Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKVÆMT þremur úrskurðum manna- nafnanefndar, þeim nýjasta frá 18. mars síð- astliðnum, er eiginnafnið Blær karlmanns- nafn og því má ekki skíra stúlkur því nafni. Blær Guðmundsdóttir sem hefur borið þetta nafn í rúmlega 30 ár er skiljanlega ekki sam- mála nefndinni. „Mér finnst Blær ekki vera karlmannsnafn og ég er mjög ánægð með þetta nafn,“ segir hún. Í úrskurðum mannanafnanefndar er vísað í ákvæði laga um mannanöfn þar sem segir að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn og telur nefndin að Blær falli í síðarnefnda flokkinn. Nafnið er sjaldgæft og þegar flett er í þjóðskrá sést að Blær Guð- mundsdóttir er eina konan sem ber þetta nafn. Á hinn bóginn heita fjórir drengir Blær að eiginnafni, einn fæddur árið 1993 en hinir árið 2001 eða seinna. Blær er á hinn bóginn talsvert algengt millinafn karlmanna en sam- kvæmt upplýsingum frá þjóðskrá báru 69 karlmenn nafnið Blær sem millinafn 1. des- ember 2004. Þó að mannanafnanefnd hafni því að stúlk- um sé gefið eiginnafnið Blær og það er ekki á skrá sem millinafn hjá nefndinni, veit Blær Guðmundsdóttir til þess að nokkrar ungar stúlkur bera millinafnið Blær. Þær eru á hinn bóginn ekki skráðar með það nafn í þjóðskrá. Aldrei til vandræða Að sögn Blævar hefur hún aldrei lent í nokkrum vandræðum vegna nafnsins. „Í menntaskóla var ég stundum spurð hvort ég ætti bróður sem héti Stormur eða Gustur en mér var aldrei strítt,“ segir hún. Umræða um hvort Blær væri ekki karlmannsnafn hefði heldur aldrei komið upp í skólanum. Síðustu ár hafi það þó færst í vöxt að hún fái tölvu- pósta sem byrja á „Sæll Blær“ en sendend- urnir hafa þá væntanlega ekki vitað eða lesið föðurnafn hennar. Hún telur raunar að það sé algengara í dag að litið sé á Blæ sem karl- mannsnafn en þeim sem hafi þekkt hana lengi finnist þó sérkennilegt að drengir séu skírðir Blær. Aðspurð segir Blær að henni finnist að nafnið geti líklegast gengið hvort sem er fyrir stúlkur sem drengi. „Ég myndi samt sjálf ekki skíra strák Blæ, ég gæti ekki hugsað mér það,“ segir hún. Ein kona heitir Blær en mannanafnanefnd vill ekki að konur beri nafnið Fær stundum tölvupóst sem byrjar á „Sæll Blær“ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Hér er Blær um Blæ frá Blævi til Blævar. Þessa þulu hefur Blær Guðmundsdóttir ef- laust þurft að fara með nokkrum sinnum. BREYTINGAR á reglum um viðskipti með land- búnaðarafurðir, sem nú eru ræddar í hinni svo- kölluðu DOHA-samningalotu hjá Alþjóðviðskipta- stofnuninni WTO, eru mun róttækari en samið var um á vettvangi í Úrúgvæ-lotunni sem lauk árið 1995. Þetta kom m.a. fram í máli Guðmundar B. Helgasonar, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðu- neytinu, á málþingi í utanríkisráðuneytinu í gær. Eftir Úrúgvæ-lotuna var aðlögunin að saming- unum fremur átakalítil enda hafði landbúnaðar- kerfið að miklu leyti þegar verið lagað að því sem varð niðurstaða Úrúgvæ-lotunnar. Verði niður- staðan eftir DOHA-lotuna áþekk því sem nú stefn- ir í, munu bændur og neytendur á hinn bóginn finna mun meira fyrir breytingunum. Í DOHA-lotunni er lögð áhersla á að bæta hag þróunarríkja og því teljast breytingar á reglum um landbúnaðarstyrki til mikilvægustu þátta hennar. Að sögn Guðmundar er staðan í viðræðunum sú að breytingarnar taki til allra landbúnaðarafurða og felist m.a. í verulegri lækkun á innflutnings- tollum og stækkun á innflutningskvótum. Einnig væri rætt um að tollar og kvótar yrðu felldir niður vegna ríkja sem flokkuð eru sem minnst þróuðu ríki heims. Ekki einfalt mál Enn væri tekist á um veigamikla þætti, m.a. um tollhlutföll, stærð kvóta og ýmis tæknileg atriði en miðað við núverandi stöðu mætti á hinn bóginn bú- ast við að Ísland yrði að minnka stuðning sem byggðist á framleiðslu eða telst viðskiptatruflandi. Nú næmi heimild Íslands um 13 milljörðum og þar af væru nýttir um 10,5 milljarðar. Nú liti út fyrir að þessa upphæð yrði að lækka um 50–60% að lág- marki. Guðmundur tók fram að DOHA-samningarnir þýddu þó ekki endilega að ríkisvaldið yrði að minnka stuðning sinn til landbúnaðar sem þessu næmi heldur yrði að breyta styrkjakerfinu. Í stað áherslu á stuðning sem væri byggður á fram- leiðslumagni, verndartollum o.