Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
BÆJARSTJÓRN Akureyrar vill
efla svo lista- og menningarstarf í
sveitarfélaginu að það öðlist sess sem
fyrirmynd annarra sveitarfélaga á
Íslandi. Til þess að gera Akureyri að
þungamiðju öflugs menningarstarfs
hyggst bæjarstjórn í samvinnu við
ríkisvaldið standa vörð um rekstur
þeirra meginstofnana á sviði tónlist-
ar, leiklistar og myndlistar sem hafa
um langt skeið verið kjölfesta menn-
ingarlífsins. Einnig verði lögð
áhersla á að hvetja til aukinnar at-
vinnumennsku listafólks og greiða
götu þess í hvívetna til að auka á fjöl-
breytni í framboði á menningar- og
listastarfsemi. Þetta er á meðal þess
sem fram kemur í drögum að stefnu
bæjaryfirvalda í menningarmálum
til ársins 2008.
Með stuðningi sínum við lista- og
menningarstarf vill bæjarstjórn Ak-
ureyrar skapa farveg fyrir sköpunar-
gáfu og þroskakosti bæjarbúa og
stuðla að atvinnusköpun. Ennfremur
tryggja aðgang allra að menningar-
tilboðum og stuðla að jákvæðri
ímynd samfélagsins. Rík áhersla er
lögð á að Akureyri verði ávallt í far-
arbroddi hvað varðar menningarlegt
starf fyrir börnin. Margvísleg tæki-
færi eru til að gera þátttöku barna í
listalífi að sjálfsögðum þætti í lífi
þeirra. Í þessu skyni skal efla sam-
starf skóla, heimila, menningar-
stofnana og skapandi einstaklinga.
Nýta ber þau tækifæri sem falin
eru í auknu samstarfi stofnana og að-
ila á ólíkum sviðum. Tilgangurinn er
að fella múra, nýta betur krafta og
aðstöðu og efla nýsköpun í menning-
arlífinu.
Aðstæður til þessa á Akureyri eru
einstakar þar sem saman fer löng
hefð skólastarfs, starfsemi listaskóla,
öflugar menningarstofnanir, háskóli
og fjöldi skapandi einstak-linga á
flestum sviðum listanna. Saman geta
þessir aðilar áorkað hlutum sem
ímyndunaraflið eitt afmarkar, segir
ennfremur í drögunum.
Þá kemur fram að hlutverk bæj-
aryfirvalda í menningarlífi sé í aðal-
atriðum tvíþætt: Annars vegar að
hlúa og styðja við frumkvæði og
sköpunarkraft einstaklinga og félaga
eða stofnana sem þeir mynda. Lista-
starfsemi á að njóta eins mikils sjálf-
stæðis og mögulegt er að þessu leyti.
Hins vegar ber bæjaryfirvöldum að
starfrækja stofnanir sem miðla
þekkingu og varðveita sameiginleg-
an menningararf.
Til menningarmála samkvæmt
stefnu bæjarins heyra þær stofnanir
sem sinna menningarstarfi ýmist
reknar beint af Akureyrarbæ eða
með stuðningi hans. Til málaflokks-
ins heyrir einnig samstarf við félög
og einstaklinga um viðburði og sköp-
un af fjölbreytilegum toga. Í stefn-
unni eru ekki stífar forskriftir um
leiðir að settum markmiðum. Það
byggist á þeirri skoðun að oft finnist
snjallar lausnir í framtíðinni sem
ekki liggja fyrir við setningu hennar.
Öflugt menningarlíf veltur á fjöl-
breyttu samstarfi og frumkvæði sem
á sér margskonar uppsprettur.
Stefna þessi mun hafa áhrif á það
hvernig þeim fjármunum, sem ætlað
er til menningarmála, verður varið.
Til þess að stuðla að aukinni þátt-
töku íbúa í ákvörðunum mun menn-
ingarmálanefnd hafa a.m.k. einn op-
inn fund á ári í samræmi við
markmið í Staðardagskrá 21 fyrir
Akureyri.
Drög að stefnu bæjaryfirvalda í menningarmálum til ársins 2008
Menningarstarf verði fyrir-
mynd annarra sveitarfélaga
Akureyri verði ávallt í fararbroddi hvað
varðar menningarlegt starf fyrir börnin
ÁRSHÁTÍÐ Þelamerkurskóla var
haldin í Hlíðarbæ á dögunum þar sem
boðið var upp á tvær sýningar sama
daginn. Að venju fjölmenntu bæði
foreldrar, ættingjar og aðrir velunn-
arar skólans á árshátíðina og voru
gestir samtals um 200. Mikill metn-
aður er lagður í skemmtiatriði og allir
leggja sig fram og gera sitt besta.
Mikill leiklistaráhugi hefur jafnan
verið í Þelamerkurskóla enda skilar
það sér þegar nemendur skólans fara
t.d. í framhaldsskólana. Einnig á
skólinn oft nemendur sem taka virk-
an þátt í starfi leikfélags Hörgdæla,
segir í fréttatilkynningu frá skól-
anum. Margt var í boði á árshátíðinni.
Yngsta bekkjardeildin flutti leikritið
um Karíus og Baktus. Gert var grín
að Idol-keppninni, flutt var leikrit um
Kóng og drottningu, gert grín að
sjónvarpinu, einnig fengu kenn-
ararnir sinn skammt af gríni og
margt fleira. Elstu bekkir skólans
sýndu valin atriði úr söngleiknum
Hárið og var þeim vel fagnað í lok
sýningar. Leikstjóri var Skúli Gauta-
son leikari.
