Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
A
nnar áratugur í
viðskiptafrétt-
um er floginn
og fjörlegri en
nokkru sinni.
Röskir tveir
áratugir eru
liðnir frá því að viðskiptablað
Morgunblaðsins, Viðskipti/
Athafnalíf eins og það nefndist
lengi framan af, hóf göngu sína og
fréttir í þessum málaflokki hlutu
sinn fasta sess á síðum Morg-
unblaðsins. Útgáfudagur var val-
inn fimmtudagur og hefur svo
verið allar götur síðan.
Þessum tímamótum er fagnað í
dag með stærra, efnismeira og
efldu viðskiptablaði og einhver
helsti forkur okkar í blaða-
mannastétt, Agnes Bragadóttir,
hefur tekið að sér að stýra við-
skiptablaðinu sem og annarri
daglegri viðskiptaumfjöllun í
gegnum þetta nýja umbreyt-
ingaskeið, jafnframt því sem við-
skiptaritstjórnin hefur verið efld.
Það eru líka spennandi tímar
framundan og augljóslega harðn-
andi samkeppni. Fyrir er á mark-
aðnum Viðskiptablaðið bleika
sem gamall liðsmaður þessa
blaðs, Óli Björn Kárason, stofnaði
fyrir margt löngu og er nú út-
gáfustjóri fyrir, og Fréttablaðið
hefur boðað útgáfu nýs við-
skiptablaðs í næsta mánuði.
Allt er þetta tímanna tákn –
það er augljóslega í viðskiptalíf-
inu sem gerjunin er og hlutirnir
gerast.
Guðmundur Magnússon nefnir
í pistli sínum Frá degi til dags í
Fréttablaðinu sl. laugardag að Morgunblaðið hafi
verið brautryðjandi á markaði viðskiptafréttanna
þegar það hóf fyrir tuttugu árum að gefa út vikurit
um viðskipti.
„Á þeim tíma var tæpast hægt að tala um hluta-
bréfamarkað á Íslandi,“ segir Guðmundur, „og far-
ið með flest málefni fyrirtækja landsins sem leynd-
armál.“
Mikið rétt.
Það lá eitthvað í loftinu
Fyrir réttum áratug var einmitt haldið upp á stofn-
un viðskiptablaðs Morgunblaðsins um miðjan jan-
úar 1985 með veglegu afmælisblaði og þar var í
pistlinum Torginu, fyrirrennara Innherjans okkar
núverandi, litið yfir liðin tíu ár. Þar var nefnt að
fyrir tíma viðskiptablaðsins hefðu öðru hverju orð-
ið til viðskiptasíður í Morgunblaðinu sem hefðu þó
að miklu leyti verið bundnar áhuga verðandi við-
skiptafræðinga sem stunduðu blaðamennskuna
með náminu eða fyrst á eftir. Minnt á að einn af
slíkum forverum, Pétur J. Eiríksson, núverandi
framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, hefði á góð-
um stundum rifjað það upp þegar hann hélt úti við-
skiptasíðu í Mogunblaðinu í kringum 1973.
„Hann mátti þá hafa sig allan við í fréttaöfl-
uninni, því að upplýsingar lágu ekki á lausu – ein-
ungis til skráð ríkisskuldabréf á eftirmarkaði, og
einu fyrirtækin sem gáfu upp afkomutölur voru
Eimskipafélagið og Flugfélag Íslands.
Röskum áratug síðar, þegar Viðskipti/atvinnulíf
kom út í fyrsta sinn, 17. janúar 1985, voru að-
stæður ótrúlega lítið breyttar – að minnsta kosti ef
tekið er mið af breytingum í viðskiptalífinu síðustu
tíu árin. En það lá eitthvað í loftinu.“
Rifjað er upp að í fyrsta tölublaði viðskiptablaðs-
ins hafi m.a. verið sagt frá hlutafjárútboði Haf-
skips, sem forsvarmenn skipafélagsins vonuðu þá
að dygði til að koma rekstrinum á lygnan sjó, þótt
raunin hafi orðið önnur eins og alkunna er. Þetta
er þó e.t.v. um leið upphafið að einhverju ótrúleg-
asta ævintrýri íslenskrar viðskiptasögu fyrr og síð-
ar – falli og endurkomu Björgólfs Guðmundssonar
í íslensku viðskiptalífi.