þ.h. væri t.a.m. hægt að færa áhersluna yfir í svonefnda græna styrki en í slíku kerfi er tekið tillit til annarra at- riða en framleiðslu s.s. byggða- eða umhverfis- sjónarmiða. Um þetta giltu þó strangar reglur sem Íslendingar, líkt og aðrir, yrðu að fara vand- lega eftir. Tók hann fram að WTO hygðist efla eft- irlit með því að aðildarríkin virtu ákvæði samn- inga. Málið væri alls ekki einfalt. Nú þegar væri hluti af beingreiðslum til bænda, einkum sauð- fjárbænda, flokkaður sem grænir styrkir. WTO hefði gert athugasemdir við það og bent á að greiðslurnar væru tengdar framleiðslu þar sem styrkirnir eru háðir því að bændur haldi ákveðinn fjölda af fé. Guðmundur ítrekaði að ekki væri búið að semja og ýmislegt væri enn óljóst. Á hinn bóginn væri augljóst að íslenskur landbúnaður yrði fyrir veru- lega aukinni samkeppni og til langs tíma litið myndi verð á landbúnaðarafurðum væntanlega lækka. Til að byrja með myndi þó væntanlega tals- vert gæta áhrifa af því að útflutningsstyrkir ann- arra ríkja yrðu felldir niður. Aukin neysla eykur kvóta Sem dæmi um áhrif DOHA-lotunnar nefndi Guðmundur að WTO-samningurinn, sem tók gildi árið 1995, hefði miðast við árin 1986–1988 og við það hefðu innflutningskvótar miðast, þ.m.t. kvótar á innflutningi á osti. Síðan þá hefðu Íslendingar komið sér upp talsverðri ostamenningu og aukið neyslu sína samkvæmt því. Þetta þýddi að þó að niðurstaða DOHA-lotunnar yrði t.d. að auka kvótaaðgang á lágmarkstollum úr 3% í 5% yrði raunveruleg aukning á innflutningi mun meiri. Erna Bjarndóttir, hagfræðingur Bændasam- takanna, benti m.a. á að af hálfu framleiðanda væri lögð mikil áhersla á nauðsynlegan sveigjan- leika í reglum WTO og að aðildarríki fengju góðan aðlögunartíma. Ísland yrði að leggja áherslu á að önnur atriði en þau sem teldust viðskiptalegs eðlis fengju vægi, s.s. fæðuöryggi, umhverfissjónarmið, dýravelferð og byggðasjónarmið, en í DOHA-við- ræðunum væri kveðið á um að taka yrði tillit til þessara þátta. Það væri ekki sanngjarnt að ís- lenskur landbúnaður, sem byggðist á góðri með- ferð á dýrum, umhverfisvænni ræktun o.þ.h., þyrfti að keppa við afurðir sem framleiddar væru án nokkurs tillits til þessara þátta. Í DOHA-viðræðunum er stefnt að róttækum breytingum í landbúnaði Samkeppni við íslenskan land- búnað mun aukast verulega Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Guðmundur B. Helga- son ráðuneytisstjóri. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur. TILLAGAN að nafni Blævar Guðmundsdóttir kom frá Halldóri Kiljan Laxness sem móðir Blævar, María H. Þorsteinsdóttir, kynntist þegar hún vann í Mosfellssveit. „Konan hans var að spyrja mig um nafn en ég sagðist ekki vera búin að finna neitt nafn á þessa nýju dóttur mína og hún spurði hann þá hvort hann gæti ekki hjálpað mér. Hann var ekki til í það strax en þegar áfram var verið að ræða um nöfn þá sagðist hann vera mjög hrifin af nafni sem hann hefði einu sinni notað í bók,“ sagði hún. Eftir hik stakk Halldór upp á nafninu Blær en það bar stúlka sem kemur fyrir í Brekkukotsannál. „Halldór Kiljan sagðist alltaf halda að þetta nafn ætti bara við sérstaka tegund af stúlku og ég sagðist halda að dóttir mín væri þannig,“ sagði María. Halldór hefði einnig varað hana við því að hún kynni að lenda í vandræðum þar sem þetta væri karlkynsorð. „Þú átt nú konu sem heitir Auður en hann hafði nú aldrei hugsað út í það,“ sagði María. Þegar María ætlaði að skrá nafnið hjá Hagstof- unni var því fyrst í stað hafnað, henni sagt að þetta væri ekkert nafn og líklega bara danska en ef hún væri óánægð gæti hún snúið sér til mannanafna- nefndar. Að hennar skilningi hefði þó aðeins verið einn maður í nefndinni; Halldór Halldórsson pró- fessor við Háskóla Íslands. Halldór hefði verið hik- andi og sagt að það væri ekkert fordæmi fyrir slíkri nafngift. María