Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Svona Bobby, reyndu að hafa þverrifuna lokaða rétt á meðan ég kynni þig fyrir nýju fósturforeldrunum.
Viðbragðsáætlun ís-lenskra heilbrigð-isyfirvalda vegna
heimsfaraldra á borð við
fuglaflensuna er stöðugt
til endurskoðunar. Að
sögn Haraldar Briem sótt-
varnarlæknis var áætlun-
in gerð í fyrra og því eðli-
legt að endurskoða hana
reglulega með hliðsjón af
þróun mála.
„Við erum aðeins að
auka viðbúnaðarstigið
núna og auka meðvitund
manna,“ segir Haraldur,
en tekur fram að í sjálfu
sér hafi ekkert breyst frá
því fyrir ári annað en það
að ekki hafi tekist að ráða
niðurlögum fuglaflensunnar þar
sem hún haldi áfram að skjóta upp
kollinum hjá fólki sem smitast
beint frá fuglum, en enn sem kom-
ið er hefur ekki verið sýnt fram að
á inflúensan smitist frá manni til
manns.
Inni í myndinni að loka land-
inu þó það sé tæknilega erfitt
Spurður hvernig undirbúningn-
um hérlendis gegn farsótt á borð
við fuglaflensu sé háttað segir
Haraldur að auðvitað hefði verið
ákjósanlegast að eiga bóluefni.
Hins vegar sé ólíklegt að það verði
fyrir hendi þegar og ef nýr far-
aldur komi því þá verður um að
ræða nýja tegund af veiru sem
menn hafa ekki bóluefni við, alla
vegna ekki til að byrja með.
Að sögn Haraldar eru heil-
brigðisyfirvöld að huga að því að
eiga varabirgðir af inflúensulyfj-
um, sem geti mögulega hjálpað og
dregið verulega úr hugsanlegum
faraldri. Raunar hefur enn ekki
verið sýnt fram á hverskonar
áhrif notkun inflúensulyfja hefði,
enda hafa þau ekki verið notuð við
sambærilegar kringumstæður, en
vonir manna standa til að þau geti
hjálpað til. Segir Haraldur að
inflúensulyfin yrði hugsuð til
notkunar fyrir sérstaka áhættu-
hópa sem og fyrir fólk sem þarf að
sinna sjúkum, enda mikilvægt að
þeir geti sinnt sínu hlutverki.
Kæmi til faraldrar hérlendis
eru ýmsar formlegar aðgerðir
sem hægt væri að grípa til í því
skyni að hindra útbreiðslu á far-
sótt. Meðal þeirra er að reyna að
hindra að smitandi fólk sé mikið á
ferðinni. Þannig væri, að sögn
Haraldar, inni í myndinni að loka
landinu, sem þó er tæknilega
mjög erfitt. En einnig mætti koma
í veg fyrir að fólk komi saman þar
sem það eykur á útbreiðslu far-
sótta. Síðan er reynt að huga að
því að geta hlúð að sjúklingum á
sjúkrahúsi í einangrun eða að
halda þeim sem hafa verið útsettir
fyrir smiti í sóttkví.
Ekki varað sérstaklega við
ferðum til ákveðinna landa
Haraldur segir mikilvægt að
velta þessum málum fyrir sér þar
sem allar fyrrgreindar aðgerðir
myndu hafa heilmikil áhrif á þjóð-
félagið allt. Spurður hvort al-
menningur geti gert eitthvað til
að sporna við útbreiðslu farsóttar
hérlendis svarar Haraldur því ját-
andi.
„Í fyrsta lagi ætti fólk auðvitað
ekki að vera á ferð hafi það ein-
kenni sjúkdómsins, auk þess sem
fólk ætti að huga vel að almennu
hreinlæti og þvo sér vel um hend-
urnar til að forðast smit, hósta
ekki framan í hvert annað og hafa
klúta fyrir vitunum í því skyni að
forðast að smita aðra eða smitast
sjálft,“ segir Haraldur og bendir á
að eins og staðan sé í dag sé þó
ekki sérstaklega varað við ferðum
til landa þar sem fuglainflúensa
geisar í fiðurfé, en ferðamönnum
er bent á að forðast fuglamarkaði,
illa soðið fuglakjöt og hrá egg, auk
þess sem ráðlagt sé almennt
hreinlæti og tíður handþvottur.