Fjölmenni á árshátíð
Þelamerkurskóla
Árshátíð Krakkarnir í elstu bekkjunum í Þelamerkurskóla sýndu atriði úr
söngleiknum Hárinu og var vel fagnað í lok sýningarinnar.
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur vísað frá dómi máli Út-
gerðarfélagsins Sólbaks gegn Sjó-
mannasambandi Íslands, Vélstjóra-
félagi Íslands, Félagi skipstjórn-
armanna og Einingu-Iðju.
Útgerðarfélagið Sólbakur gerði
þær kröfur að staðfest yrði með dómi
lögbann það sem sýslumaðurinn á
Akureyri lagði á í október í fyrra við
því að áðurnefnd félög hindruðu upp-
skipun úr Sólbaki EA. Félögin fjögur
gerðu ýmist þær kröfur að þau yrðu
sýknuð eða málinu yrði vísað frá
dómi.
Málsatvik eru þau að nokkrir menn
komu í veg fyrir löndun úr Sólbaki í
byrjun október á liðnu ári með því
m.a. að leggja bílum sínum við skipið
og hindra þannig notkun uppskipun-
arkrana. Sama staða var uppi á ten-
ingnum daginn eftir, en löndun hófst
svo í kjölfar þess að lögregla færði
mennina til skýrslutöku.
Fram kemur í áliti dómsins að
löndun úr skipinu hafi farið fram 13.
október án nokkurra afskipta um-
ræddra manna, fulltrúa félaganna áð-
urnefndu eða þeir haft uppi tilburði til
að hindra löndun. Eftir að löndun
lauk hafi ekki lengur verið þörf þeirr-
ar réttarverndar sem lögbannið veitti
útgerðarfélaginu Sólbaki. „Verður því
ekki séð að stefnandi hafi réttarhags-
muni af því að fá lögbannið staðfest
með dómi,“ segir í álitinu og því féllst
dómurinn á að vísa málinu frá. Máls-
kostnaður var fellur niður að öðru
leyti en því að félaginu var gert að
greiða Einingu-Iðju 150 þúsund krón-
ur í málskostnað.
Lögbanns-
málinu
vísað frá
dómi
MILLJÓNAMÆRINGUM á
Akureyri fjölgaði nokkuð í
þessum mánuði en í þremur
útdráttum hjá Happdrætti
Háskóla Íslands komu tæpar
19 milljónir króna á miða í
bænum og þar af 11,2 millj-
ónir króna til eins vinnings-
hafa. „Við vorum lánsamir
hér fyrir norðan og þetta er
það allra besta á landsvísu
þennan mánuðinn,“ sagði
Gísli Jónsson, umboðsmaður
happdrættisins á Akureyri.
Að sögn Gísla komu 3,8
milljónir króna til bæjarins í
fyrsta útdrætti marsmánaðar
og dreifðist sú upphæð á
marga aðila. Í öðrum útdrætti
var dregið um einnar millj-
ónar króna vinninga og fengu
tveir vinningshafar í bænum
sína milljónina hvor. Í fyrra-
dag var svo dregið í Heita
pottinum og þá fékk einn
vinningshafi 11,2 milljónir
króna og annar tæplega 1,9
milljónir króna.
Milljóna-
mæringum
fjölgar
Herrakvöld | Handknattleiks- og
knattspyrnudeild KA standa fyrir
herrakvöldi á Hótel KEA föstudag-
inn 1. apríl nk. Húsið verður opnað
kl. 19.00 en borðhald hefst kl. 20.00.
Veislustjóri verður sjónvarpsmað-
urinn Kristján Kristjánsson en
ræðumaður kvöldsins verður stjórn-
málamaðurinn Össur Skarphéð-
insson. Logi Már Einarsson arkitekt
mun koma með nokkrar sögur frá
handboltaferli sínum og Friðfinnur
Hermannsson framkvæmdastjóri
mun fara yfir sinn magnaða knatt-
spyrnuferil. Einnig verður boðið upp
á tónlistaratriði. Forsala miða er í
KA-heimilinu, sími 462-3482, og
hægt er að panta miða á gassi@ka-
sport.is – miðaverð er 3.500 krónur.
ÖKUMAÐUR lítils jeppa slasaðist
mikið í umferðaróhappi skammt
norðan við bæinn Hólsgerði í Eyja-
fjarðarsveit um miðjan dag í gær.
Ökumaðurinn sem var einn á ferð
missti stjórn á bíl sínum með þeim
afleiðingum að bíllinn hafnaði utan
vegar, endastakkst þar í tvígang og
hafnaði á hliðinni. Ökumaðurinn var
fluttur með sjúkrabifreið á slysa-
deild FSA þar sem hann gekkst und-
ir rannsókn en í kjölfarið var hann
fluttur með sjúkraflugi til Reykja-
víkur. Talið er að ökumaðurinn hafi
verið í bílbelti en hann var kominn út
úr bílnum þegar sjúkraflutninga-
menn komu á staðinn.
Bílvelta við Hólsgerði
Morgunblaðið/Kristján
Bílvelta Sjúkraflutninga- og lög-
reglumenn hlúa að ökumanninum á
vettvangi. Eftir rannsókn á FSA
var hann fluttur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur.
AKUREYRI