Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 33 MINNINGAR Mig langar til að minnast hennar í fáum orðum. Fljótlega eftir að ég man eftir mér flutti amma til Reykjavíkur og flestar helgar og í öllum skólafríum fórum við saman austur á Heiðarbæ. Það var alltaf gaman þar enda fullt af krökkum til að leika við. Ég man hvað það var gaman að máta hattana hennar, skoða kjólana og þegar hún leyfði okkur að gramsa í gömlu dóti. Ég man líka vel eftir ófáum strætóferð- um með ömmu út um allan bæ. Hún kunni strætóleiðirnar miklu betur en ég og vissi alltaf hvar og klukkan hvað vagninn kæmi. Eftir að amma flutti á Lindargöt- una fannst mér alltaf gott að koma við hjá henni eftir skóla og rölta með henni í búðina og kaupa eitthvað gott með kaffinu. Amma talaði alltaf mikið um hann afa og þó að ég hafi ekki fengið að kynnast honum finnst mér alltaf eins og ég hafi þekkt hann því amma varðveitti minningu hans svo vel. Ég vona að ég geti varðveitt minningu þína jafnvel, amma mín. Hvíldu í friði. Sólveig María. Elsku besta amma mín. Það er nú komið að því að kveðja. Mikið fannst mér gott að koma til þín kvöldið sem þú lagðir aftur augun. Það hvíldi mikil ró yfir þér og svo mikill friður. Nú ert þú komin til afa, þið hafið verið aðskilin lengi en alltaf varst þú jafn ástfangin af honum. Augu þín og andlit ljómuðu þegar þú talaðir um hann. Á mínum yngri árum fórum við fjölskyldan í öllum okkar fríum aust- ur að Heiðarbæ og ófá sumrin var ég kaupadrengur þar. Það má því segja að þú eigir stóran þátt í upp- eldi mínu, hver ég er og hvernig ég er. Var það eins konar framhald af uppeldi mínu heima þar sem þú og mamma voruð í mörgu líkar. Vænt- umþykja, óskráðar reglur, hæfileg- ur skammtur af aga, virðing ásamt smá afskiptasemi. Þú varst mikil nákvæmnismann- eskja, stundum svo mikil að það jaðraði við að okkur krökkunum þætti vera sérviska. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar komið var með bláa mjólkursamsölukassann fullan af varningi úr bænum og þú lést okkur ganga frá í skápana. Mjólkurfernurnar þurftu ávallt að snúa eins þegar þeim var raðað í kæliskápinn. Ekki má gleyma LUX- sápunum sem settar voru í skápinn fyrir ofan eldavélina, þær höfðu náttúrulega sinn stað, þurftu að snúa eins og rétt líka. Ég held að ég hafi verið og sé enn áhugamaður númer eitt um „Unn- arkökur“. Þessar sívölu hveitikökur með sykurkornunum á sem þú töfr- aðir fram með kaffinu voru engum líkar. Alltaf var ég jafn glaður þegar ég vissi af þeim í búrinu og ég held að það hafi líka glatt þig hvað mér þótti þær góðar. Alla tíð hélst þú mikið upp á mig, taldir mig allra manna mætastan. Ekki veit ég hvernig þú fannst það út amma mín, en held þó að þú hafir skynjað að eitthvað af því sem þú kenndir mér og miðlaðir til mín hafi skilað sér. Þetta hefur alltaf verið gagnkvæmt, ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir þér og þykir af- skaplega vænt um þig. Þér var alltaf umhugað um fjöl- skyldu þína, tókst þátt í öllum okkar gleðistundum eins og heilsan leyfði. Mikið þótti okkur vænt um það að hafa þig hjá okkur í skírn sona okk- ar, fyrst Brodda og nú síðast hjá Benedikt Darra. Síðustu ár þín í höfuðborginni dvaldir þú í íbúð á Lindargötunni. Kaffisopinn hjá þér var alltaf góður, það var ljúft að koma til þín og mikið varst þú alltaf glöð þegar við kíktum inn hjá þér. Við gátum endalaust spjallað, þér fannst gaman að rifja upp uppvaxtarárin þín á Akureyri, sérstaklega þar sem Hjördís er líka að norðan. Þú varst svo stolt af upp- runa þínum og þangað lágu sterkar taugar. Þú sýndir okkur mikla vænt- umþykju, hafðir áhuga á því sem við vorum að gera og spurðir frétta. Við vorum alltaf velkomin. Elsku amma og