Í þessu fyrsta blaði var einnig að finna frétta-
skýringu um nýjan forstjóra Flugleiða, forstöðu-
mann félagsins í Bandaríkjunum á þeim tíma, og
blaðið segir hann hafa hreppt stöðuna af forvera
sínum og nafna, þar sem hann hafi verið réttur
maður á réttum stað á réttum
tíma. Nú tuttugu árum síðar er
Sigurður Helgason að hætta á
toppnum eftir afar farsælan feril
en oft átakamikinn og skilar af
sér félaginu með mesta hagnaði
allra tíma en um leið hefur eign-
arhaldið á félaginu tekið stakka-
skiptum.
Þá er rifjað upp að sömuleiðis
hafi verið sagt frá því að tölvufyr-
irtækið Hewlett Packard á Ís-
landi væri að hefja starfsemi – á
markaði þar sem segja mátti að
IBM væri allsráðandi. Nú heitir
það fyrirtæki Nýherji og Hewlett
Packard á Íslandi eða HP á Ís-
landi varð seinna að Opnum kerf-
um. Í blaðinu var varpað ljósi á að
hérlendis væri að verða vísir að
einhverju sem kalla mætti hug-
búnaðariðnað sem átti síðar eftir
að bólgna út og allar götur síðan
hefur upplýsingatæknin með ein-
um eða öðrum hætti átt sinn veg-
lega sess á síðum viðskiptablaðs-
ins.
Bernska viðskipta-
blaðamennsku
„Fyrir tíu árum var viðskipta-
blaðamennska í raun varla til,“
segir síðan í þessum tíu ára
Torgpistli. „Margur blaðamað-
urinn tengdi sjálfkrafa hvers
kyns umfjöllun um fyrirtæki aug-
lýsingamennsku. Fréttnæmir
hlutir innan úr fyrirtækjum
hurfu einatt í skugga slíkra gam-
algróinna fordóma. Forsvars-
menn fyrirtækjanna sjálfra voru
einnig alls óvanir fyrirtækjaf-
réttum af þessu tagi. Fyrstu mán-
uðina eftir að viðskiptablaðið tók að koma út fór
drjúgur hluti morgunverka ritstjóra Morgunblaðs-
ins í símtöl við reiða og sára fyrirtækjastjórnendur
sem gátu með engu móti skilið af hvaða und-
arlegum hvötum viðskiptablaðið var að fjalla um
einhvern keppinaut þeirra. Viðbrögð af þessum
toga heyra nú að miklu leyti sögunni til,“ segir þar
og nú tuttugu árum síðar er þetta sagnfræði.
Í þessum Torgpistli er síðan áratugurinn á und-
an dreginn saman í einni málsgrein:
„Liðin ár hafa þannig verið breytingaskeið sem
leitast hefur verið við að endurspegla á síðum
þessa blaðs. Íslenskur verðbréfamarkaður hefur
raunverulega orðið til á þessum tíma, með býsna
blómlegum skuldabréfamarkaði og dafnandi hluta-
bréfamarkaði, sem nú fyrir nokkrum árum var
veitt í fastan farveg með stofnun Verðbréfaþings.
Við höfum upplifað ofurhagvöxt skattlausa ársins,
staðgreiðsluna og virðisaukann, þjóðarsáttina og
undanhald verðbólgunnar, kreppuna sem nú sér
vonandi fyrir endann á, bankasameininguna miklu,
ljósvakafrelsið og óróann kringum Stöð 2, fjörbrot
Sambandsins og að því er virðist myndun nýrrar
valdablokkar úr SÍS-fyrirtækjunum sem lifðu þau
umbrot af – og vel að merkja eru flest hver orðin
hlutafélög. Ársreikningar og opnir aðalfundir eru
engin nýlunda lengur og meira að segja milli-
uppgjör þykja orðið sjálfsagt mál. Eigið fé stærstu
fyrirtækjanna er orðið markaðsvara með daglegu
gengi sem ræðst verulega af upplýsingastreyminu.