frétti stuttu síðar frá íslenskumanni að á Vestfjörðum væri dalur sem héti Blævardalur og bar þetta undir Halldór sem, eftir tveggja daga umhugsunarfrest, veitti leyfi fyrir nafninu með því skilyrði að það yrði beygt með eftirfarandi hætti: Blær - Blæ - Blævi - Blævar. Karlmannsnafnið beygist á annan hátt eða: Blær - Blæ - Blæ - Blæs. Þessi beyging á nafninu réð einnig úrslitum hjá Maríu því hún kunni karlkynsbeygingu nafnsins ekki nægjanlega vel og var jafnvel að hugsa um ann- að nafn áður en hún frétti af dalnum á Vestfjörðum. Hún sér á hinn bóginn ekki eftir valinu nú, dóttir sín beri nafnið vel. „Hún er sjálf ánægð með þetta og hefur alltaf þótt vænt um það. Ég held hún sé bara að sumu leyti ánægð með að hún fái að heita því ein.“ Halldór Laxness stakk upp á nafninu Heitir eftir söguhetju í Brekkukotsannál BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði á ársfundi Seðla- banka Íslands í gær að ekki yrði hjá því komist að álykta út frá miklum út- lánavexti að bankar hefðu farið offari. Enginn vafi væri á því að mikil út- lánaaukning ætti verulegan þátt í vaxandi þenslu og verðbólgu í kjöl- farið sem aftur kallaði á hærri stýrivexti en ella. „Bankarnir eru mjög mikilvægur þáttur í efnahags- kerfi okkar. Þeir gera kröfur til Seðlabanka og ríkis- valds um að sýna aðhald og stuðla að efnahagslegum stöðugleika og verða því einnig að gera sambærilegar kröf- ur til sjálfra sín,“ sagði Birgir Ísleifur. Hann sagði útlánaþenslu undanfar- inna tveggja ára áhyggjuefni, bæði fyrir fjármálalegan stöðugleika og verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útlán lánakerfisins í heild hafi aukist um 16% að raungildi á síðasta ári og nýjustu tölur um stærstu útlánastofn- anir sýndu að útlán innlánsstofnana til innlendra aðila jukust um 40% á tólf mánuðum til febrúarloka. Aukn- ing fasteignaveðlána væri langmest. „Frá því í ágúst og til febrúarloka höfðu innlánsstofnanir afgreitt 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman á þessu tímabili um 6 milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna.“ Birgir Ísleifur sagði færslu fasteignaveðlána inn í bankakerfið til bóta og það styrkti það til lengri tíma en hún hefði komið á óheppilegum tíma og miklu þensluskeiði. Erlendar skuldir tæpir 600 milljarðar Fram kom í máli seðlabankastjóra að, að slepptri beinni starfsemi bank- anna erlendis, hefðu erlendar skuldir innlánsstofnana numið 1.200 milljón- um króna í lok janúar sl. og vaxið síð- astliðna 12 mánuði um 561 milljarð. Mikill meirihluti væri langtímaskuld- ir sem væri bót frá þeim tíma þegar bankarnir reiddu sig um of á skamm- tímaskuldir í fjármögnun. Erlendar eignir hefðu einnig vaxið en þó ekki haldið í við skuldir, erlendar skuldir þjóðarbúsins hefðu numið 590 millj- örðum króna í lok janúar og aukist um 312 milljarða á síðustu 12 mán- uðum. „Erlendar skuldir þjóðarbúsins, sem birtast einkum í erlendum skuld- um bankanna, eru einna veikastur þáttur í efnahagslegri stöðu þjóðar- búsins. Þau fyrirtæki sem meta láns- hæfi ríkissjóðs benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun er gæti leitt til lægri lánshæfismats. Ábyrgð bankanna í þessu efni er því mikil. Óraunhæft að krefja Seðla- bankann um að stilla af gengið Birgir Ísleifur fjallaði um verð- bólgumarkmið Seðlabankans og sagði að þegar að þegar það var tekið upp hafi jafnframt verið horfið frá fast- gengisstefnu og gengi látið fljóta og ráðast af markaði. Reynslan hefði sýnt að með frjálsu flæði fjármagns milli landa væri ógerlegt að Seðla- banki stýrði genginu. „Ákvarðanir Seðlabanka Íslands í vaxtamálum hafa vissulega áhrif á nafngengið, en margir aðrir þættir hafa þar einnig áhrif. Það er því með öllu óraunhæft að gera þær kröfur til Seðlabankans að hann stilli gengið af með einhverj- um hætti og finni rétta blöndu af vöxt- um og gengi hver sem hún er,“ sagði Birgir Ísleifur. Birgir Ísleifur Gunnars- son seðlabankastjóri Segir bank- ana hafa farið offari í útlánum Birgir Ísleifur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.