langamma. Á stundu sem þessari er erfitt að finna réttu orðin en við hugsum því meira og þökkum fyrir þann góða tíma sem við áttum saman og allt það góða sem hann gaf af sér. Þökkum alla þá gleði sem þú gafst okkur, allt sem þú kenndir og miðlaðir. Elsku mamma og pabbi. Ykkar söknuður er mikill. Veikindi ömmu hafa verið erfið og tekið á, þið hafið sýnt henni mikla ást, hlýju og um- hyggju. Sorgin er alltaf sár, alltaf erfið en nú líður ömmu vel. Hjá ömmu og afa verður gleðifundur. Ástarþakkir fyrir allt, elsku besta amma og langamma. Að lokum lang- ar okkar að vitna í kvöldbænina okk- ar Brodda og segja: „Megi allir englar Guðs passa þig, elsku langamma.“ Þín Gunnar, Hjördís Edda, Broddi og Benedikt Darri. Þingvallasveit fyrir miðja síðustu öld var tiltölulega ólík því sem nú blasir við. Afi okkar og amma, Sveinbjörn og Sigrún, fluttu frá Hvítanesi í Kjós að Heiðarbæ í Þingvallasveit árið 1921, ásamt fimm börnum sínum. Öll settust þau að í sveit, þar af þrjú í Þingvalla- sveitinni, bræðurnir Jóhannes og Einar á Heiðarbæ og Regína systir þeirra á næsta bæ, Skálabrekku. Þau systkinin og makar þeirra voru öll fædd og alin upp í sveit, nema kona Einars, Unnur Frí- mannsdóttir, sem kom úr mjög ólíku umhverfi, frá Akureyri. Hún bar með sér einhvern framandi andblæ sem okkur systkinunum þótti spennandi að kynnast – og hún spil- aði meira að segja á gítar! Fljótlega settist móðir Unnar, María, að hjá þeim hjónum og Frímann, bróðir Unnar, var þar einnig tíður gestur. Fyrir Unni hljóta það að hafa ver- ið mikil viðbrigði að setjast að í af- skekktri og harðbýlli sveit og þekkja lítið til sveitavinnu. En mannlífið var gott og mikið var sungið. Einar og Unnur voru bæði mjög músíkölsk og með mjúkar og þýðar raddir sem féllu vel saman. Mikill samgangur var á milli frændfólksins á bæjunum og óspart haldin jólaboð og afmælisveislur og hafði Unnur ýmislegt nýtt fram að færa í sambandi við jóla- og sam- kvæmisleiki. Við munum vel eftir mikilli gleði og mörgum gestum í þrítugsafmæli Einars, þar sem söngur var í hávegum hafður. Annar stórviðburður var þegar Unnur hafði frumkvæði að því að fjölmenna í Hlégarð á tónleika Smárakvartettsins frá Akureyri og var það mikil upplifun fyrir okkur unglingana. Sönggleðin hefur við- haldist á Heiðarbæjunum fram á þennan dag. En lífið var ekki tómur söngur. Fyrsta barnið misstu þau Unnur og Einar og hún fárveiktist. Síðar eign- uðust þau þrjú efnileg börn; Önnu Maríu, Ástu Sigrúnu og Sveinbjörn Frímann. Mörg þau nútímaþægindi sem nú þykja sjálfsögð voru ekki fyrir hendi þegar Unnur og Einar hófu búskap. Til dæmis kom Sogsrafmagn ekki í Þingvallasveit fyrr en eftir 1960. Mæðiveiki kom upp á fyrstu búskap- arárum þeirra en veiðin í vatninu bjargaði nokkru á þessum erfiðu ár- um. Þau Unnur og Einar byggðu myndarleg útihús og gott íbúðarhús. Mikið áfall var þegar Einar lést skyndilega haustið 1974. Við það færðist ábyrgðin á herðar Svein- björns sonar þeirra, sem hafði verið hægri hönd föður síns. En fáum misserum síðar brunnu nýju útihús- in til kaldra kola. Byggt var upp aft- ur af miklum dugnaði og reyndi nú mikið á þau mæðgin bæði. Eftir að Sveinbjörn festi ráð sitt gat Unnur dregið sig í hlé og flutti þá til Reykjavíkur, þar sem hún átti mörg góð ár, en áfram átti hún jafnframt athvarf heima á Heiðarbæ. Á milli bæjanna var alltaf mikill samgangur og samvinna fyrr og síð- ar og viljum við þakka öll þessi góðu ár og þær góðu minningar sem við eigum frá þessum tíma. Blessuð sé minning Unnar Frí- mannsdóttur. Þórdís, Sigrún og Sveinbjörn, Heiðarbæ. ✝ Sigríður Stein-unn Oddsdóttir fæddist í Vogi á Mýr- um 26. september 1925. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópavogi 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Hallgríms- dóttir (1893-1988) frá Grímsstöðum á Mýr- um, dóttir Hallgríms Níelssonar bónda og hreppstjóra þar og Sigríðar Steinunnar Helgadóttur frá Vogi á Mýrum, og Oddur Jónsson (1892-1975), frá Álftanesi á Mýrum, en móðir hans var Marta Níelsdóttir, systir Hallgríms á Grímsstöðum. Syst- ur Sigríðar eru Ás- laug, f. 3.1. 1919, og Soffía, f. 12.4. 1924, d. 2.2. 1986. Sigríður ólst upp í Reykjavík, en faðir hennar var starfs- maður Mjólkur- félags Reykjavíkur, síðar lengi fram- kvæmdastjóri þess félags. Útför Sigríðar Steinunnar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Foreldrar Sigríðar Steinunnar Oddsdóttur slitu samvistum um miðj- an fjórða áratug síðustu aldar og bjó hún eftir það með móður sinni og tveim systrum, þeim Áslaugu og Soffíu. Var þar mikið rausnarheimili, ætíð opið hinum fjölmenna frænd- garði og öðrum vinum. Þær mæðgur voru mjög félagslyndar og höfðu mikla ánægju af að veita gestum sín- um og gleðjast með þeim. Á ég frá- bærar minningar um gott viðmót, rausnarlegar veitingar og mikla gleði og hljómlist. Verður mér oft hugsað til Geirríðar þeirrar er Landnáma getur um, en „hún lét gera skála um þjóðbraut þvera. Hún sat á stóli úti og laðaði gesti, en borð stóð inni jafnan og matur á“. Móðir mín var fóstur- systir Elínar Hallgrímsdóttur en þær voru líka bræðradætur. Fjölskyldur okkar voru mjög nán- ar, enda oftast nágrannar. Eru ótald- ar allar þær ánægjulegu samveru- stundir sem við höfum átt öll þessi ár. Sigríður Steinunn gekk í Kvenna- skólann í Reykjavík en um tvítugt hóf hún störf hjá Eimskipafélagi Íslands. Hún þótt afbragðs vandaður og góður starfskraftur, sérstaklega var hún ná- kvæmur og fljótvirkur vélritari. Hún vélritaði alla prófritgerð mína til loka- prófs í Háskólanum og minnist ég þess að engin ásláttarvilla var á þeim blöðum. Um fimmtugt lét hún af störfum vegna heilsubrests og bjó áfram á Álf- hólsvegi 12 hjá móður sinni og systr- um. Soffía systir hennar lést um aldur fram 1986 og varð það þeim mæðgum mikið áfall og var hennar sárt saknað. Elín móðir hennar lést árið 1988 og hafði þá verið á dvalarheimilinu Sunnuhlíð skamman tíma. Áslaug og Della, eins og Sigríður Steinunn var ætíð nefnd, héldu áfram heimili á Álf- hólsvegi 12 þar til á síðasta ári að Sig- ríður Steinunn var vistuð í Sunnuhlíð og lést hún þar hinn 21. mars sl. Sigríður var glæsileg sem ung stúlka, ætíð smekklega klædd og ein- beitt en jafnframt hæg í fasi og sér- staklega orðvör og umtalsgóð. Minn- ug var hún á persónur, nöfn, tengdir og lífshlaup manna. Var það háttur margra er komu á heimilið að rekja saman ættir og fjölskyldutengsl. Þeg- ar menn rak í vörðurnar eða voru ekki sammála var því skotið til Dellu, og þá stóð ekki á svarinu. Á stríðsárunum var erfitt að koma börnum í kvikmyndahús. Hringdi mamma þá oft í Dellu eða Soffíu syst- ur hennar. Þær lögðu á sig að fara í biðröðina, þegar opnað var, kaupa miða og fara svo með frænda á barna- sýninguna síðar um daginn með sínu ljúfa geði. Annars var það höfuðeigind Dellu að trana sér ekki fram, hún var hæg í fasi, rósemin og tryggðin voru í fyrir- rúmi. Blessuð sé minning hennar. Haraldur Ellingsen. Elsku Della okkar er nú farin heim. Kæra frænka mín sem ásamt systr- um sínum og móður umvafði okkur systkinin eftir að við misstum bæði ömmu og afa á sama árinu. Og nú er Áslaug elsta systirin ein eftir. Nú umvefjum við hana, sagði Lára litla sex ára dóttir mín, og gef- um henni jólagjafir og hún má bara velja sér hvað sem hún vill. Já, það var ekki ónýtt að njóta at- lætis hjá fjórum frænkum sem ógiftar og barnlausar nenntu endalaust að dekra við okkur. Fallega heimilið þeirra