund, einhvern tímann upp úr 1980, í blaði Fé-
lags háskólakennara. Ég veit ekki hver höfundur hennar var. Í íslenskum kross-
gátukúltúr er mjög erfitt að hafa upp á höfundinum. Í bresku dagblöðunum merkir
hver höfundur sína krossgátu með dulnefni og fólk á sér oft uppáhaldshöfund. Yf-
irleitt eru þetta nöfn pyntingameistara og hræðilegra harðstjóra, Torquemada er gott
dæmi. Enda getur lausn krossgátu verið þjáningarfullt ferli á stundum.“
Hvað ertu lengi að semja krossgátu? „Ætli ég sé ekki 10–12 tíma. Gerð krossgátu
er tungutæknilegt vandamál og maður þarf að sjá út hvar hægt er að koma fyrir orð-
um. Maður setur fyrst inn ákveðin orð og svo þarf maður að finna heppileg orð út frá
þeim. Síðan reyni ég að finna vísbendingar og tengingar sem fá fólk til þess að brjóta
heilann. Oft þarf ég að skipta út orðum og raða upp á nýtt. Ég myndi segja að þetta
væri fyrst og fremst handavinna.“
Svínslega þungar? | Þínar krossgátur virðast svínslega þungar, er það rétt? „Maður
þarf bara að komast af stað. Það er erfitt í fyrstu því nauðsynlegt er að setja sig inn í
ákveðnar grunnaðferðir og orðræðu krossgátunnar.“
Er mikil stemning í kringum það að ráða krossgátu? „Krossgátur eru heillandi að
því leyti að þær geta orðið félagslegt athæfi. Það er ótrúlega stór hópur fólks sem
ræður krossgátur og hann fer sístækkandi. Ég myndi segja að krossgátur væru vin-
sælastar í hópi fólks 35 ára og eldri.“
Ertu alltaf með krossgátuna bak við eyrað? „Maður er oftast með hálfkláraða
krossgátu í vasanum. Það þýðir ekkert annað. Enda geta hugmyndir kviknað mjög
skyndilega. Ég á það til að hrópa upp yfir mig: frábært orð! í miðju samtali.“
Hver er þín sniðugasta vísbending til þessa? „Ég veit það nú ekki. Ein af mínum
fyrstu vísbendingum sem ég man er „óður til nærfata“ sem vísaði í Hver á sér fegra
föðurland?
Ræður þú mikið af útlenskum krossgátum? „Já, ég verð að viðurkenna að ég kaupi
bækur með ársbirgðum af krossgátum breska götublaðsins The Sun og deili þeim
með móður minni. Þeir eru með krossgátu sem er hæfilega þung fyrir mig. Ég treysti
mér ekki til þess að klára nema lítinn hluta krossgátu Guardian eða Times. Orðaforð-
inn er svo gífurlegur. Þeir nota oft sjaldgæf orð, til að mynda úr skjaldarmerkjafræð-
um. Krossgátan í Tímariti Morgunblaðsins er líklega í millivigt. Hún rokkar, enda er
erfitt að vera alltaf í sömu þyngd. Hún fer frá því að vera létt í að vera milliþung.“
Af hverju verður fólk brjálað í krossgátur ef það ánetjast á annað borð? „Heilinn er
gerður fyrir að leysa vandamál og í einni krossgátu gefur að líta fullt af vandamálum
sem tengd eru innbyrðis. Ánægjan felst í því að leysa það sem erfitt.“
Hvað gerist þegar þínir dyggustu skjólstæðingar vaxa þér yfir höfuð? Ertu hrædd
um að þeir fari fram úr þér? „Það kemur ef til vill að þeim tímapunkti, en á hinn bóg-
inn vona ég að ég sé líka að taka framförum. Ég er miklu flinkari en ég var, svo mikið
er víst. Ég hef reynt að þyngja krossgáturnar smám saman og brydda upp á nýj-
ungum. Ég geri stundum mistök, því miður, og fæ bæði skammar- og þakkarbréf á
lesendasíðum Morgunblaðsins annað veifið. Maður verður vissulega stundum
hræddur um að verða andlaus, að einn daginn sé uppsprettan þornuð og að ég geti
ekki fundið upp á fleiri vísbendingum.“ | helga@mbl.is
Ásdís Bergþórsdóttir er kerfis-
fræðingur og krossgátusmiður.
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
Oftast með hálfkláraða krossgátu í rassvasanum
Lausnin getur verið þjáningarfullt ferli á stundum
Maður óttast að
uppsprettan þorni
6 | 27.3.2005