Íslenskum fjölmiðlum hafa þannig opnast alveg
nýjar fréttalindir og enginn talar lengur af fyr-
irlitningu um viðskiptablaðamennsku.“
Í lok þessa tíu ára gamla pistils, sem ber reynd-
ar fyrirsögnina Tímarnir tvennir, er síðan freistað
að draga upp framtíðarsýn:
„En hafi síðasti áratugur verið viðburðaríkur
verður hann varla smjörþefurinn af því sem koma
skal. Nýlegir untanríkissamningar hafa fært ís-
lenskt viðskipta- og fjármálalíf inn í hringiðu hins
alþjóðlega markaðar, þar sem bíða ógrynni nýrra
tækifæra en að sama skapi harðnandi samkeppni.
Innan seilingar er svo bylting kennd við upplýs-
ingahraðbrautina og fer eins og eldur í sinu um alla
heimsbyggð. Þetta hvort tvegja mun móta at-
vinnuvegi og daglegt líf landsmanna næstu árin
meira en nokkurn órar fyrir …“
Og hefur þetta ekki gengið eftir?
Kannski bara enn kröftugar en þarna var reynt
Aukin samkeppni í fjölmiðlaumfjöllun um viðskiptalíf
Tuttugu ár
Ó
f
m
a
P
J
s
u
h
m
Öðruvísi var um að litast í íslensku viðskiptalífi þegar við-
skiptablað Morgunblaðsins hóf að koma út upp úr miðjum
janúar 1985. Björn Vignir Sigurpálsson rifjar upp að-
stæður við upphaf viðskiptablaðamennsku hér á landi og
sitthvað sem á daga hefur drifið allt fram á þennan dag.
Forsíða viðskiptablaðsins
í dag, um 20 árum síðar.
Forsíða fyrsta viðskipta-
blaðsins 17. janúar 1985.
STAÐA ANNANS
Sameinuðu þjóðirnar standa átímamótum og mikið ríður áað sátt náist um nauðsynleg-
ar umbætur á skipulagi þeirra og
starfsemi. Við þær aðstæður er
óheppilegt að staða framkvæmda-
stjórans sé ekki sterk og ótvíræð.
Þrátt fyrir að Kofi Annan hafi
fagnað því í fyrradag að nefnd sem
rannsakar meint misferli í
tengslum við áætlun SÞ um olíusölu
Íraka hafi hreinsað hann af ásök-
unum um embættisbrot hafa efa-
semdaraddir um forystu hans ekki
þagnað. Í skýrslunni kemur enda
fram gagnrýni á framgöngu Ann-
ans, þótt nefndin komist að þeirri
niðurstöðu að vísbendingar liggi
ekki fyrir um spillingu af hans
hálfu.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar kemur fram að framkvæmda-
stjórinn hafi beitt tengslum sínum
til að útvega syni sínum, Kojo,
vinnu hjá svissneska fyrirtækinu
Cotecna, sem nokkrum árum síðar
gerði tilboð í verkefni á vegum olíu-
söluáætlunarinnar. Nefndin segir
ekkert benda til þess að Annan hafi
vitað af tilboðinu eða haft áhrif á að
gengið var til samninga við Co-
tecna, en gagnrýnir hann fyrir að
hafa ekki fyrirskipað ítarlega og
óháða rannsókn um leið og málið
komst í hámæli. Nefndin sakar fyr-
irtækið og son framkvæmdastjór-
ans um að hafa reynt að leyna því að
Kojo, sem lét af störfum hjá Co-
tecna árið 1998, hlaut þrátt fyrir
það greiðslur allt til ársins 2004. Þá
er fyrrverandi skrifstofustjóri Ann-
ans, Iqbal Riza, gagnrýndur fyrir
að hafa heimilað eyðingu skjala sem
tengdust málinu.
Eftir birtingu skýrslunnar sagði
Annan af og frá að hann myndi
segja af sér vegna málsins og
Bandaríkjastjórn lýsti stuðningi við
áframhaldandi störf hans, þó með
dræmu orðalagi væri. En umfjöllun
fjölmiðla hnígur talsvert í þá átt að
staða Annans hafi veikst og að hon-
um kunni að reynast erfitt að koma í
kring þeim breytingum á skipulagi
og starfsemi Sameinuðu þjóðanna
sem hann kynnti Allsherjarþinginu
tillögur um í síðustu viku.