á Álfhólsvegi stóð okkur alltaf opið og þar var aldrei neitt molakaffi, nei, það var stórhátíð í hverri heim- sókn með blúndudúk á útskorna borð- inu, heitt súkkulaði í fallegum bollum og svo pönnukökurnar hennar Dellu með miklum rjóma. Með frænkunum mínum góðu fór ég í fyrsta skipti í leikhúsið og heillaðist svo að enn sér ekki fyrir endann á. Og það voru líka þær sem tóku mig með á fyrstu sin- fóníutónleikana og þar opnaðist líka nýr heimur. Og óteljandi voru símtöl- in milli okkar og þeirra, þar sem við töluðum við þær til skiptis og þær spurðu okkur hvernig við hefðum það og hvað væri títt. Þær tóku lifandi þátt í öllu sem við gerðum og báru hag okkar fyrir brjósti. Della var yngst systranna og svo ótrúlega hlý og góð. Þegar ég var lítil dró hún fram brúðurnar sínar frá bernsku og sýndi mér, seinna var það svo Shirley Temple-bókin sem ég fékk að fletta í gegnum og þegar ég var orðin menntaskólastúlka gaf hún mér sérsaumaða dragt af sér sem ég smellpassaði í og var uppáhalds spari- flíkin mín í mörg ár. Já, þetta voru fínar og flottar frænkur og skemmtilegar. Þær voru varla komnar inn úr dyrunum heima þegar þær voru komnar í ættfræði- pælingar með pabba og gamlar sögur rifjaðar upp. Og þær létu sitt ekki eft- ir liggja í leikjum og ber þar hæst þegar við fórum í Kisa segir mjá mjá á jólunum og verður sá leikur aldrei svipur hjá sjón án þátttöku þeirra. Svo varð Della gömul og veik en Áslaug sem var þeirra elst gaf sig ekki með að halda henni heima og annaðist hana þar eins lengi og stætt var á. En svo kom að því að Della varð að fara á elliheimilið og þegar við heimsóttum hana þangað síðast þá sat Lára litla á rúmstokknum og tal- aði við hana og strauk henni um vang- ann og svo lagði ég Kristínu í fangið á henni þar sem hún kúrði sig í hlýjum faðminum hennar og þær dormuðu saman í drykklanga stund. Lára litla var svo leið yfir að Della skyldi deyja áður en páskarnir komu og að hún gæti ekki smakkað á páska- konfektinu sem við vorum búnar að kaupa handa þeim Áslaugu. Og hún lét ekki huggast fyrr en henni hug- væmdist það snilldarráð að festa lítið páskaegg neðan í blöðru sem gæti svo svifið til himna til Dellu. Hún sagði guði frá þessari áætlun í kvöldbæn- unum sínum en bað hann að segja ekki Dellu af því, þetta ætti að koma henni á óvart. Elsku Della, þú ert eflaust hvíld- inni fegin og hefur bara ákveðið að slást í för með frelsaranum á páskahátíðinni. Við hugsum til þín á himninum með Ellu frænku og Soffu sem þú hefur saknað svo lengi. Og við þökkum fyrir lífið þitt fallega sem gerði okkar líf ríkara. María Ellingsen og fjölskylda. SIGRÍÐUR STEINUNN ODDSDÓTTIR ✝ Helgi Kárasonfæddist á Sigríð- arstöðum í Ljósa- vatnshreppi 22. júlí 1940. Hann lést á heimili sínu í Vest- mannaeyjum 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Arnfríður Róberts- dóttir, f. 17.10. 1921 á Hallgilsstöðum, húsfreyja á Akur- eyri, og Kári Angan- týr Larsen, f. 15.4. 1913, d. 2.6. 1994, bóndi á Sigríðarstöð- um og síðar verkamaður á Akur- eyri. Systkini Helga eru Róbert, f. 11.8. 1939, Herborg, f. 14.4. 1942, maki Geir Ingi- mundarson, f. 16.2. 1930, Pálmi, f. 29.5. 1944, Stefán, f. 18.2. 1948, maki Margrét Haddsdóttir, Unnur, f. 28.9. 1951, d. 18.5. 2002, barnsfaðir Guðmundur Skarp- héðinsson, barn þeirra er Kári Arnar f. 19.5. 1971, búsett- ur á Akureyri, Stein- dór Ólafur, f. 3.1. 1955, maki Jóna Þórðardóttir, f. 6.5. 1956. Útför Helga var gerð í kyrrþey frá Höfðakapellu á Akureyri mánudaginn 7. mars. Elsku Helgi minn, með hlýhug og innilegu þakklæti kveð ég þig nú. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín vinkona Sólrún E. HELGI KÁRASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.