Morgunblaðið - 27.03.2005, Side 11

Morgunblaðið - 27.03.2005, Side 11
Veit nokkur hver hann er? Erum við ekki sí og æ að reyna að telja sjálfum okkur og öðrum trú um að við séum svona og hinsegin án þess að hafa fyrir því nokkra aðra tilfinningu en óskhyggju, jafnvel sjálfsblekkingu? Ef þú spyrð einhvern spurningar, hvernig getið þið, þú eða hann, verið viss um að svarið sé rétt og satt? Veit nokkur hvenær hann er að plata sjálfan sig – og þar með viðmælanda sinn? „Allir menn eru samsettir,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson þar sem við sitjum á kaffihúsi í miðbænum og veltum vöng- um yfir þessum gáfulegu spurningum í upphafi samtals sem eðli málsins samkvæmt hefur því hlutverki að gegna að komast að því hvernig þessi at- kvæðamikli bókaútgefandi til þriggja áratuga í rauninni er. Ég veit ekki hvort þetta er góður aðdragandi að slíku samtali. En við Jóhann komumst að samkomulagi um að það eina sem við getum gert er að reyna, að leita að einhverjum sannleikskjarna og láta slag standa hvort við þekkjum hann þegar hann birtist. Og svo er ekki annað eftir en að brosa í kampinn yfir hyldýpi alvörunnar. Ef við leggjum innri manninn aðeins til hliðar og skoðum það sem við blasir: Jóhann Páll er snareygur og fráneygur og lítur sjaldan undan. Það er mikil breyting frá því þegar hann var ungur, faldi sig og fór með veggj- um. Frá honum stafar heilmikil orka, sem hann viðurkennir að hann hafi ekki alltaf vitað hvað hann ætti að gera við. Hún virðist engu minni núna, þótt hann sé hálfslappur, nýstiginn upp úr veikindum, þar sem berkju- bólga, snertur af lungnabólgu og astma kepptust um athyglina. Hann seg- ist eiga að nota innöndunarstera daglega til að vinna bug á þessum ein- kennum en hafi svo ofnæmi fyrir sterunum. Það kallast vítahringur. „Ég er búinn að eyðileggja í mér hluta af lungnavefnum með reyk- ingum,“ segir hann, „og veikist af þeim ástæðum þrisvar-fjórum sinnum á ári.“ Ég legg vindilinn til hliðar. „Elskan mín, þú drepur mig ekki með þessum vindli,“ glottir Jóhann Páll, sem lagði sígarettuna frá sér fyrir fjórum árum. „En í rauninni er skárra fyrir mig að verða veikur en taka þessa bannsetta stera. Þeir hleypa mínu viðkvæma taugakerfi í algjört uppnám.“ Hvíldin frá grimmum bókaheimi Í upphafi hvers árs, eftir spennu jólabókahasarsins, hefur hann reynt að hvíla þetta viðkvæma taugakerfi á erlendri grund, helst í heitu loftslagi. Þau Guðrún Sigfúsdóttir, eiginkona Jóhanns og ritstjóri hjá fjölskyldu- fyrirtækinu JPV útgáfu, hafa jafnan farið sam- an í slíkar hvíldarferðir, slakað á, en auðvitað tekið með sér handrit og erlendar bækur til lestrar, skrafs og ráðagerða um hugsanleg verk til útgáfu. Í ár fór hann hins vegar í „feðgaferð“ til Washington með Valdimar, 16 ára syni sín- um, til að svara „mæðgnaferð“ Guðrúnar og dótturinnar Sifjar, sem er 24 ára, fyrir fjórum árum. Á þessum ferðalögum hefur eldri son- urinn, Egill Örn, haldið fyrirtækinu á siglingu heima, en hann er framkvæmdastjóri þess. Jóhann segir að Wash- ingtonferðin hafi verið fín, þótt hráslaginn þar hafi átt sinn þátt í veikind- unum. Mestum tíma hafi þeir feðgar varið í „dótabúðum“. „Ég vex aldrei upp úr dótinu,“ segir hann. „Stórir strákar verða að hafa sitt dót.“ Og dót- ið er einkum tölvur og skyldur búnaður, en ekki síður myndavélar. Hann kveðst hafa fundið vaxandi þörf fyrir að koma sér upp hobbíi. „Auðvitað eru dásamleg forréttindi að hafa lifibrauð af því sem maður hefur mestan áhuga á. En það er ekki hollt til lengdar að vinnan sé bæði áhugamál og lifibrauð. Það sem ég hef gert mér til ánægju í seinni tíð eru ferðalög er- lendis og gönguferðir í náttúrunni, ekki síst uppi í Skorradal þar sem við eigum sumarbústað. Mig hefur vantað áhugamál sem kemur í veg fyrir að ég sé að vinna öll kvöld og helgar og núna hef ég enduruppgötvað gamlan áhuga á ljósmyndun. Hef ákveðið að fara að sinna henni af krafti, keypti mér í því skyni góða stafræna myndavél í Washington sem ég hlakka til að leika mér með og vinna með afraksturinn í myrkraherbergi tölvunnar.“ Jóhann Páll segist alltaf koma eins og undin tuska út úr jólavertíðinni. „Þetta venst ekki. Alltaf sama spennan. Á hverju ári lofa ég mér því að komast í gegnum þennan tíma án þess að ganga svona nærri mér, en það hefur ekki tekist. Auðvitað er stuðningur í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu. Fyrirtækið hefur gengið vel þessi fjögur ár, sem það hefur starfað, og æ betur. Fjárhagsgrundvöllurinn er því orð- inn traustari. Engu að síður er árangurinn á hverju ári mér alltaf jafnmikið kappsmál, fyrirtækisins vegna, mín vegna, en ekki síst höfundanna vegna. Ég vil alltaf ná þeim hámarksárangri sem ég tel möguleika á. Þessi full- komnunarárátta er vandamálið, kröfurnar sem ég geri til sjálfs mín og út- gáfunnar, og starfsmennirnir fara ekki varhluta af þessu.“ Fyrir utan gönguferðirnar notar hann ketti til að ná sér niður. Ketti? „Já. Að loknum vinnudegi er eins og jógatími fyrir mig að fara inn í rúm með einn eða fleiri ketti og strjúka þeim um leið og ég horfi á kvöldfrétt- irnar. Kettir eru svo næmir á stress að þeir flýja á braut ef þeir finna að maður er spenntur. Návist kattar róar mig óendanlega.“ Hann bætir við: Eftir Árna Þórarinsson Ljósmyndir Golli Þrjátíu ár Jóhanns Páls Valdimars- sonar í íslenskri bókaútgáfu eru saga afreka, átaka og uppgjöra. Sjálfur kveðst hann friðarins mað- ur. Núna gengur honum allt í hag- inn, en samt líst honum ekki á blikuna í íslensku viðskiptalífi. EIGIN HERRA 27.3.2005 | 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.