Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 7

Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 7 FRÉTTIR 21.900kr. Þú s parar Þú sparar 17.900kr. Þú s parar Þú sparar Ti lb oð fá st að ei ns ív er sl un N ýh er ja ·T ak m ar ka ð m ag n ·T ilb oð gi ld a á m eð an bi rg ði r en da st / N Ý H E R J I # 2 3 1 Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is FRÁBÆR FERMINGARTILBOÐ Stafrænar myndavélar, prentarar og tölvur Canon Ixus 430 4 milljón punktar, fyrir ljósmyndaprentun í allt að A3 stærð. Glæsileg hönnun og frábær myndgæði. Canon iP 3000 Falleg hönnun, fjölhæfni og frábær frammistaða. Notar Single Ink kerfið sem dregur úr rekstrarkostnaði. Duplex prentun og prentar beint á CD. Almennt verð: 64.800 kr. Fermingartilboð: 42.900 kr. Canon Ixus i 5,0 Falleg hönnun, 5 milljón punktar og háþróuð tækni gerir IXUS i5 að yfirburðavél. Canon iP 4000 Frábær alhliða prentari sem gefur framköllunarþjónustum ekkert eftir þegar kemur að ljósmyndaprentun. Duplex prentun og prentar beint á CD. Almennt verð: 62.800 kr. Fermingartilboð: 44.900 kr. A BTilboð Tilboð Canon PowerShot A400 A400 hefur alla kosti sem búist er við af Canon myndavél á verði sem ætti að fá þig til að brosa. 3,2 milljón punktar. Val um fjóra skemmtilega liti. Almennt verð: 22.900 kr. Fermingartilboð: 19.900 kr. CTilboð IBM ThinkPad R50e ThinkPad R50e er flott fartölva fyrir fermingarbarnið. Er með Intel Celeron M 330 örgjörva, 256MB minni, 30GB hörðum diski, Intel Extreme Graphics II skjákorti, CD-RW/DVD combo drifi, þráðlausu 802.11b/g netkorti og Windows XP Home stýrikerfi. Verð frá 99.900 kr. DTilboð IBM ThinkCentre A51p ThinkCentre A51p er traust og öflug margmiðlunartölva. Afkastamikill Pentium 4 530 Hyper-Threading örgjörvi og 512MB dual-channel minni. DVD+RW brennari, 256MB Radeon X600 XT PCI-E skjákort. 250GB + 80GB SATA harðir diskar, Microsoft þráðlaust lyklaborð og mús, Logitech hátalarar, 17” IBM TFT skjár o.fl. Fermingartilboð 169.900 kr. ETilboð Þú s parar Þú sparar 3.000kr. VERSLUN NÝHERJA ÁKVEÐIÐ hefur verið að efla geð- læknisþjónustu við fangelsið á Litla-Hrauni. Þar starfar nú lækn- ir í 25% starfi en heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að veita Heilbrigðisstofn- un Suðurlands fjárveitingu sem gerir kleift að hækka starfshlut- fallið í 75%. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu mun lækn- irinn einnig sinna öðrum störfum og veita þjónustu íbúum á Suður- landi sem hingað til hafa þurft að sækja geðlæknisþjónustu til Reykjavíkur. Geðlæknis- þjónusta efld á Litla-Hrauni ÚTGJÖLD Tryggingastofnunar vegna örorkulífeyris hækkuðu um 1.415 milljónir á síðasta ár eða úr 2.780 milljónum í 4.195 milljónir. Skýringin á þessu er annars vegar ákvörðun stjórnvalda að taka upp aldurstengdar örorkubætur og hins vegar fjölgun öryrkja. Öryrkjum fjölgaði á síðasta ári um 812 ein- staklinga eða um rúmlega 7%. Öryrkjum hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Árið 2000 voru fjöldi ör- yrkja 9.329, en í fyrra voru þeir 12.011. Á þessu tímabili hafa út- gjöld Tryggingastofnunar vegna ör- orkulífeyris vaxið úr 1.981 krónu í 4.195 krónur. Samkvæmt gögnum Trygginga- stofnunar um lífeyristryggingar ársins 2004 var ellilífeyrir greiddur 