Ekki sértækar aðgerðir
gegn Spænsku veikinni
Skæðasti heimsfaraldurinn á
síðustu öld var Spænska veikin á
árunum 1918–1919 en þá létust á
milli 40 og 50 milljónir manna, en
nánast helmingur þeirra var ungt
og hraust fólk. Hérlendis sýktust
um tíu þúsund af fimmtán þúsund
íbúum Reykjavíkur og um fimm
hundruð manns létust á landinu.
Spurður hvort Íslendingar séu
betur í stakk búnir til að takast á
við farsótt í dag en 1918 þegar
Spænska veikin geisaði hér svarar
Haraldur því játandi. „Menn voru
náttúrlega ekki nógu passasamir
þá og þannig var t.d. ekki gripið til
neinna sértækra aðgerða á
Reykjavíkursvæðinu til að sporna
við útbreiðslu sóttarinnar. Í dag
myndum við grípa til aðgerða mun
fyrr, þ.e. takmarka ferðir fólks og
nota þau inflúensulyf sem við eig-
um,“ segir Haraldur og bendir á
að einnig sé heilbrigðisþjónustan
mun öflugri í dag en þá, auk þess
sem möguleikinn á að veita fólki
þjónustu í heimahúsi sé fyrir
hendi.
Aðspurður segir Haraldur mik-
ilvægt að menn séu sífellt vakandi
í þessu máli og séu búnir að leggja
niður fyrir sér hvernig eigi að
bregðast við ef til farsóttar kæmi.
„Þetta er eitthvað sem gerist
kannski ekki í ár og ekki næstu
tvö til þrjú árin. Hins vegar er
nauðsynlegt að fylgjast vel með
málum og vera viðbúinn.“
Fréttaskýring | Viðbrögð við farsóttum
Viðbúnaður-
inn aukinn
Viðbragðsáætlun íslenskra heilbrigðis-
yfirvalda í sífelldri endurskoðun
Fuglaflensan smitast ekki milli manna.
Betur undir það búin að
takast á við farsótt nú
Eitt af því sem farið var yfir
við síðustu endurskoðun við-
bragðsáætlunar íslenskra heil-
brigðisyfirvalda er að samhæfa
aðgerðir allra þeirra aðila sem
koma myndu mest að málum, s.s.
heilbrigðisstofnanir, sjúkraflutn-
ingsmenn, löggæslumenn og toll-
gæslan. Segir Haraldur Briem
sóttvarnarlæknir í mörg horn að
líta því ef til farsóttar kæmi
þyrfti einnig að tryggja að hægt
sé að halda þjóðfélaginu gang-
andi, þ.e. sjá til þess að ein-
hverjir geti séð til þess að við
fáum t.d. rafmagn, vatn og hita.
silja@mbl.is
SKRIFAÐ hefur verið undir sam-
komulag milli heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, Landlæknisemb-
ættisins, Lyfjastofnunar og Trygg-
ingastofnunar ríkisins um rekstur
lyfjagagnagrunns. Samkvæmt sam-
komulaginu ber landlæknisembætt-
ið ábyrgð á lyfjagagnagrunninum,
en Tryggingastofnun verður falið að
reka, hýsa og halda lyfjagagna-
grunninum við. Gagnagrunnurinn er
rekinn í samræmi við lög um Per-
sónuvernd og reglur Persónuvernd-
ar.
Samkvæmt lyfjalögum starfrækir
landlæknisembættið lyfjagagna-
grunn um afgreiðslu lyfja. Er það
gert í þeim tilgangi að hafa almennt
eftirlit með ávísunum lækna á lyf, að
fylgjast með þróun lyfjanotkunar og
til þess að hafa eftirlit með ávana- og
fíknilyfjum. Landlæknisembættið
ber samkvæmt samkomulaginu
ábyrgð á dulkóðun persónuauð-
kenna í lyfjagagnagrunninum, en
Lyfjastofnun og Tryggingastofnun
ríkisins geta sótt um aðgang að
gagnagrunninum að uppfylltum skil-
yrðum sem fram koma í lyfjalögum.
Samkvæmt upplýsingum frá heil-
brigðisráðuneytinu er samkomulag-
ið niðurstaða nefndar sem sá um að
undirbúa starfrækslu gagnagrunns-
ins. Nefndinni var sömuleiðis falið að
greiða úr álitamálum sem upp kynnu
að koma.
Samkomulag staðfest um
rekstur lyfjagagnagrunns