Löngu ljóst er að gera þurfi
breytingar á skipulagi og stofn-
anaumhverfi Sameinuðu þjóðanna.
Brýnt er að samtökin endurheimti
trúverðugleika sinn, sem beðið hef-
ur hnekki meðal annars vegna van-
máttar til að stilla til friðar á átaka-
svæðum, óskilvirkni og spilling-
armála, svo ekki sé minnst á
deilurnar í aðdraganda Íraksstríðs-
ins. Umbótatillögur Annans lúta að
því að efla starf SÞ hvað varðar ör-
yggismál, þróunaraðstoð og mann-
réttindi og þær fela meðal annars í
sér að róttækar breytingar verði
gerðar á öryggisráðinu og að stofn-
að verði nýtt mannréttindaráð.
Morgunblaðið hefur áður lýst mik-
ilvægi þess að tillögurnar nái fram
að ganga að sem mestu leyti.
Óskandi er að friður takist um
forystu Sameinuðu þjóðanna á kom-
andi misserum og að allt kapp verði
lagt á að ná sáttum um nauðsynleg-
ar umbætur á samtökunum, svo
tryggja megi hlutverk þeirra til
framtíðar.
MERKING FRÉTTA
Lesendur Morgunblaðsins í dagtaka væntanlega eftir þeirri
breytingu að ýmsar helztu fréttir í
blaðinu, meðal annars á útsíðum,
eru merktar höfundum sínum með
fullu nafni. Gera má ráð fyrir að
merktum fréttum fari fjölgandi í
blaðinu næstu daga og vikur. Einn-
ig verða í auknum mæli myndir af
blaðamönnum Morgunblaðsins með
dálkum og pistlum, sem þeir skrifa í
blaðið.
Til þessa hafa eingöngu lengri
greinar, fréttaskýringar og viðtöl í
blaðinu verið merkt höfundum sín-
um. Almennar fréttir hafa hins veg-
ar ekki verið merktar.
Breytingin nú er fyrst og fremst
til þess gerð að færa blaðamenn
Morgunblaðsins nær lesendum og
gera þeim síðarnefndu kleift að
kynnast betur þeim stóra hópi
reyndra og vel menntaðra starfs-
manna, sem ritstjórn blaðsins hefur
á að skipa. Í þeim hópi eru margir
með mikla sérþekkingu á sínu sviði,
auk langrar reynslu.
Ætla má að með því að skrifa
fréttir undir nafni geti blaðamenn
komið sérþekkingu sinni betur til
skila, útskýrt samhengi fréttaat-
burða betur fyrir lesendum og jafn-
vel skrifað persónulegri og læsi-
legri stíl.
Það er því von ritstjórnar Morg-
unblaðsins að breytingin sé til þess
fallin að gera blaðið enn fjölbreytt-
ara, líflegra og aðgengilegra fyrir
lesendur, í þeim anda að það sé
„áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt
ritað fréttablað“, eins og skrifað var
á forsíðu fyrsta tölublaðs Morgun-
blaðsins, sem kom út fyrir rúmlega
91 ári.
Að sjálfsögðu er ekki um neina
breytingu að ræða á þeirri stefnu
blaðsins að ástunda áreiðanlegan,
vandaðan og hlutlægan fréttaflutn-
ing. Persónulegar skoðanir blaða-
manna eiga eftir sem áður ekki
heima í fréttum Morgunblaðsins.
Og merking á fréttum breytir út frá
sjónarmiði blaðsins í engu ábyrgð
ritstjóra þess á því efni, sem unnið
er á vegum ritstjórnarinnar og birt í
blaðinu.
Gera má ráð fyrir að með því að
setja nöfn sín og netföng við fréttir
fái blaðamenn meiri viðbrögð og
fleiri gagnlegar ábendingar frá les-
endum Morgunblaðsins. Það er
æskilegt og eftirsóknarvert, enda
vill blaðið vera í sem beztum
tengslum við lesendur sína.