26.427 einstaklingum 1. desember á síðasta ári en árið 2003 voru þeir 26.644. Skýringin á þessari tölfræði- legu fækkun ellilífeyrisþega milli ára er sú að vistmenn dvalarheimila eru ekki taldir með í tölum yfir elli- lífeyrisþega á árinu 2004. Í fjár- lögum 2004 var fjármagn millifært af fjárveitingu ellilífeyris og tekju- tryggingar á fjárlagaliði dvalar- heimila sem nemur fjölda ellilífeyr- isþega sem dvelja á dvalarheimili. Breytingin var gerð eftir að nýr bótaflokkur kom til sögunnar, vist- unarframlag, sem kom í stað dval- arheimilisuppbótar. Á síðasta ári greiddi Trygginga- stofnun 6.630 milljónir í ellilífeyri, en árið 2000 nam þessi greiðsla 5.004 milljörðum. Öryrkjum fjölgaði um 812 í fyrra SIGURÐUR Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að setja verði nánari ákvæði um umfang, magn, gæði og faglega þekkingu í samninga ríkis- ins við einkaaðila, sem taka að sér ýmsa lögboðna þjónustu. Segir hann að forðast skuli að selja verktökum sjálfdæmi um það hvernig fjármun- um sé skipt milli þjónustu annars vegar og hins vegar afgjalds. Þetta kemur fram í formála Sig- urðar í ársskýrslu Ríkisendurskoð- unar fyrir síðasta ár. Fram kemur að undanfarin ár hafi ríkið samið í síauknum mæli við einkaaðila um að sinna ýmiss konar lögbund- inni þjónustu sem ríkinu beri að inna af hendi. „Þá sest ríkið í sæti kaupandans og velur vænlegan þjónustuaðila á markaðslegum for- sendum, einkum með samanburði á verði og gæðum. Við slíkt framsal er mikilvægt að tryggja að þeir fjár- munir sem verja skal til verkefnisins skili sér að fullu í fyrirhugaðri þjón- ustu líkt og ríkið sinnti því sjálft,“ segir m.a. í formálanum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Þórðarson að hér ætti hann m.a. við að fjármunirnir frá ríkinu gengju til að reka umrædda þjónustu og að ekki færi óeðlilegur hluti fjármuna í æðstu stjórn eða launalið viðkomandi verkefnis. Kvaðst hann hafa nokkur dæmi um óeðlilegar hækkanir á t.d. launalið hjá verkefni sem færð hefðu verið frá ríkinu til einkaaðila og hann væri fyrst og fremst að vara við hættunni af því. Ekkert væri hægt að setja út á að eðlilegt hlutfall væri greitt fyrir stjórnunarþátt en slíkt mætti ekki fara úr böndum. Segir Sigurður í formálanum að jafnframt þurfi eft- irlit verkkaupandans að vera mjög virkt. Ríkisendurskoðandi vill skýrari samninga um verkkaup ríkisins Sigurður Þórðarson FRAMLEIÐENDUR banda- ríska sjónvarpsþáttarins „60 mínútur“ hafa haft samband við stuðningsmenn Bobby Fischers hér á landi til að undirbúa hugsanlega þáttar- gerð um málefni Fischers. Beðið er nánari upplýsinga og staðfestingar á málinu. Einar S. Einarsson, fulltrúi í stuðningshópnum, staðfesti við Morgunblaðinu í gær að dagskrárgerðarmenn frá CBS-stöðinni hefðu haft sam- band við sig til að fá svör við ýmsum spurningum vegna hugsanlegs þáttar um hvað- eina er snertir málefni Fisch- ers. Þátturinn 60 mínútur er vinsæll fréttaskýringarþáttur þar sem ýmis málefni líðandi stundar eru brotin til mergj- ar. Einar kvaðst bíða eftir frekari staðfestingu á áhuga stöðvarinnar. Hugsanlega yrði þátturinn tekinn upp í vor og kæmist þá á dagskrá með haustinu. Áhugi á máli Fischers í 60 mínútum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.